Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
RITSTJÓRN-
ARSTEFNA Morg-
unblaðsins bar þess
lengi keim að með end-
urtekningunni skyldi
eignarréttur búinn til
handa þjóð og ríki yfir
viltum og vörslulausum
fiskum í sjó. Áróð-
ursbragðið er þekkt,
því oftar sem fullyrð-
ingar eru endurteknar,
því líklegra er að allir trúi þeim. Sé
þeim mótmælt sem röngum, er allt
gert til að draga úr trúverðugleika
þeirra sem andmæla. Engu máli
skiptir hvort um sé að ræða lögfræð-
inga sem hafa fyrst og fremst það
verkefni fyrir höndum að rannsaka
hvað séu lög en ekki hvort þau séu
góð eða slæm.
Í upphafi sl. sumars tók ég, ásamt
öðrum, þátt í að andmæla þeim kjör-
um sem íslenska ríkinu var boðið upp
á við lausn Icesave-málsins. Það hef-
ur verið mín skoðun að þetta erfiða
mál sé nauðsynlegt að leysa með ein-
um eða öðrum hætti en miðað við
þær upplýsingar, sem lágu þá fyrir,
taldi ég niðurstöðu samninganna frá
5. júní sl. ekki viðunandi. Í ágúst
síðastliðnum leitaði fjárlaganefnd Al-
þingis til mín um að sitja í ráðgjafar-
hópi er myndi semja fyrirvara við
ríkisábyrgð á Icesave-samningunum.
Í hópnum sátu auk mín, Eiríkur
Tómasson, lagaprófessor, sem var
formaður hópsins, Benedikt Boga-
son, héraðsdómari og
tveir embættismenn.
Fallist var á tillögur
hópsins að þó nokkru
leyti, en þær fólu í sér
málamiðlun milli þeirra
sem vildu hafna ríkis-
ábyrgð og samþykkja
hana.
Eftir að lög um ríkis-
ábyrgðina tóku gildi í
byrjun september sl.
hófust viðræður ís-
lenskra stjórnvalda við
bresk og hollensk
stjórnvöld, enda ljóst að fyrirvarar
Alþingis voru gerðir einhliða við
samninga sem þegar voru undirrit-
aðir. Þegar viðræðurnar voru á
frumstigi var af hálfu stjórnvalda
settur á laggirnar hópur ráðgjafa
sem hafði það verkefni með höndum
að finna leiðir til að samrýma íslensk
lög við þá viðaukasamninga sem
hugsanlega yrðu gerðir við bresk og
hollensk stjórnvöld. Ásamt mér
sinntu áðurnefndir Benedikt og Ei-
ríkur þessu verkefni auk þess sem
Björg Thorarensen, lagaprófessor,
bættist í hópinn. Eins og stundum
vill verða í starfi hóps af þessu tagi
þá lenti vinnan við gerð frumvarps til
laga fyrst og fremst á herðum eins
aðila, þ.e. í þessu tilviki á mínum. Um
þessa vinnu var samið endurgjald
enda ljóst að verkið yrði tímafrekt
þar sem málið væri flókið og vanda-
samt.
Eins og lesendur Morgunblaðsins
hafa orðið varir við þá hafa þær full-
yrðingar verið endurteknar í sífellu
að fyrirvarar Alþingis við ríkis-
ábyrgð á Icesave-samningunum séu
að engu orðnir. Þessum fullyrðingum
er ég ekki sammála en munurinn á
fyrirvörunum og fyrirliggjandi við-
aukasamningum er ítarlega skýrður
í athugasemdum við frumvarp það
sem nú liggur fyrir á Alþingi.
Þegar litið er til þess hvernig
Morgunblaðið hefur fjallað um Ice-
save-málið á undanförnum vikum, er
sú ályktun ekki óvarfærin að núver-
andi ritstjórar Morgunblaðsins séu
kappsamir menn. Gjarnan vill það
loða við kappsama menn að tilgang-
urinn helgar meðalið. Það er í því
ljósi sem ég kýs að rýna í hinn sér-
staka pistil Staksteina fimmtudaginn
17. desember síðastliðinn en þar er
m.a. fullyrt að ég hafi skyndilega
snúist frá andstöðu til stuðnings við
Icesave-ríkisábyrgðina. Jafnframt er
endurgjald mitt fyrir vinnu við gerð
áðurnefnds lagafrumvarps talin
vekja athygli. Framangreind um-
mæli eru sett fram undir fyrirsögn-
inni: „Greiðslur til gæðinga“.
Já, langt skal seilst til þess að ná
settum markmiðum.
Af gæðingum og ritstjórum
Eftir Helga Áss
Grétarsson » Staglkenndar endur-
tekningar gera full-
yrðingar ekki sannar.
Það á við um Icesave-
málið sem og önnur mál.
Helgi Áss Grétarsson
Höfundur er lögfræðingur.
Í ÁR ERU 35 ár
frá því snjóflóðin féllu
á Norðfirði og 12
manns fórust.
Á tímabilinu 13. til
20. desember árið
1974 kyngdi niður
snjó um allt Austur-
land. Föstudaginn 20.
desember var þokka-
legasta veður í byggð
á Norðfirði en mikill
fannburður. Dimm él gengu yfir en
að mestu logn og bjart á milli
hryðja. Norðfirðingar voru komnir
í jólaskapið og margt fólk komið í
jólafrí. Að öllu jöfnu hefðu á annað
hundrað manns átt að vera við
störf í frystihúsi og bræðslu en
voru aðeins um 20 þennan örlaga-
dag.
Flóðin falla
Alls féllu 8 snjóflóð á Norðfirði
20. desember. Þar af 2 mannskæð
sem náðu í sjó fram og lögðu
helstu vinnustaði bæjarins í rúst.
Voru þetta mannskæðustu snjóflóð
sem fallið höfðu á Íslandi síðan
1919. Fyrra mannskaðaflóðið 1974,
hið innra, kom úr giljum ofan við
fiskimjölsverksmiðjuna og féll þeg-
ar klukkuna vantaði 13 mínútur í
tvö eftir hádegi. Tók það m.a. í
sundur raflínu svo rafmagnslaust
varð í bænum og það var það
fyrsta sem bæjarbúar urðu varir
við. Þetta flóð tók 5 mannslíf og
eyðileggingarmáttur þess var yf-
irþyrmandi. Síðara flóðið, hið ytra,
kom úr Miðstrandaskarði um tutt-
ugu mínútum síðar og í því fórust 7
manns. Á meðal mannvirkja sem
urðu fyrir síðara flóðinu var bif-
reiðaverkstæði, steypustöð og íbúð-
arhúsið Máni. Talið er að alls hafi
25 manns lent í flóðunum tveimur.
Þar af fórust 12 en 13 var bjargað
eða náðu að bjarga sér af eigin
rammleik.
Fréttin um fyrra flóðið barst
hratt um bæinn. Ættingjar og vinir
þeirra sem saknað var
hlupu á milli verslana
og vinnustaða í bæn-
um í þeirri von að þar
væri þá að finna. Sum-
ir fundust, en ekki all-
ir og eru margir Norð-
firðingar til frásagna
um örvæntingarfulla
leit fólks að ástvinum.
Í fjögurra dálka fyr-
irsögn í Morg-
unblaðinu 22. desem-
ber segir: „Eins og
sprengja hafi fallið á
bæinn“.
Björgunarstarfið
Fyrstu 12 tímana eftir að flóðin
féllu sáu heimamenn á Norðfirði al-
farið um björgunarstörf og héldu
allir vinnufærir menn á flóðasvæð-
in. Einkum var leitað með stikum
og mokað með rekum í flóðunum
en vinnuvélum beitt þar sem það
var talið þorandi. Einnig fór fram
mikil leit á sjónum út af flóðasvæð-
unum en samkvæmt sjónarvottum
var talið að síðara flóðið hafi borist
um 400 metra út á fjörðinn.
Um klukkan 2 um nóttina leystu
Eskfirðingar af örþreytta heima-
menn sem höfðu unnið að björg-
unarstörfum frá því flóðin féllu.
Síðar bættust við björgunarflokkar
frá Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og
víðar. Strax á fyrstu 12 tímunum er
talið að um 150 heimamenn hafi
unnið að björgunarstörfum og með
aðkomumönnum hafi fjöldi björg-
unarmanna verið 250 til 300 daginn
eftir. Seyðfirðingar buðu fram að-
stoð sína en Norðfirðingar töldu
ekki fært að þiggja það góða boð
þar sem hætta var á snjóflóðum á
Seyðisfirði. Fjölmargir aðrir buðu
fram aðstoð. Á fyrstu 12 tímunum
fundust 9 látnir, 5 voru grafnir lif-
andi úr flóðunum og 4 var saknað.
Þegar 20 klukkustundir voru liðnar
frá flóðunum fannst einn til við-
bótar á lífi en þá voru margir búnir
að gefa upp alla von um að fleiri
fyndust með lífsmarki. Nokkrum
klukkustundum síðar fannst enn
eitt lík og var þá tala látinna komin
í 10 og 2 var saknað. Þrátt fyrir
mikla leit á landi og sjó tókst aldrei
að finna lík þeirra 2ja sem saknað
var.
Endurreisn í harmskugga
Þann 30. janúar 1975 fór fram í
Egilsbúð, félagsheimili bæjarins,
útför hinna 10 sem fundust látnir
og minningarathöfn um þá tvo sem
ekki fundust. Um þá tregafullu at-
höfn, sem fram fór fyrir fullu húsi,
skrifaði Hjörleifur Guttormsson ár-
ið 1975: „Sú stund gleymist engum
viðstöddum, þar sem bæjarbúar
sátu þreyttir en óbugaðir með
harm í huga. Sár þeirra, sem
misstu sína nánustu í snjóflóð-
unum, eru enn ógróin, og sam-
félagið innan fjallahringsins við
Norðfjörð mun lengi líða fyrir það
högg, sem náttúruöflin greiddu
byggðinni í dimmu og ofsafengnu
skammdegi. Samhugur þjóðarinnar,
heimsókn forsætisráðherra og
þingmanna Austurlands á slysstað,
svo og fébætur á tjóni og stuðn-
ingur í ýmsu formi, jafnvel handan
um höf, hafa hins vegar aukið
mönnum kjark og hvatt til dáða og
athafna við endurreisn atvinnu-
tækja og annars, sem féll í rúst á
síðasta vetri.“ Með samheldni og
stórhug og stuðningi margra þá
endurreistu Norðfirðingar atvinnu-
líf staðarins og ávallt hefur kraftur
og dugnaður einkennt samfélagið
eystra.
Heimild: Brot úr sögu byggðar,
skráð á www.nordfirdingafelagid.is
af Kristjáni J. Kristánssyni.
35 ár frá snjóflóðunum
í Neskaupstað
Eftir Gísla Gíslason » Alls féllu 8 snjóflóð á
Norðfirði 20. desem-
ber. Þar af 2 mannskæð
sem náðu í sjó fram og
lögðu helstu vinnustaði
bæjarins í rúst.
Gísli Gíslason
Höfundur er lífefnafræðingur og er
formaður Norðfirðingafélagsins.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Flottir símar í jólapakkana
Kynntu þér frábær símatilboð hjá Vodafone.
Forsala á stórmyndina Bjarnfreðarson er
hafin í öllum verslunum Vodafone
Frábærar myndir í jólakortið
Ókeypis myndataka með froskinum okkar
í Smáralind á morgun frá kl. 13 – 16.
Kláraðu pakkann
hjá okkur
Nokia 5230
0 kr. útborgun
3.500 kr. á mánuði í 12 mánuði og
2.000 kr. inneign á mánuði fylgir
Staðgreitt: 39.900 kr.
2 miðar
á Bjarnfreðarson
fylgja tilboðinu*
*meðan birgðir endast
Froska
jólapappír og
spjöld fylgja
tilboðum