Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 30

Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 30
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 FRÓÐLEGT hefur verið að fylgjast með landsmálaumræðunni undanfarið. Af eðlileg- um ástæðum snýst hún öðrum þræði um það hvernig happadrýgst verður að koma okkur Íslendingum út úr þeim efnahagsþrengingum sem okkur hefur verið komið í. Ég segi komið í vegna þess að stefna ríkisstjórna liðinna ára leiddi beinlínis af sér þá efnahagskreppu sem bítur nú svo mjög íslenskan almenning. Rík- isstjórnir Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks héldu þannig á málum í sinni allt of löngu stjórnartíð að hrun það sem við nú upplifum varð eig- inlega óhjákvæmileg afleiðing þeirra stjórna. Þeir sem þar fóru með ferð- ina og þeirra fylgisveinar bera því fyrst og fremst ábyrgð á stöðu okkar Íslendinga í dag. Í þessu sambandi er fróðlegt að setja hér fram greiningu sem fram hefur komið, greiningu sem kannski segir söguna betur en mörg orð. Allt hófst þetta með því að ráða- menn Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks seldu einkavinum sínum rík- isbankana fyrir slikk. Það sem kaupendurnir áttu sameiginlegt auk þess að vara innmúraðir í flokkana tvo var að þeir kunnu ekkert fyrir sér í bankastarfsemi. Næst hófst sá kafli þegar allt lék í lyndi, bankarnir uxu og uxu og frjáls- hyggjuöflin töldu þar með sannað hvílíka yf- irburði hið einkavina- vædda bankakerfi hefði yfir gamaldags hugs- anaganginn. Þá hófst kaflinn þeg- ar erlendir bankar og þeir sem þekktu til bankarekstrar hættu að lána íslensku bönk- unum. Erlendir banka- menn sáu nefnilega hvert stefndi á Íslandi. Kaflinn sem nú tók við einkenndist af mjög sterkum viðbrögðum ís- lensku bankasnillinganna. Þetta er bara öfund út í okkar velgengni, Danir hafa alltaf öfundað okkur og Bretar eru nú komnir í hópinn með þeim. Síðan tók við sá kafli er kannski má nefna „ krókur á móti bragði.“ Til þess að tryggja lán til íslensku bank- anna var fundin upp sú tæra snilld að setja á stofn Icesave-reikninga er- lendis og þannig var narrað fé inn í íslenska bankakerfið frá almenningi í Evrópu. Lokaþátturinn stendur nú yfir, nefnilega sá að íslensk þjóðin á um tvo kosti að velja og báðir eru þeir af- arkostir. Þjóðin verður annað hvort að borga Icesave-skuldbindingarnar eða einangrast pólitískt og efnahags- lega. Allt þetta er nauðsynlegt að hafa í huga í þeirri umræðu sem nú fer fram um framtíðarhorfur okkar Ís- lendinga. Sérstaklega er mikilvægt að halda þessu til haga um leið og hlustað er á málflutning sjálfstæðis- og framsóknarmanna nú um þessar mundir. Þeir láta eins og það alvar- lega ástand sem hér hefur skapast sé núverandi ríkisstjórn að kenna, þeir sjálfir hafi þar hvergi komið nærri. Og með þessum forystumönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafa nú hátt og gráta í kór margir þeir aðrir sem með orðum sínum og athöfnum leiddu þær hremmingar sem við nú búum við yfir þjóðina. All- ir þessir menn eru meira að segja farnir að gæla við það að fá völdin á ný, þeim einum sé treystandi og svo framvegis. Íslenskur almenningur má hins vegar aldrei aftur færa þessum mönnum völd í hendur. Við verðum ætíð að muna hvernig þeir brugðust trausti því sem til þeirra var borið. Með því að heita því að færa þeim aldrei völdin aftur má segja að á viss- an hátt geti þjóðin greitt þeim til baka með sanngjörnum hætti það sem þeir eiga hjá henni. Greiðum þeim til baka með sanngjörnum hætti Eftir Ragnar Óskarsson » Allt hófst þetta með því að ráðamenn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks seldu einkavinum sínum rík- isbankana fyrir slikk. Ragnar Óskarsson Höfundur er kennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. ÞAÐ HRIKTIR í grunnstoðum sam- félagsins, áform um niðurskurð í velferð- arkerfinu er áhyggju- efni. Ekki síst í þeim málaflokkum þar sem Íslendingum hafði ekki tekist sem skyldi að byggja upp áður en efnahagsþrengingarnar riðu yfir. Í áratugi hef- ur verið barist fyrir bættum hag elstu borgaranna. Árið 2007 var nýmæli að málaflokknum væru gerð sérstök skil í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking settu fram sérstakan kafla um „Bætt- an hag aldraðra og öryrkja.“ Bæta átti almannatryggingakerfið, hraða fjölgun hjúkrunarrýma og fækka jafnframt fjölbýlum. Efla átti ein- staklingsmiðaða sólarhringsþjónustu og bæta átti kjör kvenna í umönn- unarstörfum. Heilbrigðisþjónustan yrði á heimsmælikvarða, áhersla yrði á forvarnir og lækkun lyfjaverðs og fjármagn skyldi fylgja þörfum sjúk- linga. Ástæðurnar voru að í velferð- arsamfélaginu Íslandi höfðu þessi mál setið á hakanum og brýn þörf var á bragarbót. Fólkið í landinu gerðist málsvarar aldraðra sjúklinga í aðdraganda kosninga 2007 og krafðist úrbóta þeim til handa, þar sem þá vegna að- stæðna sinna skorti afl til að verja hagsmuni sína. Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin og Alþjóðabankinn hafa lagt á það ríka áherslu við rík- isstjórnir þeirra landa þar sem efna- hagsþrengingar ganga yfir að gæta þess sérstaklega að erfiðleikarnir leiði ekki jafnframt til kreppu í heil- brigðis- og félagsþjónustu. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin tekur sér- staklega fram að þau lönd sem hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjald- eyrissjóðsins séu í mun meiri áhættu hvað fjölgun á fylgikvillaáföllum varðar. Ríkisstjórnir verði að vera vakandi yfir minnstu teiknum, standa vörð um hag þeirra efnaminnstu og þeirra sem ekki geta varið hagsmuni sína. Þó að elstu borgararnir hafi mesta þol fyrir því að gengið sé á rétt þeirra er það hvorki sanngirni né réttlæti að þjarmað sé að þeim. Ýmis teikn voru á lofti um úrbætur í mál- efnum aldraðra þegar kreppan hóf sýnilega innreið sýna. Undirbún- ingur var hafinn að flutningi mála- flokksins milli ráðuneyta með það að markmiði að undirbúa á næstu árum flutning frá ríkinu til sveitarfélaga. Ný ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttir hefur í stefnuskrá sinni að markmið allra endurbóta í heilbrigð- isþjónustu og almannatryggingakerfi eigi að vera jöfnuður, gott aðgengi, gæði, öryggi og hagkvæmni. Veita skuli heilbrigðisþjónustu við hæfi á viðeigandi þjónustustigi, óháð efna- hag og búsetu. Stefna skal að því að fólk búi heima eins lengi og kostur er og vilji er til, m.a. með því að sam- þætta heimaþjónustu og heima- hjúkrun. Standa á við fram- kvæmdaáætlun um ný hjúkrunarrými fyrir aldraða. Það er mikið í húfi að samfélagið geti treyst fyrirheitum sem þessum. Framþróun má ekki stöðvast og stjórnvöld og al- menningur þurfa sameiginlega að verja siðferðilega hlið stefnumótunar í þeim málaflokkum sem hvað við- kvæmastir eru. Viðvarandi skortur á starfsfólki til umönnunarstarfa breyttist verulega sumarið fyrir kreppuna 2008, í kjölfar á kjarabótum til þessa hóps í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnar. Mik- ilvægt er að standa vörð um þessar kjarabætur til að draga úr þeirri ógn sem skortur á starfsfólki hefur haft í för með sér á undanförnum árum. Niðurskurður má ekki leiða til þess að dregið sé úr skipulagðri mönnun í hjúkrun til að tryggja viðeigandi þjónustu. Slík aðferð leiðir til minni kostnaðar til að byrja með en aukn- um kostnaði þegar fram í sækir og lífsgæði og líðan versna. Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar er hafin á vegum ríkis og borgar. Mik- ilvægt er að sú mikla þjónustuaukn- ing sem búið var að lofa öldruðum sjúklingum og öðrum sem þess þurfa verði að veruleika. Efnahagserfiðleikar koma ekki í veg fyrir fjölgun í elsta aldurshóp- unum á komandi árum. Mannfjölda- spá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir að Íslendingum 67 ára og eldri, sem nú telja tæplega 33 þúsund ein- staklinga, muni fjölga um ríflega 13 þúsund á næstu 10 árum og verði rúmlega 45 þúsund einstaklingar árið 2020. Þá er gert ráð fyrir því að 20% aukning verði í aldurshópnum 80 ára og eldri. Ef horft er til næstu 20 ára er gert ráð fyrir að 64 þúsund ein- staklingar verði á aldursbilinu 67 ára og eldri eða um 18% þjóðarinnar. Nú eru þeir 10% af þjóðinni. Það er þjóð- hagslega hagkvæmt, sé horft til fram- tíðar, að verja velferðarkerfið, og byggja það upp til að mæta þörfum samfélagsins. Það verður að gera á trúverðugan hátt. Siðað þjóðfélag sýnir árvekni og vinnur að því að milda áhrifin af efnahagsþreng- ingum. Finna þarf snjallari leiðir en hingað til hafa verið notaðar, og draga þarf úr sóun og tvöföldun. Skortur á úrræðum til handa þeim sem varnarlausir eru er ekki í anda þeirra sanngirnissjónarmiða, jöfn- uðar- og réttlætishugsjónar sem lesa má í stefnuyfirlýsingu núverandi rík- isstjórnar. Kreppan ógnar þjóð sem eldist Eftir Önnu Birnu Jensdóttur »Ef horft er til næstu 20 ára er gert ráð fyrir að 64 þúsund ein- staklingar verði á ald- ursbilinu 67 ára og eldri eða um 18% þjóðarinn- ar. Nú eru þeir 10% af þjóðinni. Anna Birna Jensdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur. – meira fyrir áskrifendur Skólar og námskeið Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefna því á nám og námskeið. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið þriðjudaginn 5. janúar 2010. Meðal efnis verður: Háskólanám og endurmenntun. Fjarmenntun á háskólastigi. Verklegt nám/iðnnám á framhalds- og háskólastigi. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og nám erlendis. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 21. desember Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.