Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 44
44 Dans MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 Hildur Ýr Arnarsdóttir 18. Lottó Open dansmótið var haldið laugardaginn 7. nóvember síðastlið- inn. Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar undir stjórn Auðar Haraldsdóttur danskennara og framkvæmdastjóra DÍH standa að mótinu. Lottó- keppnin markar upphaf keppn- istímabils hjá dönsurum á Íslandi ár hvert og er því mikil spenna og eft- irvænting að koma og sjá hvernig gengur. Tæplega 300 íþróttamenn voru mættir til keppni og sýninga þennan dag en það er aðeins fækkun frá því í fyrra. Lottó-mótið hefur ver- ið opið erlendum keppendum síðustu ár, en þeim hefur farið fækkandi ár frá ári og var aðeins 1 erlent par frá Danmörku mætt til leiks. Íþrótta- húsið við Strandgötu var pakkað af fólki, bæði keppendum og áhorf- endum snemma á laugardagsmorgni eins og venja er. Umgjörðin var mjög glæsileg, lýsing góð og fallegar skreytingar. Aldrei þessu vant fannst mér Íþróttahúsið við Strand- götu eiginlega orðið of lítið fyrir þessa keppni, húsið var svo troðið, allir ofnar á fullu og mikill hiti og há- vaði gerði annars mjög skemmti- legan laugardag frekar krefjandi fyr- ir bæði keppendur og áhorfendur. Dómarar mótsins voru 7, og var þeim skipt út yfir daginn. Þeir voru bæði íslenskir og erlendir. Isabella Hannah og Steven Sysum frá Eng- landi, Adam Reeve frá Íslandi, Jón Pétur Úlfljótsson skipti sæti með Köru Arngrímsdóttur, Hinrik Vals- son, Rakel Guðmundsdóttir og María Lobova, öll frá Íslandi. Keppnin hófst með yngstu flokk- unum sem kepptu með grunnaðferð, og byrjendur stigu sín fyrstu spor með þátttöku í sýningu. Formleg setning keppninnar fylgdi í kjölfarið og Haukur Eiríksson, formaður dansíþróttafélags Hafnarfjarðar, setti mótið. Flokkar í k-keppnisflokki og f-frjálsum flokki tóku við og svifu til skiptis um gólfið. Ég mun stikla á stóru um úrslit keppninnar og fara aðeins yfir úrslit í flokkum með frjálsri aðferð. Öll önnur úrslit er að finna á heimsíðu Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar á www.dih.is og á www.lottoopen.com Úrslit Unglingar I(12-13) suðuramerískir dansar. Í 1. voru Birkir Örn Karlsson – Rakel Ýr Högnadóttir frá DÍK, Í 2. voru Daníel Aron Chiarolanzio – Perla Steingrímsdóttir frá DÍH. Í 3. voru Kristófer Haukur Hauksson – Herborg Lúðvíksdóttir frá HK Í standard dönsunum voru sömu 3 pör í úrslitum, Birkir Örn og Rakel Ýr unnu tvöfaldan sigur, en Krist- ófer og Herborg tóku 2. sætið og Daniel og Perla þriðja sætið. Flokkur Unglingar II(14-15) suðuramerískir dansar, mjög sterk- ur og skemmtilegur riðill. Í 1. voru Valentin Loftsson – Tinna Björk Gunnarsdóttir frá DíH Í 2. voru Olíver Sigurjónsson – Re- bekka Helga Sigurðardóttir frá Dansfél. Rvk. Í 3. voru Sigmar Aron Ómarsson – Maren Jónasardótir frá Dansfél. Rvk. Í standard dönsunum voru í efstu 3 sætunum; Í 1. voru Sigmar Aron Ómarsson – Maren Jónasardótir frá Dansfél. Rvk. Í 2. voru Valentin Loftsson – Tinna Björk Gunnarsdóttir frá DíH Í 3. voru Guðlaugur Agnar Valsson – Malin Agla Kristjánsdóttir frá Dansfél. Rvk. Þegar komið er að flokki ung- menna var mikill spenningur í lofti, þar eru flestir okkar efni- legustu dansarar í dag og ekki síður spennandi en flokkur full- orðinna sem fylgir á eftir. Flokkur ungmenna(16-18) suðuramerískir dansar Í 1. voru Alex Freyr Gunnarsson – Jóna Kristín Benediktsdóttir frá DÍH. Þau eru nýtt danspar og kom á óvart hversu vel þau passa saman. Virkilega gaman að horfa á þau. Í 2. voru Sigurður Már Atlason – Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH. Þau hafa skipað sér í raðir okkar fremstu para síðustu árin. Í 3. voru Nicolai og Caroline frá Danmörku, eina erlenda parið í keppninni í ár. Í standard-dönsunum Í 1. voru Alex Freyr Gunnarsson – Jóna Kristín Benediktsdóttir frá DÍH. Þau unnu því tvöfaldan sigur í þessum aldursflokki. í 2. voru Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH. Í 3. voru Freyþór Össurarson – Ey- rún Stefánsdóttir frá Dansfél. Rvk. Þau voru vel að 3. sætinu komin og gaman að sjá þau á palli. Fullorðnir (16+) suðuramerískir dansar, var mjög gaman að sjá hvað það hefur verið mikil fjölgun í flokknum, mikið af nýjum andlitum. Þessi riðill var mjög spennandi Í 1. voru Sigurður Már Atlason – Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH. Í 2. voru Alex Freyr Gunnarsson – Jóna Kristín Benediktsdóttir frá DÍH. Í 3. voru Christopher Page – Ásta Bjarnadóttir frá DÍK. Standard-dansarnir voru ekki síður spennandi, þar voru sömu pörin að berjast í efstu sætunum. Í 1. voru Alex Freyr Gunnarsson – Jóna Kristín Benediktsdóttir frá DÍH. Það má með sanni segja að þau hafi tekið keppnina með trompi, því þau unnu 3 titla. Í 2. voru Sigurður Már Atlason – Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH. Í 3. voru Jón Eyþór Gottskálsson – Denise M. Yaghi frá DIH. Þau hafa verið að berjast um sæti á palli síð- ustu ár, og gaman væri að fara að sjá þau ofar. Lottópar ársins 2009 Á Lotto Open eru árlega valin Lottódanspör ársins. Þá er valið eitt danspar sem keppir í dansi með grunnaðferð og annað sem keppir með frjálsri aðferð. Á danskeppnum fer dómgæsla þannig fram að þangað til í úrslitum er þetta útsláttarkeppni. Dómarar velja fyrirfram ákveðinn fjölda para áfram í næstu umferð. Þegar kemur að úrslitum raða dómarar pörunum niður í sæti og er hver dans dæmdur sér. Það par sem vinnur flesta dansa er sigurvegari. Þau pör sem fá oftast dæmt fyrsta sæti hjá dómurunum fá þennan titil, Lottópar árins. Í flokki með frjálsri aðferð 2009 voru; Alex Freyr Gunnarsson og Jóna Kristín Benediktsdóttir frá DÍH Lottó- meistarar. Í flokki með grunnaðferð voru það Davíð Bjarni Chiarolanzio og Rakel Matthíasdóttir sem fengu titilinn. Bæði þessi pör eru frá frá DÍH. Þess má geta að Davíð og Rak- el unnu þennan titil einnig í fyrra. Ég óska báðum þessum pörum inni- lega til hamingju með árangurinn. Lottó-keppnin markar upphaf keppnistímabilsins í dansinum á Ís- landi og ávallt gaman á þessari fyrstu keppni vetrarins. Gaman var að sjá hvað það hefur verið mikil fjölgun í flokkum með frjálsri að- ferð. Rennslið var aðeins á eftir áætlun en gekk ágætlega fyrir sig. Öll umgjörð var til fyrirmyndar, tón- listin ágæt, og deginum var skipt upp með nokkrum skemmtiatriðum. Næsta danskeppni sem haldin verður á Íslandi, verður á vegum Dansráðs Íslands, (fagfélag dans- kennara á Íslandi), sunnudaginn 29. nóvember á Broadway Hótel Ís- landi. Þessi árlega jólakeppni er orð- in hefð og er með öðru sniði en vant er, skemmtanagildið og jólastemm- ingin er höfð í fyrirrúmi. Sama dag er einnig árleg jólasýning DÍ, þar koma saman danskennarar innan DÍ með sýningar frá sínum skólum og félögum. Hægt að nálgast allar frek- ari upplýsingar um bæði sýninguna og keppnina á www.dansrad.net Að lokum, vil ég óska Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar til ham- ingju með skemmtilega og góða keppni. danshusid@islandia.is Keppnistímabil hafið hjá samkvæmisdönsurum á Íslandi DANS Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði 18. Lottó Open-mótið í samkvæmisdönsum 7. nóvember 2009 Flokkur ungmenna F þriðja sæti Freyþór Össurarson og Eyrún Stef- ánsdóttir. Tvöfaldir sigurvegarar í flokki ung- menna F. Alex Freyr Gunnarsson og Jóna Kristín Benediktsdóttir. Lottódanspar ársins í flokki með frjálsri að- ferð Alex Freyr Gunnarsson og Jóna Kristín Benedikts- dóttir. Sigurveg- arar í flokki ung- linga II F Valentin Loftsson og Tinna Björg Gunn- arsdóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Áhugi Keppnistímabil er hafið hjá samkvæmisdönsurum á Íslandi og einbeitingin leynir sér ekki hjá þeim yngstu. Lottópar ársins með grunnaðferð Davíð Bjarni Chiarolanzio og Rakel Matthíasdóttir. Sigurvegarar í flokki Fullorð- inna F Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.