Saga - 1997, Page 313
RITFREGNIR
311
um hann almennt hinum hörðustu orðum en hrósar þó sumum verkum
hans. Ástæðan sem gefin er upp er vanþóknun á skrifum hans um trúmál
og sögu þjóðarinnar auk þess sem áður er nefnt - en eigi að síður furðar
mig á þessari miklu heift. „Hversvegna eru skáldin stundum ekki þeir
gæfumenn að reynast samboðnir verkum sínum" (bls. 160).
Fjallað er um stofnun Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins og
í því samhengi vitnar hann í skjöl Kominterns, bæði um samtal sem Brynj-
ólfur Bjarnason hafi átt við framámenn þar, Florin, Dimitrov, Gottwald og
Otto Kuusinen, og leynibréf frá Einari Olgeirssyni sem hann segir hafa
„fundist í Moskvu". Rauði þráðurinn í þessari umfjöllun er að kommún-
istarnir hafi verið að blekkja sósíalistana í Alþýðuflokknum - og tekist
það því þeir hafi frá upphafi haft töglin og hagldirnar í flokknum og hafi
Sigfús Sigurhjartarson t.d. gengið í lið með þeim. Fram koma dylgjur um
ástæður þess: „Hann (Sigfús) átti um þessar mundir í miklum fjárhagserfið-
leikum. Líklega hafa kommúnistarnir hlaupið undir bagga með honum.
Komið hefur í ljós í skjölum frá Moskvu, að þeir nutu mikilla styrkja"
(bls. 193).
Sviptingar verða í Sósíalistaflokknum þegar Benjamín skrifar gagnrýna
grein um ræðu Molotoffs við undirskrift griðasáttmála Stalíns og Hitlers
og er hann fordæmdur fyrir en Halldór Laxness og Þórbergur hafnir til
skýjanna fyrir að skrifa lofsyrði um innrás Sovétríkjanna í Pólland. Verð-
ur þetta tilefni mikilla fundahalda og umræðna og að lokum gengur Benja-
mín úr flokknum. Mér finnst maður geti lesið milli línanna að sögumaður
sé dálítið hróðugur yfir sinni afstöðu og rangri afstöðu annarra - eða
ómerkilegheitum þeirra.
Síðasti hluti bókarinnar hefur að geyma afar miklar upplýsingar um
efnahagslíf og fjármálastjóm, fjáröflun og fjárfestingarstefnu á árunum frá
1949 og þar til Benjamín lætur af störfum. Þarna virðist vera sagt frá af
nákvæmni, t.d. eru tilfærðar tölur - en eins og annars staðar koma inn á
milli kaflar sem em ákaflega sundurlausir. Raunar er það svo víða að við
hliðina á merkum og mikilvægum upplýsingum er annað sem er léttvægt
og lítils virði.
Eins og áður segir er allt sem í bókinni stendur lagt sögumanni í munn
nema beinar tilvitnanir í skjöl frá Moskvu og í Skáldatímn Halldórs Lax-
ness. Skrásetjari telur upp í eftirmála ýmsar aðrar heimildir en frásagnir
sögumanns, m.a. bækur hans Ég er og Hér og mi, en mér þykir nokkuð
sérkennilegt að taka upp langa kafla úr þeim bókum, víða alveg orðrétt,
en annars staðar er vikið við orði og orði. Hvergi er þess getið né textarnir
auðkenndir á nokkurn hátt.
Tímabilið sem fjallað er um er mjög til umræðu á okkar dögum,
atburðarás og þróun á blómaskeiði heimskommúnismans, í kreppunni,
styrjöldinni og kalda stríðinu og mikið skrifað og rannsakað. Sögumaður
er staddur á „réttum stað á réttum tíma" oftar en einu sinni, hann hefur