Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8 112 Reykjavík
Opið til 22:00 til jóla
einfaldlega betri kostur
©
IL
V
A
Ís
la
n
d
20
0
9
35%
AF ÖLLU
JÓLASKRAUTI
Christmas. Kúlukerti, háglans.
Einnig til gull og silfur.
Ø7,5 cm. Verð 495,- NÚ 320,-
Ø9 cm. Verð 795,- NÚ 515,-
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
GRUNNUR parhúss við Heiðaþing
2-4 í Kópavogi var jafnaður við
jörðu í gærmorgun. Tóftin hafði
staðið gapandi í alllangan tíma en
framkvæmdir á lóðinni stöðvuðust
vegna deilna um skipulagsmál.
Upphaflega stóð til að hækka ris-
mæni annarrar íbúðar hússins svo
kjallari hennar yrði íbúðarhæfur og
hafði Kópavogsbær gefið leyfi fyrir
slíku. Nágrannarnir í Heiðaþingi 6
kærðu það hins vegar og Úrskurð-
arnefnd bygginga- og skipulagsmála
sagði þessa breytingu óheimila.
Borguðu útlagðan kostnað
Þessari niðurstöðu urðu bæjaryf-
irvöld í Kópavogi að mæta með því
að leysa eignina til sín og greiða eig-
endum hússins útlagðan byggingar-
kostnað, eða alls um 55 milljónir
króna samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins.
Eftir stendur þá lóðin, nú húslaus,
en talið er að fyrir hana geti bærinn
fengið 15 til 20 milljónir. Ber þá að
hafa í huga að markaður fyrir lóðir
er allt annar og minni nú en var fyr-
ir bankahrunið.
Íbúarnir í Heiðaþingi 6 fengu á
sínum tíma að hækka hús sitt um
rúman hálfan metra og fara út fyrir
byggingarreit. Þegar fólk í Heiða-
þingi 2 til 4 óskaði eftir heimild til
breytinga á eigninni samþykktu ná-
grannarnir það en kipptu síðan að
sér hendinni.
Felldi leyfið úr gildi
Eftir að Kópavogsbær hafði leyst
eignirnar að Heiðaþingi 2-4 til sín
gaf bygginganefnd bæjarins aftur út
byggingaleyfi sem bæjarstjórn stað-
festi snemma á þessu ári. Þá
ákvörðun kærðu íbúar í Heiðaþingi
6 og kröfðust þess að framkvæmdir
yrðu stöðvaðar til bráðarbirgða eins
og gekk eftir.
Málið fór þá aftur til Úrskurð-
arnefndar byggingar- og skipulags-
mála sem nú í byrjun mánaðarins
felldi byggingarleyfi úr gildi og þar
með má segja að málið, sem hefur
verið að velkjast í kerfinu síðan
2006, hafi aftur verið komið á upp-
hafsreit.
Sú ákvörðun að rífa húsgrunninn
hefur gengið greitt í gegnum bæj-
arkerfið í Kópavogi. Húseigendur að
Heiðaþingi 6, þeir sem kærðu breyt-
ingarnar á sínum tíma, sendu erindi
til bæjarráðs Kópavogs „varðandi
hreinsun á lóðinni að Heiðaþingi
2-4“ eins og segir í fundargerð.
Var málið tekið fyrir á fundi ráðs-
ins sl. þriðjudag og samþykkt þar. Í
gær var svo tekið til óspilltra mál-
anna við hreinsunarstarfið sem lauk
samdægurs.
Morgunblaðið/RAX
Hreinsun Grunnur hússins í Heiðaþingi 2-4 var rifinn í gær. Lengi hafði verið deilt um framkvæmdina, þar sem ná-
grannar sættu sig ekki við að herbergi yrðu í annarri íbúð hússins öndvert því sem skipulag hafði gert ráð fyrir.
Umdeildur húsgrunnur í
Kópavogi jafnaður við jörðu
Íbúar í Heiðaþingi 2-4 vildu herbergi í kjallara Nágrannar kærðu
Langvinn málaferli Leyfi felld úr gildi og hreinsað var til á lóðinni í gærdag
Morgunblaðið/RAX
Grunnur Svona litu grunnur og sökklar út en framkvæmdir höfðu verið
stopp í langan tíma vegna ágreinings og kæru frá nágrönnum.
Í TILLÖGU að fjárhagsáætlun
Kópavogsbæjar fyrir 2010 er gert
ráð fyrir 25 milljóna kr. rekstr-
arafgangi. Með áætluninni er frek-
ari vexti á kostnaði hamlað en áfram
staðinn vörður um grunnþjónustu
og velferðarmál, segir í tilkynningu.
„Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar
fyrir árið 2010 er afrakstur þver-
pólitísks samstarfs í bæjarstjórn og
víðtæks samráðs innan bæjarkerf-
isins þar sem unnið var eftir þeirri
forskrift að hagræða án þess að
skerða nauðsynlega og lögbundna
þjónustu við bæjarbúa. Áætlunin
gerir ráð fyrir auknum framlögum
til fræðslusviðs og félagsþjónustu
með hliðsjón af ástandi þjóðmála en
þó er gerð krafa um hagræðingu á
þeim sviðum, ekki síður en öðrum,“
segir í tilkynningunni.
Gjaldskrárbreytingar verða innan
marka almennra verðlagshækkana.
Í sumum tilvikum breytist af-
greiðslutími stofnana. Heildartekjur
Kópavogsbæjar árið 2010 eru áætl-
aðar 18 milljarðar kr. Þar af er áætl-
að að skatttekjur nemi rúmum 13
milljörðum kr. Um 60% af skatt-
tekjum fara til reksturs á fræðslu-
sviði, rúm 8% í félagsþjónustu og
10% til æskulýðs- og íþróttamála.
Kópavogur ætlar
að skila 25 millj-
ónum í afgang
SAMKOMULAG
náðist um það á
fundi forseta Al-
þingis með for-
mönnum stjórn-
málaflokkanna í
gær að þingið af-
greiddi fyrir jól
fjárlögin, skatta-
lögin og önnur
þau mál sem
nauðsynlegt þyk-
ir að klára fyrir árslok.
„Síðan er samkomulag um að
fjárlaganefndin vinni áfram Ice-
save-málið eins og um var talað.
Þannig verður kallað eftir þeim
álitum sem menn hafa óskað eftir.
Síðan verður bara að meta hvernig
það gengur,“ segir Ásta Ragnheið-
ur Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.
Aðspurð hvort geri megi ráð fyrir
þingfundum milli jóla og nýárs seg-
ir Ásta það ekki ólíklegt.
Samkomulag
um þingstörfin
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
„Fallast má á að það eigi sér
nokkra stoð í samþykktum aðal-
uppdráttum að ekki séu heim-
iluð íbúðarherbergi í umdeildu
húsrými og að mesta hæð
húsanna sé ekki umfram það
sem skipulagsskilmálar
áskilja,“ sagði úrskurðarnefnd
skipulagsmála þegar hún kvað
upp úrskurð sinn nú í byrjun
mánaðarins.
Húsbyggjendur að Heiðaþingi
2-4 óskuðu eftir því að mega
koma fyrir herbergjum í kjallara
og að reistur yrði skjólveggur á
lóðamörkum. Leyfi var gefið út
vegna þessa en síðan dregið til
baka þar sem breytingarnar
væru ekki í samræmi við deili-
skipulag.
Helstu rök kærenda í málinu
voru þau að íbúðir í kjallara
tveggja hæð húss myndu skerða
einkalíf og lífsgæði þeirra.
Umfram skilmálana
TÆPLEGA 97% aðspurðra telja ekki réttlætanlegt
að samkomulag um eignarhald á Högum/1998 við
núverandi eigendur feli í sér niðurfellingu skulda, að
því er niðurstöður könnunar MMR fyrir Við-
skiptablaðið sýna.
Ekki var mikill munur á milli kynja, þó sögðust
fleiri konur, 98,4%, telja að niðurfelling skulda væri
ekki réttlætanleg.
Stjórnendur og æðstu embættismenn voru þeir
sem helst töldu að niðurfelling skulda væri réttlæt-
anleg, 10,7%, og 8,8% sjómanna og bænda eru sömu
skoðunar. 7% þeirra sem hafa yfir 800 þúsund krón-
ur á mánuði telja réttlætanlegt að samkomulagið feli
í sér niðurfellingu skulda.
67% aðspurðra töldu að Arion banki ætti að ráð-
stafa eignarhaldi á félaginu með því að hafa opið út-
boð, 13% töldu að rétt væri að vinna að sam-
komulagi við núverandi eigendur. 88% töldu réttast
að selja félagið í einstökum hlutum til mismunandi
kaupenda, en 12,2% að selja ætti félagið sem eina
heild, að því er fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins.
Svarendur í könnuninni voru 924, á aldrinum 18-
67 ár, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa
MMR.
97% telja ekki réttlætanlegt að fella niður skuldir
Vilja brjóta upp Haga en ekki fella niður skuldir
Telur þú réttlætanlegt að samkomulag um
eignarhald áHögum/1998 við núverandi
eigendur feli í sér niðurfellingu skulda?
Finnst þér aðArion banki, áður Nýja-Kaupþing
eigi að selja Haga/1998 ehf. í einni heild eða í
einstökumhlutum tilmismunandi kaupenda
(t.d.Bónus sér,Hagkaup sér og 10/11 sér)?
Hvernig telur þú réttast aðArion banki (áður
Kaupþing) ráðstafni eignarhaldi á Högum/1998,
sem rekam.a.Bónus,Hagkaup og 10/11?
96,5%
3,5%
13,0%
20,4%
66,6%
12,2%
87,8%
Nei, niðurfelling skulda við núverandi
eigendur er ekki réttlætanleg.
Já, niðurfelling skulda við núverandi
eigendur er réttlætanleg. Með opnu útboði þar
sem hæstbjóðandi fær
félagið.
Með samkomulagi
við núverandi eigendur.
Með einhverjum
öðrum hætti.
Það á að selja Haga/1998
í einni heild.
Það á að selja Haga/1998 í einstökum
hlutum til mismunandi kaupenda.