Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 39
Minningar 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
Elsku afi, knúsaðu
ömmu frá mér. Ég
elska ykkur bæði svo
mikið og er svo þakk-
lát fyrir allt sem þið hafið gefið mér.
Mig dreymir stundum enn í dag um
Fjólugötuna. Þá er allt eins og það
var þegar ég var lítil og mér líður
alltaf svo vel. Ég held að mig dreymi
þetta af því að ég var svo hamingju-
söm hjá ykkur.
Ég man eftir því þegar ég kom í
pössun snemma morguns og fékk að
skríða upp í afaból og kúra hjá ömmu
og þú komst með kaffisopa handa
okkur. Ég man eftir öllum stundun-
um sem við frændsystkinin áttum
fyrir framan sjónvarpið, með snakk
og vídeóspólu. Ég man þegar ég og
Óli Boggi fengum að fara með þér og
ömmu til Benidorm í þrjár vikur.
Þetta var í fyrsta skipti sem við fór-
um til útlanda og það var ekkert smá
gaman. Nú á ég heima í útlöndum og
Óli er alltaf með annan fótinn í út-
löndum, kannski út af því að fyrsta
ferðin okkar var svo stórkostleg?
Manstu eftir því afi, þegar Anton
var fjögurra ára og sagði frá því á
leikskólanum að langafi hans á Ís-
landi væri sjóræningi! Leiksskóla-
kennaranir brostu bara að honum og
vinirnir trúðu honum ekki. Hann
stóð fastur við þetta og var ekkert
smá ánægður með sig, nokkrum vik-
um seinna þegar hann gat farið með
sönnunargagnið með sér á leikskól-
ann og sýnt öllum að langafi hans
VAR sjóræningi! Þá hafðir þú, elsku
afi, og Inga farið í dótabúð og keypt
krók, lepp, klút og annað sjóræn-
ingjadót og svo tekið mynd af þér
með þetta allt saman. Eftir þetta
varst þú afi sjóræningi hjá strákun-
um mínum.
Mikið var nú gott að þú hittir hana
Ingu til að njóta lífsins með þessi síð-
ustu ár þín. Leiðinlegt bara að þið
fenguð ekki lengri tíma saman. Það
var alltaf svo gott að koma til ykkar
og þið voruð alltaf svo yndisleg við
okkur. Ég vona innilega að þú eigir
eftir að vaka yfir henni og okkur öll-
um. Hvíldu í friði elsku afi sjóræn-
ingi.
Kristborg og strákarnir.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja,
það er svo margt sem mig langar að
segja. Ég sakna þín svo mikið, en
samt er ég ekki að fatta að þú sért
farinn. Það var yndislegt að fá að
kveðja þig en það er skrítið að hugsa
til þess að þú komir aldrei aftur til
okkar.
Ég minnist þín elsku afi með hlýj-
um og góðum minningum sem ég á
aldrei eftir að gleyma. Það var alltaf
stuð á Fjólugötunni. Man sérstak-
lega eftir Tomma og Jenna spólunni
sem var alltaf í videótækinu, man
líka vel eftir þegar þú fórst í sund kl.
6 á morgnana og ég fékk að koma
með. Það var rosa gaman og svo fór-
um við í bakaríið eftir sund. Það var
líka alltaf svo gott að koma til ykkar
Ingu í Austurbrúnina. Þegar maður
kom þá var slegið upp veislu og ekki
fannst okkur verra ef það var fótbolti
í sjónvarpinu. Mér leið alltaf svo vel í
kringum þig afi minn, þú sýndir
manni alltaf svo mikinn áhuga. Vissir
alltaf hvað var í gangi hjá manni,
hvernig gengi í boltanum, skólanum,
vinnunni og fleiru. Þú hringdir alltaf
á afmælisdaginn, skírnardaginn og
meira að segja daginn sem ég fékk
bílpróf og óskaðir mér til hamingju,
þetta var allt skrifað í dagbókina
góðu. Þú hefur alltaf verið og verður
alltaf fyrirmynd hjá mér. Þú gafst
mér bestu gjöf sem ég hef fengið
Ólafur Helgi
Runólfsson
✝ Ólafur Helgi Run-ólfsson fæddist á
Búðarfelli í Vest-
mannaeyjum 2. jan-
úar 1932. Hann lést á
Gjörgæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi 7.
desember sl.
Útför Ólafs fór
fram frá Áskirkju 17.
desember 2009.
þegar ég fékk gifting-
arhringinn þinn í
fermingargjöf, ég hef
verið með hann síðan
og verð með hann um
ókominn ár.
Elsku afi Run, nú
ertu kominn til ömmu
Boggu, gefðu henni
risaknús frá okkur.
Nú getið þið fylgst
með okkur saman og
passað okkur. Takk
fyrir allt elsku afi
minn, þú munt alltaf
eiga stóran sess í
hjarta mínu. Kveðja,
Bjarni Rúnar.
Elsku afi minn er allur, minning-
arnar fljúga í gegnum huga mér og
þær eru endalaust margar og allar
góðar. Þegar ég sest niður og fer yfir
allar þær yndislegu minningar sem
ég á um þig afi minn, þá tárast ég og
brosi til skiptis. Fyrir mér varstu al-
ger hetja, þú tókst öllu með svo
miklu æðruleysi og aldrei heyrði
maður þig kvarta, sama á hverju
gekk. Það var meira að segja tekinn
af þér annar fóturinn vegna æða-
sjúkdóms, en þú bara harkaðir af þér
og lærðir á undraverðum tíma að
ganga upp á nýtt með gervifót. Það
eru ekki allir sem hefðu tekið þessu
með slíkum hætti og þú gerðir. Ég
man meira að segja eftir því að hafa
heimsótt þig á spítalann fljótlega eft-
ir þá aðgerð og strax varstu byrjaður
að grínast. Þú varst svo mikill húm-
oristi og við gátum skemmt okkur
vel saman með allskonar spaugi. Þau
eru ófá skiptin sem við horfðum sam-
an á boltann og spjölluðum um leið,
þessar minningar fyrir mér eru
ómetanlegar. Þú varst alltaf svo
stoltur af mér og duglegur að for-
vitnast um hvað ég væri að gera
dagsdaglega og spyrja mig frétta.
Þú varst svo heppinn að kynnast
tveimur yndislegum konum sem
báðar urðu eiginkonur þínar, fyrst
var það Bogga amma, sem var æsku-
ástin þín og yndisleg manneskja í
alla staði en dó frá okkur alltof fljótt,
aðeins 61 árs gömul árið 1993. En
svo kynntist þú Ingu ömmu og ég hef
ávallt verið svo þakklátur fyrir að þú
hafir fengið hana Ingu inn í líf þitt
eftir að amma fór frá okkur. Þið vor-
uð svo miklir vinir og hugsuðuð svo
vel um hvort annað.
Þegar ég hugsa um þig elsku afi
minn þá er mér efst í huga þakklæti,
þakklæti fyrir að hafa kynnst þér,
þakklæti fyrir að þú hafir verið afi
minn og þakklæti fyrir að hafa átt
þig að í rúm 31 ár. Ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið stund með þér
áður en þú kvaddir og þakklátur fyr-
ir allar þær stundir sem við áttum
saman.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Fel þú, Guð, í faðminn þinn,
fúslega hann afa minn.
Ljáðu honum ljósið bjarta,
lofaðu hann af öllu hjarta.
Leggðu yfir hann blessun þína,
berðu honum kveðju mína.
(L.E.K.)
Þinn dóttursonur,
Kristinn Þór.
Elsku hjartans afi minn.
Ekki hvarflaði það að mér að af-
mælisdagur ömmu Boggu heitinnar
yrði síðasti dagurinn okkar saman í
lifanda lífi. Við Gréta fórum með
kerti að leiði ömmu, ég hringdi í þig
úr garðinum því ég vildi ekki að þið
færuð þangað í slæmri færðinni. Þú
þakkaðir mér innilega fyrir og
bauðst okkur í kaffi. Það var löngu
orðin venja að koma við hjá ykkur
þennan dag. Við sátum hjá ykkur
Ingu dágóða stund og ræddum með-
al annars um veðrið, færðina og
peruna sem okkur og ykkur vantaði í
jólahúsin. Inga sagðist redda því og
daginn eftir hringdir þú, peran var
komin í hús. Það var í síðasta sinn
sem ég heyrði í þér.
Svona varstu afi minn, greiðvik-
inn, tillitssamur og væntumþykja
þín fyrir okkur var takmarkalaus. Þú
gantaðist eins og þér einum var lag-
ið, þá slóstu gjarnan hendi á lær þér
eða slóst handarbakinu í lófann og
hlóst. Þú varst hress og kátur og því
var það svo fjarri mér að þú værir á
förum. Minningarnar streyma og
þær ylja mér á þessum erfiðu tímum.
Stundirnar fyrir framan sjónvarpið á
Fjólugötunni með Cocoa Puffs eða
snakkhringi með papriku, búðarleik-
urinn við skrifborðið þitt með reikni-
vélina og peningana í vindlakassan-
um, við bæði að leggja kapal og mínir
gengu alltaf upp, því amma Bogga
sagði að það mætti svindla þrisvar
sinnum, hlýtt afaból á Skúlagötunni,
þú í eldhúsinu. Það sem var dekrað
við mig hjá ykkur. Ég var sótt og
mér skutlað, alltaf til jarðarber og
brún rúlluterta með hvítu kremi, af
því það er uppáhaldið mitt, pulsu-
ferðirnar þar sem amma bauð en þú
borgaðir af því hún „gleymdi“ vesk-
inu eða var að bíða eftir „orlofinu“,
happaþrennuferðir, sönglið í mér
þegar ég var svöng, saltkjöt og baun-
ir á sprengidaginn og kjötsúpan
maður minn! Hversu dýrmætar
þessar minningar eru mér núna. Það
var erfitt hjá þér, elsku afi minn, eft-
ir að amma dó, en lífið hélt áfram
með sínar slæmu og góðu stundir, ég
ætla að staldra við þær góðu. Þú
varst sérdeilis heppinn að hitta hana
Ingu þína og ég var svo ánægð fyrir
þína hönd. Inga reyndist þér og okk-
ur öllum afskaplega vel og ég þakka
þeim sem öllu ræður fyrir hana Ingu
okkar. Gréta mín elskaði að koma í
Austurbrúnina og oft þegar við vor-
um á ferðinni spurði hún hvort við
gætum kíkt á afa og Ingu. Kannski
hefði ég átt að láta það oftar eftir
henni, þá hefðu samverustundir okk-
ar verið enn fleiri. Í daglegu amstri
og hversdagslegu lífi nútímans á
maður því miður alltof oft nóg með
sjálfan sig. Ég er samt sem áður afar
þakklát fyrir þær stundir sem við
höfum átt saman og ég þakka fyrir
hvað Gréta mín kynntist þér vel.
Hún labbaði oft til ykkar með afa Jóa
og stundum ömmu Petru og þær
voru nú síðast hjá þér deginum áður
en ósköpin dundu yfir.
Elsku hjartans afi minn, þú varst
búinn að skrifa jólakortin og ég bíð
eftir mínu með gleði og sorg í hjart-
anu. Síðastliðin ár hefur þú í jóla-
kortunum þínum þakkað mér tryggð
og vináttu liðinna ára. Nú þakka ég
þér afi minn fyrir tryggð þína og vin-
áttu alla tíð og kveð þig í hinsta sinn.
Guð geymi þig.
Þín dótturdóttir,
Íris Dögg.
Elsku afi Run.
Mér fannst alltaf svo gott og gam-
an að koma til ykkar Ingu. Ég kom
oft til ykkar með mömmu en líka oft
labbandi með ömmu Petru og afa
Jóa.
Þið voruð alltaf svo góð við mig og
svo þægilegt að vera hjá ykkur. Ég
fékk alltaf uppáhaldskökuna mína,
brúna rúllutertu með hvítu kremi og
mjólk. Ég fékk líka mjög oft brjóst-
sykur og hjá ykkur mátti fá nammi
fyrir matinn!
Ég og vinkona mín fórum einu
sinni í njósnaraleik hjá ykkur. Þá
vorum við með kíkinn þinn, blöð og
penna og vorum úti í sólstofu og önn-
ur okkar var úti í glugga með kíkinn
að kíkja á bílnúmer og hin var við
skrifborðið þitt að skrá þau niður.
Oft þegar ég kom til ykkar þegar ég
var aðeins yngri bað ég þig oft um
símaskrána svo ég gæti skoðað fán-
ana aftast. Það fannst ykkur Ingu
svo áhugavert.
Þú varst frábær og ég á eftir að
sakna þín.
Guð geymi þig.
Þín,
Gréta Dögg.
Léttur í lund, hlaðinn lífsgleði,
áræðinn, en fyrst og fremst góður
drengur. Þannig var Óli bróðir minn
sem nú hefur kvatt svo skyndilega
við síðasta högg þeirrar klukku sem
honum var ætluð. Hann var að skrifa
jólakort með Ingibjörgu Magnús-
dóttur konu sinni, Eyjajól í aðsigi og
allt í lyndi þegar ræsið kom 7. des.
sl., ræsið sem aðeins einn kallar til.
Ólafur Helgi Runólfsson fæddist
2. janúar 1932. Hann átti ljúfa
bernsku í Eyjum, umvafinn ástúð
foreldra. Einar hálfbróðir okkar 11
árum eldri, ég litli peyinn, ári á eftir
Óla. Ráðríki okkar allra var samt
slíkt að aldur var afstæður. Tilþrifa-
taktar fylgdu fjörmiklum peyjum og
kærleikurinn var eftir því. Á mis-
jöfnu þrífast börnin best. Heimilislíf-
ið var traust og gott, skjólið af
Heimakletti, hollráð foreldranna í
bak og fyrir, skólinn, fótboltinn,
ferming Óla 1946, 16 ára lagði hann
gjörfa hönd á íþróttir. Alltaf var fisk-
vinnslan innan seilingar eins og hjá
öllu ungu fólki í Eyjum, sem lagði
hönd á plóginn til heimilisins af því
að það var góður skóli og skemmti-
legur og haft við hæfi smárra handa.
Ég man að ég leit Óla oft aðdáun-
araugum fyrir það hvað hann var
snjall flakari, með þeim betri, reynd-
ar eins og allt sem lék í höndum
hans. Sautján ára gamall fór Óli á
síld, sumarsíldveiðar fyrir Norður-
landi, á Sjöstjörnunni, síðan tók við
smíðanám á kvöldskóla og auðvitað
var unnið með í fiski, en Óli var líka
um árabil þjónn í Samkomuhúsi
Vestmannaeyja. Óli lauk smíðanámi
liðlega tvítugur og var orðinn húsa-
smíðameistari tuttugu og fjögurra
ára gamall. Upp úr því stofnaði hann
ásamt félögum sínum trésmíðaverk-
stæðið Nýja Kompaníið sem var
starfrækt um árabil. Þegar félagarn-
ir hættu rekstri fór Óli á sjóinn, var
meðal annars matsveinn á Gullborgu
með Binna í Gröf, Ísleifi IV. og Vest-
mannaey. Það lá létt fyrir Óla að
breyta til í samræmi við fjölhæfni
hans í hugsun og lagni til svo margs.
1968 brá hann sér í matsveina- og
veitingaskólann og útskrifaðist þar
tveimur árum síðar með láði. Um
nær 10 ára skeið var hann síðan
framkvæmdastjóri Herjólfs. 1988
flutti Óli til Reykjavíkur og vann hjá
Reykjavíkurborg. Fyrri kona Óla
var Sigurborg Björnsdóttir frá
Seyðisfirði. Hún var jafnaldra Óla.
Þau eignuðust 4 glæsileg börn,
Petru, Margréti Birnu, sem dó í
bernsku, Ester og Birgi. Bogga féll
frá 1993. Seinni kona Óla er Ingi-
björg Magnúsdóttir frá Borgarfirði
en hún var honum stoð og stytta síð-
asta áratuginn.
Manni verður svo innilega orðs
vant þegar ástkær bróðir manns fell-
ur frá, kann ekki að reikna með
þessu óvænta aðdýpi í lífsins sjó.
Skoðanaskipti fylgdu lífsstíl okkar,
misjafnar áherslur en aldrei vík milli
vina. Góða skapið var aðalsmerki
Óla, brosið sem fylgdi honum gegn
um þykkt og þunnt. Hann var vel
gerður til mannaforráða, átti ein-
staklega gott með að vinna með fólki
þótt skapið væri ekki sérlega þrúgað
af lognmollu. Hann gekk að hverju
verki með leikgleði að leiðarljósi.
Góður Guð gefi fólkinu okkar
vernd og náð. Það er skarð fyrir
skildi.
Helga og Stefán Runólfsson.
Jæja elsku afi. Þá er komið að
kveðjustund hjá okkur, erum enn að
reyna að ná því að þú sért farinn. Við
eigum eftir að sakna þín alveg rosa-
lega mikið.
Það var alveg sama hvaða hindrun
var fyrir framan mann, þú studdir
mann alltaf í öllu. Ég tala nú ekki um
í sambandi við fótboltann, þú og
pabbi minn mesta hvatning og ykkur
tveim að þakka að ég er þar sem ég
er í dag.
Það var alltaf svo mikil ró í kring-
um þig og svo skemmtilegt að koma
í heimsókn til ykkar Ingu, maður
fylltist alltaf sjálfstrausti og allt var
svo afslappandi. Maður fékk alltaf
einhverjar kræsingar og góðan mat,
þú varst auðvitað besti kokkurinn.
Krossgáturnar fóru aldrei fram
hjá þér og það var svo gaman að
leysa þær allar með þinni hjálp, þú
kenndir mér alltaf eitthvað nýtt.
Símtölin frá þér voru þau
skemmtilegustu sem maður fékk,
þú varst alltaf með allt á hreinu í
dagbókinni þinni og beið maður
spenntur eftir næsta símtali frá þér.
Þú vissir einhvern veginn allt,
stundum meira en maður vissi sjálf-
ur.
Við þökkum þér fyrir að vera
heimsins besti afi og biðjum að
heilsa ömmu Boggu, svo sjáumst við
aftur þegar okkar tími kemur. Þá
setjumst við niður og rifjum upp
alla góðu tímana sem við áttum
saman. Þangað til yljum við okkur
við minninguna um þig, þær getur
enginn tekið frá okkur.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þín afabörn,
Eyþór Helgi og Eva Kolbrún.
Fallinn er frá kær vinur og mág-
ur, Ólafur Runólfsson, frá Vesta-
mannaeyjum.
Ekkert er dýrmætara í lífinu en
að kynnast fólki sem maður fer að
virða og láta sér þykja vænt um,
vegna mannkosta þess, en þannig
var Óli Run sem við kveðjum í dag.
Hann var giftur Boggu systur
minni, ég var fjórtán ára er ég fór á
vertíð til Vestmannaeyja og bjó hjá
þeim, kom þá best í ljós hvern mann
Óli hafði að geyma. Vil ég þakka
honum hvað hann bar mikla um-
hyggju fyrir sveitastráknum sem
kom austan af fjörðum. Það er
margs að minnast sem ekki verður
talið hér, Óli var þessi sterki og
myndalegi maður sem allir, bæði
börn og fullornir hændust að, enda
skemmtilegur og vildi allt fyrir alla
gera. Bogga systir var búin að vera
sjúklingur í mörg ár og var aðdáun-
arvert að sjá hvað hann bar hana á
höndum sér, Bogga lést fyrir aldur
fram 61 árs. Það var Óla mikil gæfa
að kynnast eftirlifandi konu sinni,
henni Ingu, þau áttu góð ár saman,
og var yndislegt að sjá hvað þeim
leið vel. Það var gaman að sjá öll al-
búmin með ýmsum myndum af at-
burðum úr Eyjum, úrklippur eftir
Sigmund eða dagbækurnar sem allt
var skrifað í, hann hafði alla gift-
ingar-, afmælis- og dánardaga á
hreinu innan fjölskyldunnar, hann
var ótrúlegur. Eftir að Bogga lést
reyndi hann að fylgjast með þessum
stóra hóp. Það verður tómlegt á
sunnudögum að fá ekki símtal.
Það er í auðmýkt sem ég og fjöl-
skylda mín þökkum Óla af alhug
fyrir vináttu og vegferð alla. Hugur
okkar er hjá Ingu, börnum hans og
fjölskyldu. Megi minningar um góð-
an og kærleiksríkan eiginmann,
pabba og afa, sefa sorg og veita
styrk. Við Didda og fjölskylda þökk-
um Óla fyrir alla vináttu og tryggð
sem hann sýndi okkur. Ingu, börn-
um og fjölskyldum þeirra sem og
öðrum ástvinum, sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning mæts manns.
Birgir Björnsson og fjölskylda.
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Helga Runólfsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
ÓLAFS TRYGGVA JÓNSSONAR
frá Hemlu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Lundar á Hellu fyrir frábæra
umönnun.
Ágúst Ingi Ólafsson, Sóley Ástvaldsdóttir,
Ragnhildur Ólafsdóttir, Sæmundur Sveinbjörnsson,
afabörn og langafabörn.