Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
Heljarstökk Það urðu fagnaðarfundir þegar jólasveinninn og íþróttaálfurinn hittust óvænt á Barnaspítala Hringsins í gær. Íþróttaálfurinn var sannfæringu sinni trúr og tók jólasveininn
umsvifalaust í kennslustund í þeim tilgangi að kenna honum að fara heljarstökk. Börnin glöddust mjög yfir þessu óvænta skemmtiatriði og hvöttu báða áfram af mikilli innlifun.
Golli
ÞAÐ ER erfitt að al-
hæfa um persónueinkenni
heillar þjóðar. Hins vegar
vitum við að einstaklingar
eru mismunandi; afstaða
þeirra, lífsmáti og lífssýn.
Mannlega tilhneigingin er
samt að sitja fastur í
sama fari eins lengi og
stætt er og oft þarf eitt-
hvað stórkostlegt að ger-
ast til þess að við breyt-
um til betri vegar. Stórir atburðir geta
átt sér stað í lífi einstaklings sem verða
til þess að hann endurskoðar og end-
urmetur sjálfan sig og líf sitt. Slíkt get-
ur einnig átt sér stað í lífi heillar þjóð-
ar. Efnahagshrunið er atburður sem
hefur haft gífurleg áhrif á Íslendinga;
mat þeirra á þjóðfélaginu, sjálfum sér
og nánasta umhverfi. Eftir hrun hafa
bæði styrkleikar og veikleikar Íslend-
inga sem ákveðins hóps komið betur í
ljós. Kostir og gallar Íslendinga eru
auðvitað að mörgu leyti svipaðir og
annarra þjóða. Höfuðsyndir tilver-
unnar eru öllum manneskjum bæði
freisting og prófsteinn, burtséð frá því
hvaða þjóð eða þjóðfélagshópum þeir
tilheyra. Græðgi, lygar, blekkingar,
hroki og sjálfshygling eru allt alda-
gömul og vel þekkt fyrirbæri í mann-
félögum. Héldum við eitt andartak að
þau væru fyrir bí? Að réttlæti, jöfn-
uður og bræðralag yrði niðurstaða eft-
irlitslausrar einkavæðingar og fjárfest-
inga? Ég veit ekki hvort Íslendingar
trúðu á ofurmátt peninganna en ég
held að einhverjir hafi tilbeðið lífssýn
sem byggðist á óheyrilegri græðgi.
Fyrir hrun virtust sumir lifa án þess að
gera raunveruleikatékk annað slagið
og kanna hvort lífið niðri á jörðinni
væri eins gott og þarna uppi í skýja-
borgunum sem lifðu nokkuð góðu lífi í
bönkum, fjárfestingarsjóðum, fyr-
irtækjum og jafnvel á stjórnarheim-
ilinu. Hópur peningamanna blekkti
ekki bara Íslendinga heldur einnig út-
lendinga og loforð um að peningar
fólks myndu ávaxtast
og margfaldast í þeirra
umsjá urðu að engu. Að
ofansögðu hljómar eins
og verið sé að tala um
að hrunið sé á ábyrgð
einhverra örfárra vafa-
samra þorpara sem
gengu of langt. En ef
þeir voru svona fáir
sem gerðu rangt, en
allir hinir rétt, liggur
beinast við að spyrja af
hverju þeir fáu voru
ekki stoppaðir af.
Hvers vegna gátu þeir steypt heilli
þjóð í slíkt fjárhagshrun? Eru mestu
völdin í þjóðfélaginu í höndum banka-
stjóra og fjárfesta? Það hlýtur að vera
flestum ljóst að eitthvað miklu meira
en græðgi og peningarugl lítils hóps
peningamanna gerði þetta hrun mögu-
legt. Þar koma stjórnmálin, stjórnvöld
og stjórnsýslan, vörn og skjöldur hins
almenna borgara, sterk inn. Eitthvað
hefur skort upp á þar. Einnig viss hóp-
stemning og hegðun stórs hluta lands-
manna sem snerust á sveif með neyslu-
kóngunum; meðvirkni er það víst
kallað. Ef þjóðareinkenni Íslendinga
eru einhver þá eru þau sennilega bæði
jákvæð og neikvæð. Jákvæðu einkenn-
in sem útlendingar nefna oftast eru:
barnslegur sjarmi og trúgirni, sveita-
mennska, vingjarnlegheit, kæruleysi
(það reddast allt hjá Íslendingum – af
því bara) og frásagnargleði. Neikvæðu
einkennin eru reyndar þau sömu og hin
jákvæðu því barnslegur sjarmi og trú-
girni geta fljótt breyst í eitthvað sem
maður hefði betur látið ógert. Sveita-
mennska er skemmtileg en getur leitt
til þess að allt sé skynjað í of mikilli ná-
lægð og stærra samhengi hlutanna fari
fyrir ofan garð og neðan. Vingjarn-
legheit geta verið blekkjandi og stund-
um þarf ákveðni og trúverðugleika
fremur en vingjarnlegheit. Mátulegt
kæruleysi getur verið nauðsynlegt og
virkað vel í vissum aðstæðum en í öðr-
um kemur það hreinlega út sem und-
irbúningsleysi, áhugaleysi, skortur á
fagmennsku og virðingarleysi. Frá-
sagnargleði og söguþorsti Íslendinga
er þjóðþekkt ef ekki heimsþekkt fyr-
irbæri og oftast óskaplega jákvætt og
skemmtilegt í réttu samhengi, t.d. list-
rænu. Guð forði Íslandi þó frá því að
vera með t.d. peningastofnanir eða
stjórnvaldsstofnanir fullar af athafna-
skáldum sem ætluðu að verða ekki
bara ríkir heldur ódauðlegar sögu-
persónur og hetjur í einhverjum
stjórn/valda/peninga-skáldveruleika.
Hvað er til ráða? Hvernig á smáþjóð á
hjara veraldar að koma sér út úr efna-
hags-, stjórnmála- og persónukreppu?
Hvað getum við lært af þessu öllu?
Stofnanir þjóðfélagsins, bæði fjárhags-
legar og stjórnsýslulegar, þurfa að
læra sína lexíu. Það er ljóst að reglu-
verks- eða stjórnsýsluumbylting þarf
að eiga sér stað. Almenningur þarf líka
að læra sína lexíu, ekki bara fjárhags-
lega heldur líka varðandi það hverjum
er hægt að treysta fyrir hverju, pen-
ingalega og á annan hátt. Hvort
þjóðareinkenni Íslendinga breytast
skal látið ósagt en mig grunar að bitur
reynslan muni ná í skottið í okkur að
lokum og við þroskast svolítið. Verða
örlítið mannalegri, fullorðinslegri og
ábyrgari í gerðum okkar, sjá betur í
gegnum hluti sem lofa gulli og grænum
skógum, verða ákveðnari og yfir-
vegaðri, tilbúnari til að skipuleggja
betur og undirbúa framtíðina. Við
munum vonandi sjá traustari peninga-
og bankastarfsemi, meiri drift og minni
sjálfhygli í stjórnmálum og síðast en
ekki síst upplýstari og ákveðnari al-
menning. Ísland gæti orðið drauma-
landið innan tíu ára.
Eftir Guðrúnu
Einarsdóttur » Við munum vonandi
sjá traustari peninga-
og bankastarfsemi, meiri
drift og minni sjálfhygli í
stjórnmálum og síðast en
ekki síst upplýstari og
ákveðnari almenning.
Guðrún Einarsdóttir
Höfundur er sálfræðingur.
Hrunið og þjóðar-
einkenni Íslendinga
NÝLEGA féll
dómur í undirrétti
þar sem úrskurð-
að var að þrátt
fyrir ákvæði laga
um að verðtrygg-
ing lána í íslensk-
um krónum skuli
hafa viðmið við
neysluverðs-
vísitölu sem Hag-
stofa Íslands
reiknar út væri lánveitanda
heimilt að ganga gegn þeim lög-
um og innheimta andvirði láns-
ins með uppreikningi miðað við
gengi erlendra gjaldmiðla. Á
sama hátt hlýtur þá fíkniefna-
sölum að vera heimilt að inn-
heimta skuldir vegna fíkniefna-
viðskipta þrátt fyrir að sala
fíkniefna sé óheimil samkvæmt
lögum. Í lögum númer 38/2001
er kveðið skýrt á um að verð-
trygging á lánsfé sé heimil sé
grundvöllur verðtrygging-
arinnar neysluverðsvísitala sem
Hagstofa Íslands reiknar út og
birtir í Lögbirtingablaðinu. Það
þarf tæplega nokkurn snilling
til að „fílósófera“ um skilning á
þeim texta með öðrum hætti en
hann ber með sér. Þetta er
kannski meira spurning um les-
skilning eða lesblindu.
Oft veltir maður því fyrir sér
hvort þeir aðilar sem fara með
úrskurðarvald í dómstólum
landsins séu á einhverju sem al-
menningur er ekki á. Það er alla
vega nokkuð kyndugt að hægt
sé að lesa út úr hinum ýmsu lög-
um allt annað en þar stendur.
Sennilega þarf almenningur í
þessu landi að sameinast um að
reka þá óværu út sem kallast
spilling í stjórnkerfinu í eitt
skipti fyrir öll. Rétt er að hafa
það í huga að dómarar eru skip-
aðir af pólitíkusum sem margir
hverjir eru svo
skítugir af við-
skiptum við þá sem
komu landinu í þá
stöðu sem það er í
nú að þeir eru
margir hverjir
gjörsamlega óhæf-
ir til að taka á spill-
ingunni. Það er
ekki fjarri lagi að
kalla megi Hæsta-
rétt ríkisrekið fjöl-
skyldufyrirtæki.
Það er því orðið tímabært að
hreinsa þessa flóra ærlega. Þá
nægir ekki að hreinsa bara út úr
stjórnarráðinu heldur þarf að
moka út úr dómstólunum líka.
Við þær aðstæður sem við sitj-
um í núna þarf þverskurður al-
mennings að koma að skipun
fólks í þessar stöður til að
tryggja að skilningur þess á lög-
um landsins endurspegli skiln-
ing almennings á þeim. Ef
dómskerfið ætlar að bregðast
hinum almenna borgara í of-
análag við að ekkert bendir til
að landráðamennirnir sem
komu þjóðinni á vonarvöl verði
látnir svara til saka þá er ekki
við öðru að búast en ærlegri
uppreisn í landinu. Sú uppreisn
verður ekki háð með pottum og
pönnum eins og þegar hags-
munagæslufólki Breta og Hol-
lendinga var komið til valda hér
í byrjun ársins.
Gegn lögum en
samt heimilt
Eftir Örn
Gunnlaugsson
Örn Gunnlaugsson
» Þá nægir ekki
að hreinsa bara
út úr stjórnarráðinu
heldur þarf að moka
út úr dómstólunum
líka.
Höfundur er atvinnurekandi.