Saga - 1997, Page 322
320
FRÁ SÖGUFÉLAGI
Ragnarsson og Guðmundur Jónsson. Tóku varamenn eins og áður
fullan þátt í störfum stjórnar. Formlegir stjórnarfundir á þessu starfs-
ári voru 13 auk ýmissa funda einstakra stjórnarmanna um einstök
mál.
Aðalverkefni félagsins á starfsárinu var að halda úti tímaritum
þess, Sögu og Nýrri sögu. Er þetta annað árið sem ritnefnd með nýju
sniði, þ.e. sameiginleg fyrir bæði ritin, starfaði. Er skemmst frá því
að segja, að þessi ritnefnd hefur verið samhent og skilað mjög góðu
verki, bæði því sem sést í tímaritunum og því sem unnið hefur
verið við að fara yfir ritsmíðar sem berast, en þær eru margar og
mun fleiri en unnt er að birta. í ritnefndinni voru á starfsárinu
Anna Agnarsdóttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Jóns-
son og Sigurður Ragnarsson. Ragnheiður Mósesdóttir var í nefnd-
inni í fyrstu, en fór utan haustið 1995.
Fyrsta hefti af Nýrri sögu undir sameiginlegu ritstjórninni kom út
í nóvember 1995 og var um 100 blaðsíður að stærð auk nokkurra
síðna með styrktarkveðjum. Er hér um að ræða einhvers konar blöndu
af styrk til Sögufélags og auglýsingu fyrir viðkomandi aðila. Það
var fyrirtækið Markaðsmenn, sem safnaði eins og áður þessum
styrktarkveðjum. Þetta hefti var nokkuð breytt í útliti frá fyrri heft-
um, en haldið var sama broti og að mestu leyti sömu ritstjórn-
arstefnu sem fyrr, þ.e. að greinar væru styttri og að efni léttari en í
Sögu.
Annað hefti Sögu undir sameiginlegu ritstjórninni kom út í byrj-
un júní 1996, og var það 426 síður auk styrktarkveðja.
Eftir umfjöllun sína um tímaritin vék forseti að öðru starfi félags-
ins, en svo hittist á að ekki komu út nein ný rit á starfsárinu. Höfðu
orðið tafir á báðum þeim verkum, sem ætlunin hafði verið að gefa
út, en það voru Sýslu- og sóknalýsingar Skaftafellssýslu og Brevis
Commentarius eftir Arngrím lærða. Vinna við Sýslu-og sóknalýs-
ingarnar var þó mjög langt komin.
Auk þessara tveggja rita fjallaði stjórnin um nokkur önnur út-
gáfumál frá síðasta aðalfundi svo sem' framhald á útgáfu ritsins
um Stjórnarráð Islands og það eilífðarmál að ljúka útgáfu á Lands-
nefndarskjölunum. Stjórnarráðssagan er í athugun og reynt verður
enn að taka til við Landsnefndarskjölin og gefa út þriðja bindi
þeirra. Þá hefur verið samþykkt að gefa út sögu Ríkisútvarpsins
eftir Gunnar Stefánsson. Hugmynd um útgáfu 20. aldar sögu eftir
Helga Skúla Kjartansson er í athugun.
A síðasta aðalfundi var þess getið, að lög Sögufélags væru orðin