Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 53

Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 KVIKMYNDIN Avatar er sú eina sem frumsýnd verður í dag í íslensk- um kvikmyndahúsum. Avatar er hugarfóstur leikstjór- ans James Cameron, fyrsta kvik- myndin hans í fullri lengd í heil 12 ár því hann hefur hin seinustu ár unnið að íburðarmiklum heimildar- og þrí- víddarmyndum. Í Avatar segir af Jake Sully, lömuðum fyrrum her- manni, sem sendur er til plán- etunnar Pandoru þar sem menn hafa fundið steintegund sem þeir telja að muni bjarga orkuvanda jarðarinnar. Andrúmsloft Pandoru er baneitrað mönnum og því hafa þeir fengið vís- indamenn til þess að búa til s.k. avat- ar-verur sem þola slíkt loft og líkjast bláum verum sem búa á plánetunni, enda búnar til úr blöndu erfðaefnis þeirra og manna. Avatar-verunum geta menn fjarstýrt með hugarafli og er Sully fengin ein slík til að stjórna. Sully fær það hlutverk að vingast við geimverurnar sem nefnast na’vi og fá þær til að flytja sig af svæði sem ríkt er af steintegundinni dýr- mætu. Sully kynnist fagurri na’vi kvenveru, Neytiri, sem kynnir hann fyrir ættbálki sínum og kennir hon- um að lifa að hætti frumbyggja. Sully nýtur þessa ævintýralífs og finnur til samkenndar með hinum bláu verum. En átök eru í uppsigl- ingu því geimverurnar ætla sér ekki að flytjast búferlum til þess eins að leyfa mönnum að grafa upp steinteg- undina góðu, eyðileggja verðmætt landsvæði og heimkynni þeirra. Cameron hefur gengið með mynd- ina í maganum í ein 15 ár og mun hafa beðið þess að tölvuteikni- og brellutækninni myndi fleyta það mikið fram að hægt væri að gera hana. Myndin er í þrívídd, þó hún sé einnig sýnd í hefðbundinni tvívídd. Með aðalhlutverk fara Sam Worthington, Zoe Saldana, Sigourn- ey Weaver, Stephen Lang og Giov- anni Ribisi. Erlendir dómar: Imdb: 8,3/10 Metacritic: 84/100 Empire: 100/100 Variety: 90/100 Rolling Stone: 88/100 Átök og ævintýr á plánetunni Pandoru KVIKMYNDAFRUMSÝNING» Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgar tilboð 12.995 9.995 LAROUSSE GASTRONOMIQUE Ný útgáfa Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.