Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 Bók fyrir fólk á aldrinum 10 til 106 ára sem hefur gaman af að hugsa. Hver rakar rakarann sem rakar alla sem raka sig ekki sjálfir? Hvað varð um týnda jólasveininn? Er hægt að koma sjö krökkum á sex stóla, þannig að hver hafi sitt sæti? Getum við ferðast inn í fortíð eða framtíð og snúið aftur? Er talan níu tengd afmælisdögum alls frægs fólks? Þessar spurningar og miklu fleiri eru settar fram í bókinni AHA! Ekki er allt sem sýnist. Í henni eru furðulegar þrautir og þversagnir fyrir alla sem eru klárir og skemmtilegir. Heimur hf. 512-7575, Pantanir: aha@heimur.is Aha! - þá þarftu ekki að leita lengur að jólagjöfinni fyrir þá. er allt sem sýnist ÞRAUTIR OG ÞVERSAGNIR FYRIRALLA Martin Gardner aha! Ekki Átt þú klára og skemmtilega vini á aldrinum 10-106 ára? Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 6 dagar til jóla TAFLFÉLAGIÐ Hellir stendur fyrir jólapakkaskákmóti á morgun, laug- ardag, kl. 13.00. Mótið fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur og er ókeypis á mótið. Keppt verður í allt að fimm flokk- um: Flokki fæddra 1994-1996, flokki fæddra 1997-1998, flokki fæddra 1999-2000 og flokki fæddra 2001 og síðar og peðaskák fyrir þau yngstu. Tefldar verða fimm umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum ald- ursflokki fyrir sig, fyrir bæði drengi og stúlkur. Auk þess verður happ- drætti um þrjá jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig. Búið er að opna fyrir skráningu á mótið á heimasíðu Hellis en nú þeg- ar eru 134 keppendur skráðir til leiks. Jólapakkaskákmót Taflfélagsins Hellis MINJASAFNIÐ á Akureyri stendur fyrir tónleikum til styrktar mæðrastyrksnefnd á Akureyri laugardaginn 19. desember kl. 14. Ljúfir tónar þekktra jólasöngva munu óma í Minjasafnskirkjunni þegar þau Íris Ólöf Sig- urjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson syngja jólin inn. „Jólasöngvakan er nokkurs konar söngferðalag fyrir alla fjölskylduna sem leiðir áheyrendur um bæði létta, skemmtilega, hátíðlega en umfram allt þjóðlega jóla- söngvahefð okkar Íslendinga.“ Enginn aðgangseyrir er á söngvökuna en þeir sem eru aflögufærir geta styrkt mæðrastyrksnefd með frjálsu framlagi á staðnum. Gömlu jólatrjánum á Minjasafninu hefur fjölgað enn frekar og ágætur skógur á íslenskan mælikvarða er sprottinn upp í stemningu liðinnar tíðar í sýningunni Akureyri – bærinn við Pollinn. Jólatrén eru í eigu Eyfirðinga. Margir þeirra skreyta enn heimili sín með þessum heimasmíðuðu jólatrjám sem eru allt í senn skemmtileg, hátíðleg og jafnvel á stundum undarleg á að líta. Jólatré og ljúfir tónar í Minjasafninu ÍSLENSKIR friðarsinnar standa fyrir blysför niður Laugaveg á Þor- láksmessu. Í þrjá áratugi hafa verið farnar friðargöngur niður Lauga- veg á Þorláksmessu og eru göng- urnar orðnar hluti jólaundirbún- ingsins hjá mörgu fólki. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 17.45 og leggur gangan af stað stundvíslega kl. 18.00. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi áður en gangan hefst. Í lok göngunnar verður stutt- ur útifundur á Ingólfstorgi þar sem Einar Már Guðmundsson rithöf- undur flytur ávarp, en fundarstjóri er Helga Baldvins Bjargardóttir, lögfræðingur og þroskaþjálfi. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Morgunblaðið/Sverrir Gangan Friðargangan niður Lauga- veg hefur alltaf verið fjölmenn. Friðarganga á Þorláksmessu HITT húsið, miðstöð ungs fólks, heldur jólamarkað á morgun, laug- ardag, kl. 14-18. Þar mun hópur ungs fólks selja handverk sitt og hönnun. Til sölu verður ýmiskonar handverk, tónlist, föt, jólakort, skartgripir og þar fram eftir göt- unum. Markaðurinn verður í upp- lýsingarmiðstöð Hins hússins, Póst- hússtræti og eru allir velkomnir. Þetta er því kjörið tækifæri til að versla flottar og nýmóðins jólagjaf- ir. Boðið verður upp á heitt kakó og kökur fyrir gesti og gangandi. Jólamarkaður Hins hússins Á MORGUN, laugardag, kl. 13 heldur dr. Terry Gunnell erindi í fyrirlestr- arsal Þjóðminjasafns Íslands um ís- lenska jólasiði í aldanna rás, frá heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina. Fyr- irlesturinn er á ensku. Eftir fyrirlest- urinn verða léttar veitingar í boði The english-speaking Union á Íslandi. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands og býr ekki aðeins yfir mikilli þekkingu heldur einnig einstakri frásagnargáfu. Þar sem fyrirlesturinn er á ensku gefst hér kjörið tækifæri fyrir gesti frá öðr- um löndum og þá sem nýlega hafa flutt til landsins til að fræðast um gömlu íslensku jólin. Fyrirlestur um gamla íslenska jólasiði Í DAG, föstudag kl. 17-19 verður hið árlega jólaglögg UNIFEM á Ís- landi haldið. Þórdís Elva Þorvalds- sóttir mun lesa úr bók sinni Á mannamáli og Páll Valsson mun lesa úr ævisögu Vigdísar Finn- bogadóttur sem hann hefur ritað. Auk þess mun hljómsveitin Pascal Pinon leika fyrir gesti. Jólaglögg og upp- lestur hjá UNIFEM Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Síldarvinnslan bauð um helgina eldri borgurum að koma og skoða fiskiðjuver fyr- irtækisins og kynnast því hvernig nútíma síldarvinnsla fer fram. Uppsjávarfiskvinnsla í fiskiðjuveri SVN er ein sú besta sem þekkist í heiminum, hvort sem litið er til skilvirkni eða afkasta. Eldri borg- ararnir höfðu gaman af að sjá þær miklu breytingar og framfarir sem orðið hafa á undanförnum áratug- um, en vel flestir þeirra hafa á ein- hverjum tímapunkti komið að síld- arvinnslu á gamla mátann. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Leiðsögn Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu, leiðsegir eldri borgurum um fiskiðjuver Síldarvinnslunnar. Það eru breyttir tímar Heldri borgarar skoða eitt fullkomn- asta fiskiðjuver í heimi í uppsjáv- arfiskvinnslu Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Mögnuð sjálfvirkni Sindri Karl Sigurðsson framleiðslustjóri ásamt Lúðvík Davíðssyni og Önnu Björnsdóttur virða fyrir sér nýjustu tæknina. JÓLABASAR Kattavinafélags Ís- lands, er haldinn alla virka daga til jóla í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík. Opið kl. 14 til 17 Allur ágóði rennur í rekstur athvarfsins fyrir heimilislausar kisur. Jólabasar verður í Kattholti til jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.