Morgunblaðið - 18.12.2009, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 1 8. D E S E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
336. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Slamm
mm!!!
Vaknaðirðu við hurðarskell?
*Nánar um skilmála á flytjandi.is
PI
PA
P
R
\\
BW
AA
TB
••
SÍ
A
•
9
SÍ
A
•
91
8
818
S
91
8
8
Rjómi
allra landsmanna
ÞJÓÐLEG SAUÐABINDI, FÖRÐUN, BÆKUR,
KENNSLA Í TREFILFLÉTTU OG HILMAR
DAGLEGT LÍF
6
Menntamálaráðuneytið og félags-
málaráðuneytið skoða sér-
staklega menntunarúrræði fyrir
ungt atvinnulaust fólk um þessar
mundir. Hugmyndin er að Vinnu-
málastofnun og einhverjir fram-
haldsskólar ásamt fleiri stofn-
unum komi jafnframt að málinu
með það að markmiði að auka
virkni viðkomandi ungmenna og
nýta tímann sem best.
Félagsmálaráðherra kynnti í
gær áætlun þar sem komið verður
til móts við ungt fólk án atvinnu,
bæði innan framhaldsskólakerf-
isins og með því að þróa nýjar
námsleiðir sem verða í auknum
mæli sniðnar að þörfum atvinnu-
lauss ungs fólks. Katrín Jak-
obsdóttir menntamálaráðherra
ætlar að mæla fyrir því á Alþingi
að kvöldskólum verði heimilt að
innheimta sömu gjöld og giltu í
fyrri lögum í þeim tilgangi að auð-
velda rekstur skólanna.
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, segir að
þrátt fyrir mikla hagræðingu sé
mikið fjármagn lagt í þjónustu
leik- og grunnskóla borgarinnar
og foreldrar og börn ættu því ekki
að þurfa að hafa áhyggjur. | 18-19
Þróa nýjar námsleiðir
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
UM þriðjungur fundarmanna á íbúafundi á Álfta-
nesi í gærkvöldi lét óánægju sína með óvænta
framsögu fyrrverandi bæjarstjóra í ljós með því
að standa upp úr sætum sínum og fara að út-
gangi íþróttasalarins þar sem fundurinn var hald-
inn. Eftir því sem leið á stutta framsögu bæj-
arstjórans fyrrverandi jukust frammíköll, púað
var á bæjarstjórann og stappað í gólf þar til hann
fór úr ræðustól. Við það sneri fólkið aftur í sæti
sín.
Töluverður hiti var í fundarmönnum og greini-
legt að margir þeirra voru óánægðir með
frammistöðu bæjarfulltrúa frá báðum framboð-
um. „Þetta er vandamálið á Álftanesi, nákvæm-
lega það sem við vorum að sjá hér,“ heyrðist í
íbúa eftir að til snarpra orðaskipta kom á milli
Sigurðar Magnússonar og Elíasar Bjarnasonar,
formanns sjálfstæðisfélagsins. Tilkynnt var á
fundinum að 10% álag yrði sett á útsvar íbúa og
fasteignaskattar myndu hækka úr 0,28% í 0,40%,
samkvæmt samkomulagi við samgönguráðuneyt-
ið sem meirihluti bæjarstjórnar samþykkti á
fundi í gær. Við þetta hækka gjöld á meðalstóra
íbúð í fjölbýli um 16.000 krónur á ári en eigandi
einbýlishúss gæti þurft að greiða 40-50.000 krón-
um meira. Álag á útsvar á 250.000 króna launa-
tekjur yrði 3.350 krónur á mánuði.
„Þessi hækkun og þessi staða er á versta tíma
og við verstu mögulegu aðstæður í þjóðfélaginu,“
sagði Pálmi Þór Másson bæjarstjóri. Ofan á þetta
bættist tekjuskattshækkun ríkisstjórnarinnar.
Samkvæmt samkomulaginu verður stefnt að
hallalausum rekstri árið 2013. Meðal annarra at-
riða er að fram fari óháð rannsókn á því hvort
farið hafi verið eftir sveitarstjórnarlögum við
stjórn sveitarfélagsins á undanförnum árum og
hvort upplýsingaskyldu hafi verið sinnt með lög-
mætum hætti. Þá mun bæjarstjórn þegar kanna
möguleika á sameiningu við önnur sveitarfélög.
Fundurinn fór þannig fram að fyrst voru
haldnar framsögur þar sem farið var yfir fjár-
hagsstöðuna. Enginn kjörinn fulltrúi tók til máls
undir þeim lið en að honum loknum bað Sigurður
Magnússon, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjar-
stjóri, um orðið. „Er þetta á dagskrá?“ var spurt
úr salnum og bent á að fleiri en Sigurður vildu
koma að athugasemdum.
Hækka útsvar um 10% og
leitað verður sameiningar
Púað á fyrrverandi bæjarstjóra og stappað var í gólf þar til hann fór úr ræðustól
Morgunblaðið/Ómar
Vandi Um þrjú hundruð manns mættu á íbúafund á Álftanesi í gærkvöldi. Hærri fasteignaskattar og álag á útsvar bíða íbúanna á næsta ári.
» Hiti var í fundarmönnum
» Hækkun við verstu aðstæður
» Rannsókn á ákvörðunum
VEÐRIÐ það sem af er desember
hefur verið einstaklega milt.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
rúnar Gísladóttur veðurfræðings
hefur meðalhitinn það sem af er
desember verið 4,2 stig. Er það
heilum 4,4 stigum ofan við með-
allag desembermánaða 1961-1990.
Þessi fyrri hluti desember er sá 6.
hlýjasti í 60 ár, eða frá árinu 1949.
Hitinn hefur farið yfir 10 stig
marga daga í desember og í gær
komst hann í 9,2 stig í Siglufirði.
En nú er veðrið að breytast.
Næstu daga spáir Veðurstofan
ákveðinni norðanátt. Snjókoma eða
él verður á Norður- og Austurlandi
en þurrt að mestu sunnan- og vest-
anlands. Frost verður yfirleitt á
bilinu 0 til 8 stig. sisi@mbl.is
Það sem af er desember
hefur verið óvenjuhlýtt
GRUNNUR parhúss við Heiðar-
þing í Kópavogi var jafnaður við
jörðu í gærdag en framkvæmdir
hafa verið í pattstöðu síðustu
misseri vegna ágreinings um
skipulagsmál. Upphaflegir eig-
endur hússins vildu gera neðri
hæðina íbúðarhæfa en ekki að þar
væru aðeins geymslur eins og
skipulag gerði ráð fyrir. Það vildu
nágrannarnir ekki sætta sig við
og þeir höfðu réttinn sín megin
þegar úrskurðarnefnd skipulags-
og byggingarmála fjallaði um mál-
ið, sem hefur verið að velkjast í
kerfinu undanfarin ár. Því varð
Kópavogsbær að leysa lóðina til
sín og greiddi húsbyggjendunum
útlagðan kostnað fyrir mannvirki
og lóð, rúmar 55 milljónir króna,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. »4
Deilur um húsgrunninn
enduðu með niðurbroti