Morgunblaðið - 18.12.2009, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.12.2009, Qupperneq 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 MEÐ BÆTTRI lífsafkomu, góðum húsakosti og heil- brigðisþjónustu hafa eldri borgarar hér á landi, á síðastliðnum árum, lifað lengur og búið við kjör sem jafnast á við það sem best gerist. En með þeim skerðingum sem orðið hafa á liðnum mánuðum verður sá samanburður okkur óhagstæðari með hverjum mánuðinum sem líður. Helstu skerðingar sem skollið hafa á eldri borgurum að und- anförnu eru: 1) 1. janúar sl. Fjár- magnstekjur, þar með talið á verðbætur, skerða greiðslur frá TR 100%. Voru áður 50%. 2) 1. júlí sl. Allar skattskildar tekjur skerða greiðslur frá TR, þar með talið ellilífeyrir sem áður var undanþeginn skerðingum. 3) Hækkanir á bótum til eldri borgara og öryrkja hafa ekki fylgt hækkun launavísitölu. Afleiðingar þess- ara aðgerða eru eft- irfarandi: 1) Þótt kr. 98.500 komi sem frí- tekjumark á fjár- magnstekjur þá kem- ur skerðingin vegna þeirra mjög illa við eldri borgara og ör- yrkja eins og fram hefur komið í frétt- um. Auk þess sem fjármagnstekjuskatt- ur sem hækkaður var í 15% og til stendur að hækka í 18% um næstu áramót, fæst ekki dreginn frá skerðing- unni. Eldri borgarar sem ekki tóku þátt í eyðsluvitleyunni, en reyndu þess í stað að eiga nokkar krónur í varasjóði, þar sem marg- ir í þessum hópi hafa litlar greiðslur úr lífeyrissjóði. Nú fá þessir einstaklingar eignaupptöku á sínum sparnaði. Eldri borgarar sem seldu eignir og voru hvattir til að ávaxta sína fjármuni í bank- anum, en taka svo lán fyrir minni íbúð og láta vextina greiða leig- una. Þeir einstaklingar sem það gerðu mega í dag þakka fyrir, hafi eignin ekki tapast í hruninu. Ef eitthvað er eftir þarf að hafa slíkar eignir í eignarhaldsfélögum svo skattar og skerðingar hirði ekki eignina upp á nokkrum ár- um. 2) Eldri borgarar sem fylgst hafa með þessum málum telja „ellilífeyririnn“ heilaga eign sem ekki mátti skerða og voru mjög ósáttir við þær skerðingar sem komnar voru. Skerðingin núna er kóróna á svik stjórnvalda. Þessar skerðingar eru einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Samningsstaða eldri borgara er engin. Þannig er það einnig með fleiri hér á landi í dag, því miður. En spurning okkar er: Hvað kemur næst? Verður það skerð- ing á þjónustu og hækkun lækn- is- og lyfjakostnaðar? Þá fyrst lenda eldri borgarar og öryrkjar í alvarlegum vanda. Hefur rík- isstjórnin fundið breiðu bökin til að greiða vextina af Icesave- skuldinni hjá þessu fólki? Fyrir þremur árum var ís- lenska þjóðin með mikla bjart- sýni til framtíðarinnar. Þetta speglaðist meðal annars í lof- orðum stjórnmálaflokkanna fyrir kostningarnar 2007. Þótt allir hafi flokkarnir verið með mörg og góð áform, þá var enginn sem komst nálægt loforðagleði Sam- fylkingarinnar, í það minnsta hér í SV kjördæmi. 10 eða 12 liðir, þar sem meðal annars voru; „10% staðgreiðsla af greiðslum frá lífeyrissjóðum. 150 þús. kr. skattleysismörk. o.fl.“ Þessi gylli- boð virkuðu vel á kjósendur, sem margir kusu Samfylkinguna vegna þessara góðu áforma. Frá kostningum 2007 hefur Samfylk- ingin verið í ríkisstjórn og farið með marga mikilvæga mála- flokka, þar á meðal trygginga- og félagsmálaráðuneyti. Efndirnar eru með öfugum formerkjum á loforðin sem gefin voru fyrir kosningar. Breiðu bökin Eftir Sigurð Hallgrímsson »Hvað kemur næst? Er það hækkun lyfja- og lækniskostn- aðar? Hefur Ríkis- stjórnin fundið breiðu bökin til að greiða vext- ina af ICESAVE skuld- inni? Sigurður Hallgrímsson Höfundur er fv. formaður FEBH og situr í kjaranefnd Félags eldri borg- ara Hafnarfirði. ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem mér blöskra skrif fulltrúa Samtaka um betri byggð. Þetta gerðist 14. desember sl. þar sem þeir bera Birnu Lárusdóttur bæjarfull- trúa Ísfirðinga órök- studdum dylgjum þeg- ar hún svarar þeim í grein sinni 2. desem- ber. Þar segir hún að meirihluti þjóðarinnar vilji hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þetta er rétt hjá henni og fjöldi fólks tekur undir þau orð, eins er ég henni sammála um að Reykjavíkurborg standi vart undir nafni sem höfuðborg öðruvísi en að geta boðið jafnt landsmönnum, sem erlendum gest- um, greiða afkomu að borginni. Hvað er að því? Þetta eru gild rök, Einar Eiríksson, Gunnar H. Gunn- arsson, og Örn Sigurðsson. Hins vegar eru fulltrúar betri byggðar á villigötum þegar þeir fullyrða í sinni fyrirsögn að Reykjavíkurborg sé að niðurgreiða innanlandsflugið. Þvílíkt bull og þvæla hjá þessum aðilum. Þeir geta ekki einu sinni sagt rétt og satt frá, heldur kjósa þessir aðilar að bera ósannindi upp á fólk með sínum skrifum. Samanber í skrif- um sínum þann 14. nóvember þeg- ar þeir fara með helber ósannindi þar sem sagt er að landsbyggð- arforkólfar hafi lengi misbeitt valdi sínu. Þið félagarnir ættuð að lesa grein mína þann 1. desember sl. þar færi ég rök fyrir mínu máli með faglegum rökum. Samtök sem vilja að sé hlustað á sjónarmið sín hafa hinsvegar kosið að sýna landsbyggðinni fingurinn sem þau endurtaka í formi greinar þremenninganna. Ykkur verður sendur fingurinn á sama hátt þeg- ar þið farið með ósannindi og dylgjur í ykkar málflutningi og berið ósannindi á fólk sem svarar ykkur. Miklir menn tala fyrir Sam- tök um betri byggð, eða hitt og heldur. Þvílíkir dónar sem þið for- kólfarnir eruð, uppfullir af frekju og hroka sem þarf tafarlaust að tappa af. Hóta Yfirstéttin í Þingholtunum hefur lengi komist upp með það að hafa í hótunum við fólki eins og þið hafið gert í grein ykkar 14. desember þar sem þið gangið svo langt að hóta frambjóðendum öllu illu ef þeir segi sína skoðun á flugvell- inum í Vatnsmýrinni. Þetta eru sömu frasar og þið yfirstéttarmenn notuðu í síðustu borgarstjórn- arkosningum. Ég fékk sjálfur tölvupóst frá þessum samtökum. Ég veit ekki annað að þið séuð flokksbundnir sjálf- stæðismenn og skýlið ykkur á bak við ann- að félag, því þið þor- ið ekki að segja satt og rétt frá. Þið ættuð að hafa kjark og þor að standa undir nafni, ef þið hafið ekki áhuga að búa í borg, ef ykkur leiðist svona í góðri borg, af hverju færið ykkur ekki um set og látið þá sem vilja búa í borg í friði. Nóg er af sumarhúsalóðum og sum- arhúsum til sölu. Reykjavíkurflugvöllur Flugvöllurinn í Reykjavík hefur skapað atvinnutækifæri og tekjur til Reykjavíkurborgar sem við borgarbúar njótum í formi tekna. Þetta hefur líka veitt íbúum á landsbyggðinni öryggi vegna ná- lægðar við sjúkrahús og stofnanir allra landsmanna. Reykjavík- urflugvöllur á að vera á sínum stað og samgönguráðherra á að byggja nýja flugstöð. Hún á að vera á þeim stað sem flugvallarhúsið er og ekkert að því. Þetta flugvall- arhús gæti vel verið stálgrind- arhús sem hægt væri að stækka og kostnaður yrði miklu minni en með byggingu steinkastala. Þetta stálgrindarhús væri hægt að reisa á stuttum tíma, það er nefnilega ekkert að því að fara vel með fé þjóðarinnar. Hins vegar er það al- varlegur hlutur þegar Dagur Egg- ertsson varaformaður Samfylk- ingar og félagar halda Kristjáni Möller samgönguráðherra í helj- argreipum og reynir með belli- brögðum að stöðva þessa fram- kvæmd. Samgönguráherra hefur beðið lengi á hliðarlínunni og verið tilbúin fyrir löngu að byggja nýja flugstöð. Þess vegna krefst fólk sem lifir í þessu landi að flugvöll- urinn verði á sínum stað og að byggt verði ný flugstöð sem fellur inn í umhverfið. Annars mætti hugsa sér að halda einni eða tveimur brautum á flugvallarsvæð- inu með varabraut á Álftarnesi, ekki veitir því sveitafélagi af tekj- unum. Betri byggð á villi- götum og bellibrögð varaformannsins Eftir Jóhann Pál Símonarson Jóhann Páll Símonarson »Hins vegar er það al- varlegur hlutur þeg- ar Dagur Eggertsson varaformaður Samfylk- ingar og félagar halda Kristjáni Möller sam- gönguráðherra í helj- argreipum. Höfundur er sjómaður og flokksbundinn sjálfstæðismaður. Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskil- ur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi ein- stakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er not- að þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefn- um. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askriftPöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 föstudaginn 18. desember 2009. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2010. Heilsa og lífsstíll Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um heilsu og lífstíl mánudaginn 4. janúar 2010. Meðal efnis verður: Hreyfing og líkamsrækt. Hvað þarf að hafa í ræktina. Vinsælar æfingar. Heilsusamlegar uppskriftir. Andleg vellíðan. Bætt heilsa. Ráð næringarráðgjafa. Umfjöllun um fitness. Jurtir og heilsa. Hollir safar. Ný og spennandi námskeið á líkamsræktarstöðvum. Skaðsemi reykinga. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi viðtölum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.