Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 34

Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 ✝ Guðný Péturs-dóttir fæddist á bænum Höfða á Völl- um 31. júlí 1917. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 9. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Una Stef- anía Stefánsdóttir, f. 25.1. 1882, d. 17.11. 1950, og Pétur Pét- ursson, f. 13.11. 1874, d. 19.3. 1937. Systkini Guðnýjar voru fjór- tán, þrjú þeirra dóu ung en tólf systkinanna náðu full- orðinsaldri. Guðný var þeirra næst- yngst; eftirlifandi er yngsta systirin María, f. 8.11. 1923. Guðný giftist, 4. janúar 1941, Ólafi Guðmundssyni frá Sveinsstöðum í Börn þeirra eru Vilborg, f. 1.8. 1974, Gunnhildur, f. 7.6. 1978, og Bjarni Ólafur, f. 4.8. 1985. 4) Margrét, f. 31.1. 1950, d. 7.9. 2006, gift Gretari Reynissyni, f. 16.6. 1957. Synir þeirra eru Dagur, f. 23.9. 1979, og Hringur, f. 8.6. 1984. Guðný fluttist á fyrsta ári með for- eldrum sínum til Norðfjarðar þar sem hún bjó síðan allan sinn aldur. Ung að aldri fór hún að vinna fyrir sér, var þar af tvö ár vinnukona í Reykjavík. Eftir að þau Ólafur gengu í hjónaband vann hún við ým- is störf, fyrst og fremst við fisk- vinnslu, framan af hjá Íshúsi Kaup- félagsins Fram en síðan í Frystihúsi SÚN, en einnig við síldarsöltun og þrif m.a. hjá Kaupfélaginu Fram. Á sínum yngri árum stundaði Guðný handbolta og var um áratuga skeið virkur félagi í Kvennadeild Slysa- varnafélagsins á Norðfirði. Útför Guðnýjar fer fram frá Norð- fjarðarkirkju í dag, föstudaginn 18. desember, og hefst athöfnin kl. 14. Hellisfirði, f. 13.12. 1912, d. 11.12. 1983. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Ólafs- dóttir, f. 9.11. 1889, d. 31.3. 1972, og Guð- mundur Bjarnason, f. 15.4. 1884, d. 6.11. 1961. Börn þeirra Guðnýjar og Ólafs eru: 1) Sigurbjörg Jó- hanna, f. 15.12. 1941, gift Gústafi Berg Pálmasyni, f. 11.2. 1940. Dóttir þeirra er Guðný, f. 14.5. 1962. 2) Ragna, f. 7.5. 1944, gift Ögmundi Helgasyni, f. 28.7. 1944, d. 8.3. 2006. Börn þeirra eru Helga, f. 15.9. 1965, og Ólafur, f. 15.2. 1976. 3) Stefán Pétur, f. 15.8. 1947, kvæntur Ástríði Sveinbjörnsdóttur, f. 4.10. 1950. Þegar ég hitti Guðnýju tengda- móður mína, sem var oftast kölluð Dunna, í fyrsta skipti fyrir fjórum áratugum birtist mér íslensk al- þýðukona. Þegar kynnin urðu meiri komu eiginleikar hennar hver af öðrum í ljós. Hún var alla tíð mikill dugnaðarforkur og var iðjuleysi henni ekki að skapi. Þetta kom einnig fram með þeim hætti að hún ætlaðist til að annað heimilisfólk sýndi af sér dugnað og er ljóst að margir afkomendur hennar eru einnig sömu gerðar. Heimili Dunnu, að Hlíðargötu 7 og síðar í Breiðabliki síðastu tvo áratugina, var ávallt fallegt og snyrtilegt. Þar var röð og regla, hver hlutur á sínum stað. Var ekki laust við að hún vildi hafa sama hátt á þegar hún var á heimili mínu og fannst mér stundum um of, en kunni fljótt að meta tiltektarsemi hennar, því ég vissi að góður hugur fylgdi. Þá var hún sjálf alltaf vel til fara, má eiginlega segja að hún hafi verið pjöttuð. Þrjóska og ákveðni var eitt af því sem einkenndi Dunnu og er víst að þeir eiginleikar nýttust henni vel í baráttu við krabbameinið sem hún glímdi við í rúman aldarfjórðung. Meðferðirnar við sjúkdómnum urðu margar, hún bognaði um stund en alltaf stóð hún upp aftur, keik og ungleg eins og ekkert hafi í skorist. Dunna var umhyggjusöm kona og þótti almennt vænt um sína samferðarmenn. Vænst þótti henni um Ólaf eiginmann sinn. Hann glímdi lengi við vanheilsu og þá var hún alltaf til staðar, var honum sannkölluð stoð og stytta. Það var mikið áfall fyrir hana árið 2006 þegar hún missti bæði Ögmund tengdason sinn og Margréti yngstu dóttur sína úr krabbameini. Þann harm bar hún í hljóði. Samband okkar Dunnu var ávallt gott. Hún sýndi mér mikinn trúnað og oft ræddi hún við mig málefni sem hún bar ekki fyrir aðra í fjöl- skyldunni. Aldrei sýndi hún annað en að vera ánægð með þessa einu tengdadóttur sína og af því get ég verið stolt. Dunna var af stórri ætt og vina- mörg. Það sást vel á þeim fjöl- mörgu heimsóknum sem hún fékk í gegnum tíðina. Það var enda alltaf passað vel upp á að nóg væri til með kaffinu, mest heimabakað. Eftir andlát Ólafs fjölgaði heim- sóknum hennar á Hornafjörð og eignaðist hún hér stóran vina- og kunningjahóp sem hún hlakkaði til að hitta. Dunna var alla sína tíð mikill Norðfirðingur og elskaði hún sinn stað heitt. Hann var fallegastur allra staða og þar var veðrið best. Hún fylgdist vel með framgangi bæjarmálanna en vart gat hún tal- ist pólitísk. Fáeinum dögum fyrir andlátið lét hún þó í ljós skoðun sína á fyrirhuguðum breytingum á staðsetningu bæjarskrifstofa í Fjarðabyggð og var ekki sátt enda gengið á hlut Norðfirðinga að hennar mati. Dunna var trúuð kona og treysti á sinn skapara. Undir lokin fannst henni sem hann þarna upp mætti alveg fara að taka við sér, það væri nú komið nóg. Hún kvaddi þennan heim sátt við guð og menn. Að leið- arlokum eru efst í huga þakkir fyr- ir samfylgdina sem alla tíð var ánægjuleg. Ástríður Sveinbjörnsdóttir. Dagarnir styttast, það dimmir úti. Djúpur bláminn sem hylur landið leggst á hug minn og hjarta. Ég kveð ömmu mína sem skipaði stóran sess í lífi mínu. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að búa og dvelja langdvölum í húsi ömmu, Garðshorni, í Neskaupstað. Þar tók ég fyrstu sporin, sagði fyrstu orðin og fyrsta sýn mín á líf- ið var út frá pilsfaldinum hennar ömmu. Hún var atorkan uppmáluð konan sú. Ég þurfi oft að hafa mig alla við að fylgja henni eftir og hljóp við fót hvort sem það var fram í hús, út í Kaupfélag eða með þvottinn út á snúrur. Ég sat á grasbalanum og horfði á hana hengja upp hvítt línið sem blakti í gjólunni og bar við Búlandið. Seinna teygði ég mig sjálf í snúr- urnar til að hengja upp og taka nið- ur þvottinn, útsaumaða dúka og ilmandi sængurver sem umvöfðu mig á kvöldin og inn í nóttina. Ég naut styrkrar handleiðslu og elsku ömmu minnar. Hún kenndi mér muninn á réttu og röngu, heiðarleika í samskiptum við annað fólk og umburðarlyndi eða hinn eiginlega tilgang lífsins: að vera al- mennileg manneskja. Sér til halds og traust hafði hún Skaparann og hans einkason, Jesú Krist. Hún átti í sérstöku, persónulegu sambandi við þá feðga sem hún treysti fyrir sér og sínum. Sem barn var ég böð- uð í bala og að baðinu loknu signd og klædd í heklaða, bleika klukku. Sjálf hef ég aldrei komist eins ná- lægt guði og þá. Í trausti sínu á Skaparann hafði amma ætið hans fyrirvara á þeim hlutum sem henni þóttu ekki sjálfgefnir með orðun- um: „Ef guð lofar“. Guð lofaði oft en ekki alltaf. Þegar yngsta dóttir hennar, Gréta, dó langt fyrir aldur fram, tautaði amma Skaparanum til. Skildi ekki hvað hann ætlaði sér. Þegar hún var orðin veik og fann til, leit hún eitt sinn á mig úfin og sagði: „Nei, nú er hann farinn frá mér“. Þegar ég spurði um hvern hún væri að tala svaraði hún: „Nú, Kristur. Hann er farinn eitthvert annað.“ Hann fór varla langt, bíður kannski með afa á öðrum stað. Ég man ekki eftir samhentari hjónum en ömmu minni og afa. Líf- ið fór ekki alltaf mjúkum höndum um þau, en alltaf stóðu þau saman, sinntu sínu og viðhéldu virðingunni og ástinni. Þau voru ánægð hvort með annað. Fóru í sunnudags- göngutúra út á vita eða inn í Dvergastein og þegar harmonikku- tónlist heyrðist í útvarpinu kom afi aðvífandi, kankvís á svipinn, og bauð ömmu upp í dans. Þau döns- uðu fram og aftur í ganginum heima, amma rjóð í vöngum. Nú dansa þau á öðrum stað. Í lífinu vildu hún hvergi annars staðar vera en heima á Norðfirði. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem hún var hjá okkur, strákarnir mínir og ég. Við hefðum viljað hafa hana oftar og lengur og yngri son- ur minn bauðst til að byggja handa henni hús í garðinum okkar. En hún vildi heim. Þar vildi hún lifa og þar vildi hún deyja. Og guð lofaði. Á sjúkrahúsinu á Norðfirði, þar sem ég tók mín fyrstu andartök, tók hún sín síðustu. Ég var hjá henni og reyndi að styðja hana eins og hún hefur stutt mig, allt mitt líf. Ég kveð ömmu mína með sökn- uði. Ég þakka samfylgdina í gegn- um lífið og vona að guð lofi að við hittumst annarsstaðar. Þín nafna, Guðný Gústafsdóttir. Mig langar í fáum orðum að minnast ömmu minnar, Guðnýjar Pétursdóttur, sem lést 9. desember síðastliðinn. Það er með hlýju og virðingu sem ég hugsa um ömmu á Norð- firði. Æðruleysi hennar og seigla er mér, og öðrum sem hana þekktu, ómetanleg fyrirmynd, þeg- ar eitthvað bjátar á. Það eru ekki allir sem fá að njóta ömmu sinnar jafn lengi og ég hennar og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég var svo lánsöm að fá að kynn- ast henni og Ólafi afa, einkum á unglingsárunum þegar ég vann í saltfisk- og skreiðarverkun Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, og heimili þeirra í Garðshorni varð óaðskiljanlegur hluti af sumri borgarbarnsins. Húsið, garðurinn og túnið, já og öll torfan við Hlíð- argötuna var sú rót sem tengdi mig við móðurættina fyrir austan. Yfir öllu vöktu fjöllin, brött og hömrum girt; græn og fögur á sumrin en snævi þakin og svolítið ógnvænleg á vetrum, þótt um það væri ekki talað hátt. Já, veturnir; lengi vel þekkti ég engin jól nema á Norð- firði, með rjúpna- og teistuilmi og jóladagsveislum frammi í húsi hjá Stellu og Dodda sem fá jólaboð önnur hafa jafnast á við. Að fara austur til að halda jól hjá ömmu og afa, með ættingjum og vinum, var náttúrulögmál, sem enn er svolítið skrítið að brjóta. Minn- ingin um norðfirsk jól á kafi í snjó, skíðasleðaferðum niður í bæ og litlum húsum kúrandi í hlíðinni með marglit ljós í gluggum er sú sem enn gefur jólunum raunveru- legt gildi. Og þar var amma hæst- ráðandi, búin að fylla búrið af krás- um og þrífa allt hátt og lágt, og gæta þess að allt stæðist hennar ítrustu kröfur um hvernig halda ætti heimili þannig að sómi væri að. Prjónlesið frá ömmu sem hlýjaði manni og kleinurnar sem kitluðu bragðlaukana eru bara lítill hluti af því sem maður hefur tekið í arf frá henni og mun bera með sér allt líf- ið. Það stærsta sem hún hefur gef- ið okkur afkomendum sínum er sá ótrúlegi styrkur sem hún alltaf bjó yfir þegar á móti blés; sérstaklega þegar hún veiktist af krabbameini – ekki bara einu sinni heldur fimm sinnum. Hún missti manninn sinn, tengdason og yngstu dóttur sína úr þessum sama sjúkdómi, en lét ekki bugast. Það var krabbinn sem að lokum lagði hana að velli og henni fannst það eiginlega ekki nógu gott að sjúkdómur sem hún hafði hrós- að sigri yfir svo oft skyldi hafa yf- irhöndina í þessu síðasta stríði hennar. En undir það síðasta var hún sátt við þessi málalok og við sjáum hana í anda dansa vals við afa um þröngar vistarverur Garðs- horns með bros á vör og kannski með svuntu, tilbúna að stökkva að eldavélinni að dansinum loknum til að steikja sínar dásamlegu fiski- bollur sem engar aðrar fiskibollur geta jafnast á við. Blessuð sé minning ömmu á Norðfirði. Helga Ögmundardóttir og fjölskylda. Guðný amma er látin. Með sökn- uði viljum við systur minnast henn- ar í nokkrum orðum. Amma var mikill dugnaðarfork- ur, sveif um hýbýli og fjöll eins og stormsveipur. Heimili hennar var alltaf hreint og fínt en um leið mjög notalegt. Hún tók ávallt vel á móti öllu sínu fólki. Sem börn nut- um við góðra stunda hjá henni á Norðfirði, borðuðum mikið af sand- köku og drukkum mjólk með. Hús- ið við Hlíðargötu var vægast sagt ævintýrahöll, á öllum hæðunum þremur mátti finna spennandi staði og dót. Kassinn uppi í risi með upptrekktum apa á mótorhjóli fékk ómælda athygli en dúkkulísurnar í kjallaranum voru samt það allra flottasta. Við systur vorum alltaf ákveðnar í því að eignast Garðs- horn þegar við yrðum eldri og búa þar saman ásamt frænku okkar, hæðunum skiptum við bróðurlega á milli okkar. Eftir að afi dó kom amma nokk- uð oft til okkar yfir hátíðarnar. Það var gott að hafa hana hjá okkur, jólin voru enn hátíðlegri með henni. Oft fannst okkur sem jólin kæmu ekki án hennar, má það sennilega rekja til skínandi gólfa og lyktar af hreinlæti sem fylgdi henni. Nú á seinni árum höfum við heimsótt hana reglulega. Dætur okkar voru lánsamar að fá að njóta samvista við hana, þær voru henni sem gullmolar. Peysur, húfur, vett- lingar og sokkar sem hún prjónaði hafa haldið hita á þeim og vakið ómælda athygli, enda vandvirkni og fallegt handbragð í fyrirrúmi. Þrátt fyrir háan aldur sat hún og prjónaði fram á síðasta dag, fatnað sem við munum geyma með þakk- læti í hjarta. Amma var góð fyrirmynd og kenndi okkur góð gildi. Þessi gildi munum við geyma í huga okkar og reyna að lifa eftir af bestu getu. Ömmu verður sárt saknað, en það er með þakklæti og bros á vor sem við kveðjum hana í dag. Minning um góða, kraftmikla og glæsilega konu mun hlýja okkur um hjarta- rætur um ókomna tíð. Gunnhildur og Vilborg Stefánsdætur. Ingimar sonur minn var staddur hérna í Reykjavík um helgina og við ræddum aðeins um fráfall Dunnu langömmu, eins og hann kallaði hana alltaf. Það sem hann sagði meðal annars var „Það er svo sorglegt að hún er dáin“ og það er satt hjá honum og ég er viss um að allir sem þekktu hana eru sama sinnis. Amma var nefnilega þeim eiginleikum gædd að öllum þótti vænt um hana. Ég var á mínu fyrsta ári þegar ég fór til hennar og afa nafna austur á Norðfjörð og í minningunni fór ég austur öll sumur, í það minnsta til 10 ára ald- urs. Heimili ömmu var manni alltaf opið, ekkert síður eftir að afi var dáinn en þá var ég 8 ára. Það hefði líklega mörgum konum á hennar aldri fundist nóg um að taka frískan strákling inn á heim- ilið en ég man bara einu sinni eftir að amma byrsti sig við mig. Það var eftir að fréttist af mér á bæj- arbryggjunni með Stefáni Arasyni, vini mínum, þar sem við höfðum verið að dorga í gegnum gat á bryggjunni og fórum víst full ógætilega. Maður lét sér þetta að kenningu verða og reyndi að passa sig eins og mögulegt var, þótt mað- ur hafi örugglega einhvern tíma gleymt sér í hita leiksins þegar hver risa ufsinn eða þorskurinn á fætur öðrum var dreginn upp á bryggju. Sigri hrósandi fór ég svo heim með fenginn og bað ömmu að elda hann. Oftast var því tekið vel, en ég fékk svo að heyra það löngu síðar að aflinn hafði farið í ruslið og í staðinn hafi verið elduð ýsa sem að sjálfsögðu rann ljúft ofan í veiði- manninn á formi soðins fisks eða fiskibolla, enda bjó amma til besta mat í heimi. Annað dæmi um hversu einstök amma var, er þegar ég var á ferð á Norðfirði veturinn 2003-2004 með þáverandi skóla- systkinum mínum í fiskeldisfræði við Hólaskóla. Ég gisti hjá ömmu eins og vera bar en áður en för hópsins var haldið frá Norðfirði vildi amma endilega bjóða öllum í kaffi til sín. Þetta voru um 20 manns sem öllum var stefnt í litlu íbúðina hennar í Breiðabliki og vöfflur voru bakaðar handa hópn- um. Allir fóru því saddir og sælir úr firðinum, en ömmu þótti verst að deigið var keypt en ekki heima- gert. Eftir að ég eltist hef ég reynt að að fara austur til ömmu að minnsta kosti einu sinni á ári. Það hefur mér tekist í flestum tilvikum. Núna, þegar hún er fallin frá, á ferðunum án efa eftir að fækka. Þegar leiðin liggur austur og geng- ið verður um fjöllin og stoppað í lautum fullum af berjum, á hug- urinn eftir að berast til ömmu, þar sem hún hleypur um hlíðarnar með berjafötur og fyllir þær hverja af fætur annarri, létt eins og hind sem lætur ekkert stöðva sig. Ólafur Ögmundarson. Síðastliðið sumar dvaldi ég ásamt unnusti minni og 4 mánaða syni í nokkra daga með ömmu í sumarbústað við Lagarfljót. Við drifum hana með okkur á ættarmót Pétursættarinnar sem þá var hald- ið í Hallormsstað. Þar gekk hún um og ræddi við alla sem á hennar vegi urðu og var ekki að sjá að þarna væri 92 ára gömul kona á ferð. Í sumarbústaðnum var rætt um allt milli himins og jarðar. Eins og flestar umræður á Íslandi þetta sumar var auðvitað komið niður á kreppuna. Kreppa? Þetta kallaði amma ekki kreppu. Amma er fædd 1917, undir lok fyrri heimsstyrjald- arinnar. Eftir það gekk yfir Ísland frostavetur, heimskreppan sem Ís- lendingar fengu að kenna á og önn- ur heimsstyrjöld. Það hefur eflaust oft verið skortur á heimili ömmu sem var dóttir verkafólks en hún afgreiddi æsku sína á einfaldan hátt, „aldrei þurfti maður að svelta“. Þessi setning lýsir lífsvið- horfum ömmu betur en ég gæti út- skýrt í heilli bók. Hún var ávallt þakklát fyrir það sem hún hafði og sá nú ekki ástæðu til þess að gera meira úr hlutunum en þetta. Amma hafði verið með krabbamein frá því áður en ég fæddist. Það þótti henni nú ekki merkilegt en erfiðari voru þau mein sem aðrir þurftu að bera á sálinni, því sum sár er ekki hægt að skera burtu eins og hún sagði svo snyrtilega. Það var aldrei neitt að ömmu. Hún sagði ósjaldan á seinni árum þegar spurt var um heilsuna: „Ef það væri ekki fyrir þetta hné, þá væri ekkert að“. Amma skilur eftir sig lífsgildi. Vera þakklátur, njóta þess sem maður hefur og skynja hver hinn raunverulegu verðmæti eru í lífinu, þau sem ekki eru metin til fjár. Þetta eru gildi sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar og er ég þar engin undantekning. Bjarni Ólafur Stefánsson. Í fáeinum orðum vil ég minnast hennar Guðnýjar móðursystur minnar, sem lést á sjúkrahúsi Nes- kaupstaðar þann 9. desember síð- astliðinn 92 ára að aldri. Foreldrar hennar voru þau Stefanía Una Pét- ursdóttir og Pétur Pétursson. Þau hófu búskap sinn á Héraði við þröngan kost, um þar síðustu ald- armót. Vegna ástandsins stefndu þau á að flytja til Vesturheims og í Guðný Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.