Morgunblaðið - 18.12.2009, Síða 42

Morgunblaðið - 18.12.2009, Síða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Til sölu SLÖNGUBÁTAR Eigum örfáa slöngubáta á lager, stærðir 4,25 m og 4,75 m, burðar- geta 1100 kg til 1300 kg. Vandaðir bátar með álgólfi. Tilboðsverð fram að jólum. Allar nánari uppl. í síma 897-2902 og á netfangi mvehf@hive.is. Mv heildverslun ehf. Postulín og kristall gjafavörur í úrvali. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Poolkjuðar Mikið úrval. Verð frá 7,300 www.www.billiard.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), S. 568-3920. Pool er kúl Poolborð 5 -6 – 7 feta borð. Verð frá 43 .000 frábær borð, kjuðar og kúlur fylgja með. www.billiard.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), S. 568 3920. Kristals-hreinsisprey Ný sending. Hreinsisprey fyrir kristal- ljósakrónur og kristal. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Handskornar trévörur frá Slóvakíu. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Borðtennisborð Riley - STIGA. Verð frá 39.900. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), S. 568 3920. 50% afsláttur. Myndlist, glerlist, nytjalist. Mikið úrval af fallegum íslenskum jólagjöfum. Gallerí, Aust- urstræti 6,101 Reykjavík. Nóg af bílastæðum í Ráðhúsi Rvíkur, sími 695-0495. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Bílaþjónusta Dúndurtilboð!!!! Kassagítarar: 1/4 stærð kr 10.900. pakkinn með poka, strengjasett og stilliflautu. 4/4 stærð 15.900.- Rafmagnsgítar- pakkar frá kr. 39.900. Þjóðlaga- gítarpakkar frá 19.900.- Hljómborð frá kr. 8.900.- Trommusett kr. 79.900.- með öllu. Gítarinn, Stórhöfða 27, sími 552 2125. www.gitarinn.is0 Hljóðfæri Nú þegar ég sest niður og byrja að skrifa minninga- grein um Þórarin bróður minn fer ekki hjá því að það rótast upp í hug- skoti æskuminninganna. Þórarinn var elstur okkar systkina, svo Sig- urður og ég langyngst, 13 árum yngri en Þórarinn, þannig að bræður mínir voru orðnir ungir menn þegar ég man fyrst eftir mér. Öll ólumst upp við ástríki foreldra okkar í fal- legustu sveit landsins, norður í Öx- arfirði, ólumst upp við leik og störf og að taka þátt í öllu sem þess tíma búskapur hafði upp á að bjóða, ól- umst upp við heiðarleika, trúfestu og dugnað, ólumst upp við að læra að bjarga okkur og nota það sem landið bauð, því nóg hafði landið í Skógum upp á að bjóða, veiði til sjós og lands, reka og eggjatínslu og fleira. Í þessari gullkistu byrjar Þórar- inn bróðir sem ungur maður að mót- ast, byggja sínar borgir, sjá sína drauma geta orðið að raunveruleika, því það vita allir sem hann þekktu að hugur hans beindist snemma á braut bóndans, þar vildi hann rækta sinn akur og ávaxta sitt pund. Það var bjargföst trú hans að starf bóndans og það frelsi sem það gaf væri bæði guðsgjöf og einnig undirstaða lífsins. Af lífi og sál var bróðir minn númer eitt bóndi og lítið annað komst að. Eitthvað fékkst hann við vörubíla- akstur sem ungur maður, einn vetur fór hann í Laugaskóla. Getur verið að eitthvað fleira hafi komið til, þó ég muni það ekki. Árið 1955 kynnist Þórarinn ástinni sinni, henni Erlu, sem kom til for- Þórarinn Björnsson ✝ Þórarinn Björns-son, fyrrum bóndi í Sandfellshaga 1, fæddist í Skógum í Öxarfirði 24. sept- ember 1933. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga, þriðjudaginn 1. des- ember sl. Útför hans var gerð frá Skinnastað- arkirkju 12. desem- ber sl. eldra okkar sem kaupakona þetta sum- ar og má þá segja að framtíð bróður míns hafi endanlega verið ráðin. Sumarið eftir kemur Erla aftur í Skóga.Um haustið fara þau til Keflavíkur og vinna þar, um vorið koma þau aftur norður í Skóga og 18. maí fæð- ist Sigurrós, þeirra fyrsta barn. Ég man hvað ég var hrifin af þessari litlu frænku minni, þá var ég 10 ára, alltaf verið litla barnið, nú var athyglin farin annað. Ég jafnaði mig nú fljótt á at- hyglissýkinni. Um 1960 flytja Þórarinn og Erla í Akursel enda hafði börnunum fjölg- að og auðvitað vildu ungu hjónin vera sjálfstæð með sitt heimili og bú- skap. Í Akurseli stækkar fjölskyldan og öll börnin fæðast þar. Ábyggilega hefur oft verið erfitt að ala önn fyrir 9 manna fjölskyldu og foreldrarnir báðir þurft að leggja mikið af mörk- um. Nokkrum árum seinna flytur fjölskyldan að Sandfellshaga og það má segja að þar hafi bróðir minn sprungið út sem bóndi, hvílíkur dugnaður, hvílík elja og kraftur Maður skildi ekki alltaf hvaðan öll þessi orka kom, en það má heldur ekki gleyma að hann var ekki einn, hann hafði hana Erlu sína sér við hlið. Það var ótrúlegt að sjá þá út- sjónarsemi og þann dugnað sem til þurfti við uppeldi barnanna. Nú hefur maðurinn með ljáinn heimsótt hann bróður minn og þar ráðum við hin engu. Eftir sitja minn- ingar sem enginn tekur burt. Um leið og ég votta eiginkonu, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandend- um samúð mína, veit ég að Þórarinn bróðir minn hefur fengið góðar mót- tökur við hliðið af foreldrum okkar og ekki síst frá Kristjáni æskuvini sínum. Guð geymi þig, við hittumst aftur í fyllingu tímans. Skilaðu kveðju. Þín systir, Ólöf. Þá er komið að kveðjustund hjá okkur í dag. Hann var hár og þrekinn maður dökkur í yfirlitum og starfaði sem lög- regluþjónn þegar ég kynnist honum og vann við það í nokkur ár eftir að ég kom í fjölskylduna. Oft renndum við á Sauðárkrók í kaffi og alltaf var tekið vel á móti okkur, hvort sem það var heima eða í hesthúsinu, hann heilsaði þéttu og góðu handabandi með sínum stóru höndum. Ég lét það nú ekki nægja og sagðist vilja koss á kinn og eftir það fékk ég alltaf faðmlag og koss sem er mér mikilsvirði í dag. Eftir að þú hættir í lögreglunni og fórst á sjóinn hef ég aldrei hlegið jafn mikið og eftir eitt símtal frá þér, þú hafði þá farið einn prufutúr sem kokk- ur og kunnir lítið sem ekkert að elda og nú vantaði þig upplýsingar um hvernig ætti að elda sunnudagshrygginn, nokkur voru símtölin af sjónum þar sem við töluðum um matseld og vildir þú meina að ég væri heppin með tengdaföður, því þeir töluðu ekki allir um matseld, og að sjálfsögðu værir þú bestur. Þau eru ófá skiptin sem þú gist- ir hér á þínum bílstjóraferli enda alveg sjálfsagt. Gamli, eins og ég kallaði þig yfirleitt, tókst Sigurði mínum alltaf sem einum af þínum barnabörnum, svo fæddust Halla Steinunn, Harpa Hrönn, svo kom drengur, sem þú hélst á undir skírn, fékkst nafna, Frímann Berg, þó hann hafi verið rúmir 20 merkur, þá var hann lítill í höndunum á þér, þú varst svo stoltur. G. Frímann Hilmarsson ✝ G. Frímann Hilm-arsson fæddist að Fremstagili í Langa- dal 26.2. 1939. Hann lést á Heilbrigðistofn- uninni á Sauðárkróki þann 3.12. 2009 síð- astliðinn. Útför Frímanns fór fram frá Sauð- árkrókskirkju 12. desember sl. Meira: mbl.is/minningar Börnin uxu og þú lánaðir þeim hesta í eitt og annað, ef þú áttir ekki hesta sem hentuðu í verkefnin þá leystir þú það, hvort sem það var í göngur, reiðnámskeið eða annað. Fyrir nokkrum árum kynntist þú Kolbrúnu sem síðar varð eigin- kona þín, alveg yndis- legri konu sem hefur staðið eins og klettur við hlið þér í veikindun- um og hefðir þú ekki getað fundið aðra betri. Þegar ung- lingalandsmótið var á Sauðárkróki í sumar, varstu heima og við kíktum inn til að leyfa ykkur að fylgjast með Hörpu að keppa og þegar hún kom með gullið til að sýna þér varstu ekk- ert hissa á því, sagðir að það hefði ekki getað farið öðruvísi því hún væri skyld þér og svo hlóstu. Skemmtilegasta sagan sem ég hef heyrt af þér í hestamennskunni er án efa þegar þú skeiðlagðir hest einn svo hratt að tennurnar duttu út úr þér og þú fannst þær ekki aftur. Fyrir 4 ár- um veiktist þú og fórst í stóra aðgerð, við fórum suður og heimsóttum þig á spítalann, mér fannst þú aldrei ná þér almennilega eftir þessa aðgerð. Í mars á þessu ári greindist í þér krabbamein sem þú ert búinn að berjast við og ætl- aðir að sigra en varðst að láta undan. Síðustu næturnar vöktum við hjá þér á nóttunni til skiptis og er ég þakklát fyrir að hafa fengið að vera hjá þér, þar til yfir lauk. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér. Kiddi og Addi bíða eftir þér og þið eigið örugglega eftir að fara saman í hestaferðir og smala- mennsku. Við ætluðum alltaf að ríða hvort á móti öðru og hittast í skálan- um á Þúfnavöllum, þú frá Króknum og við frá Blönduósi, ég veit að við mun- um hittast, en þá á öðrum stað. Með söknuði kveð ég þig „gamli minn“ og bið góðan Guð að blessa þig og gæta. Þín, Sigurlaug (Silla.) Minningar á mbl.is Benedikt Davíðsson Höfundar: Harpa, Gígja og Andrea Harðardætur Birgir Ævarsson Höfundur: Nonni Jóhanna Jónsdóttir Höfundar: Hafdís Imba, Bjössi og Hafsteina frænka Níels Kjeldsen Busk Höfundur: Guðfinnur Jakobsson Meira: mbl.is/minningar Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.