SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Page 19

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Page 19
15. nóvember 2009 19 Særún Norén tók myndir af lífi fjölskyldunnar í Vall- erödslundi. Efst er Noomi með Evu og Hrafnkeli. Óli Rapace er með hjálminn og Noomi alvön á hest- baki. Svo sést fjölskyldan í útreiðartúr og loks Hrafn- kell á keppnisbrautinni á bak Grími. Ætlar að vinna með Valdísi Noomi Rapace segist vel geta hugsað sér að leika í kvikmynd á Ís- landi og raunar mátti ekki miklu muna síðasta haust. „Valdís Óskarsdóttir, spurði hvort ég vildi leika í mynd sem hún ætlaði að gera núna og ég hafði mikinn áhuga á því,“ segir hún. „En tökurnar rákust á æfingar fyrir Svínahúsið og umboðsmaðurinn gat ekki púslað því saman. Það gekk því ekki í þetta skipti. En við hitt- umst tvisvar þegar ég var í Reykjavík og við erum búnar að ákveða að við gerum einhvern tíma mynd saman. Mér fannst Sveitabrúðkaupið frábær mynd og þykir vænt um hana. Það gerist alltof sjaldan að ég hitti kvikmyndagerðarfólk, sem hefur einlægan ásetning og vill gera öðruvísi mynd, án þess að það spili sig stórt, eins og það hafi höndlað stóra sannleik en vilji bara ekki segja frá því. Hún er bæði opin og eðlileg og ég fann strax að ég vildi vinna með henni.“ Í byrjun desember leikur Noomi í mynd franska leikstjórans Barthélémy Grossmann, Clean Out, sem fjallar um rússnesku maf- íuna í New York og er það fyrsta myndin með ensku tali, sem hún leikur í. Á meðal mótleikara eru Timothy Dalton, Mads Mikkelsen og Elliott Gould. Svo leikur hún í norska sálfræðitryllinum „Baby- call“ í mars, en leikstjóri hennar er Pål Sletaunes. „Hún fjallar um konu sem flýr frá manninum sínum, en hann hefur misnotað hana, og byrjar nýtt líf með sjö ára syni sínum,“ segir Noomi. „Hún of- verndar hann því hún er hrædd um að faðirinn elti þau og eru barnaverndaryfirvöld farin að fylgjast með þeim. Það gengur svo langt að hún setur tæki í herbergi hans þannig að hún heyri til hans á nóttunni og byrjar þá að heyra torkennileg hljóð. Smám saman missir hún stjórn á kringumstæðum og því hvað er raun- verulegt og hvað ekki.“ VERTU MEÐ OKKUR Í VETUR! – Frábærir tímar framundan á SkjáEinum Glæsilegasta vetrardagskráin frá upphafi á aðeins 2.200 kr. THE JAY LENO SHOW GAME TÍVÍ 30 ROCK NURSE JACKIE UNITED STATES OF TARA LIPSTICK JUNGLE GAME TÍVÍ C.S.I. MIAMI DEXTER C.S.I. NEW YORK LIPSTICK JUNGLE LIPSTICK JUNGLE NÝTT ÚTLIT MATARKLÚBBURINN SKEMMTIGARÐURINN HOUSE HARPER’S ISLAND SPJALLIÐ MEÐ SÖLVATOP GEAR INNLIT / ÚTLIT30 ROCK 30 ROCKAMERICA’S NEXT TOP MODEL THE OFFICEFYNDNAR FJÖLSKYLDUMYNDIR 90210 LÍFSAUGAÐ 30 ROCK Til þess að fá áskrift að SkjáEinum þarftu að hafa myndlykil frá Símanum eða Vodafone. Athugið að með áskrift fellur grunnáskriftargjaldið niður. Væntanlegt – SkjárFrelsi innifalið í áskrift að SkjáEinum SkjárFrelsi er nýjung sem felur það í sér að áskrifendur SkjásEins geta horft á dagskrána þegar þeim hentar í gegnum gagnvirkt sjónvarp. Um er að ræða tækni sem sem býður upp á þann möguleika að sækja innlenda sem erlenda sjónvarpsþætti hvenær sem er, í eina til fjórar vikur. Pantaðu áskrift að SkjáEinum • Á vefsíðunni www.skjarinn.is • Í síma 800 7000 eða 1414 • Í verslunum Símans eða Vodafone

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.