Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 Undir lok fallegrar ljós-myndabókar KristjánsInga Einarssonar, Kjarna Íslands er vitnað í Pétur Gunn- arsson rithöfund: „Náttúran er við sjálf – þess vegna finnst okkur að við séum komin heim um leið og við erum komin út undir bert loft og lít- um gróður og steina og heyrum í fugli.“ Þessi afhjúpandi staðhæfing Pét- urs, að náttúran sé við sjálf, eins og staðfesti hugleiðingarnar sem vöknuðu við að fletta og lesa bók Kristjáns Inga – lesa myndir og texta. Þessar myndir af svörtum söndum, ókleifum fuglabjörgum, jökulkollum sem rísa yfir landinu, agnarsmáum og veðruðum bónda- bæjum sem kúra í skjóli hárra fjalla, eru í raun myndir af okkur Íslendingum. Sjálfsmynd okkar er svo bundin þessu landi, þessari náttúru – náttúran er við sjálf.    Við ferðumst með ljósmynd-aranum um byggðir og óbyggðir landsins; hann gefur til- finningu fyrir að þetta sé kjarni þessa lands. Í Jökuldölum kvíslast ár um eyrar, við Hvítserk standa á fjöru agnarsmáir menn við blátt haf, uppljómuð vindaský bunka sig yfir Esju og Kollafirði og í mynni eyðidals með fallegt nafn, Fífu- staðadal í Arnarfirði, er þessi við- kvæmnislega litla skeljasandsfjara. Eyðilegar myndir en fallegar, við- komustaðir í stóru en fámennu landi sem ljósmyndarinn hyllir í verki sínu.    Sá sem leggst í þetta verk les líkaljóðbrot, textahugleiðingar eft- ir rithöfundinn og jarðvísinda- manninn Ara Trausta Guðmunds- son, sem birtast á flestum opnum bókarinnar. Það er merkilegt hvernig honum auðnast að styrkja tilfinningarnar sem kvikna við að skoða myndirnar, undirbyggir myndheiminn um leið og hann bæt- ir við hugmyndum og andagift. Í mynd sem tekin er inn ísgang í Sól- heimajökli, sem minnir helst á rifja- hylki fornaldarskepnu, skrifar Ari Trausti: „Tímaritaðar misgráar rúnir / margbrotin meitilför ár- anna / fá þig / til að skima eftir svari.“ Og við eina af fallegustu mynd- um bókarinnar, af bænum Heiði við Gimbraklett í Skagafirði sem ljós- geisli dregur út úr rökkri, skrifar Ari Trausti: „Myrkrið / skuggarnir / fylgja ljósinu / þar // eins og í lif- andi lífi.“    Myndir Kristjáns Inga eru oftlátlausar í tærleika sínum, og vinna á. Þessi bók er ekki flug- eldasýning heldur djúphugul hyll- ing á náttúru landsins, á „Kjarn- anum“. Sumar ljósmyndanna missa marks eins og vill gerast í úrvali á borð við þetta, þær verða fyrir- sjáanlegar, og nokkrar eru ekki nægilega skarpar og það er miður. Hinar eru þó miklu fleiri sem gott er að staldra við og njóta. Hún er þannig glæsileg stemningin frá Álftavatni, þar sem dalalæða birtist í sumarnóttinni, og eins myndin af Hvannadalshrygg, sem skýin steypa sér yfir. Þá skrifar skáldið: Leiðin á hæsta tind hulin að mestu Hvort skal hopa eða halda áfram? Sá sem hikar er efins sá sem heldur áfram er hugsi Hvorum skal treysta? efi@mbl.is Náttúran er við sjálf » Þessar myndir afveðruðum bóndabæj- um sem kúra í skjóli hárra fjalla eru í raun myndir af okkur Íslendingum. AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson Ljósmynd/Kristján Ingi Einarsson Sólheimajökull Ari Trausti skrifar hér um „margbrotin meitilför áranna“. Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Avatar 2D kl. 5 - 6:45 - 8:30 - 10:10 B.i.10 ára Saw 6 kl. 8 - 10 B.i.16 ára Bad Lieutenant kl. 5:30 - 10:30 B.i.16 ára Julie and Julia kl. 5:20 - 8 LEYFÐ Avatar kl. 6 - 8 - 10 (Kraftsýning) B.i. 10 ára 9 kl. 6 B.i.10 ára SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI HHHH „Ein magnaðasta mynd ársins” S.V. - MBL HHHH Roger Ebert - Chicago Sun-Times HHHH „Þrekvirki!” - HS, Mbl ÍSLENSKT TAL JÓLAMYNDIN 2009 BIÐIN ER Á ENDA! Nýr kafli í kvikmyndasögunni hefst í kvöld! Missið ekki af þessari byltingarkenndu stórmynd frá James Cameron leikstjóra Titanic. TILNEFNINGAR TIL GO LDEN GL OBE VERÐLAUNA BESTA MYND - BESTI LEIKSTJÓRI - BESTA TÓNLIST - BESTA LAG BÍÓUPPLIFUN ALDARINNAR! SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI Avatar 3D kl. 6 - 9:20 B.i.10 ára Avatar 2D kl. 6 - 9:20 B.i.10 ára Anvil kl. 6 B.i.7 ára Whatever Works kl. 5:50 - 8 B.i.7 ára A Serious Man kl. 10:10 B.i.12 ára Desember kl. 8 - 10 B.i.10 ára Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.