Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 44

Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 44
44 Dans MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 Hildur Ýr Arnarsdóttir 18. Lottó Open dansmótið var haldið laugardaginn 7. nóvember síðastlið- inn. Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar undir stjórn Auðar Haraldsdóttur danskennara og framkvæmdastjóra DÍH standa að mótinu. Lottó- keppnin markar upphaf keppn- istímabils hjá dönsurum á Íslandi ár hvert og er því mikil spenna og eft- irvænting að koma og sjá hvernig gengur. Tæplega 300 íþróttamenn voru mættir til keppni og sýninga þennan dag en það er aðeins fækkun frá því í fyrra. Lottó-mótið hefur ver- ið opið erlendum keppendum síðustu ár, en þeim hefur farið fækkandi ár frá ári og var aðeins 1 erlent par frá Danmörku mætt til leiks. Íþrótta- húsið við Strandgötu var pakkað af fólki, bæði keppendum og áhorf- endum snemma á laugardagsmorgni eins og venja er. Umgjörðin var mjög glæsileg, lýsing góð og fallegar skreytingar. Aldrei þessu vant fannst mér Íþróttahúsið við Strand- götu eiginlega orðið of lítið fyrir þessa keppni, húsið var svo troðið, allir ofnar á fullu og mikill hiti og há- vaði gerði annars mjög skemmti- legan laugardag frekar krefjandi fyr- ir bæði keppendur og áhorfendur. Dómarar mótsins voru 7, og var þeim skipt út yfir daginn. Þeir voru bæði íslenskir og erlendir. Isabella Hannah og Steven Sysum frá Eng- landi, Adam Reeve frá Íslandi, Jón Pétur Úlfljótsson skipti sæti með Köru Arngrímsdóttur, Hinrik Vals- son, Rakel Guðmundsdóttir og María Lobova, öll frá Íslandi. Keppnin hófst með yngstu flokk- unum sem kepptu með grunnaðferð, og byrjendur stigu sín fyrstu spor með þátttöku í sýningu. Formleg setning keppninnar fylgdi í kjölfarið og Haukur Eiríksson, formaður dansíþróttafélags Hafnarfjarðar, setti mótið. Flokkar í k-keppnisflokki og f-frjálsum flokki tóku við og svifu til skiptis um gólfið. Ég mun stikla á stóru um úrslit keppninnar og fara aðeins yfir úrslit í flokkum með frjálsri aðferð. Öll önnur úrslit er að finna á heimsíðu Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar á www.dih.is og á www.lottoopen.com Úrslit Unglingar I(12-13) suðuramerískir dansar. Í 1. voru Birkir Örn Karlsson – Rakel Ýr Högnadóttir frá DÍK, Í 2. voru Daníel Aron Chiarolanzio – Perla Steingrímsdóttir frá DÍH. Í 3. voru Kristófer Haukur Hauksson – Herborg Lúðvíksdóttir frá HK Í standard dönsunum voru sömu 3 pör í úrslitum, Birkir Örn og Rakel Ýr unnu tvöfaldan sigur, en Krist- ófer og Herborg tóku 2. sætið og Daniel og Perla þriðja sætið. Flokkur Unglingar II(14-15) suðuramerískir dansar, mjög sterk- ur og skemmtilegur riðill. Í 1. voru Valentin Loftsson – Tinna Björk Gunnarsdóttir frá DíH Í 2. voru Olíver Sigurjónsson – Re- bekka Helga Sigurðardóttir frá Dansfél. Rvk. Í 3. voru Sigmar Aron Ómarsson – Maren Jónasardótir frá Dansfél. Rvk. Í standard dönsunum voru í efstu 3 sætunum; Í 1. voru Sigmar Aron Ómarsson – Maren Jónasardótir frá Dansfél. Rvk. Í 2. voru Valentin Loftsson – Tinna Björk Gunnarsdóttir frá DíH Í 3. voru Guðlaugur Agnar Valsson – Malin Agla Kristjánsdóttir frá Dansfél. Rvk. Þegar komið er að flokki ung- menna var mikill spenningur í lofti, þar eru flestir okkar efni- legustu dansarar í dag og ekki síður spennandi en flokkur full- orðinna sem fylgir á eftir. Flokkur ungmenna(16-18) suðuramerískir dansar Í 1. voru Alex Freyr Gunnarsson – Jóna Kristín Benediktsdóttir frá DÍH. Þau eru nýtt danspar og kom á óvart hversu vel þau passa saman. Virkilega gaman að horfa á þau. Í 2. voru Sigurður Már Atlason – Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH. Þau hafa skipað sér í raðir okkar fremstu para síðustu árin. Í 3. voru Nicolai og Caroline frá Danmörku, eina erlenda parið í keppninni í ár. Í standard-dönsunum Í 1. voru Alex Freyr Gunnarsson – Jóna Kristín Benediktsdóttir frá DÍH. Þau unnu því tvöfaldan sigur í þessum aldursflokki. í 2. voru Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH. Í 3. voru Freyþór Össurarson – Ey- rún Stefánsdóttir frá Dansfél. Rvk. Þau voru vel að 3. sætinu komin og gaman að sjá þau á palli. Fullorðnir (16+) suðuramerískir dansar, var mjög gaman að sjá hvað það hefur verið mikil fjölgun í flokknum, mikið af nýjum andlitum. Þessi riðill var mjög spennandi Í 1. voru Sigurður Már Atlason – Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH. Í 2. voru Alex Freyr Gunnarsson – Jóna Kristín Benediktsdóttir frá DÍH. Í 3. voru Christopher Page – Ásta Bjarnadóttir frá DÍK. Standard-dansarnir voru ekki síður spennandi, þar voru sömu pörin að berjast í efstu sætunum. Í 1. voru Alex Freyr Gunnarsson – Jóna Kristín Benediktsdóttir frá DÍH. Það má með sanni segja að þau hafi tekið keppnina með trompi, því þau unnu 3 titla. Í 2. voru Sigurður Már Atlason – Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH. Í 3. voru Jón Eyþór Gottskálsson – Denise M. Yaghi frá DIH. Þau hafa verið að berjast um sæti á palli síð- ustu ár, og gaman væri að fara að sjá þau ofar. Lottópar ársins 2009 Á Lotto Open eru árlega valin Lottódanspör ársins. Þá er valið eitt danspar sem keppir í dansi með grunnaðferð og annað sem keppir með frjálsri aðferð. Á danskeppnum fer dómgæsla þannig fram að þangað til í úrslitum er þetta útsláttarkeppni. Dómarar velja fyrirfram ákveðinn fjölda para áfram í næstu umferð. Þegar kemur að úrslitum raða dómarar pörunum niður í sæti og er hver dans dæmdur sér. Það par sem vinnur flesta dansa er sigurvegari. Þau pör sem fá oftast dæmt fyrsta sæti hjá dómurunum fá þennan titil, Lottópar árins. Í flokki með frjálsri aðferð 2009 voru; Alex Freyr Gunnarsson og Jóna Kristín Benediktsdóttir frá DÍH Lottó- meistarar. Í flokki með grunnaðferð voru það Davíð Bjarni Chiarolanzio og Rakel Matthíasdóttir sem fengu titilinn. Bæði þessi pör eru frá frá DÍH. Þess má geta að Davíð og Rak- el unnu þennan titil einnig í fyrra. Ég óska báðum þessum pörum inni- lega til hamingju með árangurinn. Lottó-keppnin markar upphaf keppnistímabilsins í dansinum á Ís- landi og ávallt gaman á þessari fyrstu keppni vetrarins. Gaman var að sjá hvað það hefur verið mikil fjölgun í flokkum með frjálsri að- ferð. Rennslið var aðeins á eftir áætlun en gekk ágætlega fyrir sig. Öll umgjörð var til fyrirmyndar, tón- listin ágæt, og deginum var skipt upp með nokkrum skemmtiatriðum. Næsta danskeppni sem haldin verður á Íslandi, verður á vegum Dansráðs Íslands, (fagfélag dans- kennara á Íslandi), sunnudaginn 29. nóvember á Broadway Hótel Ís- landi. Þessi árlega jólakeppni er orð- in hefð og er með öðru sniði en vant er, skemmtanagildið og jólastemm- ingin er höfð í fyrirrúmi. Sama dag er einnig árleg jólasýning DÍ, þar koma saman danskennarar innan DÍ með sýningar frá sínum skólum og félögum. Hægt að nálgast allar frek- ari upplýsingar um bæði sýninguna og keppnina á www.dansrad.net Að lokum, vil ég óska Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar til ham- ingju með skemmtilega og góða keppni. danshusid@islandia.is Keppnistímabil hafið hjá samkvæmisdönsurum á Íslandi DANS Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði 18. Lottó Open-mótið í samkvæmisdönsum 7. nóvember 2009 Flokkur ungmenna F þriðja sæti Freyþór Össurarson og Eyrún Stef- ánsdóttir. Tvöfaldir sigurvegarar í flokki ung- menna F. Alex Freyr Gunnarsson og Jóna Kristín Benediktsdóttir. Lottódanspar ársins í flokki með frjálsri að- ferð Alex Freyr Gunnarsson og Jóna Kristín Benedikts- dóttir. Sigurveg- arar í flokki ung- linga II F Valentin Loftsson og Tinna Björg Gunn- arsdóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Áhugi Keppnistímabil er hafið hjá samkvæmisdönsurum á Íslandi og einbeitingin leynir sér ekki hjá þeim yngstu. Lottópar ársins með grunnaðferð Davíð Bjarni Chiarolanzio og Rakel Matthíasdóttir. Sigurvegarar í flokki Fullorð- inna F Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.