Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 ÍSLAND er númer þrjú á lista yfir þau orð sem mest var leitað eftir er varðaði efnahag og efnahagsástand á Google. Ísland er þar t.d. á undan leitum tengdum Barack Obama. Þarna er leit- arorðið ‘Iceland’ í félagsskap ann- arra frasa eins og ‘crisis’ (krísa/ kreppa), ‘reces- sion’ (samdráttur/ efnahagslægð) og ‘great depression’ (kreppan mikla). Nær öll orðin á þessum lista eru neikvæð. Listi Google yfir mest notuðu efnahagstengdu leitarorðin: 1. crisis 2. cash for clunkers 3. Iceland 4. California 5. Recession 6. Obama 7. unemployment rate 8. Green 9. great depression 10. inflation Mikið hefur verið rætt um þá um- fjöllun sem Ísland hefur fengið, rannsóknir Nordic eMarketing hafa bent til þess að yfirgnæfandi fjöldi þeirra greina sem fjallað hafa um landið undanfarið ár hafi verið nei- kvæður eða í besta falli hlutlaus. Í dag hefur þetta eitthvað breyst til batnaðar en betur má ef duga skal og er brýnt að takast á við þetta vanda- mál á mun skipulagðari hátt en fram að þessu, þar mun Netið leika lyk- ilhlutverk. Það er mjög mikilvægt að við ger- um okkur grein fyrir þeim tækifær- um sem felast í Netinu fyrir þetta litla land og hvernig á að nota það sem hluta af ímyndarsköpun og markaðssetningu þess. Þetta undirstrikaði Rob Snell sem nýlega kom til Íslands og hélt fyr- irlestur um markaðssetningu á Net- inu og hvernig það getur skipt sköp- um. Hann endaði fyrirlestur sinn á því að segja að stundum væri það versta sem gerist í raun það besta, spurningin væri aðeins hvernig tæki- færið væri notað. Framundan eru nokkur erfið ár, ár sem geta ef rétt er að farið skapað verðmæti í gegnum t.d. vörusölu og með auknum fjölda ferðamanna til Íslands. Þessu má öllu ná með Net- inu einu saman. KRISTJÁN MÁR HAUKSSON, ráðgjafi. Er Ísland í vanda á Netinu? Frá Kristjáni Má Haukssyni Kristján Már Hauksson NÚVERANDI forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, hefur tekist að verða sá umdeildasti í sögu lýðveldisins. Nýverið sagði tæpur þriðjungur aðspurðra að hann óskaði eftir afsögn forsetans. Fyrri forsetar hafa notið vaxandi virðingar með lengri setu en því er öfugt farið með fimmta forsetann. Þjóðina skiptir máli hvern mann forsetinn geymir. Án þess að gagnrýna tilgang og virðingu embættisins sem slíks má hins vegar gagnrýna þann ein- stakling sem notar það sem einka- fyrirtæki á skjön við hagsmuni þjóðarinnar. Þær raddir sem í kjölfar bankahrunsins benda á hlutdeild Ólafs Ragnars Gríms- sonar í bankaútrás einstakra auð- manna eiga fullkomlega rétt á sér. Grundvöllur samskonar viðhorfs endurspeglast í stjórnarskránni, að forsetinn skuli einungis þiggja laun frá ríkissjóði. Með þessu er átt við að forsetinn skuli engum öðrum vera háður en íslenska rík- inu í umboði þjóðarinnar. Einka- fundir til að koma á viðskipta- samböndum milli einkaaðila verða illa útskýrðir að sniðgengnum þjóðarhag. Forsetafrú, sem dásamar dýrmæta steina sína í tískublöðum heims, vekur spurn- ingar um hvort og hvenær eig- inmaður hennar gegnir hlutverki forsetans eða skartgripasalans. Ekki bætir úr skák að rannsókn- arnefnd Alþingis þarf formlega að krefja forsetann greinargerðar vegna bréfaskrifta í nafni embætt- isins. Flestum landsmönnum má í dag vera ljóst hvaða hópur einn og sér hagnaðist á því að forsetinn neitaði að staðfesta lög Alþingis um dreif- ingu eignarhalds á fjölmiðlum. Sami hagsmunahópur og nú hefur skapað stærsta gjaldþrotabú frá upphafi landnáms. Að slepptu fjöl- miðlataki má vænta betra starfs- umhverfis fyrir kjörna embætt- ismenn lýðveldisins. Ég býst samt ekki við að forsetinn neiti í annað sinn að staðfesta lög Alþingis. Í þetta skiptið mundi það þó bjarga sjálfstæði þjóðarinnar að stöðva fyrirhuguð lög um ríkisábyrgð Tryggingarsjóðs bankanna. Í ljóðinu glataði Ólafur liljurós lífinu vegna táls álfameyjar í björgum. Liljurós raunveruleikans hefur breytt æðsta embætti lýð- veldisins í bleikan ná. Fyrir þær sakir má Ólafur Ragnar Grímsson týna forsetatitli sínum sem allra fyrst. GÚSTAF ADOLF SKÚLASON, smáfyrirtækjarekandi í Svíþjóð. „Ólafur reið með björgum fram, villir hann, stillir hann“ Frá Gústaf Adolf Skúlasyni MENNIRNIR eru hættir að drekka en fylleríð mun halda áfram (Baldur Hermannsson 11. sept- ember 1986.). Afi minn Gestur Guð- mundsson „veitingamaður“ sagði að drykkjusjúklingum væri ekki treystandi fyrir neinu. Samt voru það svona menn sem sem treyst var fyrir öllum helstu fyrirtækjum þjóðarinnar og nú var ekki engur sullað í brennivíni heldur fjölfölduð skuldabréf. Þegar nýsköpunartog- ararnir voru búnir að drekka upp þjóðarauðinn í formi svartolíu sótt- ust Bandaríkjamenn eftir aðstöðu hér til hernaðarnota og bitu ráða- menn á til að bjarga efnahagnum fyrir horn. 3000 menn komust fljótlega í vel borgaða vinnu hjá hernum og Raggi í Raggabúð hlóð pýramída úr skeinipappírsrúllum út í glugga strax og hann var fáanlegur aftur eftir 1950 kreppuna. Kaninn kom efnahagslífinu í gang aftur og nú vildu vinstri menn komast að brauðfatinu. Efnt var til kosninga ’56, búið var til hræðslubandalag sem átti að tryggja meirihluta á þingi með liðlega 40% kjörfylgi. Ekki virkaði þetta alveg samkvæmt hönnunarforsendunum en úr varð vinstristjórn sem færði út landhelg- ina og keypti tólf tappatogara frá Austur-Þýskalandi. Af því að tog- ararnir voru mun ódýrari en reikn- að var með fengum við bland í poka fyrir afganginn. Þar á meðal voru 200 vöru- og sendibílar (GARR- ANT) sem voru gerðir til notkunar á sléttu landi. Ef hiti var undir frostmarki komust þeir ekki upp gömlu Ártúnsbrekkuna með fjóra sementspoka. Þessi stjórn sem hafði lofað svo miklu hrökklaðist svo frá haustið ’58. Hannibal var félagsmálaráð- herra í stjórninni og kom á skyldu- sparnaði ungmenna sem lagði grunninn að nútíma byggingaiðnaði (Árbæjar- og Breiðholtshverfi). Þegar ýmislegt hafði verið tekið úr tappatogurunum, s.s. ankerisspil og kjölfesta, reyndust þeir afbragðs síldveiðiskip og unnu sem slík ára- tugum saman. Ásgeir forseti sá að eitthvað varð að gera af viti, svo hann fór að hanna ríkisstjórn. Varð það viðreisnarstjórnin, vitrasta stjórn sem setið hefir á Íslandi. Var hún skipuð einvalaliði úr öllum stéttum undir foystu Ólafs Thors og eftir andlát hans Bjarna Bene- diktssonar, sem nú er sagt að hafi verið vondur við sína menn. Sá er þetta ritar var einu sinni á skipi þar sem skipstjórinn rak fjórðunginn af áhöfninni, við fisk- uðum mest af öllum (Þormóður Goði RE). Ef menn standa sig ekki verður einhver að vera vondur. Svo flókinn sem heimurinn er orðinn þarf að vera hægt að velja úr fleiri en 300 þúsund manns til þess að fá nothæft fólk í ríkisstjórn. Ágæt lausn á þeim vanda er að gera efnahagsbandalag með Fær- eyingum og Norðmönnum sem myndu þá slá putta okkar manna áður en fylliríið byrjar. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8 Reykjavík. USNA II Frá Gesti Gunnarssyni Jólasveina- tvímenningur BR Mikið var um jólasveina á síðasta spilakvöldi BR fyrir jól. Hlutskarp- astir á endasprettinum urðu (Jóla) Sveinn Þorvaldsson og Guðlaugur Sveinsson. Fengu þeir dýrindis jólamat í verðlaun en mikið var um útdráttarverðlaun fyrir þá sem mættu með jólasveinahúfur. Efstu pör: 59% Guðl. Sveinss. - Sveinn Þorvaldss. 58,7% Gylfi Baldurss. - Sig. B Þorsteinss. 57,3% Helgi Sigurðss. - Helgi Jónsson 57% Stefán Jóhannss. - Sverrir Kristinss. 56% Guðný Guðjónsd. - Halldóra Magnúsd. Stjórn BR óskar spilurum öllum gleðilegra jóla Bridsfélag Hafnarfjarðar Staðan jafnaðist mikið á öðru kvöldinu í aðalsveitakeppninni og sveit Maríu Haraldsdóttur er á toppnum með 77 stig. Sveit Guðlaugs Bessasonar er næst með 75 stig og sveit Guðlaugs Sveinssonar í þriðja sæti með 74 stig. Sjá nánar á heimasíðu Brids- félags Hafnarfjarðar á bridge.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is afsláttur 30% „ÁTAKANLEG, HEILLANDI, DULARFULL OG DÁSAMLEG“ 3.840 kr.verð áður 5.490 kr afsláttur 30% afsláttur30% 3.490 kr.verð áður 4.990 kr 3.840 kr.verð áður 5.490 kr Laugavegi 54, sími 552 5201 Flott fyrir jólin Ný sending af kjólum og skokkum Stærðir 36-48 20% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.