Morgunblaðið - 18.12.2009, Qupperneq 56
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 352. DAGUR ÁRSINS 2009
ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
–
2
3
8
6
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heimild: Seðlabanki Íslands
DOLLARI
STERLINGSPUND
KANADADOLLARI
DÖNSK KRÓNA
NORSK KRÓNA
SÆNSK KRÓNA
SVISSN. FRANKI
JAPANSKT JEN
SDR
EVRA
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG
127,46
205,2
118,83
24,542
21,728
17,501
121,27
1,4158
199,94
182,66
Gengisskráning 17. desember 2009
127,76
205,7
119,18
24,614
21,792
17,552
121,61
1,4199
200,54
183,17
237,0144
MiðKaup Sala
128,06
206,2
119,53
24,686
21,856
17,603
121,95
1,424
201,14
183,68
Heitast 0°C | Kaldast 10°C
Hæg vestlæg eða
breytileg átt, léttskýjað
og frost víðast hvar.
Gengur í vaxandi norð-
anátt í kvöld, él NA-til. » 10
Lesandinn ferðast
með Kristjáni Inga
Einarssyni ljós-
myndara um byggð-
ir og óbyggðir lands-
ins. »50
AF LISTUM»
Djúphugul
hylling
TÓNLIST»
Bubbi, Örlygur Smári og
Sjonni Brink í slag. »52
Bjarni Bjarnason
segir bók sína; Leit-
ina að Audrey Hep-
burn, vera um mann
sem er eiginlega ut-
an við kerfið. »47
BÓKMENNTIR»
Bjarni leitar
að Hepburn
ÍSLENSKUR AÐALL »
Skellinn, stríðinn, góður,
gjafmildur, klúr. »48
TÓNLIST»
múm er orðin alveg
hrikalega þétt. »48
Menning
VEÐUR»
1. Háhyrningar murkuðu lífið úr …
2. Fannst um borð í bátnum
3. Af hverju ætti læknir að vinna …?
4. „Baldur staðinn að ósannindum“
Íslenska krónan hélst óbreytt
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Arnór Guðjohn-
sen, faðir Eiðs
Smára og umboðs-
maður, vísar þeim
fréttum á bug að
Eiður vilji yfirgefa
Mónakó og snúa
aftur í ensku úr-
valsdeildina. ,,Nei, ég hef ekki heyrt
neitt um að Eiður sé á förum. Það er
ekkert að gerast í hans málum hvað
þetta varðar og það eina sem Eiður
er að gera er að reyna að aðlagast
franska boltanum sem er nýr fót-
boltaheimur fyrir hann,“ sagði Arnór
í viðtali við fréttavef Sky Sport. Án
Eiðs Smára vann Mónakó sinn fyrsta
leik af sex leikjum í fyrrakvöld þegar
liðið lagði Rennes, 1:0, en næsti leikur
liðsins er heimaleikur gegn Lyon á
sunnudaginn.
FÓTBOLTI
Arnór segir að Eiður Smári
sé ekki á förum frá Mónakó
Eilífðartöffarinn
Helgi Björns hef-
ur haldið uppi reffi-
legri stemningu
undanfarnar helg-
ar í Þjóðleik-
húskjallaranum
ásamt sveit sinni
Kokkteilpinnunum. Síðasta „giggið“
að sinni verður haldið nú á laug-
ardaginn og verður blásið til helj-
arinnar veislu af tilefninu og óvæntir
gestir af myndarlegum stærðar-
gráðum ætla að láta sjá sig. Helgi
flýgur til landsins gagngert frá Berl-
ín vegna þessa en til grundvallar í
efnisskránni eru lög af nýrri plötu,
Kampavín, sem inniheldur „kol-
svartan rytmablús, blandaðan djassi
og rokki“.
TÓNLIST
Helgi Björns hellir í síðasta
kokkteilinn að sinni
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Á AÐFANGADAG mun Fjóla Dögg Helgadóttir
paufast upp hlíðar Kilimanjaro, hæsta fjalls Afr-
íku. Á meðan flestir Íslendingar borða jólamatinn
og kíkja í jólapakka mun Fjóla Dögg takast á við
súrefnisskort sem fylgir svo mikilli hæð og ekki er
ólíklegt að hún þjáist af magakveisu á leiðinni.
Með Fjólu Dögg verður kærasti hennar Neil
Yager.
„Á Þorláksmessu verðum við vakin um klukkan
eitt um nóttina og svo verðum við að labba allan
aðfangadag upp á topp,“ segir hún.
Á toppinn fyrir þrítugt
Þau kaupa ferðina af afrískri ferðaskrifstofu og
er allur matur innifalinn, þó hvorki hamborgar-
hryggur né smákökur. Aðspurð um tildrög fjall-
göngunnar segist Fjóla Dögg hafa sett sér ýmis
markmið sem hún ætli að ná fyrir þrítugsafmælið
hinn 5. apríl næstkomandi, s.s. að hlaupa maraþon
undir fjórum tímum, ljúka doktorsritgerð í sál-
fræði og klífa Kilimanjaro.
Hún hljóp Sydney-maraþonið á 3:54 í septem-
ber, stefnir á að klára doktorsritgerðina 1. apríl
og standa á tindi Kilimanjaro á aðfangadag. Á
hinn bóginn hefur dregist að læra ítölsku og kór-
esku. „En það verður bara gert fyrir 35 ára af-
mælið,“ segir hún.
Á Kilimanjaro um jólin
Vakin klukkan eitt um nóttina á Þorláksmessu og gengur upp á aðfangadag
Rannsakar tengsl hjátrúar og sálfræðilegra þátta og hverju hrunið hafi breytt
Tókst Fjóla Dögg náði markmiði sínu í Sydney.
„ÞAÐ er gaman
að ná þessu meti
og ekki verra að
vera með þetta í
ferilskránni.
Leikirnir hrann-
ast upp hjá
manni og árin
líka og þetta er
sú deild sem
maður fylgdist
mest með þegar
maður var gutti og sú deild sem ég
vildi helst spila í. Mig óraði ekki
fyrir því þegar ég spilaði fyrsta
leikinn að ég ætti eftir að spila á
fjórða hundrað leiki í ensku úrvals-
deildinni,“ sagði Hermann Hreið-
arsson í gær en hann náði þeim
áfanga í leiknum gegn Chelsea í
fyrrakvöld að verða leikjahæsti
Norðurlandabúinn í deildinni frá
upphafi með 319 leiki. Varnar-
jaxlinn er fimmti yfir leikjahæstu
erlendu leikmennina. | Íþróttir
„Leikirnir
hrannast upp“
Hermann
Hreiðarsson
ÞAÐ var líf og fjör á skíðasvæði Akureyringa í Hlíðar-
fjalli síðdegis í gær þegar blaðamaður Morgunblaðsins
kom þar við, og töluverður fjöldi fólks á skíðum. Akur-
eyringar hafa verið iðnir við að mæta í brekkurnar síð-
an svæðið var opnað fyrir skemmstu og þar hefur líka
verið ungviði annars staðar að af landinu við æfingar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
FJÖR Í FJALLINU
Liður í framhaldsnámi Fjólu Daggar sem hún
vinnur undir leiðsögn hjá Háskólanum í Sydney
er að rannsaka hjátrú á Íslandi og hvernig ýmsir
sálfræðilegir þættir hafa áhrif á hana.
Árið 2007 lagði hún fyrir könnun á netinu þar
sem Íslendingar voru beðnir að svara ýmsum
spurningum sem að þessu lúta. Margt hefur
breyst síðan og nú vill hún kanna hvort hrunið
hafi haft áhrif á rannsóknarefnið.
Könnunin er gerð undir nafnleynd og því óskar
Fjóla Dögg eftir að fólk sem tók þátt í rannsókn-
inni árið 2007 svari könnuninni aftur sem og aðr-
ir sem hafa áhuga á því að taka þátt í henni í ár.
Þeir sem svara fá þátttökunúmer sem þeir geta
notað til að sjá hvernig þeir standa miðað við
niðurstöðurnar þegar þær liggja fyrir. Könnunin
er á vefnum: www.fjola.com.au.
Tengsl sálfræði og hjátrúar