Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 2

Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 2
LÍFEYRISSJÓÐNUM Gildi var heimilt að skerða lífeyrisgreiðslur til öryrkja vegna lífeyris- og bóta- greiðslna frá almannatryggingum, samkvæmt dómi Hæstaréttar Ís- lands, sem kveðinn var upp í gær. Margrét Marelsdóttir höfðaði mál gegn sjóðnum eftir að hann skerti líf- eyrisgreiðslur til hennar með vísan til breyttra reglna. Réttur til örorku- lífeyris skyldi, sem fyrr, aldrei vera hærri en sem næmi þeim tekjumissi sem sjóðfélagi hefði sannanlega orð- ið fyrir sökum örorku. Breytingin fól í sér að við slíkan útreikning skyldi taka tillit til greiðslna úr almanna- tryggingakerfinu. Eftir breytingu hefur Gildi einungis greitt Margréti hluta þess sem hún naut fram að þeim tíma. Ráðuneytisstjóri ekki vanhæfur Margrét hélt því fram að óheimilt hefði verið að skerða örorkulífeyri hennar. Fallist var á þá kröfu fyrir héraðsdómi þar sem ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu hefði verið vanhæfur til að staðfesta breytingar á reglum Gildis. Hæsti- réttur taldi hins vegar að ekki hefði reynt á hæfið, þar sem hann hefði hvorki staðfest breytingarnar né komið að meðferð málsins. Margrét taldi ennfremur að lífeyrisréttur hennar væri eign, sem nyti verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrár. Hæstiréttur féllst ekki á að stjórn- arskrá girti fyrir skerðingu lífeyris með þeim hætti sem gert var. Gildi taldi óhjákvæmilegt að vinna að því að almannatryggingar tækju með einum eða öðrum hætti við stærri hluta örorkutrygginga, en það væri forsenda fyrir því að lífeyr- issjóðir gætu staðið myndarlega við það meginhlutverk að tryggja ellilíf- eyri sjóðfélaga. Taldi Hæstiréttur að málefnalegar ástæður hefðu þannig búið að baki breytingum á reglum sjóðsins. bjarni@mbl.is Gildi mátti skerða líf- eyrisgreiðslur öryrkja Hæstiréttur taldi ekki hafa reynt á hæfi ráðuneytisstjóra UNDRUN og aðdáun var í svip drengsins sem fagnaði jólasveinunum á jólaballi leikskólans Aðalþings í Kópa- vogi í gær. Ballið var haldið utandyra í veðurblíðunni og að sjálfsögðu var dansað í kringum jólatréð, sem börnin höfðu sjálf sótt upp í Heiðmörk. Þau sáu líka um að skreyta tréð með aðstoð starfsfólks leikskólans. SVEINKA FAGNAÐ Í AÐALÞINGI 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 Frumleg og flott dagatalsbók með myndskreyttum hugleiðingum. Góð fyrir skapið og skipulagið! Jólagjöfin hennar Við styrkjum Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „Við erum í algjöru sjokki, þetta er reiðarslag,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkja- bandalags Íslands. Hann segir að leitað verði hófanna um að koma málinu fyrir mannréttinda- dómstól Evrópu. „Það má segja að lífeyrissjóðirnir séu búnir að fá skotleyfi á öryrkja.“ Lengi hafi verið bent á óréttlætið í því að lífeyrissjóðir skerði greiðslur sínar til öryrkja í samræmi við þær greiðslur sem þeir fá frá al- mannatryggingakerfinu. Guðmundur lýsir þessu sem víxlverkun á milli kerfanna tveggja. Fyrst lækki lífeyrissjóð- urinn sína greiðslu. Þá hækki greiðslan úr almannatrygging- unum eitthvað, en ekki sem því nemur. Þá lækki lífeyrissjóð- urinn sína greiðslu enn meira. Þetta endi oftar en ekki með því að ekkert komi frá sjóðnum. Sjóðirnir komnir með skotleyfi á öryrkja Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EIGIÐ fé Hafnarfjarðarbæjar árið 2009 er nei- kvætt upp á um 760 milljónir króna og gerir fjár- hagsáætlun ráð fyrir því að það verði neikvætt upp á 360 milljónir króna árið 2010. Samanlagðar eignir A- og B-hluta bæjarsjóðs eru 37,5 millj- arðar króna, en skuldir nema í ár 38,2 milljörðum. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að eignir nemi 36,6 milljörðum en skuldir 37 milljörðum króna. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir þessar tölur ekki í takt við raunveruleikann, því eftir sé að færa í bækur eignir eins og lóðir og regnvatnsveitu. „Þá er í gangi vinna við endurmat á ákveðnum eignum bæjarins. Þegar því verkefni lýkur mun staða bæjarins batna til muna, en sem dæmi má nefna að lóðir að verðmæti um 10 milljarðar króna hafa ekki enn verið færðar í bækur,“ segir Lúðvík. Óbreytt verðlag og gengi Í áætlun bæjarins er gert ráð fyrir því að af- gangur upp á 400 milljónir verði á samanlögðum rekstri A- og B-hluta. Afgangurinn verði um 690 milljónir árið 2011, 860 milljónir árið 2012 og um milljarður árið 2013. Forsendur áætlunarinnar eru að verðlag og gengi verði óbreytt og að skatttekjur aukist um 3% árin 2012 og 2013. Á næsta ári er gert ráð fyrir fjárfestingum í fasteignum, götum, hafnarmann- virkjum og fleira að fjárhæð 825 milljónir króna. Næstu ár eftir það er í áætluninni ekki gert ráð fyrir miklum fjárfestingum, en áætlanir um slíkt verða endurskoðaðar þegar línur skýrast um fjár- mögnun þeirra. Skuldbindingar fyrir utan efna- hag hafa minnkað til muna eftir að Nýsir varð gjaldþrota og hafa skuldbindingar vegna fyrir- tækisins verið færðar til bókar. Eftir standa skuldbindingar vegna eins grunnskóla og tveggja leikskóla. Í áætluninni segir að lykilatriði sé að standa áfram vörð um velferðarmál og grunnþjónustu. Jafnframt er horft til nýrrar sóknar í uppbygg- ingu atvinnumála. Sérstaklega verður litið til auð- linda Hafnarfjarðar í vatns- og orkulindum og vel staðsettum atvinnusvæðum. Kveikjunni, frumkvöðlasetri, var komið á fót í október í ár, en Kveikjan er samstarfsverkefni nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru nú í setr- inu átta sprotafyrirtæki. Eigið fé Hafnarfjarðar neikvætt  Skuldir umfram eignir nema í ár 760 milljónum króna  Bæjarstjóri segir eftir að færa miklar eignir til bókar, sem bæta muni stöðu bæjarins umtalsvert Morgunblaðið/RAX Bær Kreppan hefur bitnað á Hafn- firðingum eins og öðrum. MAÐURINN sem lést í sjóslysi við Skrúð, þegar vélbáturinn Börkur frændi NS fórst, hét Guðmundur Sesar Magnússon. Hann fæddist ár- ið 1952 og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Guðmundur var sjómaður en best þekktur fyrir baráttu sína gegn fíkniefnum. Árið 2002 kom út bókin Sigur í hörðum heimi eftir Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur þar sem hann sagði frá baráttu sinni við að frelsa dóttur sína úr viðjum vímu- efna. Lést í sjóslysi Guðmundur Sesar Magnússon MEIRIHLUTI kjósenda, sem greiddu atkvæði í þjóðarkosningu Eyjunnar.is um ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum, vill að Alþingi synji ríkis- ábyrgð. Samtals kusu 7.454. 69,6% vildu að Alþingi synjaði ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu og 28,8% vildu að Alþingi samþykkti ríkisábyrgð. 1,6% tóku ekki afstöðu. Spurningin sem lögð var fyrir kjósendur var: „Vilt þú að Alþingi samþykki eða synji ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu við Breta og Hollendinga?“ Svarmöguleikar voru þrír: „Alþingi samþykki rík- isábyrgð“, „Alþingi synji ríkisábyrgð“ og „Tek ekki afstöðu.“ 70% vilja hafna Icesave FLUGI Ice- land Express frá Kaup- mannahöfn í gær var frest- að um tvær klukkustund- ir. Mikið snjó- aði ytra og fjöldi farþega sem var á leiðinni í flug náði ekki á Kastrupflugvöll, þar sem fólk var fast í bílum og lest- um. Farþegarnir sem ekki náðu á flugvöllinn í tíma voru um sjötíu talsins. Þeir létu vita af sér og hjá flugfélaginu var þá tekin sú ákvörðun að bíða eftir fólkinu, sem sumt hvert var með ung börn á leið heim í jólafrí. Flugvélin lenti hér heima kl. 16:22. „Farþegar voru þakklátir og við töldum nauðsynlegt að doka við því fólk var teppt vegna óviðráð- anlegra aðstæðna,“ sagði Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Ice- land Express. sbs@mbl.is Frestuðu flugi vegna snjókomu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.