Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 6

Morgunblaðið - 18.12.2009, Page 6
Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EUGENIO Daudo Silva Chipa var í gær dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir nauðgun. Hann var sakfelldur fyrir að hafa veist að konu í húsasundi í iðnaðarhverfi og haft samræði við hana með því að beita hana ofbeldi og notfæra sér það að hún gat ekki veitt fulla mótspyrnu vegna ölvunar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að konan hlaut fjölmarga áverka á líkama og höfði við árásina. Þeir áverkar voru taldir sýna fram á að konan hefði streist á móti og hann yf- irbugað hana. Þótti fullsannað að Silva Chipa hefði nauðgað konunni þar sem framburður hans var ótrúverðugur, en hennar framburður var álitinn trúverðugur. Einnig sögðu vitni frá ástandi hennar morguninn eftir um- rædda nótt og mat sálfræðings gaf til kynna að eitthvað mjög alvarlegt hefði komið fyrir hana. Bæturnar hækkaðar Einnig fundust sæðisblettir á fatn- aði konunnar og skóm, sem þóttu styðja þessa niðurstöðu. Auk fang- elsisdómsins var Silva Chipa dæmd- ur til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í skaðabætur. Frá refsingu hans var dreginn sá tími sem hann sat í gæsluvarðhaldi á meðan málið stóð yfir, frá maí og fram í nóvem- ber. Sigríður J. Friðjónsdóttir sótti málið fyrir hönd embættis ríkissak- sóknara en Sveinn Andri Sveinsson hrl. og Ástríður Gísladóttir hdl. voru verjendur hins dæmda. Þórdís Bjarnadóttir hrl. var réttargæslu- maður þolandans. Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Framburður þolanda talinn trúverðugur en gerandans ekki Í HNOTSKURN »Í nóvember úrskurðaðiHæstiréttur að maðurinn skyldi losna úr gæslu- varðhaldi, þangað til dómur félli í máli hans í Hæstarétti. »Þá hafði orðið dráttur áþví að héraðsdómur sendi upplýsingar um málið til Hæstaréttar. »Upplýsingarnar vorusendar eftir að seinagang- urinn var gagnrýndur. 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 Faxafeni 5 S. 588 8477 • Hitajöfnun 37°C • Hannað af NASA • 100% hreinn gæsadúnn • Astma- og ofnæmisprófað • Hægt að þvo á 60°C Mjúkir pakkar ! Hitajöfnunarsæng 140x200 cm Kr. 29.900,- Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FYRIRHUGUÐ lokun langlegu- deildar á Kleppsspítala, deildar 14, þar sem 12 sjúklingar hafa dvalið, er með fullri vitneskju Geðhjálpar og segist formaður félagsins, Sveinn Magnússon, fagna því að ákvörðun hafi loksins verið tekin um að finna önnur úrræði fyrir umrædda sjúk- linga utan spítalans. Geðhjálp hafi lengi barist gegn því að spítali sé notaður sem búsetuúrræði fyrir geð- sjúka. „Þarna hafa einstaklingar verið vistaðir áratugum saman og sumir jafnvel með lögheimili á Kleppi. Þarna er mikið veikt fólk sem er bet- ur sett úti í samfélaginu með viðeig- andi þjónustu. Ég ber hins vegar ugg í brjósti yfir því hvað tekur við hjá þessu fólki,“ segir Sveinn. Engar dagsetningar hafa verið ákveðnar um lokun deildarinnar, annað en að henni verði lokað á næsta ári. Ákvörðun þessa efnis var tilkynnt á starfsmannafundi á Kleppi í vikunni. Á deild 14 hafa starfað 27 manns og munu þeir fá uppsagnarbréf þegar þar að kemur. Unnið verður að því að útvega sem flestum störf innan Landspítalans, að sögn Páls Matthíassonar, fram- kvæmdastjóra geðsviðs, og einnig reynt að sjá til þess að reynsla starfsmanna af þjónustu við geð- sjúka nýtist annars staðar. Hluti umræddra sjúklinga er kominn á þann aldur að eiga rétt á vistun á hjúkrunarheimili, annar hópur er á svokölluðum Straumhvarfalista, yfir einstaklinga sem eru að fá varanleg búsetuúrræði utan stofnana. Ef þörf krefur munu sjúklingar fá tíma- bundið inni á öðrum deildum á Kleppi. „Það samrýmdist hvorki nútíma- vinnubrögðum né kröfum um mann- réttindi að hópur langveikra sjúk- linga væri með lögheimili á Kleppi. Það eru skýlaus réttindi þessa fólks að fá betri úrræði,“ segir Páll. Endanleg ákvörðun um að loka deildinni er afrakstur stefnumót- unarvinnu á geðsviði, þar sem vinnu- hópar hafa skoðað hvernig bæta megi þjónustuna og ná um leið fram sparnaði. Geðsviði Landspítalans er gert að spara um 7% á næsta ári, sem jafngildir ríflega 200 milljónum króna. Rekstur langlegudeild- arinnar á Kleppi hefur kostað um 160 milljónir króna á ári en Páll seg- ir kannski helming þeirrar fjár- hæðar sparast á næsta ári. Enginn lendir á götunni Páll segir ennfremur að áherslur í meðhöndlun geðsjúkdóma hafi breyst mikið. Nú sé meira reynt að hjálpa fólki á dag- eða göngudeild- um, sem og utan spítalans. Varðandi lokun langlegudeild- arinnar segist Páll vera bjartsýnn á að hún gangi snurðulaust fyrir sig. „Ef erfiðleikar koma upp, þá leysum við þá, enginn mun lenda á götunni,“ segir Páll en hann segist vissulega deila áhyggjum starfsmanna um framtíð sína. Þau mál verði vonandi leyst í sátt við sem flesta. Ákveðið hafi verið að tilkynna lokunina með góðum fyrirvara þannig að starfs- menn hefðu svigrúm til að bregðast við og undirbúa sig sem best. Hvað mun taka við?  Langlegudeild Kleppsspítala lokað á næsta ári  Geðhjálp hefur áhyggjur af því hvað tekur við hjá sjúklingunum Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, vonast til þess að hið sama bíði ekki sjúklinga af langlegudeild Kleppsspítala og hefur gerst með mann sem dvalið hefur á Sogni frá ársbyrjun 1992. Fyrir liggi ársgamall Hæstaréttardómur um að einstaklingurinn skuli áfram sæta öryggisgæslu, þó þannig að hann dveljist á sambýli fyrir geðfatlaða eða í annarri sam- bærilegri búsetu með sólarhringsgæslu, samkvæmt mati viðkomandi svæð- isskrifstofu í málefnum fatlaðra. Geðhjálp hafi enn ekki fengið svör frá yf- irvöldum um viðeigandi úrræði fyrir þennan mann. „Hið sama má ekki gerast með sjúklingana af Kleppi,“ segir Sveinn. „Má ekki sama gerast og á Sogni“ Morgunblaðið/Sverrir Kleppur Á undanförnum árum hefur rúmum á Kleppsspítala fækkað verulega. Á næsta ári er fyrirhuguð lokun langlegudeildar þar sem tólf sjúklingar hafa dvalið, sumir svo lengi að þeir hafa lögheimili sitt skráð þar. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ATVINNULAUS ungmenni á aldr- inum 18-24 ára verða svipt atvinnu- leysisbótum ef þau þiggja ekki ný úr- ræði stjórnvalda sem ætlað er að koma þeim út á vinnumarkaðinn á ný. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra er hann kynnti ný úrræði sem sniðin eru að um 2.700 ungmennum sem eru án vinnu um þessar mundir. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að 300 muni fá vinnu án sértækra úrræða en bróðurparturinn, um 2.400 manns, þarf að velja á milli valkosta sem ætl- að er að virkja þátttöku þeirra í sam- félaginu (sjá hnotskurn). Hver og einn verður boðaður í við- tal og framhaldið ákveðið með hlið- sjón af áhugasviði viðkomanda. Allt að 73% án vinnu Spurður um tilefnið segir Árni Páll að ungt fólk sem aðeins hafi lokið grunnskólanámi skeri sig úr á meðal atvinnulausra. Hjá atvinnulausu fólki undir þrítugu sé hlutfallið 70% og 73% hjá þeim sem hafi verið utan vinnumarkaðarins lengi. Rannsóknir frá öðrum löndum sem hafi gengið í gegnum hliðstæðar kreppur bendi til að þessi hópur „sé í gríðarlegri hættu að lenda utan vinnumarkaðar til langframa“. „Það er oft talað um týndu kyn- slóðina í Finnlandi, unga fólkið sem var lengi atvinnulaust og fór síðan beint í örörku og hefur aldrei komist aftur inn á vinnumarkaðinn. Við telj- um það gríðarlega miklu skipta að grípa inn í strax meðan það er enn von til úrbóta,“ segir Árni Páll. Inntur eftir kostnaðinum segist hann áætlað að verkefnið muni kosta um 1.300 milljónir króna og að þar af muni um helmingur fást með lægri útgjöldum til atvinnuleysisbóta. Þjóðfélagið sé hér að spara háar fjárhæðir enda sé áætlað að kostn- aður við einstakling sem er bótaþegi út lífið sé í kringum 300 milljónir. Þörf á nýrri hugsun Að mati Árna Páls var lítill gaumur gefinn að þeim hópi, sem hér er til umræðu, á þensluskeiði síðustu ára. Nú þegar farið sé að harðna á daln- um komi í ljós hversu brýnt sé að leita úrræða fyrir þá sem orðiðhafi utanveltu í skólakerfinu. „Af hverju er hlutfall atvinnu- lausra sem aðeins hefur lokið grunn- skóla miklu hærra á vinnumarkaði en annars staðar á Norðurlöndum eða Norður-Evrópu? Hvað erum við að gera skakkt? Ég held að við þurfum að leggjast í rannsóknir á því og end- urmeta stefnu okkar. Margt bendir til þess að við séum ekki með jafn fjölbreytt úrræði í starfsnámi [og samanburðarlöndin].“ Missa bæturnar ef þau þiggja ekki úrræðin Atvinnulaus ungmenni tekin í viðtöl Morgunblaðið/RAX Vandi Margt ungt fólk er án vinnu. Í HNOTSKURN » Fyrsta úrræðið felur í sérallt að 450 ný námstæki- færi í framhaldsskólum. » Annað úrræði á að skapaallt að 700 ný tækifæri fyr- ir fólk án atvinnu til náms á vegum símenntunarstöðva og til aðfararnáms. »Þriðja úrræðið allt að 450starfsþjálfunarpláss og störf við átaksverkefni á veg- um félagasamtaka, sveitarfé- laga og annarra. »Loks á það fjórða að skapaallt að 400 sjálfboðastörf og sama fjölda nýrra plássa á vinnustofum ásamt endurhæf- ingar- og meðferðarúrræðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.