Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 25

Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 25
Kvöldförðun Karl Berndsen sýnir á ýtarlegan hátt í kennslumyndbandi sínu hvernig skuli bera sig að við að ná fram fallegri kvöldförðun. að fara vel yfir hluti eins og hvern- ig augnlínur eða eyeliner-línur eru gerðar og mismunandi áhrif þeirra eftir því hvaða áhöld eða efni eru notuð. Mjög gagnlegur kafli, því þetta getur reynst konum erfitt, en þarna sýnir Karl nokkrar að- ferðir við þennan klassíska hlut. Þá er Karl með förðun sérstak- lega fyrir þroskaða húð þar sem farið er í hvað hentar henni best og allt er þetta einfalt og auðvelt fyrir konur að tileinka sér. Öll framsetning Karls er mjög að- gengileg og hann gerir þetta allt á sinn einfalda hátt án þess að flækja hlutina of mikið eða týna sér í smáatriðum. Með diskinum fylgir bæklingur þar sem m.a. er farið yfir umhirðu húðarinnar auk þess sem gott yf- irlit er yfir þá bursta og áhöld sem Karl notar. Þegar horft er á disk- inn birtast svo litlir flipar neðst á skjánum þar sem kemur fram hvaða áhöld hann notar við hvert atriði fyrir sig í förðuninni. Þessi diskur fær mann til að langa að farða sig betur og prófa nýja hluti í förðun og þá er tilganginum náð. Förðun fyrir alla Kennslumyndband í förðun Karl Berndsen bbbm Útgefandi: Beauty Bar ehf. Lengd 85 mín. SIGURBJÖRG ARNARSDÓTTIR DVD Karl Berndsen er hérkominn með dvd-diskþar sem hann sýnir áeinfaldan og fumlausan hátt förðun fyrir konur á öllum aldri. Á disknum fer hann yfir flest það sem konur þurfa að huga að þegar kemur að förðun, hvort sem er fyrir unga eða þroskaða húð og ættu allar konur að geta tileinkað sér leiðbeiningar Karls. Diskurinn skiptist í nokkra kafla sem gott er að geta stokkið inn í eftir því hvers konar förðun konan vill nota. Í grunni, sem er fyrsti kaflinn, fer Karl yfir helstu grunnatriði í förðun en endar svo kaflann á því sem mér finnst vera skemmtileg- asta förðunin á disknum. Þar notar Karl einn varalit, strikar út andlit- ið og blandar svo allt út, þannig að útkoman er frábær förðun, mjög falleg, einföld og áhrifarík. Karl sýnir síðan margvíslega augnförðun í næstu köflum sem hentar vel við flest tækifæri. Hann tekur fyrir einfalda og fallega dag- förðun og kvöldförðun, ásamt því Íslendingar eru, eins og allir vita, sprengjuóðir þegar kemur að því að fagna nýju ári. Björgunarsveitir landsins keppast við að selja flugelda eins og enginn sé morg- undagurinn. Hinsvegar eru alltaf einhverjir braskarar þarna úti sem reyna að stela frá þeim viðskiptum. Ég er einn þeirra sem vil að björgunarsveitir fái einkarétt á flugeldasölu á Íslandi. Hún er þeirra helsta tekjulind og björgunarsveitirnar eiga að sitja einar við það borð. Á okkar litlu eyju búum við Íslendingar við margvíslegar ógnir, t.a.m eldgos, snjóflóð, jarðskjálfta og aðrar náttúruhamfarir. Björg- unarsveitir hér á norðurhjara veraldar eru löngu búnar að sýna og sanna að til- vera þeirra er nauðsynleg öllum lands- mönnum. Rjúpnaveiðimenn eru einmitt hóp- ur sem ætti að borga nefskatt til björgunarsveita. Þegar veiði- tímabilið hefst rjúka þeir á stað eins og þeir séu með rakettu í rassgatinu. Það er kannski eina rak- ettan sem kemur við sögu á þeim bæn- um. Rjúpnaveiði- tímabilið er ekki fyrr byrjað þegar björgunarsveit- irnar eru kallaðar út. Oftast er um að ræða illa útbúnar skyttur sem fylgjast ekki með veð- urspám. Þá er nú munur að vita af mörg þúsund sjálfboðaliðum sem alltaf er hægt að reiða sig á. Einkaréttur er kannski neikvætt orð á hinu nýja Íslandi en við getum allavega sniðgengið einka- aðila og staðið með þeim sem standa með okkur. Það kostar að þjálfa mannskap og halda úti rán- dýrum tækjakostnaði. Það er ekki eins og verið sé að borga þessu fólki laun. Þetta eru sjálfboðaliðar sem alltaf eru til taks fyrir þig og þína. Flestir vonast auðvitað til þess að þurfa aldrei á sérstakri björg- un að halda en öryggistilfinningin er góð. Þessi heimur er ekki fullkom- inn og ekki kemst heimur Hilm- ars nálægt því. Hver kemur að bjarga þér ef þú lendir í lífsháska? Essasú? hilmar@mbl.is HeimurHilmars ’Rjúpnaveiði-menn eru einmitt hópur sem ætti að borga nefskatt til björgunarsveita. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 ÞUNNT veski er líklega frekar al- gengt vandamál þessi jólin. Hér er hugmynd að ódýrum og fallegum trefli sem hver sem er ætti að geta búið til. Þú þarft ekki einu sinni að kunna að prjóna. Það eina sem til þarf eru 2-3 hnyklar af garni að eigin vali, 2 teygjur og skæri. 1. Byrjaðu á því að taka garnið í sundur og binda fyrir endann á því með teygju. Hægt er að breiða úr því á t.d. stofugólfi. 2. Greiddu í gegnum það með hárbursta svo að engar flækjur séu. Byrjaðu neðst. 3. Skiptu garninu í þrjá jafnstóra hluta og fléttaðu. 4. Þegar fléttan er orðin eins löng og þú vilt hafa hana skaltu binda fyrir hinn endann með teygju og klippa afgangs garnið burt. 5. Til að ganga frá endunum skaltu skipta þeim upp í nokkra hluta og binda tvöfaldan hnút á hvern þeirra. Endaðu svo á því að fjarlægja teygjurnar. Ef þú vilt bara að fléttan sjáist er hægt að festa endana saman bak við háls með nælu. Lengd, breidd og litir geta verið hvernig sem er. Um að gera að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Útkoman verður persónuleg jóla- gjöf sem allir ættu að hafa not fyrir. thorhildurthorkels@yahoo.com Flott heimatilbúin jólagjöf Auðvelt Trefillinn er góð jólagjöf. Flott Trefillinn tilbúinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.