Morgunblaðið - 18.12.2009, Qupperneq 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
✝ Sesselja VilborgJónsdóttir fædd-
ist á Ingólfsfirði 10.
júlí 1929. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 11. des-
ember sl. Faðir Sess-
elju var Jón Val-
geirsson og móðir
Elísabet Óladóttir.
Maður hennar var
Stefán Þ. Sigurðs-
son, f. 11. júní 1930,
d. 6. júní 1987. Börn
þeirra eru: Sigurjón
Stefánsson, f. 16.
ágúst 1954, Kristján Stefánsson,
f. 21. ágúst 1956,
Björn Stefánsson, f.
13. september 1957,
Elísabet Stef-
ánsdóttir, f. 18. mars
1959, Stefán Stef-
ánsson, f. 25. desem-
ber 1965.
Sesselja bjó síð-
ustu árin á Suð-
urgötu í Keflavík.
Útför Sesselju fer
fram í Keflavík-
urkirkju í dag,
föstudaginn 18. des-
ember, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Elsku mamma mín, það er erfitt
að kveðja þig. Það verður erfitt að
hafa þig ekki um jólin hér hjá okk-
ur.
Það voru margar góðar stundir
sem við áttum saman, ég og þú,
mamma mín. Þú varst alltaf til stað-
ar þegar ég þarfnaðist þín, takk
fyrir allt saman mamma.
Það var gott að fá að vera hjá þér
þennan síðasta mánuð sem þú lifðir
og veita þér alla þá ástúð sem þú
þurftir. „Við stöndum saman í blíðu
og stríðu,“ sögðum við báðar. Halda
í hendina þína, bera á varir þínar,
nudda fætur þína, ná í vatn fyrir
þig og segja þér fréttir af þínum
nánustu.
Ég var alltaf svo glöð þegar ég
kom til þín á morgnana og sá að þú
varst á lífi og þú sagðir við mig
„jæja, er hjúkrunarkonan mín
mætt,“ svo gafstu mér góða ein-
kunn fyrir, elsku mamma mín.
Takk fyrir að kenna mér að gera
útprjónaðar barnapeysur þennan
tíma sem ég var hjá þér á sjúkra-
húsinu. Þótt þú værir orðin mikið
veik varst þú svo hreykin af mér
með fyrstu peysuna.
Ég vil þakka þeim Guðrúnu og
Mörtu vinkonum þínum fyrir hvað
þær voru duglegar að koma og sitja
hjá þér og hvað þær reyndust mér
vel. Þú áttir svo marga góða vini
mamma, enda alltaf svo hress og
skemmtileg. Þú kvartaðir aldrei, þú
varst „kjarnakona“.
Nú er pabbi búinn að sækja þig
og ég veit að þér líður vel, elsku
mamma mín. Þú verður alltaf í
hjörtum okkar.
Takk fyrir öll árin sem við feng-
um að hafa þig.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín dóttir
Elísabet.
Elsku amma mín, núna ertu far-
in. Það er erfitt að kveðja og ég
reyni að vera sterk og held í vonina
um að þetta sé bara draumur eða að
þú sért á ferðalagi í Noregi hjá
börnum og barnabörnum eða með
Ernu og Valla í einum af ykkar
skemmtilegu sólarlandaferðum.
Amma, ég vil ekki kveðja, en ég veit
að nú er komið að kveðjustund.
Ég er afar þakklát fyrir þann
tíma sem við fengum saman og
minningarnar mun ég varðveita í
hjarta mínu. Elsku besta amma, ég
á eftir að sakna samverustundanna
og þess að geta ekki tekið upp tólið
og spjallað við þig um heima og
geima. Elsku amma, þú sem varst
alla tíð svo heilsuhraust og á ferð
og flugi um allt. Okkur Oddi er það
sérstaklega minnisstætt þegar við
vorum fyrir fáeinum árum síðan
saman í Danmörku í heimsókn hjá
henni mömmu. Á heimleiðinni lent-
um við í alls kyns hremmingum.
Það var ekki fyrr en heim var kom-
ið og við að niðurlotum komin eftir
ferðalagið að það rann upp fyrir
okkur að með í för hafði verið kona
á áttræðisaldri. Elsku amma, þessi
saga lýsir þér svo vel þú varst svo
mikill orkubolti. Það átti illa við þig
að sitja bara og gera ekki neitt og
að sjá þig á sjúkrahúsinu var erfitt.
Ég veit að það var þér mun erfiðara
að geta ekki farið í gönguferðir,
dans og margt annað sem þú brall-
aðir með vinkonum þínum. Hvað þá
að geta ekki sinnt fjölskyldu og vin-
um sem komu langt að á þessum
erfiðu tímum með þeim hætti sem
þú sjálf hefðir kosið. Elsku amma,
ég reyndi eftir fremsta megni að
láta síðustu vikurnar vera þér sem
ánægjulegastar með spjalli og nær-
veru. Elsku amma, þín verður sárt
saknað. Við hlið mér er lítill gleði-
gjafi eins og mamma segir svo oft,
hann Tristan Berg, hann skilur ekki
af hverju mamma sín grætur. Í
sameiningu höfum við farið með
bænirnar okkar á kvöldin og beðið
Guð að passa þig, elsku amma okk-
ar.
Nú líður senn að jólum og þú
sagðir við mig og mömmu „Af
hverju núna, jólin eru að koma?“
Við hefðum öll kosið að hafa þig hjá
okkur eins og öll hin fyrri jól en því
fáum við lítið ráðið. Elsku amma ég
trúi því og vona að núna sért þú
komin á betri stað, í fangið á honum
afa sem þú hefur saknað svo mikið.
Elsku amma, þú munt alltaf eiga
stað í hjarta mínu og okkar allra.
Hvíl í friði, elsku amma. Sakn-
aðarkveðjur.
Þín nafna,
Sesselja.
Sesselja Vilborg
Jónsdóttir
✝ Svanhildur Her-varsdóttir fædd-
ist í Súðavík í Álfta-
firði 26. janúar
1936. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
8. desember sl. For-
eldrar hennar voru
Guðmunda Eiríks-
dóttir, f. 19. desem-
ber 1909, d. 5. júlí
2005, og Hervar
Sigurvin Þórðarson,
f. 29. september
1906, d. 21. júlí
1985. Systkini Svanhildar eru:
Óskar, f. 17. júní 1930, d. 10. febr-
úar 1998; Fanney, f. 17. júní 1931,
1) Stefanía Ása, f. 24. ágúst 1958,
gift Guðvarði Birni Halldórssyni, f.
5. maí 1957. Synir þeirra eru
Helgi, f. 5. júní 1978, Bjarki, f. 18.
mars 1986, og Andri, f. 14. ágúst
1989. 2) Kristín, f. 28. apríl 1962, í
sambúð með Viðari Erni Þórissyni,
f. 25. júní 1962. Synir Kristínar eru
Daníel Freyr, f. 3. maí 1982, Thom-
as Joshua, f. 7. september 1987, og
Ástráður Aron, f. 30. júní 1991.
Svanhildur giftist 14. mars 1970
Auðuni Sveinbirni Snæbjörnssyni
vélfræðingi, f. 4. ágúst 1936. Börn
þeirra eru: 1) Aðalsteinn, f. 11.
september 1965. Dóttir hans er
Hildur Bára, f. 9. nóvember 1996.
2) Engilbjört, f. 5. júlí 1972, gift
Ólafi Teiti Guðnasyni, f. 2. október
1973. Synir þeirra eru Guðni Þór,
f. 22. október 1999, og Kári Freyr,
f. 12. júní 2005.
Útför Svanhildar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag, föstudag-
inn 18. desember, og hefst athöfn-
in kl. 13.
d. 17. september
2000; Sólveig Þór-
unn, f. 5. september
1932; Birna, f. 7.
desember 1933, d. 8.
mars 2009; Eiríkur,
f. 14. september
1938; Dóra, f. 4.
september 1939;
Hafsteinn Gunnar, f.
19. febrúar 1943, d.
5. september 1943;
og Jón Trausti, f. 19.
ágúst 1945.
Svanhildur hóf
sambúð með Ásgeiri
Breiðfjörð Erlendssyni, f. 17. febr-
úar 1937, d. 15. ágúst 1995. Þau
slitu samvistir. Dætur þeirra eru:
Elsku mamma, nú kveð ég þig í
hinsta sinn. Ég þakka Guði fyrir það
tækifæri sem hann gaf mér, að geta
komið til þín á hverjum degi síðast-
liðið ár.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku mamma ég sakna þín
óendalega mikið.
Þín dóttir,
Ása.
Elsku mamma, ég trúi varla að þú
sért farin. Þetta er allt svo óraun-
verulegt. Mig langar að segja þér
svo margt og þakka þér fyrir svo
margt.
Takk fyrir að gera barnæsku
mína svona ánægjulega. Uppeldi þitt
á mér einkenndist af hlýju, festu og
endalausu trausti til mín. Ekki mikið
um boð og bönn heldur allt mátu-
lega frjálslegt þar sem minn per-
sónuleiki og mitt sjálfstæði fékk að
njóta sín. Öll mín uppvaxtarár var
alltaf svo gott að koma heim og
langt fram eftir aldri leið mér hvergi
betur en hjá ykkur pabba. Þú varst
alltaf mjög ákveðin en samt svo hlý
og umhyggjusöm. Það var oft gert
grín að því í fjölskyldunni að ég sem
lang yngsta barnið fengi nú að gera
ýmislegt sem hin systkinin komust
ekki upp með sem börn. Ég man
eftir að hafa margoft legið hálfsof-
andi við fætur þér þegar þú varst í
símanum á kvöldin eða kúrandi hjá
þér við sjónvarpið því ekki kom til
greina hjá mér að fara upp að sofa á
undan þér. Ég gleymi því aldrei
hvernig það var að koma upp í hlýtt
rúmið þitt á nóttunni, sem ég gerði
langt fram eftir aldri og var aldrei
vísað frá. Gleymi ekki kvöldmatar-
tímanum sem var alltaf svo notaleg
og skemmtileg stund með fjölskyld-
unni. Útilegunum, þar sem þú tókst
alltaf svo rosalega mikið með að við
komumst varla fyrir í bílnum. Bíl-
túrunum, þar sem ég stóð í miðjunni
og talaði stanslaust og þú með hand-
legginn fyrir framan mig til öryggis.
Öllum stundunum sem við sátum og
töluðum um allt milli himins og jarð-
ar. Áhuga þínum á öllu sem ég
gerði. Jólunum, sem voru alltaf full-
komin hjá þér. Ég gæti talið upp
endalaust af góðum minningum en
allar einkennast þær af þinni nær-
veru og hvað mér leið alltaf vel þeg-
ar þú varst hjá mér og ég hjá þér.
Þú og pabbi gerðuð mig að þeirri
manneskju sem ég er í dag og ég
vona að ég hafi lært af þér að vera
eins góð mamma strákanna minna
og þú varst mér.
Takk fyrir alla hjálpina í gegnum
mína löngu skólagöngu og að hafa
svona endalausa trú á mér í þeim
efnum. Takk fyrir alla umhyggjuna
á ömmustrákunum þínum og alla
pössunina, ég hefði aldrei getað
þetta allt án þín. Þú og pabbi hafið
alltaf verið til staðar fyrir mig og
mína fjölskyldu þegar mikið hefur
verið að gera og oft hjálpað okkur á
ómetanlegan hátt.
Mamma, þú varst miðdepill fjöl-
skyldunnar og því hefur nú myndast
stórt skarð hjá okkur. Missir okkar
allra er mikill en mestur er hann
hjá pabba. Þið voruð eitt en nú er
búið að skilja ykkur að. Ég held að
þú hafir barist svona lengi fyrir
hann og hans miklu trú á að þér
myndi batna. En ekki hafa áhyggj-
ur, við systkinin hugsum um hann
fyrir þig.
Ég vildi óska að allt væri eins og
það var áður en þú veiktist. En um
leið man ég einmitt eftir því þegar
ég var einu sinni að kvarta við þig
um að um leið og maður kemst yfir
eitt vandamálið þá tekur eitthvað
annað við og þú sagðir: „Engilbjört,
þetta er lífið. Það þýðir ekkert að
velta sér upp úr því, maður verður
bara að takast á við það sem upp
kemur. Það er einmitt lífið“.
Elsku mamma, ég á eftir að
sakna þín alla tíð.
Þín dóttir,
Engilbjört.
Elsku besta Svanhildur.
Ég vil þakka fyrir tímann sem ég
fékk að þekkja þig, samverustund-
irnar okkar og símtölin. Þessar
stundir eru mér mikils virði elsku
amma mín. Þú skilur eftir þig tóma-
rúm í hjarta mínu, þín verður sárt
saknað.
Elsku Auðunn, Ása, Stína, Að-
alsteinn, Engilbjört og aðrir að-
standendur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Brostinn er strengur og harpan þín
hljóð
svo hljómarnir vaka ei lengur,
en minningin geymist og safnast í
sjóð,
er syrgjendum dýrmætur fengur.
(Trausti Reykdal)
Bjartey Gylfadóttir.
Í fyrstu viku aðventu er jólaljós-
unum tók að fjölga, fækkaði dögum
okkar hjartkæru systur Svanhildar
hér á jörð, en hún andaðist á
Líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi að kvöldi 8. desember eftir
stutta legu þar.
Í eitt og hálft ár hefur hún barist
hetjulega við veikindi sín og haft
góðar stundir inn á milli. Hún var
vel studd af börnunum sínum og
einnig eiginmanni, sem gerði allt
sem í hans valdi stóð til að létta
henni veikindin. Kunnum við systk-
inin honum miklar þakkir fyrir.
Svanhildur bar hag barna sinna,
barnabarna og langömmubarna
mjög fyrir brjósti, þeirra gleði var
hennar gleði. Öll bera þau nú mikla
sorg í hjarta sér.
Svanhildur var fínbyggð, glaðlynd
og hafði fastar skoðanir á réttu og
röngu. Hún var söngelsk og söng í
mörg ár með Trésmiðakórnum, en
núna síðustu ár söng hún með
kvennakórnum Glæðunum og þótti
henni mjög vænt um þann kór og
kórfélagana.
Með Svanhildi systur okkar höf-
um við systkinin átt ótal gleðistundir
og einnig foreldrar okkar á meðan
þau lifðu.
Við kveðjum okkar kæru systur
með þessu fallega ljóði eftir Kristján
Inga Bragason.
Er dagur rís og döggin hlær í blómi
og dýrðin syngur undir þýðum rómi
mun svefninn rýma sess í lífi þínu
og sorgin líða burt úr hjarta mínu.
Verndarblær mun vagga litlum rósum
og vakin fegurð baða þær í ljósum
en roðinn bleiki rjúfa næturhúmið
og reifa morgun klæðum engjablómið.
Í dal og skógi dýrin munu vakna
dapra stunda mun ei nokkur sakna
og helgi dags mun heitum örmum vaf-
inn
en húmuð nótt í fyrnsku tímans grafinn.
Guð styrki alla ástvini Svanhildar
og veiti þeim huggun.
Við systkinin og okkar makar
þökkum henni samfylgdina góðu.
Hvíli hún í friði.
Sólveig Þ., Eiríkur, Dóra
og Jón Trausti Hervarsbörn.
Kær vinkona mín er látin. Ég
kynntist Svanhildi þegar við hófum
báðar að syngja í Samkór Trésmíða-
félags Reykjavíkur árið 1984 og höf-
um við sungið saman síðan. Ég
minnist með þakklæti söngferðalaga
sem við fórum saman í bæði innan
lands og utan. Hún var afar góður
félagi. Síðar bjó hún í næsta ná-
grenni við mig. Þá styrktust vina-
bönd okkar. Við gengum saman um
hverfið á hverjum laugardagsmorgni
í mörg ár. Þar gafst okkur tækifæri
til að spjalla um heima og geima.
Svanhildur gerðist félagi í Kven-
félagi Bústaðasóknar, þar sem ég
hef starfað um langa hríð. Hún sat í
stjórn félagsins um árabil og var af-
skaplega góð og ósérhlífin í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Fyrir hönd
félagsins þakka ég innilega fyrir
það. Einnig söng hún í kór kven-
félagsins, Glæðunum.
Ég kveð kæra vinkonu með sökn-
uði og votta eiginmanni og fjöl-
skyldu mína dýpstu samúð.
Laufey Erla Kristjánsdóttir.
Svanhildur
Hervarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma, nú þegar
jólahátíðin gengur í garð er allt
breytt. Ekkert verður eins og
áður. Þökkum þér fyrir allt
elsku amma. Við biðjum Guð að
veita afa styrk á þessum erfiðu
tímum.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Andri og Bjarki.
Elsku langamma mín, nú ert
þú hjá Jesú og ekki veik lengur,
það er gott.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín langömmustelpa,
Birna.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar