Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
✝ Kristinn Már Haf-steinsson fæddist
20 desember 1953.
Hann lést 20. nóv-
ember sl. Foreldrar
hans voru hjónin Lára
Hansdóttir kennari f.
1. febrúar 1932, d. 6.
mars 2005 og Haf-
steinn Sigurðsson
hæstaréttarlögmaður
f. 17. ágúst 1926, d. 3.
september 1986. For-
eldrar Láru voru Ólöf
Jónsdóttir og Hans
Kristinn Eyjólfsson,
bæði látin. Foreldrar Hafsteins
voru Ragnheiður Sara Þorsteins-
dóttir og Sigurður Z. Guðmunds-
son, bæði látin. Systur Kristins Más
eru Ragnheiður Sara, maki Ingvi
Hrafn Jónsson, þau eiga tvo syni,
Hafstein Orra flugmann, kvæntur
Kristínu Bertu Sigurðardóttur og
eiga þau tvö börn og Ingva Örn við-
skiptafræðing, í sam-
búð með Agnesi
Ferro. Ólöf Lára
verkefnisstjóri og há-
skólanemi, dóttir
hennar Ragnheiður
Sara nemi.
Sjö ára fór Kristinn
Már að Efra Seli í
Stokkseyrarhreppi en
1965 flutti hann á
drengjaheimilið í
Tjaldanesi. Þar bjó
hann í 39 ár, þar til
það var lagt niður.
Árið 2004 flutti hann í
sambýlið, Klapparhlíð 11 og síðan í
Þverholt 19 árið 2007, þar sem
hann bjó til dauðadags. Kristinn
Már vann á vinnustofunni Tjaldur í
Mosfellsdal og Hæfingarstöðinni
við Dalveg í Kópavogi.
Útför Kristins Más fer fram frá
Mosfellskirkju í Mosfellsdal í dag,
föstudag, kl. 13.
Elskulegur bróðir okkar Krist-
inn Már er látinn, 55 ára gamall og
við munum sakna hans mikið.
Kiddi var svo ólánsamur að verða
fyrir súrefnisskorti í fæðingu sem
háði honum allt hans líf. Að alast
upp með fötluðu systkini er mikil
lífsreynsla og kenndi hann okkur
að meta lífið og það sem við höfum.
Um þriggja ára aldur voru for-
eldrar okkar farin að velta því fyr-
ir sér af hverju hann væri ekki far-
inn að tala. Þau fóru með hann til
barnalæknis og eftir ýtarlegar
rannsóknir hér heima var ákveðið
að þau færu með hann á barnaspít-
alann í Kaupmannahöfn um sum-
arið 1957 til frekari rannsókna.
Á þeim tíma var lítið gert fyrir
fyrir þroskahefta, en Bjarkarás
var til sem leikskóli, en mjög erfitt
að komast þar að, en foreldrar
okkar reyndu að gera allt sem þau
gátu til að gera líf hans eins gott
og kostur var. Um vorið 1961 fer
hann að Efra Seli í Stokkseyr-
arhreppi til Símonar E. Sigmunds-
sonar sem rak þar heimili fyrir
þroskahefta ásamt ráðskonu sinni
Ingibjörgu Árnadóttur. Símon
hafði gott lag á Kidda og lærði
hann mikið hjá þeim. Þar voru fyr-
ir nokkrir strákar sem áttu góða
foreldra að. Þessir foreldrar,
ásamt mömmu og pabba, tóku sig
saman og keyptu skika úr landi
Tjaldaness, 3 hektara árið 1963 og
hófu framkvæmdir við byggingu
íbúðarhúss fyrir 10 drengi á aldr-
inum 9 til 15 ára, 1965 var Tjalda-
nes tekið í notkun bæði sem heim-
ili og skóli fyrir þessa drengi.
Kiddi var mikið snyrtimenni og
áhugamaður um góða umgengni.
Það var aldrei drasl eða rusl í
kringum hann og bar hans um-
hverfi þess ávallt merki.
Hann var mikið með foreldrum
okkar uppi í sumarbústað við
Langá. Þar undi hann sínum hag
vel.
Ákveðið var að fækka íbúum
Tjaldaness smátt og smátt og
koma þeim í nútímalegra búsetu-
form í sambýlum fatlaðra og flutti
Kiddi í leiguíbúð að Klapparhlíð 11
í Mosfellsbæ 2004 og bjó þar til
ágúst 2007 er hann flutti í Þverholt
19, í íbúð sem hentaði honum bet-
ur. Búseta hans í Tjaldanesi varði í
39 ár.
Kidda okkar leið mjög vel hjá
þessu frábæra starfsfólki sem á
heiður skilinn fyrir framúrskarandi
umönnun og við systur erum ævar-
andi þakklátar fyrir. Kiddi var ein-
staklega heimakær og leið vel á
sínu heimili, þó brá hann undir sig
betri fætinum og skrapp í bíó og
leikhús og oft áttum við gott spjall
í þeim mörgum bíltúrum sem við
fórum í. Kiddi fór í nokkrar sum-
arbústaðaferðir í sumar með
starfsfólki sem tókust mjög vel og
hafði hann gaman af, hann kom í
heimssókn upp í Langá á fallegum
sólardegi í ágúst sl. og var það
yndisleg ferð og skoðaði hann
sveitina okkar í allri sinni dýrð.
Nú er hann komin í faðm móður
okkar. Það hefur örugglega verið
tekið vel á móti honum. Far þú í
friði elsku bróðir og takk fyrir
samfylgdina.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ragnheiður Sara og Ólöf Lára.
Á vegferð okkar kynnumst við
mörgum eftirminnilegum einstak-
lingum, sem ávallt munu snerta
okkur á einhvern hátt. Kristinn
Már, Kiddi, var einn þeirra, sem
einkenndi vegferð mína, að vísu
meir í æsku en síðari árin. Mig
langar til að minnast hans í stuttu
máli, nú þegar æviskeiði hans er
lokið. Kiddi var eitt barnanna, sem
við umgengust reglulega. Hann var
frændi frænku minnar. Ég átti á
tímabili töluverð samskipti við
systur hans, Ragnheiði, það er nú
venjan að stelpur sækjast saman,
en Kiddi var litli bróðir hennar og
jafngamall mér.
Smátt og smátt lærðist það líka
að Kiddi væri öðruvísi – ekkert
annað, hann var bara Kiddi og
þannig var hann í barnahópnum.
Ekki man ég til þess að neitt veður
hafi verið gert út af því. Við vorum
til dæmis saman í sveit, á barna-
heimili, ég man ekki hvort það var
í heilt sumar eða hluta sumars, en
þar áttum við margvísleg sam-
skipti hvort við annað, öll börnin.
Kiddi var á fleiri stöðum í sveit,
hann var til dæmis á tímabili á
sveitabæ rétt við Eyrarbakka og
þar í hópi fleiri barna. Að sjálf-
sögðu var farið til að heimsækja
hann þangað.
Svo kom hins vegar að því, að
Kiddi fór að heiman. Fjölskylda
hans stóð að stofnun Tjaldanes-
heimilisins í Mosfellsbæ og fluttist
hann þangað um miðjan sjöunda
áratuginn. Fór þá samvistunum
fækkandi, þótt við hittum hann oft,
þegar hann var í helgarleyfi hjá
mömmu sinni. Á vegum Tjalda-
nessheimilisins var styrktarfélag
vina og velunnara og fór svo að
vinkona mín og ég urðum fyrstu
aðilarnir, sem styrktum heimilið
með peningagjöf. Svo sterka nær-
veru hafði Kiddi í huga mér að ég
gat ekki hugsað mér að styrkja
nokkurn nema hann og vini hans.
Svo liðu árin og fennti í sporin.
Tilveran varð erfiðari og lífsbar-
áttan harðari. Þannig fer oftast
nær. Kiddi kallaði mig frænku
sína, þegar hann vildi segja vinum
sínum frá því hver ég væri. Nú
kveð ég hann og þakka honum fyr-
ir, að hann skyldi vilja vera frændi
minn.
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir.
Nú þegar við kveðjum Kristinn
Má Hafsteinsson, Kidda, þá koma
fram í hugann minningar frá æsk-
unni á Mímisveginum. Kiddi var
litli bróðir Ragnheiðar Söru bestu
vinkonu minnar. Hann var tveimur
árum yngri en við og fengum við
því oft að passa hann þegar við
vorum aðeins komnar á legg. Hann
var svo sætur og þægur og okkur
aldrei til neinna vandræða.
En hann var ekki margra ára
þegar í ljós kom að hann þrosk-
aðist ekki eins og við hin. Þá hófst
hin mikla þrautaganga Láru móður
hans því eðlilegt útlit gerði að
greining drógst á langinn. Hún
fórnaði sér alla tíð fyrir einkason
sinn. Sama má segja um Hafstein
og tók hann þátt í byggingu
Tjaldaness í Mosfellsdal ásamt
mörgum góðum mönnum en það
var heimili fyrir drengi með
þroskaskerðingu. Þangað flutti
Kiddi og dvaldist þar í góðu yf-
irlæti þar til slík vistun þótti úrelt
og stofnunin lögð niður. Við tók
sambýlisform, fyrst á Sléttuvegi en
síðar í Mosfellsbænum.
Eftir að Hafsteinn féll frá langt
um aldur fram kom ábyrgðin alfar-
ið á hendur Láru. Kiddi glímdi við
erfið veikindi gegnum tíðina og oft
var ástandið afar erfitt. Segja má
að heilsu hans hafi hrakað hægt og
bítandi eftir fráfall Láru sinnar, en
hann kallaði hana alltaf skírnar-
nafni sínu. Hún var honum allt.
Nú á aðventu er lífsins ljós þitt,
elsku Kiddi, slokknað. Við stöndum
eftir reynslunni ríkari að hafa
kynnst þér og vitum að heilbrigði
er ekki sjálfsagt. Systur þínar
Ragnheiður Sara og Ólöf Lára
hafa reynt allt sem þær hafa getað
til að létta þér lífið.
Starfsfólk sambýlisins hefur
unnið ómetanlegt starf með
umönnun sinni sem seint verður
þakkað. Ég kveð þig nú. Megi ljós
og ylur jólanna umvefja systur þín-
ar og fjölskyldur þeirra á þessum
erfiðu tímum. Ég veit að þér líður
vel í fangi Láru þinnar og pabba
hjá Guði.
Helga Lára.
Nú er hann elsku Kiddi okkar
stiginn af leiksviði lífsins. Við vor-
um lánsöm að kynnast honum þeg-
ar hann flutti til okkar í Þverholt-
ið. Öll höfum við tilgang í lífinu og
tilgangur Kidda var að kenna okk-
ur hvað lífið og manneskjan getur
verið margbreytilegt. Kiddi hafði
fallegt blik í augunum sem fékk
okkur til að líða vel í návist hans.
Kiddi var mannblendinn og naut
sín innan um fólk. Hann var mikið
snyrtimenni og það var honum
mikilvægt að vera ávallt vel til
hafður.
Við erum þakklát fyrir þann
tíma sem við áttum með Kidda og
vitum að hann er kominn á góðan
stað þar sem hann er frjáls ferða
sinna með þeim sem hann talaði
mikið um og elskaði, foreldrum
sínum.
Við viljum kveðja Kidda með
ljóði eftir Davíð Stefánsson.
Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
Að falla í jörð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,
og iðgræn lönd, er sökkva í
djúpin blá,
og von sem hefur vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.
Til eru ljóð, sem lifna og deyja
í senn,
og lítil börn, sem aldrei verða menn.
(Davíð Stefánsson.)
Blessuð sé minning Kidda.
Fyrir hönd starfsfólks í Þver-
holti,
Margrét Valdimarsdóttir
og Sigrún Þ. Geirsdóttir.
Kristinn Már
Hafsteinsson ✝Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
AUÐUR TRYGGVADÓTTIR,
fædd á Fellsströnd í Dalasýslu,
Lautasmára 39,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 9. desember.
Útförin hefur farið fram frá Digraneskirkju í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Helgi G. Björnsson, Kristín Emilsdóttir,
Guðbjörg Björnsdóttir,
Elísabet Björg Björnsdóttir, Jón Engilbert Sigurðsson,
Pálmi, Auðunn, Stefán Geir, Hlynur, Heiðrún Björk,
Helga, Margrét og Álfrún Lind.
✝
Faðir okkar,
GUÐMUNDUR GUÐMUNDARSON,
Skúlagötu 40,
Reykjavík,
er látinn.
Helga Sesselja Guðmundsdóttir,
Guðmundur Steinn Guðmundsson,
Sigurður Ingi Guðmundsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN J. HJARTAR,
hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
áður Flyðrugranda 8,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 14. desember, verður
jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 21. desember
kl. 13.00.
Jóna Björg Hjartar, Paul van Buren,
Sigríður Hjartar, Stefán Guðbergsson,
Elín Hjartar, Davíð Á. Gunnarsson,
Egill Hjartar,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
frá Hofi í Öræfum,
lést á hjúkrunarheimili HSSA á Höfn fimmtudaginn
10. desember.
Hún verður jarðsungin frá Hofskirkju í Öræfum
laugardaginn 19. desember kl. 14.00.
Gunnar Páll Bjarnason, Ingibjörg Ingimundardóttir,
Sigurjón Arnar Bjarnason,
Unnur Bjarnadóttir,
Jón Sigurbergur Bjarnason, Áslaug Guðmundsdóttir,
Stefán Bjarnason, Margrét Guðbrandsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
KRISTINN MÁR HAFSTEINSSON,
Þverholti 19,
Mosfellsbæ,
áður til heimilis á Tjaldanesi,
verður jarðsunginn frá Mosfellskirkju í Mosfellsdal
í dag, föstudaginn 18. desember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á samtökin
Einstök börn, sími 568 2661, banki 513-14-1012, kt. 570797-2639.
Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, Ingvi Hrafn Jónsson,
Ólöf Lára Hafsteinsdóttir,
Ragnheiður Sara Heimisdóttir,
Hafsteinn Orri Ingvason,
Ingvi Örn Ingvason.