Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
TVÆR MAGNAÐAR
holar@simnet.is
Kafbátasagan
Frá köfun í klukkum eða stömpum með
öndunarlofti til kjarnorkukafbáta. Inn í
söguna fléttast tvær heimsstyrjaldir með til-
heyrandi mannfórnum, hernaðarlegri snilld
og mistökum.
Orrustan um Spán
Spænska borgarastríðið. Herforingjarnir
ætla að ná völdum á Spáni sama hvað
það kostar. Eitt af meistaraverkum
Antony Beevor.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
„MÉR fannst bráðvanta eitthvað jákvætt inn
í alla þessa neikvæðu umræðu í þjóðfélaginu
og mig langaði að koma einhverju góðu til
leiðar,“ segir Auður Lind Aðalsteinsdóttir
sem upp á sitt eindæmi lét framleiða bros-
andi endurskinsmerki sem hægt er að líma á
flíkur, en allur ágóðinn af sölunni rennur til
Fjölskylduhjálparinnar.
„Þörfin fyrir fjárframlög til stofnana sem
hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi á þessum
síðustu og verstu tímum, er mikil. Þess vegna
fékk ég styrki frá fjölmörgum fyrirtækjum til
að fjármagna framleiðslu endurskinsmerkj-
anna, til að ágóðinn af sölunni gæti runnið
óskertur til Fjölskylduhjálparinnar.“
Fjögurra ára dóttir hennar, Hanna María
Pétursdóttir, sá um að teikna broskarlinn
sem prýðir merkið.
„Ég fékk einmitt hugmyndina þegar ég var
að keyra hana í leikskólann einn morguninn
og sá alla krakkana sem voru að koma í Sjá-
landsskóla í myrkrinu og þau voru alls ekki
öll með endurskinsmerki og það var sláandi
hversu illa þau sáust. Þetta er því líka við-
leitni til þess að börnin okkar sjáist betur í
myrkrinu. Ég vildi sem sagt að það sem fólk
keypti til að styrkja gott málefni hefði líka já-
kvætt notagildi.“
Verkefnið heitir Brosum saman og Auður
segist vilja með því minna fólk á að við þurf-
um öll að standa saman.
„Ég er ekkert að gefa þessa peninga í mínu
nafni, þeir koma fyrst og fremst frá öllu því
fólki sem kaupir merkin,“ segir Auður sem
einnig fékk foreldra barnanna í Sjálandsleik-
skóla til að safna saman fötum til að gefa til
Fjölskylduhjálparinnar og hefur það gengið
vel.
Auður er í meistaranámi í fjármálum fyr-
irtækja við Háskóla Íslands og segir það hafa
verið ansi strembið að standa í vinnunni við
brosverkefnið á sama tíma og hún var í próf-
um. En allt hafi það verið þess virði.
„Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og Um-
ferðarstofa hringdi sérstaklega í mig til að
láta í ljós ánægju sína með framtakið.“
Endurskinsmerkin eru til í sölu í versl-
unum Hagkaupa, Nóatúns, Krónunnar, í
Fjarðakaupum, í Kosti og Cintamani.
Vildi gera eitthvað jákvætt
Lét framleiða brosandi endurskinsmerki til styrktar Fjölskylduhjálp Dóttir hennar teiknaði
broskarlinn Hvatti foreldra í Sjálandsleikskóla til að safna fötum fyrir þá sem þurfa hjálp
Morgunblaðið/Ómar
Jólastelpur Mæðgurnar Auður Lind og Hanna María saman við jólatréð í leikskólanum.
MIKLAR framkvæmdir hafa staðið yfir að und-
anförnu á endurkomudeild slysa- og bráðadeildar
Landspítalans í Fossvogi. Að sögn Ófeigs T. Þor-
geirssonar yfirlæknis er þetta vegna fyrirhug-
aðrar sameiningar bráðadeilda spítalans.
Ein bráðadeild verður þar sem nú er slysadeild á
1. hæð í Fossvogi og sú deild færist upp á 2. hæð
þar sem tekið hefur verið á móti sjúklingum í end-
urkomu. „Röskunin er mikil og það er erfitt að
bjóða fólki upp á þetta. Hávaðinn getur verið mik-
ill og við biðjum fólk því að sýna okkur samúð og
skilning meðan á þessu stendur. Við reynum að
gera þetta þannig að fólk finni sem minnst fyrir
framkvæmdum,“ segir Ófeigur en vonir standa til
að verkinu ljúki kringum 11. janúar nk. Bráða-
birgðaaðstaða er nú fyrir endurkomur sjúklinga
en þessi framkvæmdatími var valinn þar sem
reikna má með minni starfsemi á deildinni en oft
áður. Að sögn Ófeigs er ætlunin að ná fram sparn-
aði með þessum breytingum á bráðadeildinni, sem
muni strax skila sér á næsta ári. bjb@mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
FRAMKVÆMDIR VEGNA SAMRUNA BRÁÐADEILDA
OPNAÐUR hefur
verið Bænda-
markaður með
lífrænar afurðir
hjá Græna
hlekknum í Net-
hyl 2c. Verður
hann starfræktur
framvegis.
Í boði verða
garðyrkjuafurðir eins og tómatar,
kartöflur, rófur, hnúðkál, krydd og
fleira sem til er hverju sinni. Einnig
verða mjólkurafurðir frá Bióbúi eins
og jógúrt, skyr, rjómaostur, Sorbit-
ís, rjómaís og fleira. Þá eru ýmsar
heimatilbúnar afurðir á boðstólum.
Einnig eru innfluttir lífrænir ávextir
frá hinum ýmsu hornum veraldar.
Villimey verður líka með sín galdra-
smyrsl.
Helstu framleiðendur sem eru
með á þessum árstíma eru Garð-
yrkjustöðin Akur, Engi, Móðir Jörð,
Villimey og Bióbú.
Markaðurinn er opin fyrir jól
fimmtudag til laugardags kl. 12-18
og mánudag til miðvikudags kl. 12-
18. Einnig verður opið milli jóla og
nýárs mánudag til miðvikudags kl.
12-18.
Boðið verður upp á ýmsan glaðn-
ing fyrir gesti og gangandi.
Lífrænar
afurðir á
boðstólum
KÖNNUN meðal starfsmanna
Landspítalans á þessu ári sýnir að
þeir meta álagið á spítalanum ekki
meira en það var árið 2006.
Þetta segir Anna Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar á
Landspítalanum, í tilefni ummæla
Birkis Högnasonar, formanns ung-
liðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands,
í Morgunblaðinu í gær, um áhyggj-
ur sjúkraliða af auknu álagi og und-
irmönnun á deildum. Hann sagði
álag vera gríðarlegt á vissum deild-
um og farið væri að bera á forföllum
sjúkraliða vegna álagstengdra veik-
inda. Við slíkar aðstæður væri aukin
hætta á mistökum í starfi.
Anna segir það almennt vera
þannig að álag fylgi því að starfa á
spítala. Varðandi ummæli tals-
manns sjúkraliða um að öryggi
sjúklinga geti
verið ógnað segir
Anna það hafa
gerst í undan-
tekningartilvik-
um á árinu að
sjúklingar hafi
þurft að liggja á
göngum spítal-
ans. Það hafi hins
vegar verið þekkt
vandamál fyrir
nokkrum árum, og verið mikið í um-
fjöllun fjölmiðla á þeim tíma. Í dag
þekkist það varla.
„Við fylgjumst með því á hverjum
einasta degi hver staðan er með
legurýmin og bara núna í dag [í
gær] eru 12 pláss laus í Fossvogi
þar sem slysa- og bráðamóttakan
er. Það er heldur engin undirmönn-
un á spítalanum í dag. Gögn sýna að
spítalinn er betur mannaður en ver-
ið hefur undanfarin ár. Þannig eru
hjúkrunarklukkustundir að jafnaði
fleiri kringum hvern sjúkling núna í
nóvember en sama mánuð í fyrra.
Það eitt sýnir að fleiri starfsmenn
eru hér en þá,“ segir Anna.
Gögnin sem hún vitnar til verða
send landlækni, í tilefni af því að
heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti
landlæknis á öryggismálum á Land-
spítalanum.
„Þar sem fleiri hjúkrunarfræðing-
ar og sjúkraliðar eru á bráðadeild-
um spítalans en undanfarin tvö ár,
þá er sjaldnar kallað út fólk ef ein-
hver starfsmaður er veikur. Starfs-
menn spítalans hafa úr minni yf-
irvinnu að moða en var,“ segir Anna
ennfremur. bjb@mbl.is
Segir álag á starfsmenn
LSH ekki hafa aukist
Anna
Stefánsdóttir