Saga - 1997, Page 306
304
RITFREGNIR
Lýðræðishugtakið virðist breytast í andhverfu sína eins og stundum fyrr
og síðar þegar barátta „lýðræðis og einræðis" hefur verið hvað grimmust.
Valur sýnir fram á svo óyggjandi er að Bandaríkin unnu leynt og ljóst
gegn öllum áformum um brottvísun hersins (bls. 404). Hversu langt þeir
voru tilbúnir að ganga er enn ósvarað, og verður væntanlega seint. Ótal
samverkandi þættir gerðu atburðarás næstu missera spennuþrungna.
Innrás Rússa í Ungverjaland og ákveðinn vilji Guðmundar I. Guðmunds-
sonar utanríkisráðherra og annarra stjómmála- og embættismanna að koma
í veg fyrir brottför hersins eru aðeins tveir þættir sem ollu skyndilegu
fósturláti hugsjónar. Þar við bættist fjárþörf stjórnvalda og skilyrði sem
Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Evrópu og Alþjóðabankinn settu
fyrir aðstoð.
Af þeim sæg spurninga sem Valur Ingimundarson svarar í verki sínu
vakna ótal aðrar. Til dæmis hættir manni til að setja spurningamerki við
virðingu „lýðræðisaflanna" fyrir lýðræðinu þegar „sósíalistar" voru ann-
ars vegar. Marshallaðstoð er bundin því skilyrði að menn með slíkar hug-
sjónir sitji ekki í ríkisstjórn, Alþjóðabankinn lánar ekki stjórnum þar sem
áhrifa þeirra gætir og þeim var haldið fyrir utan vitneskju um utanrík-
ismál, jafnvel þótt þeir sætu í ríkisstjóm. Það er því spurning, sem óvíst er
hvort nokkurn tíma verður svarað, hvort fulltrúar Alþýðubandalagsins i
vinstristjórninni 1956-58, hafi vitað um þau launráð sem áformunum um
brottvísun hersins voru bmgguð sumarið og haustið 1956.
I „ritfregnum" Sögu þykir við hæfi að reka hornin í eitthvað sem
umdeilanlegt er eða betur mætti fara. Því verða hér rakin nokkur atriði:
1. Valur fullyrðir ítrekað, án þess að rökstyðja það sérstaklega, að kostn-
aðurinn við rekstur Keflavíkurflugvallar hefði reynst þjóðinni ofviða
(t.d. bls. 74,193).
2. Hann vitnar í bréf Stefáns Jóhanns Stefánssonar til Hans Hedtofts
forsætisráðherra Dana um öryggismál frá ársbyrjun 1949. Heimildar er
ekki getið, en sennilega er hún Gullna flugan, bls. 91.
3. Það skýtur skökku við að vitna í skjalasafn Bjarna Benediktssonar
varðandi samþykkt Alþýðuflokksins 1953, þegar höfundur kveðst hafa
haft aðgang að skjalasafni Alþýðuflokksins (bls. 14, 244). Eðlilegra
hefði verið að athuga viðkomandi gerðabók og vísa til hennar. Eins er
undarlegt að sjá vitnað til bókar Þórarins Þórarinssonar, Sókn og sigrar,
um átökin í Alþýðuflokknum 1954 (bls. 268).
4. Um hernaðarstyrk stórveldanna fram á 8. áratuginn vitnar Valur í r'1
Davids Holloways frá 1983 (bls. 274). Undirritaður er ekki sérfróður
um þessi fræði en í ljósi vitneskju, sem komið hefur fram eftir ta
múrsins, um Potemkintjöld austurblokkarinnar, þykir mér þessi bók
Holloways af gamalli árgerð.
5. Bók Vals sýnir fram á þá gríðarlegu áherslu sem Bandaríkjamenij
lögðu á að hafa hér hernaðaraðstöðu, þrátt fyrir vilja þings og þjóðar.