Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 23

Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FRÉTTAMYNDIRNAR voru óraunverulegar, allavega við fyrstu sýn. Leiðtoginn sem gert hefur óaðfinnanlegt tannkrems- brosið að vörumerki sínu stóð blóðugur og örvinglaður í miðju öngþveitinu. Og geðshræringin leyndi sér ekki þegar honum var ekið á brott. Í fyrsta sinn í langan tíma var Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, ekki að leika. Leiðtoginn datt þó fljótt aftur í rulluna og eins og allir góðir leik- arar var hann snöggur að laga óþægilega uppákomu að atburða- rásinni. Hér mátti engan tíma missa. Og handritið hljómar kunn- uglega. „Ástin sigrar ávallt hatrið og öf- undina,“ sagði Berlusconi og vísaði til djúpstæðrar andúðar Massimos Tartaglia, Ítalans sem komst í heimsfréttirnar er hann grýtti styttu í andlit leiðtogans, gegn sér. „Haldið stillingu ykkar og verið hamingjusöm,“ hvatti föðurlegur forsætisráðherrann þegna sína til að gera eftir ódæðið síðasta laug- ardag. Ásakanir á víxl Viðleitni „Il Cavaliere“, eða „Riddarans“, til að sýnast yfirveg- aður kemur ekki á óvart í ljósi þess að hann er valdamesti maður Ítalíu. Honum var þó bersýnilega mjög brugðið og í áfalli eftir styttukast- ið sem skekið hefur ítalskt sam- félag. Harðvítugar skeytasendingar hafa þannig gengið á milli hægri og vinstri vængsins í stjórnmál- unum og leiðtoginn séð ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir árásina og eftirmál hennar sýna fram á þörfina fyrir heiðarlegri og yfirvegaðri stjórn- málaumræðu. Áður höfðu fjandmenn forsætis- ráðherrans sagt árásina til vitnis um hversu mikið hatur kraumi undir niðri í garð hans, andúð sem hann hafi sjálfur kynt undir með stjórnunarstíl sínum og yfirlýs- ingagleði. Lýtaaðgerð í vændum Óstaðfestar fréttir herma að Berlusconi sé á leið í aðgerð á einkasjúkrahúsi í svissneska bæn- um Gravesano, en hann er sagður hafa farið þar í lýtaaðgerð áður. Leiðtogin er búinn að fara í þriggja tíma aðgerð hjá tannlækni og safnar nú kröftum í höll sinni í Arcore í útjaðri Mílanó. Særði „riddarinn“ spilar á strengi ástar og samúðar  Hvetur til stillingar  Hvetur til yfirvegaðri umræðu  Á leið í aðgerð í Sviss? Reuters Útskrifaður Berlusconi ekið á brott frá sjúkrahúsinu í Mílanó. Hann nefbrotnaði í árásinni, missti tvær tennur og skarst á vör og á kinn eins og sjá má á sáraumbúðunum. Það mun taka nokkrar vikur fyrir nefbeinið að gróa. Stjórnmálaleiðtoginn sem hefur líkt sér við Jesú Krist hefur nú fengið gullið tækifæri til að stilla sér upp sem fórnarlambi. Refur- inn hefur notað tímann á sjúkra- beði vel og sett á svið nýja fléttu. Svæsnustu hatursmenn Berl- usconis hafa ausið árás- armanninn, Massimo Tartaglia, lofi og sumir lagt til að hann verði tekinn í tölu dýrlinga á Ítalíu strax. Veggjakrotarar í Róm og í norðurhluta Tórínó hafa einnig látið aðdáun sína á Tartaglia í ljós, en hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Á hinum vængnum hefur harður fylgismaður forsætis- ráðherrans krafist þess að ódæðismaðurinn skuli líflátinn. Á meðan gífuryrðin ganga á víxl selst afsteypan af dóm- kirkjunni í Mílanó eins og heit- ar lummur. Verði tekinn í dýrlingatölu Reuters Geðshræring Eftir árásina. Reuters Vopnið „Duomo di Milano.“ www.noatun.is ÓDÝRT Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl FÖSTUDAGAÐEI NS Í DAG Ódýrt og gott í Nóatúni 30% afsláttur KEAHANGILÆRI ÚRBEINAÐ, PAKKAÐ KR./KG 2239 3198

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.