Morgunblaðið - 18.12.2009, Qupperneq 45
Dagbók 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð
þér halda boðorð mín. (Jóhannes 14,15.)
Ljósið vísar veginn og sjái maðurekki birtuna er vandratað. Vík-
verji fann fyrir þessu þegar borðlamp-
inn, sem hann fékk að gjöf í fyrravet-
ur, gaf sig og hætti að lýsa á
fartölvuna.
x x x
Víkverji lét kunnáttumann líta álampann. Sá komst að því að
halogen-peran væri ónýt og skipti um
peru. Allt kom fyrir ekki. Rafvirki
benti Víkverja á að öryggið færi þegar
peran gæfi sig. Víkverji fór því í raf-
tækjaverslun og keypti öryggi. Af-
greiðslumaðurinn komst reyndar að
því að öryggið var í lagi og taldi að
ekkert hefði verið að perunni. Lamp-
inn væri líklega gallaður og ráðlagði að
skila honum.
x x x
Víkverji hringdi í Ikea og sagðisögu sína. Stúlkan í símanum var
hin elskulegasta og eftir að hafa ráð-
fært sig við einhvern sagði hún Vík-
verja að koma með lampann í skila-
deildina. Alltaf jafn gott að eiga við
Ikea, hugsaði Víkverji með sjálfum sér
og gerði sér ferð í Garðabæinn.
Stúlkan í skiladeildinni var hin al-
mennilegasta og eftir að hafa hlustað á
lýsingu Víkverja náði hún í mann, sem
greinilega réði framgangi mála. Eftir
að Víkverji hafði enn einu sinni sagt
sögu sína spurði maðurinn nokkurra
spurninga, sagði málið á gráu svæði en
féllst á að endurgreiða lampann. Þeg-
ar stúlkan sló inn vörunúmerið kom í
ljós að lampinn var ekki lengur til, en
hún fann verðið og útbjó innleggsnótu
upp á rúmar fimm þúsund krónur.
Ekki mikill peningur í sjálfu sér en allt
er hey í harðindum.
x x x
Víkverji keypti nýjan lampa í Ikea,gamaldags lampa fyrir venjulega
peru og án öryggis. Hann var aðeins
ódýrari en gamli lampinn og ef raf-
magnið færi við skriftirnar bætti Vík-
verji nokkrum kertum við og tókst að
eyða allri inneigninni. En lampinn
gerði sitt gagn, lýsti Víkverja leið og
þessi Víkverjapistill rann í gegnum
tölvuna. Þökk sé Ikea sem greinilega
setur viðskiptavininn í öndvegi.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 hvítleitur, 4
greind, 7 garm, 8 kjánar,
9 hagnað, 11 forar, 13
espa, 14 þorpari, 15 dett
hálfvegis, 17 bára, 20
óhreinka, 22 skyldmenn-
ið, 23 víðar, 24 snaga, 25
fjármunir.
Lóðrétt | 1 hraka, 2
hrósar, 3 væskill, 4
brytjað kjöt, 5 máttug, 6
hressa við, 10 rödd, 12
kolefnisduft, 13 borða,
15 snjór, 16 úði, 18 mátt-
vana, 19 ræktuð lönd, 20
svara, 21 nabbi.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 merfolald, 8 fljót, 9 næðið, 10 ugg, 11 rýrir, 13
arður, 15 svell, 18 listi, 21 iða, 22 kotið, 23 nakin, 24
ranglátir.
Lóðrétt: 2 erjur, 3 fætur, 4 langa, 5 láðið, 6 æfir, 7 æður,
12 ill, 14 rói, 15 sókn, 16 eitla, 17 liðug, 18 Langá, 19
sekki, 20 inna.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Persónuleg vandamál valda þér
áhyggjum og taka stóran hluta af tíma
þínum. Sambönd þín styrkjast óðum -
hvað viltu meira?
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þó að þig dauðlangi til þess að
byrja á einhverju nýju áttu að stilla þig
um það þar til yfirstandandi verkefni er
búið. Hópvinna er einstaklega árang-
ursrík.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þitt innra stýrikerfi beinir þér í
átt að snilldarlausnum. Það er vitað að
fólk sem hegðar sér vel kemst sjaldnast á
spjöld sögunnar.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þér er ekki eðlislægt að taka
áhættu svo þú skalt láta það eiga sig.
Ræddu við bankastofnanir, trygginga-
félög og hjálpsama vini.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert óvenju orkumikil/l í dag. Við-
brögð verða neikvæð og gagnrýnin smá-
smuguleg á verkefni sem þú ert að leggja
lokahönd á. Ekki leggja árar í bát.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Ef eitthvað bjátar á í ástalífinu
finnst þér alheimurinn hljóma falskt.
Fljótlega grær um heilt milli ástvina og
ferðalag er í kortunum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þótt vinir þínir hafi ekki allan þann
tíma fyrir þig, sem þú vilt, skaltu ekki
láta það bitna á þeim. Hagaðu þér eins og
leiðtogi - þá fylgja hinir þér.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þér finnst þú ekki geta notið
alls, sem á boðstólunum er. Vandamál í
vinnunni leysist af sjálfu sér. Vertu þol-
inmóð/ur.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Skoðaðu hjarta þitt áður en
þú tekur ákvörðun sem marka mun spor
í líf þitt. Sinntu starfi þínu af kostgæfni
því þér verður umbunað þó síðar verði.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú þarft að varast að vera of
dómhörð/harður. Sýndu frekar þinn innri
mann og láttu tilfinningarnar tala. Ekki
eyða tíma í að kvarta.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú ert að reyna að finna út
hvernig þú getur lifað með vissri mann-
eskju. Kollurinn er fullur af hugmyndum.
Þú ert að komast á rétta hillu.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú þarft að finna leið til þess að
vinna hugmyndum þínum brautargengi.
Reyndu bara að láta sem minnst fyrir
þér fara, seinna skilur þú af hverju.
Stjörnuspá
18. desember 1998
Eldgos hófst í Grímsvötnum í
Vatnajökli, hið sextugasta síð-
an árið 1200, og stóð það í
rúma viku. Í upphafi náði
mökkur frá eldstöðvunum upp
í tíu kílómetra hæð og ösku-
falls varð vart norðanlands.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
Hjónin Bryndís Magnúsdóttir og
Guðmundur Jóhannsson eiga bæði
stórafmæli nú í desember. Guð-
mundur er níræður í dag, 18. des-
ember og Bryndís verður sjötíu og
fimm ára 25. desember næstkom-
andi. Þau munu fagna afmælis-
dögum sínum í faðmi fjölskyld-
unnar.
90 og 75 ára
Árni Brynjar
Bragason bóndi
á Þorgauts-
stöðum II í
Hvítársíðu og
ráðunautur hjá
Búnaðar-
samtökum Vest-
urlands er fimm-
tugur á morgun,
19. desember. Árni hefur m.a.
kennt við bændadeild Landbúðn-
aðarskólans á Hvanneyri síðastliðin
20 ár. Eiginkona hans er Þuríður
Ketilsdóttir. Árni fagnar afmælinu
ásamt fjölskyldu og vinum að Þor-
gautsstöðum II á afmælisdaginn.
50 áraNiðurtalningin heldur áfram og í dag eru einungis 6 dagar til jóla.
Skólavörðustígurinn er í fallegum jólabúningi og turn Hallgríms-
kirkju setur punktinn yfir i-ið þegar skammdegið umlykur allt.
Jólalegt á Skólavörðustíg
Morgunblaðið/Ómar
Sudoku
Frumstig
4 7 1 6 8
7 4
8 1
4 3 8
2 8 7 6
6 1 5
5
8 3
1 7 2 6
1
5 7
2 7 6 3
1 7 2
3 6 4 9 1
5 2 6
4 7 2
6 9 1 5
3 4
1
2 8
4 1 7 9
8 7 9
5 7 9
9 5 4
5 4 3
8 6
6 3 1
6 8 1 2 7 4 9 5 3
9 3 7 8 5 1 4 2 6
5 2 4 3 9 6 1 8 7
8 9 5 7 3 2 6 1 4
3 4 2 1 6 5 7 9 8
1 7 6 9 4 8 5 3 2
2 6 9 4 1 3 8 7 5
7 5 8 6 2 9 3 4 1
4 1 3 5 8 7 2 6 9
6 3 1 7 8 5 4 9 2
7 8 9 4 2 1 3 5 6
4 5 2 3 6 9 7 1 8
1 6 7 5 9 3 8 2 4
3 2 5 8 4 6 1 7 9
9 4 8 2 1 7 6 3 5
2 7 3 6 5 4 9 8 1
8 9 6 1 7 2 5 4 3
5 1 4 9 3 8 2 6 7
9 8 7 3 1 4 6 5 2
6 1 3 8 2 5 9 4 7
5 4 2 6 9 7 8 1 3
4 2 9 7 6 1 3 8 5
7 3 5 4 8 2 1 9 6
1 6 8 5 3 9 7 2 4
3 5 4 1 7 8 2 6 9
2 7 1 9 5 6 4 3 8
8 9 6 2 4 3 5 7 1
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist töl-
urnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 18. desember,
352. dagur ársins 2009
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. g3 Bb4 4. Bg2
O-O 5. e4 Bxc3 6. bxc3 c6 7. Re2 d5 8.
cxd5 cxd5 9. exd5 Rxd5 10. O-O Rc6 11.
Hb1 Rb6 12. d4 Bf5 13. Hb3 Be6 14. d5
Bxd5 15. Bxd5 Rxd5 16. Ba3 He8 17.
Hxb7 Dc8 18. Hb5 Rb6 19. Hc5 De6 20.
Db3 Had8 21. Dxe6 Hxe6 22. Bc1 f6 23.
Be3 Hd7 24. Hb1 Kf7 25. Hcb5 Rc4 26.
Bc5 Rd8 27. H1b4 Rd2 28. Kg2 Hc6 29.
Be3 Rc4 30. Hb8 Re6 31. Bc1 Hcc7 32.
Ha8 Hd1 33. Ha4 a5 34. Be3
Staðan kom upp á hraðskákmóti í
Osló. Norski ofurstórmeistarinn
Magnus Carlsen (2801) hafði svart
gegn bandaríska kollega sínum Hikaru
Nakamura (2715). 34… Rxe3+! 35.
fxe3 Hd2 36. Kf1 Hb7! 37. Ke1 Hbb2
38. Ha7+ Kg6 39. Rc1 Hxh2 40. Hh4
Hhg2 41. Hh1 Hxg3 42. Hxa5 Hxe3+
43. Kd1 Hxc3 44. Ha4 Rf4 45. Ha7 Rg2
46. Hg1 Kf5 og hvítur gafst upp.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Skrattanum skemmt.
Norður
♠765
♥852
♦KDG106
♣87
Vestur Austur
♠ÁKDG92 ♠1083
♥6 ♥--
♦87 ♦Á9432
♣KG103 ♣ÁD942
Suður
♠4
♥ÁKDG109743
♦5
♣65
Suður spilar 5♥ dobluð.
Hvað segja kerfisbækurnar um þétt-
an nílit? Frakkinn José Le Dentu kærði
sig kollóttann. Hann var kominn til að
skemmta sér og opnaði á einu grandi!
Vestur sagði 2♠ og austur passaði –
hefur líklega borið of mikla virðingu fyr-
ir grandinu sterka. Alslemma er borð-
leggjandi í A-V og Le Dentu hefði því
gert vel í því að fella talið, en hann
stóðst ekki mátið að „berjast“ í 3♥.
Vestur sagði 3♠ og aftur passaði austur.
Le Dentu læddist í 4♥ og þá loks dróst
austur á að styðja spaðann, sagði 4♠.
En Le Dentu hélt sínu striki og sagði
5♥. Vestur batt svo enda á vitleysuna
með því að dobla og spila út ♠Á, svo
♠K.
Tveir niður? Nei. Le Dentu henti tígli
í ♠K. Trompaði næsta spaða og fríaði
tígulinn með trompsvíningu. Ellefu
slagir.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is