Morgunblaðið - 18.12.2009, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
Skólakerfi á krossgötum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ og félagsmála-
ráðuneytið skoða sérstaklega menntunarúrræði
fyrir ungt, atvinnulaust fólk um þessar mundir.
Hugmyndin er að Vinnumálastofnun og einhverjir
framhaldsskólar ásamt fleiri stofnunum komi
jafnframt að málinu með það að markmiði að auka
virkni viðkomandi ungmenna og nýta tímann sem
best.
Félagsmálaráðherra kynnti í gær áætlun þar
sem komið verður til móts við ungt fólk án at-
vinnu, bæði innan framhaldsskólakerfisins og með
því að þróa nýjar námsleiðir sem verða í auknum
mæli sniðnar að þörfum atvinnulauss ungs fólks.
Fjármögnun verkefnisins verður í höndum Vinnu-
málastofnunar.
Þrátt fyrir töluverðan niðurskurð í mennta-
kerfinu bendir Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra á að niðurskurðarkrafan sé minni á
skólana en aðra málaflokka fyrir utan velferðar-
og heilbrigðismál.
Gert er ráð fyrir að opinber framlög til fram-
halds- og háskóla verði samtals ríflega 38 millj-
arðar króna á næsta ári og minnki um liðlega tvo
milljarða frá líðandi ári. Katrín minnir á að sl.
sumar hafi 7% niðurskurður í skólum verið ákveð-
inn og þá hafi verið gert ráð fyrir að skera niður
um 8,5% á háskólastigi og 5,5% á framhalds-
skólastigi. Á undanförnum árum hafi raunaukning
framlags til háskóla verið meiri en til framhalds-
skóla og því hafi verið talið að þeir gætu frekar
mætt niðurskurði. Auk þess sinni framhaldsskól-
arnir lögbundinni þjónustu fyrir nemendur að 18
ára aldri.
Áfram alþjóðleg samskipti
Háskólastúdentar hafa m.a. áhyggjur af því að
möguleikar þeirra til að fara í skiptinám séu í upp-
námi. Menntamálaráðherra segir að niðurskurð-
urinn hafi ekki áhrif á áætlanir í þá veru og reynt
sé að viðhalda öllum alþjóðlegum samskiptum.
Ráðuneytið standi við allar skuldbindingar í
rammaáætlun ESB í sambandi við kennara- og
nemendaskipti og Íslendingar hafi sérstaklega
tekið málið upp á norrænum vettvangi sem hafi
skilað sér í norrænum styrkjum til íslenskra stúd-
enta í háskólanámi á Norðurlöndum í ár og að
minnsta kosti á næsta ári. „Þeir gera að minnsta
kosti 300 íslenskum námsmönnum kleift að halda
áfram námi,“ segir hún.
Skólastjórnendur háskóla óttast að fækka þurfi
námslínum vegna niðurskurðar og þar með stöðu-
gildum. Katrín segir þetta óhjákvæmileg áhrif.
Staðan sé erfið og óvissuþættirnir margir. Á sín-
um tíma hafi til dæmis landbúnaðarháskólarnir
tveir verið færðir frá landbúnaðarráðuneytinu í
menntamálaráðuneytið og þeirra mál hafi aldrei
verið gerð almennilega upp. Landbúnaðarháskól-
inn á Hvanneyri hafi til dæmis verið með uppsafn-
aðan halla og þó unnið hafi verið í málunum séu
þau enn ófrágengin. Skólarnir komi því misjafn-
lega vel í stakk búnir inn í niðurskurðarkröfuna
og það hafi áhrif á reksturinn. „Ég hef því lagt
áherslu á að þeir vinni meira saman og reyni að ná
samlegðaráhrifum, til dæmis með samkennslu
námskeiða, stúdentaskiptum milli skóla og öðru
slíku.“
Meiri samvinna
Í vor sem leið lagði nefnd erlendra sérfræðinga
til að menntakerfið yrði endurskipulagt og háskól-
ar sameinaðir. Einn háskóli yrði byggður á Há-
skólanum í Reykjavík með Listaháskóla Íslands
og Háskólanum á Bifröst og annar háskóli byggð-
ur á Háskóla Íslands með hinum ríkisháskól-
unum.
Katrín segir að með kreppunni hafi andrúms-
loftið á háskólastiginu breyst mjög mikið. Skól-
arnir séu nú reiðubúnari en áður til þess að vinna
saman og sjái sér hag í því. Rýnt hafi verið í sam-
einingarhugmyndirnar og niðurstaðan úr við-
ræðum einkaskólanna þriggja hafi verið að fara
ekki í sameiningu. Ráðuneytið hafi sérstaklega
skoðað hugsanlega sameiningu Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri og HÍ, en hún kallaði á frek-
ari vinnu og kostnað. Því hafi hún lagt áherslu á
samvinnu og að skólarnir skerpi framtíðarsýn
sína. Mikilvægt sé að allir reyni ekki að gera allt
heldur skipti með sér verkum út frá fagsviðum,
þannig að þeir geti farið dýpra í málin hver á sínu
sviði og varðveitt þá um leið faglegt frumkvæði og
sérstöðu. Auk þess beri að hafa í huga að eig-
inlegar sameiningar kosti líka peninga, ef halda
eigi áfram starfi á öllum stöðum.
Aukin gjaldheimta
Rekstur framhaldsskóla er víða erfiður og því
vaknar sú spurning hvort þeir séu einfaldlega of
margir, hvort hagkvæmara væri að sameina ein-
hverja þeirra. Katrín segist hafa velt því fyrir sér
hvort efla megi samstarf milli framhaldsskóla, til
dæmis svæðisbundið samstarf, en ekki sé búið að
greina hvort það skili sparnaði. Skólum hafi fjölg-
að og svo virðist sem litlar einingar séu viðkvæm-
ari gagnvart niðurskurði en þær stærri.
50% samdráttur blasir við í fjarnámi og kvöld-
skólum framhaldsskóla. Katrín ætlar að mæla fyr-
ir því á Alþingi að kvöldskólum verið heimilt að
innheimta sömu gjöld og giltu í fyrri lögum í þeim
tilgangi að auðvelda rekstur skólanna. Hún segir
að risavaxinn árgangur hafi komið inn í fram-
haldsskólana sl. haust og um 96% nemenda í ár-
gangnum hafi sótt um skólavist. Sú krafa sé gerð
á framhaldsskólana að 16 til 18 ára nemendur og
fatlaðir nemendur hafi forgang, en fyrir liggi að
margir séu utan þessa forgangshóps. Því sé sér-
staklega verið að leita úrræða fyrir ungt, atvinnu-
laust fólk, en á móti komi ákveðinn sparnaður í
bótakerfinu.
Samráðsnefndir
Menntamálaráðherra segir mikilvægt að allir
sem hlut eiga að máli vinni saman að viðhaldi og
uppgangi menntakerfisins. Hún reyni að eiga gott
samráð við sveitarfélög, kennarasamtök, skóla-
meistara og rektora í framhaldsskólum og háskól-
um enda mikilvægt að allir séu vel upplýstir um
stöðuna hverju sinni og öll sjónarmið fái að heyr-
ast. Samráðið hafi aukist eftir að kreppan hafi
skollið á og sérstakar samráðsnefndir hafi verið
settar í gang. Annars vegar nefnd ráðuneytisins
og skólastjóra og kennara í framhaldsskólum og
hins vegar samráðsnefnd um málefni leik- og
grunnskóla til þess að allri séu upplýstir og geti
komið sjónarmiðum sínum á framfæri þó að vafa-
laust sé ávallt hægt að gera betur.
Katrín segir að vonir standi til þess að aftur
verði farið að birta til eftir tvö til þrjú ár, en fyrir
liggi að fjárlögin 2010 og væntanlega 2011 verði
mjög erfið. „Björtu hliðarnar eru þær að mikið og
gott starf er unnið í skólunum og svo virðist sem
starfsfólk skólanna haldi sínu þreki og sinni sínu
hlutverki áfram af stakri ræktarsemi og nem-
endur séu jafn frjóir og áhugasamir og áður.“
Vandinn viðurkenndur
og snúið til sóknar
Skoða menntunarúrræði í framhaldsskólum og víðar fyrir ungt og atvinnulaust fólk
Ráðherra mælir fyrir því að kvöldskólum verið heimilt að innheimta fyrri gjöld
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Samvinna Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra leggur áherslu á samvinnu skóla.
Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heim-
ilis og skóla, segir stjórnina fylgjast
vel með hagræðingarmálum skóla á
öllu landinu og hafi lagt áherslu á að
víðtækt samráð sé haft við nærsam-
félagið og foreldra þegar taka þurfi
ákvarðanir sem varða þjónustu við
börn og fjöl-
skyldur.
„Við leggjum
áherslu á að
grunnþjónustan
sé ekki skert og
hlúð sé að velferð
barna og ung-
menna,“ segir
hún og fagnar
stefnu meirihlut-
ans í Reykjavík
um að skera ekki niður þjónustu við
börnin í leik- og grunnskólum borg-
arinnar. „Miklu máli skiptir að öllum
börnum og ungmennum sé gert
kleift að stunda nám við hæfi.“
Besta forvörnin
Sjöfn bendir á að skólinn sé griða-
staður barnanna og því sé mikilvægt
að þeim líði þar vel. „Með því að
tryggja vellíðan barna í skóla erum
við að tryggja framtíð þeirra. Öflugt
skóla-, íþrótta- og tómstundastarf er
besta forvarnarstarf sem völ er á í
samstarfi við foreldra. Með því að
tryggja að börn og ungmenni haldist
á beinu brautinni erum við að spara
fjárútlát í heilbrigðis- og félagsmála-
kerfinu því fari börn og ungmenni út
af beinu brautinni er það dýrara fyr-
ir samfélagið til lengri tíma litið.“
Hún bætir við að foreldrar eiga rétt
á fulltrúa í ráðum og nefndum leik-,
grunn- og framhaldsskóla fyrir börn
og unglinga upp að 18 ára aldri,
samkvæmt menntalögunum. Í flest-
um skólum eru starfandi foreldra-
og skólaráð samkvæmt ákvæðum
menntalaga en brýnt sé að allir skól-
ar stuðli að stofnun slíkra ráða og
framfylgi lögunum að öllu leyti.
Sjöfn segir að miklum peningum
sé varið í skólana og niðurskurður
sé óhjákvæmilegir. Hún segir jafn-
framt að forledrar séu tilbúnir að
leggja sitt af mörkum til að stuðla að
gæðum skólastarfs þrátt fyrir að
niðurskurður blasi við. Kennarar
óttist um sinn hag, en mikil ábyrgð
sé hjá þeim og gera verður þá kröfu
til þeirra að þeir séu faglegir og skili
árangri. „Verkefnið sem framundan
er verður að vera unnið í samráði
við alla sem eiga hlut að máli.“
Skólinn
griðastaður
barnanna
Sjöfn Þórðardóttir
Hefð Nemendur Háteigsskóla og
forráðamenn þeirra fá hangikjöt.