Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
✝ Þóra Jónsdóttirfæddist í Tungu-
seli á Langanesi 12.
ágúst 1919. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 8. desem-
ber 2009. Hún var
dóttir hjónanna Jóns
Grímssonar bónda, f.
21.8. 1880, d. 28.10.
1971, og Sigurðínu
Sigurðardóttir hús-
móður, f. 6.5. 1898, d.
29.5. 1933. Systkini
Þóru voru 5, Guðrún,
f. 24.12. 1920, látin,
Grímur bóndi í Klifshaga, f. 6.3.
1922, María Lilja, f. 14.4. 1924,
Kristveig, f. 18.11. 1925, látin, og
Sigurður, f. 7.10. 1927, látinn.
Þóra giftist 28.12. 1944 Þorgrími
Þorsteinssyni frá Daðastöðum í
Núpasveit, f. 30.9. 1915, d. 14.10.
1980. Foreldrar hans voru Þorsteinn
dóttur. 3) Pétur Þorgrímsson, f. 2.1.
1955, kvæntur Magneu Ragnars
Árnadóttir. Dætur þeirra eru Þóra
Hjördís, sambýlismaður Þorsteinn
Svanur Ólafsson, þau eiga 2 börn, og
Arna Herdís, sambýlismaður Jóel
Sæmundsson, hún á 2 börn, barns-
faðir Ágúst Magnússon.
Þóra fluttist ásamt foreldrum sín-
um að Klifshaga í Öxarfirði þegar
hún var 2ja ára gömul og bjó þar
alla tíð. Eftir hefðbundna skóla-
göngu í barnaskóla stundaði hún
nám í framhaldsskólanum að Laug-
um í Reykjadal í einn vetur. Árið
1933, þá á fermingarári sínu, missti
hún móður sína og tók þá að mestu
leyti við heimilinu í Klifshaga og
annaðist það alla tíð. Hún var mikil
hannyrða- og blómakona og bar
heimili hennar þess merki. Hún var
virkur félagi í kvenfélagi Öxfirðinga
og söng í kirkjukór Skinnastaða-
kirkju.
Útför Þóru fer fram frá Skinna-
staðakirkju í Öxarfirði í dag, föstu-
daginn 18. desember 2009, og hefst
athöfnin kl. 14.
Þorsteinsson bóndi og
hreppstjóri og Petrína
Þorgrímsdóttir hús-
móðir. Þau eignuðust
3 börn: 1) Daði Þröst-
ur Þorgrímsson, f.
28.8. 1943, kvæntur
Jóhönnu Birnu Fals-
dóttur. Börn þeirra
eru: Falur Helgi,
kvæntur Elínu Rafns-
dóttur, þau eiga 4
börn, og Berglind,
sambýlismaður Krist-
mann Magnússon, þau
eiga 2 syni. 2) Sigra
Þorgrímsdóttir, f. 16.12. 1946, gift
Jóni Sigurðssyni. Börn þeirra eru:
Þorgrímur Gísli, sambýliskona Anki
Andersen, þau eiga eina dóttur, fyr-
ir á hann einn son, Sigurður, kvænt-
ur Silju Björgu Róbertsdóttur, þau
eiga 2 syni, og Erla Björk, gift Sig-
urði Ólafi Sigurðssyni, þau eiga eina
Þóra tengdamóðir mín hefur
kvatt lífið í hárri elli. Þrjátíu og sjö
ára samfylgd okkar er á enda og
margs er að sakna. Undarlegt er
að ég skynjaði hana aldrei svo aldr-
aða sem hún varð, hún var ein-
hvern veginn alltaf ung í mínum
huga.
Í huga mér var spenna og eft-
irvænting við fyrstu heimsókn til
tilvonandi tengdaforeldra minna að
Klifshaga í Öxarfirði. Þorgrím
hafði ég reyndar hitt áður, þegar
hann átti leið til höfuðborgarinnar.
Það sem mætti mér í Klifshaga
var allt annað en ég, kaupstað-
arbarnið, átti von á. Húsfreyjan
Þóra leit út eins og táningur,
grönn, spengileg, kvik í hreyfing-
um og í gallabuxum af nýjustu
tísku. Á heimilinu var allt fágað og
snyrt. Ég komst svo að því smátt
og smátt að reglusemin við heim-
ilisstörfin var með eindæmum,
hvert verk átti sinn tíma og aldrei
var hvikað frá því. Þóra var forkur
dugleg. Hún gekk jafnan í öll verk
utan dyra sem innan. Hún annaðist
heimilið af fádæma myndarskap og
féll aldrei verk úr hendi. Hún var
kát og hress, hreinskiptin og heið-
arleg og þannig auðveld í sam-
skiptum, bæði heima og heiman. Á
hverju sumri heimsóttum við þau
hjón með börnin, sem biðu spennt
eftir ferðinni til afa og ömmu í
sveitinni, þar sem við öll nutum
þess að taka þátt í daglegum störf-
um.
Það var ekki aðeins að mér félli
vel við Þóru, heldur urðum við góð-
ar vinkonur. Glaðlyndi hennar lað-
aði að og áttum við létt með að
spjalla saman yfir sameiginlegu
áhugamáli okkar, handavinnunni.
Hún sagði mér frá bernsku sinni
og unglingsárum á fyrri hluta síð-
ustu aldar, sem voru vægast sagt
með óvenjulegum hætti. Á ferm-
ingarárinu lést móðir hennar frá
sex börnum. Þóra var elst og kom
það í hennar hlut að annast heim-
ilið og börnin með föður sínum.
Nærri má geta að þetta erfiða
verkefni sem hún fékk í hendur 13
ára gömul hefur mótað lífsviðhorf
hennar. Þóra stýrði heimilinu í
Klifshaga upp frá þessu utan náms-
dvalar á Laugum í einn vetur.
Mikil umskipti urðu í lífi Þóru á
tiltölulega stuttum tíma. Börnin
voru farin að heiman þegar eig-
inmaður hennar, Þorgrímur, féll
frá á góðum aldri. Þóra tókst
kjarkmikil á við þessar breytingar
og bjó áfram í Klifshaga með bróð-
ur sínum Grími. Hún kom reglu-
lega í heimsóknir til barnanna og
ferðaðist víða með vinkonum sín-
um. Fordómalaus gladdist hún með
glöðum og naut þess að líta vel út
og hafa allt sem snyrtilegast í um-
hverfi sínu.
Undanfarið hafa ferðir okkar
verið tíðari í Klifshaga. Við sáum
kraftana þverra hjá Þóru og erfitt
var að vera svo fjarri. Í júlí síðast-
liðnum lagðist hún inn á sjúkra-
húsið á Húsavík. Hún gat þó fagn-
að níræðisafmælinu 12. ágúst
heima með fjölskyldunni.
Við fjölskyldan erum innilega
þakklát öllum þeim sem réttu Þóru
hjálparhönd gegnum árin og teljum
á engan hallað að minnst sé á vin-
konu hennar Gunnþóru. Ennfrem-
ur færum við starfsfólki Heilbrigð-
isstofnunar Þingeyinga þakkir fyrir
góða umönnun.
Ég kveð mína kæru tengdamóð-
ur með þökkum fyrir langa og góða
samfylgd og bið henni guðs bless-
unar.
Jóhanna Birna Falsdóttir.
Elsku amma takk fyrir allt. Ég
tel að líf hvers og eins mótist af ör-
fáum atriðum sem gera okkur að
þeim sem við erum. Í mínu tilfelli
get ég talið 4-5 atriði sem hafa haft
varanleg áhrif á mig í lífinu. Sumr-
in í Klifshaga sem barn og ungling-
ur eru þar efst á blaði. Að fá að
fara í sveitina til ömmu á sumrin
voru forréttindi sem ég kem aldrei
til með að meta til fjár. Sauðburð-
ur, heyskapur, skítmokstur, girð-
ingarvinna og þess á milli bara
liggja úti í móa eða veiða í Brunná,
þvílíkt dásemdarlíf.
Ég vitna oft til þess í samræðum
að hjá ömmu hafi ég lært að vinna
það sem vinna þurfti og borða það
sem á borðum var. Og ekki vantaði
kostinn í Klifshaga. Snöggur súr-
mjólkurdiskur í morgunsárið,
morgunkaffi kl. 9, hádegismatur kl.
12, miðdegiskaffi kl. 3, kvöldmatur
kl. 7 og kvöldkaffi kl. 10. Og alltaf
hlaðið borð. Maður spratt líka eins
og illgresi hjá ömmu. Amma sagði
mér sposk á svip löngu síðar þegar
ég var orðinn fullorðinn að þegar
ég kom í sveitina stækkaði hún
mjólkurpöntunina um 14 lítra á
viku. En þessu brenndi maður öllu
við leik og störf og sumarið leið allt
of hratt.
Amma kenndi mér mannkosti
sem ég met í dag öðrum fremur.
Vinnusemi, ósérhlífni, festu og
ákveðni en einnig sanngirni og
hlýju. Ég held ég hafi aldrei og
muni seint kynnast vinnusamari
manneskju. Fimm matartímar,
bakstur, þvottar, sultugerð og þrif
undan 3-4 karlmönnum. Þess á
milli hljóp hún út á tún eða í fjár-
húsin og vann á við hraustustu
karlmenn og svo var auðvitað
prjónaður allavega einn leisti yfir
kvöldfréttunum. Ég held að ég hafi
ekki verið meira en sjö ára þegar
ég man eftir ömmu hlaupandi úti á
túni eins og unglingur og fleygja
heyböggum upp á vagn eins og fisi
og þá var hún orðin sextug.
Já, amma Þóra í Klifshaga var
án vafa stærsti áhrifavaldur í mínu
lífi.
„Standa upp“ var það síðasta
sem amma sagði við mig, þó að lík-
aminn væri ekki sammála stóð hún
upp með hjálp minni og hjúkrunar-
fræðingsins og tók tvö skref, það
var ekki hægt að tala hana ofan af
því. Það voru gestir í Klifshaga og
hún ætlaði heim að halda þeim sel-
skap. Þetta voru hennar síðustu
dansspor í þessum heimi.
Elsku amma, takk fyrir allt. Ég
veit að þú ert á góðum stað því
enginn hefur til þess unnið meira
en þú.
Sigurður (Siggi).
Það var alltaf mikil tilhlökkun
þegar pabbi og mamma sögðu okk-
ur að við værum að fara í heimsókn
til ömmu, afa og Gríms í sveitina.
Við hlökkuðum mikið til og fannst
ekki mikið mál að þurfa að sitja í
bíl í nokkra klukkutíma því áfanga-
staðurinn var það sem skipti máli.
Tilhlökkunin var svo mikil að við
vorum rétt komin á Reykjanes-
brautina, þá var farið að spyrja
hvort við værum nú ekki að fara að
koma. En þá áttum við ekki nema
um 10 klukkutíma keyrslu eftir!
Það var nú þannig að vegalengdin
á milli okkar var svo mikil að við
gátum ekki bara hoppað upp í bíl
og kíkt í heimsókn, en tíminn var
alltaf vel nýttur. Við komum á
hverju sumri til ykkar og fengum
að taka þátt í heyskap, umgangast
dýrin og kynnast sveitalífinu og
eru það mikil forréttindi. Það var
gaman að fylgjast með þér í hey-
skapnum og í öllum þeim störfum
sem þú þurftir að taka þér fyrir
hendur, því þar var ekkert gefið
eftir. Þú varst búin að leggja á
borð og taka til morgunmat fyrir
alla sem voru í heyskapnum og
varst svo komin út á tún í baggana.
Hádegismaturinn var alltaf á sín-
um stað með tilheyrandi kræsing-
um og svo borðuðum við saman
kvöldmat eftir erfiðan dag. Aldrei
var farið að sofa nema allir væru
búnir að fá kvöldkaffið. Það var
víst lítil hætta á að nokkur sylti í
sveitinni. Duglegri og ósérhlífnari
manneskju var erfitt að finna.
En árin líða og það kom svo að
því að við systkinin fórum að stofna
okkar eigin fjölskyldur og koma
með okkar börn til þín og fannst
þér alltaf gaman að fá langömmu-
börnin í heimsókn. Fengu þau þá
að kynnast sveitinni hjá langömmu
eins og við systkinin gerðum forð-
um. Þú varst mjög flink í allri
handavinnu og sast aldrei fyrir
framan sjónvarpið nema með
prjónana og hefur þú prjónað ófáar
flíkurnar á okkur og börnin okkar.
Enda segja börnin okkar yfirleitt
„erum við í langömmuprjóni?“ þeg-
ar verið er að velja sér vettlinga
eða ullarsokka til að fara í í skóla
eða leikskóla. Þú varst alltaf ótrú-
lega opin og hreinskilin og fengum
við alltaf að heyra þína skoðun á
hlutunum hvort sem okkur líkaði
betur eða verr! En hreinskilni var
einn af þínum mörgu góðu kostum.
Við kveðjum nú Þóru ömmu með
margar góðar minningar og þakk-
læti í huga. Blessuð sé minning
hennar.
Falur Helgi, Berglind
og fjölskyldur.
Með fáeinum orðum langar mig
að minnast Þóru í Klifshaga sem
nú hefur kvatt okkur.
Allt frá því að tengdaforeldrar
mínir fluttu í Klifshaga II hafa
samskipti við hana verið bæði mikil
og góð. Svo ótrúlegt sem það er þá
hefur hún Þóra fylgst með upp-
vexti þriggja kynslóða hér suður í
húsi. Fyrst með manninum mínum
og bræðrum hans, þá mínum börn-
um og loks barnabörnunum, öll
munu þau geyma góðar minningar
um glaðværð hennar, gjafmildi og
umönnun.
Ýmsar hefðir voru hér milli húsa
þegar ég kom í Klifshaga fyrir nær
49 árum og hafa þær haldist alla
tíð. Boð í kaffi út í hús á að-
fangadagskvöld, í upphafi hafði það
komið til af því að systir Þóru átti
afmæli. Á gamlárskvöld komu þau
svo suður í hús og við héldum ára-
mótin saman, oftast öll af báðum
búum.
Laufabrauðsgerð var í áratugi
unnin að miklu leyti saman. Við
Þóra stóðum saman hlið við hlið og
breiddum út, mér finnst bara árin
ekki svo mörg síðan hún kom með
keflið sitt. Þá var það sexkaffið eða
„opinber heimsókn“ eins og sumir
krakkanna kölluðu það þegar við
konurnar fórum með handavinnuna
okkar til skiptis á milli húsa og
auðvitað drukkinn kaffisopi, algjör-
lega föst regla nema væru gestir á
öðruhvoru búi, fjarvistir eða miklar
annir.
Þóra var mjög vel verki farin og
léku öll störf í höndum hennar,
smekkvís og hafði næmt auga fyrir
litavali. Þessa nutum við konurnar
hér suður í húsi jafnt eldri sem
yngri; „spyrjum Þóru“, oft hefur
það heyrst hér á heimilinu.
Þegar erfiðleikar voru hér suður
í húsi var Þóra alltaf komin til að
veita aðstoð sína og gleðistundir
vart fullkomnar nema hún tæki
þátt í þeim.
Margt höfum við Þóra brallað
saman, þessi átján ára aldursmun-
ur á okkur skipti ekki máli fyrr en
heilsa og þrek hennar fór að bila,
hvort sem um var að ræða berja-
ferð upp í Fögruhlíð þegar rigning
breyttist í krapahríð og við tíndum
áfram lengi, skemmtiferðir stuttar
eða langar eða þá kvöldstund með
sérrístaupi og spjalli. Alltaf jafn-
gott með henni að vera.
Gaman er að hugsa til þess að
um síðustu jól, sem voru hennar
síðustu í lifanda lífi, tóku þau
systkinin á móti hópnum sunnan úr
húsi á aðfangadagskvöld alveg á
sama hátt og verið hefur öll jól.
Nú að leiðarlokum viljum við
fjölskyldan þakka af alhug og hlýju
samfylgdina alla.
Far þú í friði kæra vina, friður
guðs þig blessi.
Unnur.
Nú er lífsins leiðir skilja,
lokið þinni göngu á jörð.
Flyt ég þér af hljóðu hjarta,
hinstu kveðju og þakkargjörð.
Gegnum árin okkar björtu,
átti ég þig í gleði og þraut.
Umhyggju sem aldrei gleymist,
ávallt lést mér falla í skaut.
(Höf. ók.)
Ég hef oft verið spurð hvernig
Þóra hafi verið skyld mér, sem er
ekki undarlegt. Náin vinátta Þóru
umvafði mig alla tíð.
Aðeins fáeinir metrar eru á milli
húsanna í Klifshaga á bernsku-
heimili mínu og mér er sagt að ég
hafi gjarnan lagt af stað skríðandi
út í hús áður en ég fór að ganga.
Elsku Þóra, ég þakka samfylgd-
ina og sendi fjölskyldu þinni og
systkinum þínum innilegar samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning þín.
Aðalheiður.
Þóra Jónsdóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR
frá Kambi,
lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 17. desember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 22. desember kl. 15.00.
Sveinn E. Magnússon, Guðrún Guðmundsdóttir,
Sigurbjörg I. Magnúsdóttir, Viðar Jónsson,
Oddný S. Magnúsdóttir, Ingimundur Guðmundsson,
Einar Magnússon, Margrét Steingrímsdóttir,
Helga Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir minn, afi og langafi,
GUÐBRANDUR LOFTSSON,
fyrrum skipstjóri og bóndi,
frá Hveravík,
Aðalbraut 4,
Drangsnesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur föstudaginn
11. desember.
Útförin fer fram frá Drangsneskapellu laugardaginn 19. desember
kl. 14.00.
Linda Guðrún Lilja Guðbrandsdóttir,
Berglind Björk Bjarkadóttir, Jón Ingibjörn Arnarson,
Guðbrandur Máni Filippusson,
Kolbrún Lilja Jónsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
HALLDÓR FRIÐRIKSSON,
Smáratúni 7,
Keflavík,
lést miðvikudaginn 16. desember.
Hann verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 22. desember kl. 13.00.
Sigríður Vilhelmsdóttir,
Óla Björk Halldórsdóttir,
Sigríður Björg Halldórsdóttir, Kristján Sigurpálsson,
Sævar Halldórsson, Susie Ström,
Þórunn María Halldórsdóttir, Axel Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.