Morgunblaðið - 18.12.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.12.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 JÓLATRÉ Normannsþinur Rauðgreni Stafafura Sölustaðir SKÚTUVOGUR GRAFARHOLT SELFOSS AKUREYRI DALVÍK EGILSSTAÐIR HVOLSVÖLLUR Það kom fram á Alþingi að við-skiptaráðherra þurfti að fá Karl Birgisson til að aðstoða við að skrifa grein og ræðu sem birt var og flutt í nafni ráðherrans. Fyrst ráðherrann var ófær um þetta verk, sem óþarfi er að draga í efa, hvar voru embættismennirnir og póli- tísku fastráðnu hjálparkokkarnir?     Þessi snilldar-verk (kostuðu tæpar tvö hundruð þúsund) voru að vísu um Evrópu- sambandið. Um það mál gildir sér- stakur samfylkingarsann- leikur um þessar mundir og því þarf vana menn. Skítt með þótt tíma- kaupið sé hátt.     Forsætisráð-herrann er með sinn vana mann innanborðs. Hann skrifaði ræður fyrir annan þar til í október á síð- asta ári. Sá sem hann skrifaði fyrir heitir Sigurður Einarsson. Sjálfsagt hafa launin lækkað hjá ræðurit- aranum síðan sá, því nú má enginn nema Már hafa hærri laun en for- sætisráðherrann. Hann hefur sömu laun og Ólafur Ragnar, sem getur að öllu athuguðu talist eðlilegt.     Skemmtilegast þætti þó Stak-steinum að vita hver skrifar ræðurnar fyrir Árna Pál. Það þætti útgerðarmönnum og bændum gam- an að vita líka. Skyldi það vera Yngvi Örn, sem sá um fjárstýringu fyrir Landsbankann gamla og þáði ekki nema sex milljónir á mánuði fyrir samkvæmt tekjublaðinu? Það hljóta að teljast bærileg laun, ekki síst með hliðsjón af því hvernig fór. Það er verulega gaman að því að sjá hvað þessir jafnaðarmenn hafa að jafnaði haft það jafnvel betra en al- menningur og hvað þeir voru að jafnaði fljótir að jafna sig og rata á jötuna aftur. Það er eitthvað svo sætt og jólalegt við það að sækja svona fast í jötuna. Óviðjafnanlegir jafnaðarmenn Karl Th. Birgisson Yngvi Örn Kristinsson Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 3 léttskýjað Lúxemborg -4 heiðskírt Algarve 18 skýjað Bolungarvík -1 heiðskírt Brussel -2 þoka Madríd 9 léttskýjað Akureyri 1 léttskýjað Dublin 2 skúrir Barcelona 7 léttskýjað Egilsstaðir 1 léttskýjað Glasgow 1 snjóél Mallorca 14 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 5 heiðskírt London 3 skýjað Róm 7 skýjað Nuuk 0 skýjað París -1 þoka Aþena 13 léttskýjað Þórshöfn 3 alskýjað Amsterdam 0 snjókoma Winnipeg -11 heiðskírt Ósló -10 léttskýjað Hamborg -1 skýjað Montreal -17 léttskýjað Kaupmannahöfn -5 skafrenningur Berlín -2 skýjað New York -2 heiðskírt Stokkhólmur -5 snjókoma Vín -4 snjókoma Chicago -4 alskýjað Helsinki -12 snjókoma Moskva -20 heiðskírt Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 18. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.10 0,7 7.26 4,0 13.43 0,7 19.42 3,6 11:20 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 3.02 0,5 9.13 2,1 15.46 0,4 21.28 1,7 12:07 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 5.21 0,3 11.31 1,2 18.00 0,1 11:52 14:34 DJÚPIVOGUR 4.38 2,0 10.54 0,4 16.38 1,7 22.48 0,3 10:59 14:50 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag Norðanátt, víða hvöss en hæg- ari vestantil. Léttskýjað sunn- an- og vestanlands en snjó- koma eða él, einkum á Norðausturlandi. Frost 2 til 8 stig. Á sunnudag og mánudag Norðan 8-13 m/s og éljagang- ur, en þurrt sunnan- og suð- vestanlands. Frost 0 til 8 stig. Á þriðjudag og miðvikudag Útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu eða éljum norðan- og austantil á landinu. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg eða breytileg átt, léttskýjað og frost víðast hvar. Gengur í vaxandi norðanátt í kvöld, með éljum norðaust- anlands og frosti 0 til 10 stig, kaldast til landsins. HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt dóm yfir karlmanni sem var í Hér- aðsdómi Reykjavíkur sakfelldur fyrir kynferðisbrot gagnvart 14 ára gamalli stúlku. Hæstiréttur hefur dæmt manninn í 20 mánaða fang- elsi, en hann hlaut 15 mánaða dóm í héraði. Karlmaðurinn, sem þá var 22 ára, lét stúlkuna hafa við sig munn- mök og hann hafði síðan við hana endaþarmsmök. Þau höfðu átt í MSN-tölvusamskiptum fyrir atvik- ið og var talið að endurrit þeirra samskipta sýndu að karlmaðurinn hefði haft einbeittan ásetning til að eiga kynferðisleg samskipti við stúlkuna þótt honum væri ljóst að hún væri einungis 14 ára gömul. Þá segir að manninum hlyti einnig að hafa verið ljóst að and- legu atgervi stúlkunnar væri áfátt, en skv. læknisvottorðum býr hún við væga þroskahömlun, að því er fram kemur í dómi Hæstaréttar. Þá var hann einnig talinn hafa gerst sekur um að hafa haft barna- klám í vörslu sinni og var brotið talið varða við 210. gr. almennra hegningarlaga. Þá var hann dæmd- ur til að greiða stúlkunni 600.000 krónur í miskabætur og sæta upp- töku á hörðum diski með barna- klámefni. Dómur í kynferðis- brotamáli þyngdur Morgunblaðið/Sverrir TVEIR mjólkurpallbílar munu leggja upp í sérstakt jólapakkarall frá Hlemmtorgi annars vegar og Skólavörðuholti hins vegar kl. 15 á morgun. Erindi bílanna er að safna saman jólapökkum handa þeim sem minnst eiga í vændum. Fjöldi jólasveina og skemmti- krafta tekur þátt í rallinu og það gengur þannig fyrir sig að fólk safn- ast saman á gangstéttum beggja vegna Laugavegar og Skólavörðu- stígs með innpakkaðar gjafir að eig- in vali og kastar þeim svo upp til jólasveinanna um borð. Pakkarnir verða afhentir Mæðratyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni í Jólaþorpinu síðar um daginn. Miðborgarkaupmenn, gestir og gangandi, jafnt börn sem fullorðnir, eru í fréttatilkynningu hvattir til að vera í viðbragðsstöðu með sína pakka. Merkja þarf kyn og aldur á pakkann. Mjólkurbílar safna jóla- gjöfum í miðborginni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.