Saga - 1997, Síða 311
RITFREGNIR
309
Bókinni er skipt í fimm hluta og fjalla þeir um mislöng tímabil í ævi
Benjamíns, fyrsti hlutinn um fyrstu átján árin í lífi hans, auk þess sem þar
segir frá foreldrum hans og lífsbaráttu þeirra. Annar hluti er um árin frá
því hann ákveður að ganga menntaveginn þar til hann kemur til Islands
eftir sex ára nám í útlöndum. I þriðja hluta segir frá nokkrum árum á Is-
landi og afskiptum af íslenskri pólitík, framhaldsnámi og starfi í Ame-
ríku. Síðasti hlutinn er um tímabilið frá því hann kemur heim til Islands
1949 að beiðni íslenskra stjórnvalda og endar á því að hann segir af sér
starfi bankastjóra Framkvæmdabankans árið 1965.
Benjamín er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, yngsta barn foreldra
sinna og missir föður sinn ungur. Hann byrjar snemma að vinna hörðum
höndum og lýsir vinnunni og öllum aðstæðum af mikilli nákvæmni. Hann
lýsir heimili sínu, foreldrum og systkinum og lesandinn kynnist lífi al-
þýðufólks á öðrum og þriðja áratugi þessarar aldar. Einkenni þess eru
harðræði, þrautseigja og samheldni. Benjamín gengur í barnaskóla í Flens-
borg, fer ungur til sjós, gengur í KFUM, er í sveit nokkur sumur, gerist
skáti.
Haustið 1929 sest Benjamín á skólabekk í Menntaskólanum á Akureyri.
Þar lærir hann ekki bara stærðfræði, tungumál og sögu, hann kynnist
kommúnismanum, hugmyndum um nýjan heim, nýtt skipulag og fagurt
mannlíf. Hann er í leshring undir handleiðslu Einars Olgeirssonar og er
það honum sem opinberun. „Ég var saklaus og einföld sál og tók þessum
nýja boðskap opnum huga. Ég var af alþýðufólki kominn og hafði mína
reynslu af erfiðisstörfum, á reitunum, við höfnina, í sveitinni, á sjónum.
Ég sá hvað var að gerast í kringum mig. Nú fékk ég skýringar, sem gengu
miklu lengra en nokkuð, sem ég hafði lært í K.F.U.M. Þetta var miklu víð-
ari heimssýn. Þjóðfélagið opnaðist mér upp á gátt" (bls. 78).
Benjamín fer svo í Menntaskólann í Reykjavík og lýkur stúdentsprófi
vorið 1932, verður dúx og þar með aðnjótandi fjögurra ára styrks til náms
í útlöndum. Leiðin liggur til Berlínar í hagfræðinám. Þar verður hann vitni
að valdatöku nasista og sér Adolf Hitler með eigin augum. Nokkru síðar
fer hann frá Berlín og heim til íslands eftir stuttan stans í Kiel. Haustið
eftir fer hann svo til náms í Stokkhólmi og á öðrum vetri sínum þar er
hann ráðinn í að komast til Rússlands og fær loks langþráða vegabréfs-
áritun eftir að hafa talað persónulega við Alexöndru Kollontay.
10. júní 1935 kemur hann til Moskvu. Eftir dúk og disk fær hann að setj-
ast í Vesturháskólann svokallaða, en þar fengu kommúnistar frá Evrópu
og Vesturheimi skólun í ýmsum grundvallaratriðum kommúnisma og
byltingar. Þar gengur hann undir dulnefni eins og aðrir, Eirik Torin, og
leggur stund á díalektíska efnishyggju og marxíska hagfræði og hernað-
arlist. I Moskvu eru fleiri Islendingar og hann umgengst einn þeirra tals-
vert. Hann kynnist ungri, þýskri konu. Með þeim takast ástir. Vesturhá-
skólanum er lokað vorið 1936. Eftir mikil veikindi tekst honum að komast