Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 47
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sindri Bókin er lengi í gang en þegar hún nær sér á strik ristir hún djúpt.
Frásagnir af Íslendingumsem drógust út í storm-viðri síðari heimsstyrjald-arinnar eru girnilegt hrá-
efni í íslenska skáldsögu. Í hinni nýju
skáldsögu Sindra Freyssonar, Dóttir
mæðra minna, hefur höfundurinn
óneitanlega góðan efnivið í hönd-
unum. Sindri heldur áfram þar sem
hann nam staðar í síðustu skáldsögu
sinni, Flóttinn, en þar sagði hann frá
örlögum ungs Þjóðverja á flótta und-
an Bretum á Íslandi í seinna stríðinu.
Í nýju bókinni rekur Sindri örlög
þeirra Ísfirðinga sem sakaðir voru
hlutanum ristir hún djúpt. Lengdin
er reyndar ágætlega rökstudd á ein-
um stað þar sem sögumaðurinn
Kristín Eva veltir fyrir sér framsetn-
ingu sinnar eigin sögu: „Stysta leiðin
er svo billeg, svo svæfandi skilvirk.
Stundum eru krókarnir eina rétta
leiðin þangað…“
þýska kjörmóðir sem er hreint ekki
öll þar sem hún er séð. Verkið inni-
heldur jafnframt ýmsar skemmti-
legar vangaveltur um sagnaformið og
tungumálið sem hvort tveggja litar
frásögnina. Hugsanlega mætti bókin
vera eilítið styttri, hún er lengi í gang
en þegar hún nær sér á strik í síðari
heimsstyrjöldinni í bókinni, hún er
utan múranna og nánast ósýnileg.
Stríðið sem sagan tekur fyrir er því
mun meira fólgin í hinni harmrænu
og stórbrotnu fjölskyldusögu. Þrátt
fyrir að efniviður sögunnar hafi óneit-
anlega mikið aðdráttarafl er hún
heldur lengi að grípa lesandann. Þeg-
ar komið er í rúmlega hálfa bók er
sagan aftur á móti farin að hrífa meir,
höfundur leysir úr læðingi magn-
þrungna atburði og nær að fanga les-
andann fram á síðustu blaðsíðu. Þó
eru ýmis atriði sem hefði mátt ganga
betur frá í lokin, málalokin ekki alveg
fullnægjandi.
Dóttir mæðra minna er vafalaust
ein áhugaverðasta íslenska skáldsag-
an þetta árið. Höfundur hefur unnið
mikið þrekvirki með þessari bók.
Þetta er gríðarlega stór og mikil
saga. Sindri kann að skrifa áhrifamik-
inn texta, byggja upp spennu og und-
irbúa magnþrungna atburði. Persón-
urnar eru margar hverjar mjög vel
unnar, margræðar, einkum þó hin
um að aðstoða þennan sama Þjóð-
verja og voru fyrir vikið teknir hönd-
um og sendir í fangelsi í Bretlandi.
Aðalsöguhetjan og sögumaður er
hin sautján ára Kristín Eva sem legg-
ur af stað í eins konar leit að sjálfri
sér innan fangels-
ismúranna í Bret-
landi. Í leit sinni
púslar hún saman
sögum mæðra
sinna, kynmóður
sinnar sem varð
að gefa hana frá
sér og kjörmóður
sinnar sem ól
hana upp. Frá-
sögninni er þannig í grófum dráttum
skipt í tvennt; annars vegar lýsir
Kristín Eva upplifun sinni í fangels-
inu með kjörmóður sinni og hins veg-
ar rekur hún harmsögu kynmóður
sinnar.
Eins og undirtitill bókarinnar
áréttir er hér um að ræða sögu úr
stríði. Það fer aftur á móti lítið fyrir
Stórbrotin fjölskyldusaga
Skáldsaga
Dóttir mæðra minna
bbbnn
Eftir Sindra Freysson. Veröld gefur út.
ÞORMÓÐUR
DAGSSON
BÆKUR
Menning 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
KAMMERSVEIT Reykjavík-
ur heldur hina árlegu jóla-
tónleika í Áskirkju á sunnu-
daginn kemur, klukkan 16. Á
efnisskránni eru þrír af Brand-
enborgarkonsertum J.S.
Bachs, annar, fjórði og fimmti
konsertinn.
Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari
hefur leitt Kammersveitina all-
ar götur frá stofnun, árið 1974,
og kveður hún sveitina á tón-
leikunum og leikur jafnframt einleikinn í fimmta
konsertinum.
Á þessum árlegu jólatónleikum kammersveit-
arinnar hefur myndast sú hefð að leika eingöngu
barrokktónlist.
Tónlist
Rut kveður Kamm-
ersveit Reykjavíkur
Rut Ingólfsdóttir
fiðluleikari.
SÖNGKONAN Margrét Sig-
urðardóttir og gítarleikarinn
Andrés Þór Gunnlaugsson
endurtaka aðventu-hádegis-
tónleika sína í Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði í dag,
föstudag, og hefjast þeir kl.
12.05.
Tónlistin sem þau leika er
frá ýmsum heimshornum en
auk gítarsins draga Andrés
Þór og Margrét fram bæði
framandleg og hefðbundin hljóðfæri til að
krydda hljóminn.
Eftir tónleikana er tónleikagestum boðið upp
á súpu, brauð og mandarínur í safnaðarheimili
kirkjunnar.
Tónlist
Aðventutónleikar
í Víðistaðakirkju
Andrés Þór
Gunnlaugsson
KAMMERHÓPURINN Cam-
erarctica heldur sína árlegu
kertaljósatónleika rétt fyrir
jólin og verða tónleikarnir nú í
fjórum kirkjum. Í ár verða
fluttar tvær af perlum W.A.
Mozarts en Camerarctica hef-
ur nú leikið tónlist eftir hann
við kertaljós sl. sautján ár.
Fyrstu tónleikarnir verða í
kvöld, föstudagskvöldið 18.
desember, í Hafnarfjarð-
arkirkju. Þeir næstu verða í Kópavogskirkju laug-
ardagskvöldið 19., þá í Garðakirkju á Álftanesi
sunnudagskvöldið 20. og loks í Dómkirkjunni í
Reykjavík, mánudagskvöldið 21. Tónleikarnir eru
í klukkustund og hefjast allir klukkan 21.00.
Tónlist
Mozart við kerta-
ljós í kirkjum
Camerarctica
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
BJARNI Bjarnason sendir frá sér skáldsöguna Leitin að
Audrey Hepburn fyrir þessi jól, en lætur ekki þar við
sitja, því greinasafnið Boðskort í þjóðarveislu kom einnig
út fyrir skemmstu. Í Leitinni að Audrey Hepburn leitar
söguhetjan, Gullbrandur Högnason, að hinni fullkomnu
konu, Audrey Hepburn, eða svo virðist það í það minnsta
á yfirborðinu, en þegar kafað er í verkið áttar lesandinn
sig á því að sú Audrey Hepburn sem er leitað er tákn-
mynd fyrir sitthvað „og þar á meðal tákn fyrir hið full-
komna verk eins og það birtist í bókarlok“ segir Bjarni.
Gullbrandur fer víða í leit sinni, dvelur í París, Róm,
Reykjavík og á Eyrarbakka.
„Það má segja að bókin sé um mann sem er eiginlega
utan við kerfið, elst upp meira og minna sjálfur, á margar
fjölskyldumyndir, marga skóla og mörg lönd þannig að
það verða mörg andlit á vegi hans og hann þroskast í
gegnum þessi andlit.
Hann býr svo til sjálfsmynd í gegnum allt þetta fólk
sem hann finnur og það á leið í gegnum huga hans í því
sem hann skrifar en síðan fer hann á Eyrarbakka þar sem
hann finnur frið og raddirnar hljóðna; hann fær að vera í
friði með Audrey Hepburn.“
Leitin að Audrey Hepburn er skrifuð eins og dagbók
sem er form sem Bjarni þekkir vel, enda hefur hann hald-
ið dagbók allt frá því hann fluttist til Íslands fjórtán ára.
„Ég gat því farið í dagbækurnar að finna tímabil og notað
þau. Ástæðan fyrir því að ég geri það er að í kjölfar hruns-
ins hafa menn rætt um þörfina á nýju samfélagi og þá
þurfum við líka að endurnýja raunsæið; nýr raunveru-
leiki, nýtt raunsæi.
Í framhaldi af því spyr maður sig hvað er raunveruleiki
og þá fer maður að spá í fólkið og karaktera í kringum sig
og vill lýsa raunveruleikanum.
Það persónulegasta sem maður upplifir er að umgang-
ast barnið sitt og mikil áskorun að geta lýst því innan lög-
mála bókmenntanna, frásagnartækninnar, þannig að úr
verði bókmenntir en ekki æviminningar, þá er maður
kominn nær hinum svokallaða raunveruleika en margir
aðrir sem eru að skrifa og þá tekst kannski að endurnýja
þetta blessaða raunsæi.“
Leit að fullkomnu verki
Í kjölfar hrunsins ræða menn um þörfina á nýju samfélagi og þá
þurfum við líka að endurnýja raunsæið; nýr raunveruleiki, nýtt raunsæi
Dagbækur Audrey Hepburn er tákn fyrir hið fullkomna verk.
Bjarni sendi líka frá sér greinasafn, Boðs-
kort í þjóðarveislu. Helmingur greinanna
er skrifaður sérstaklega fyrir safnið.
Þar tekur hann meðal annars fyrir end-
urmat á gildum borgarastéttarinnar og
hver þau séu, þjóðernisrómantískar hug-
myndir sem honum finnst hafa átt þátt í
því hvernig fór og hvernig þær birtist í
bókmenntum og hvernig megi losna við
þær og þjóðsögur um útrásarvíkinga,
„sögur sem við erum að segja hvert öðru
núna. Ég rek þær og greini inntakið og
hvers vegna við séum að segja þær ein-
mitt núna. Sagan af hruninu er svo ná-
lægt okkur að við erum ekki komin með
opinbera afstöðu til hennar en afstaðan er
falin í sögunum og það getur verið gaman
að greina þær.“
Þjóðsögur um útrásarvíkinga
Þegar ljóð mæta lesandatendrast oft eitthvað óút-skýranlegt, einhverjarkenndir sem aldrei eru
tjáðar beinum
orðum, ein-
hverjar tilfinn-
ingar og hugs-
anir sem vaxa
upp úr þessu
sambandi. Mér
finnst Nirði P.
Njarðvík takast
vel að efla til
þessa sambands
við lesendur í
bók sinni Hlustaðu á ljósið. Ég hef
lesið margar bækur Njarðar og
sjaldan fundið eins fyrir svipaðri
nánd og í þessari ljóðabók. Samt
fjallar hún um
lík efni og fyrri
ljóðabækur
hans; náttúruna,
hina innhverfu
leit, samviskuna
og svo börnin í
Afríku.
Galdur ljóðs-
ins er svo sem
ekki bundinn við
viðfangsefni,
heldur list þess sem skrifar. Bókin
styðst mjög við hugmyndina um
hringrás náttúrunnar og við
skynjum forgengileikann í öllu því
sem lifir og ástina á lífinu. Dregn-
ar eru upp fallegar náttúrumyndir
og einnig erum við kölluð til sam-
kenndar með börnum þriðja
heimsins sem lifa undir kúg-
unarhæl. Þótt hvergi sé vikið
beinum orðum að þeim fjár-
málaharmleik sem Íslendingar
hafa upplifað né þá áraun sem
uppbygging landsins hefur lagt á
landið skynjum við handan hinna
fallegu náttúrulýsinga tregann,
sorgina og vonbrigðin en jafn-
framt skilninginn og visku þess
sem er sannfærður um mikilvægi
landsins. Lokaljóð bókarinnar sem
kallast á við hið fallega ljóð Guð-
mundar Böðvarssonar, Völuvísu,
endar á spurningu:
„Hvert er þitt land?“
Fyrsta erindið í ljóði Guð-
mundar áminnir okkur um að
þeim hefnist sem svíkur sína
huldumey. Góð skáld þurfa ekki
annað en spyrja.
,,Hvert er
þitt land?“
Ljóð
Hlustaðu á ljósið
bbbbn
Eftir Njörð P. Njarðvík, Uppheimar 2009
– 70 bls.
SKAFTI Þ.
HALLDÓRSSON
BÆKUR
Njörður P.
Njarðvík