Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LEIÐTOGAR margra ríkja heims sögðust í gær telja að loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Kaupmanna- höfn bæri ekki tilætlaðan árangur. Líklegt þótti að samkomulag næðist ekki um lagalega bindandi sáttmála um að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda og beðið yrði með hann þar til á loftslagsráðstefnu sem ráð- gerð er í Mexíkó á næsta ári. „Þetta er mjög erfitt, en ekki ómögulegt,“ hafði danska ríkis- útvarpið eftir Lars Løkke Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur, um líkurnar á lagalega bindandi samkomulagi á loftslagsþinginu sem lýkur í dag. Danir höfðu þurft að falla frá áformum um að leggja fram drög að samkomulagi, m.a. vegna tortryggni fulltrúa þróunarlanda sem töldu dönsku embættismennina draga taum auðugra iðnríkja í deil- um þeirra við þróunarlöndin. Løkke Rasmussen sagði þetta torvelda samningaviðræðurnar þar sem tveir vinnuhópar umhverfisráðherra þyrftu nú að leggja drög að tveimur samningum, annars vegar um fram- hald Kyoto-bókunarinnar og hins vegar um víðtækara samstarf sem ekki er lagalega bindandi. Setur skilyrði fyrir aðstoð Fulltrúar Evrópusambandsins sögðust hafa miklar áhyggjur af því hversu illa hefði miðað í samninga- viðræðunum. Gert er ráð fyrir því að um 120 þjóðarleiðtogar taki þátt í viðræðunum á lokadegi þingsins. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að bandaríska stjórnin styddi tilboð þróaðra iðnríkja um að veita þróun- arlöndum aðstoð að andvirði 100 milljarða dollara á ári fyrir 2020 til að hjálpa þeim að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Clinton sagði ekkert um hversu mik- ið fé Bandaríkjastjórn væri tilbúin til að leggja af mörkum og setti nokkur skilyrði fyrir aðstoðinni. Hún sagði að aðstoðin yrði ekki veitt nema lagalega bindandi sam- komulag næðist og aðstoðin væri einnig háð því að ný efnahagsveldi á borð við Kína yrðu við kröfum Bandaríkjamanna um gagnsæi og alþjóðlegt eftirlit með því að þau standi við loforð sín um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Kín- verjar hafa verið tregir til að sam- þykkja slíkt eftirlit. Fulltrúar Kína hafa sagt síðustu daga að samningamennirnir geti í mesta lagi gert sér vonir um póli- tískt samkomulag, þar sem mark- miðunum er lýst í grófum dráttum og lofað er frekari samninga- viðræðum á næsta ári. Nokkur Afríkuríki hafa sagt að tilboð auðugu iðnríkjanna um 100 milljarða aðstoð á ári sé ófullnægj- andi en önnur þróunarlönd segjast geta sætt sig við þá fjárhæð. Litlar líkur á bindandi sátt Reuters Hlýnun Börn strjúka burt snjó á hnattlíkani í Kaupmannahöfn. Tólf daga loftslagsþingi SÞ í borginni lýkur í dag.  Ólíklegt talið að loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna beri tilætlaðan árangur  Talsmaður Obama Bandaríkjaforseta segir að „innantómur“ sáttmáli yrði verri en ekkert samkomulag á loftslagsþinginu Í HNOTSKURN » Talsmaður BaracksObama Bandaríkjaforseta sagði í gær að „innantómur“ loftslagssáttmáli yrði verri niðurstaða en ekkert sam- komulag á loftslagsþingi SÞ. » Mahmoud Ahmadinejad,forseti Írans, sagði á lofts- lagsþinginu í gær að öll ríki heims þyrftu að geta nýtt „hreina og endurnýjanlega orkugjafa á borð við vind-, sól- ar-, sjávarfalla-, jarðvarma- og kjarnorku“. Bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn og repúblikaninn James Inhofe fór til Kaup- mannahafnar í von um að geta grafið undan fyrirheitum Baracks Obama um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Við ætlum ekki að samþykkja frumvarp um loftslagsbreytingar,“ sagði Inhofe. Hann bætti við að einu Bandaríkjamennirnir sem hefðu áhyggjur af loftslagsbreyt- ingum væru „yfirstéttarmenn í Hollywood“. Áhyggjuefni „yfirstéttarmanna í Hollywood“ ARTURO Beltran Leyva, leiðtogi eins af illræmdustu eiturlyfjasmyglhringjum Mexíkó, beið bana í skotbar- daga við hermenn í fyrradag, að sögn hers landsins í gær. Beltran Leyva var 47 ára og kall- aður „Foringi foringja“. Hann er í þriðja sæti á lista yfirvalda í Mexíkó yfir þá sem þau leggja mesta áherslu á að handsama. Yfirvöldin höfðu lofað jafnvirði 190 milljóna króna fyrir upp- lýsingar sem leiddu til handtöku hans. Fall Beltrans Leyva er álitið mikill sigur fyrir Felipe Calderon, forseta Mexíkó, en hann hefur lagt mikla áherslu á baráttuna gegn eiturlyfja- smyglhringum sem eru orðnir mjög áhrifamiklir í samfélaginu, hafa mikil ítök í lögreglunni og stjórnkerfinu. Blóðug átök milli eiturlyfjasmyglhringa, einkum vegna baráttu þeirra um smyglleiðir til Bandaríkjanna, hafa orðið til þess að svæðið meðfram landamærunum að Bandaríkjunum er orðið eitt af hættulegustu svæðum heims. Talið er að yfir 14.000 manns hafi beðið bana í Mexíkó á síðustu þremur árum í átökum og árásum sem tengjast eiturlyfjasmygl- hringum. Beltran Leyva var á meðal 43 Mexíkómanna sem bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrir eiturlyfjasmygl. Þeir eru sagðir hafa smyglað nær 200 tonnum af kókaíni og miklu magni heróíns til Bandaríkjanna. Beltran Leyva féll ásamt þremur félögum sínum í átökum við hermenn. Fjórði glæpamaðurinn fyrirfór sér eftir að hermenn um- kringdu hann í aðgerð sem herinn hafði undirbúið í marga mánuði með aðstoð leyniþjónustunnar. Þrír hermenn særðust þegar þeir urðu fyrir sprengju- brotum í átökunum í Guernavaca, 350.000 manna borg sem er vinsæll ferðamannastaður og hefur verið kölluð „Borg hins eilífa vors“. Átökin voru svo hörð að flytja þurfti marga íbúa á nálægan íþróttaleikvang. bogi@mbl.is „Foringi foringja“ féll í skotbardaga Reuters Bardagi Mexíkóskir hermenn handtaka óþekktan mann eftir skotbardaga við eiturlyfjasmyglara í Cuernavaca. Arturo Beltran Leyva TVEGGJA ára piltur í Brasilíu er á gjörgæsludeild sjúkrahúss eftir að 40 nálar fundust innan í líkama hans. Lögreglan segir að stjúpfaðir piltsins hafi játað að hafa stungið nálunum í hann. Maðurinn segir að hjákona sín hafi sagt honum að deyða barnið með svartagaldri til að hefna sín á eiginkonu hans. Móðir piltsins fór með hann á sjúkrahús á sunnudaginn var eftir að hann hafði kvartað yfir maga- verkjum og kastað upp. Á röntgen- myndum sáust tugir nála innan í hálsinum, búknum og fótunum. Að minnsta kosti einni nálanna var stungið í lunga og annarri í lifrina. Læknar sögðu að flestar nálanna yrðu fjarlægðar með skurðaðgerð en þó ekki þær sem eru í líffær- unum, þar sem það gæti valdið meiri skaða ef reynt yrði að fjar- lægja þær. Móðir piltsins á sex börn og gift- ist manninum fyrir hálfu ári. Hún kveðst hafa fengið grun um að pilt- urinn hefði verið beittur einhvers konar svartagaldri þegar hún hefði fundið grunsamlega hluti á heimili þeirra. „Hann gerði þetta til að hefna sín á eiginkonu sinni,“ sagði lög- reglustjóri bæjarins Ibotirama. „Frilla hans sagði honum að drepa barnið með hryllilegri svarta- galdursathöfn.“ Stakk 40 nálum í barn til að hefna sín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.