Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FRÉTTAMYNDIRNAR voru óraunverulegar, allavega við fyrstu sýn. Leiðtoginn sem gert hefur óaðfinnanlegt tannkrems- brosið að vörumerki sínu stóð blóðugur og örvinglaður í miðju öngþveitinu. Og geðshræringin leyndi sér ekki þegar honum var ekið á brott. Í fyrsta sinn í langan tíma var Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, ekki að leika. Leiðtoginn datt þó fljótt aftur í rulluna og eins og allir góðir leik- arar var hann snöggur að laga óþægilega uppákomu að atburða- rásinni. Hér mátti engan tíma missa. Og handritið hljómar kunn- uglega. „Ástin sigrar ávallt hatrið og öf- undina,“ sagði Berlusconi og vísaði til djúpstæðrar andúðar Massimos Tartaglia, Ítalans sem komst í heimsfréttirnar er hann grýtti styttu í andlit leiðtogans, gegn sér. „Haldið stillingu ykkar og verið hamingjusöm,“ hvatti föðurlegur forsætisráðherrann þegna sína til að gera eftir ódæðið síðasta laug- ardag. Ásakanir á víxl Viðleitni „Il Cavaliere“, eða „Riddarans“, til að sýnast yfirveg- aður kemur ekki á óvart í ljósi þess að hann er valdamesti maður Ítalíu. Honum var þó bersýnilega mjög brugðið og í áfalli eftir styttukast- ið sem skekið hefur ítalskt sam- félag. Harðvítugar skeytasendingar hafa þannig gengið á milli hægri og vinstri vængsins í stjórnmál- unum og leiðtoginn séð ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir árásina og eftirmál hennar sýna fram á þörfina fyrir heiðarlegri og yfirvegaðri stjórn- málaumræðu. Áður höfðu fjandmenn forsætis- ráðherrans sagt árásina til vitnis um hversu mikið hatur kraumi undir niðri í garð hans, andúð sem hann hafi sjálfur kynt undir með stjórnunarstíl sínum og yfirlýs- ingagleði. Lýtaaðgerð í vændum Óstaðfestar fréttir herma að Berlusconi sé á leið í aðgerð á einkasjúkrahúsi í svissneska bæn- um Gravesano, en hann er sagður hafa farið þar í lýtaaðgerð áður. Leiðtogin er búinn að fara í þriggja tíma aðgerð hjá tannlækni og safnar nú kröftum í höll sinni í Arcore í útjaðri Mílanó. Særði „riddarinn“ spilar á strengi ástar og samúðar  Hvetur til stillingar  Hvetur til yfirvegaðri umræðu  Á leið í aðgerð í Sviss? Reuters Útskrifaður Berlusconi ekið á brott frá sjúkrahúsinu í Mílanó. Hann nefbrotnaði í árásinni, missti tvær tennur og skarst á vör og á kinn eins og sjá má á sáraumbúðunum. Það mun taka nokkrar vikur fyrir nefbeinið að gróa. Stjórnmálaleiðtoginn sem hefur líkt sér við Jesú Krist hefur nú fengið gullið tækifæri til að stilla sér upp sem fórnarlambi. Refur- inn hefur notað tímann á sjúkra- beði vel og sett á svið nýja fléttu. Svæsnustu hatursmenn Berl- usconis hafa ausið árás- armanninn, Massimo Tartaglia, lofi og sumir lagt til að hann verði tekinn í tölu dýrlinga á Ítalíu strax. Veggjakrotarar í Róm og í norðurhluta Tórínó hafa einnig látið aðdáun sína á Tartaglia í ljós, en hann á allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Á hinum vængnum hefur harður fylgismaður forsætis- ráðherrans krafist þess að ódæðismaðurinn skuli líflátinn. Á meðan gífuryrðin ganga á víxl selst afsteypan af dóm- kirkjunni í Mílanó eins og heit- ar lummur. Verði tekinn í dýrlingatölu Reuters Geðshræring Eftir árásina. Reuters Vopnið „Duomo di Milano.“ www.noatun.is ÓDÝRT Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl FÖSTUDAGAÐEI NS Í DAG Ódýrt og gott í Nóatúni 30% afsláttur KEAHANGILÆRI ÚRBEINAÐ, PAKKAÐ KR./KG 2239 3198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.