Morgunblaðið - 18.12.2009, Síða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
Hebron-Vinnufatnaður
Smiðjuvegi 1, Grá gata
www.hebron.is
s. 567-6000
WORKWEAR
FÆST Í HEBRON
KLÆDDU ÞIG VEL!
Atli Magnús
Seelow varði
doktorsritgerð
sína við arkitekt-
úrdeild Tæknihá-
skólans í Münc-
hen (Technische
Universität
München) 17.
júní sl.
Aðalleiðbeinandi var dr. Winfried
Nerdinger, prófessor í arkitekt-
úrsögu og -teoríu við Tækniháskól-
ann í München og forstöðumaður
arkitektúrsafnsins í Pinakothek der
Moderne, en meðleiðbeinandi var
Hjörleifur Stefánsson, arkitekt
FAÍ. Aðrir andmælendur í dokt-
orsnefnd voru dr. Manfred Schull-
er, prófessor í byggingarsögu, sögu-
legri byggingarfræði og varðveislu,
og Sophie Wolfrum, prófessor í
borgarskipulagi og skipulagsfræði.
Í ritgerðinni er fjallað um bygg-
ingarlist á Íslandi á millistríðs-
árunum og er sjónum beint að því,
hvaða erlendir straumar í húsagerð-
arlist berast til landsins og hvernig
þeir aðlagast íslenskum aðstæðum.
Rannsökuð eru áhrif þjóðernis róm-
antískra forboða í upphafi skeiðsins,
en einkum þó áhrif hins alþjóðlega
módernisma, þ.e. fúnksjónalismans
frá Norðurlöndum og svokallaðs
„Neues Bauen“, þ.e. nýrrar bygg-
ingarlistar, frá meginlandi Evrópu
á íslenska byggingarlist. Skoðaðar
eru íslenskar birtingarmyndir um-
ræddra strauma og stefna og eru
verk íslenskra arkitekta skeiðsins
borin saman við erlendar fyr-
irmyndir. Jafnframt er hugað að
því, hversu hinar innfluttu stefnur í
byggingarlist umbreyttust og aðlög-
uðust ólíkum aðstæðum á Íslandi –
hinum þjóðfélagslegu og tæknilegu
umbyltingum, sem þá eiga sér stað
hér á landi. Má til að mynda nefna
steinsteypuna sem byggingarefni,
en hún ruddi sér til rúms sem mik-
ilvægasta byggingarefnið mun fyrr
á 20. öld á Íslandi en í öðrum lönd-
um.
Ritgerðin hlaut verðlaun
Marschall-sjóðsins í Þýskalandi og
var tilnefnd til EON- menning-
arverðlaunanna.
Atli fæddist í Reykjavík 10. sept-
ember 1975. Hann lauk Dipl.-Ing.
(Univ.) prófi, þ.e. meistaragráðu, í
arkitektúr við Tækniháskólann í
München árið 2001 og hlaut löggild-
ingu sem arkitekt 2001 á Íslandi og
2006 í Þýskalandi. 2002 gerðist
hann félagi í Arkitektafélagi Ís-
lands.
Doktor í arkitektúr
Steinunn
Helga Lár-
usdóttir mennt-
unarfræðingur
og lektor við
Mennta-
vísindasvið Há-
skóla Íslands
hlaut annað sæti
í ritgerða-
samkeppni bresku BELMAS sam-
takanna 2009 fyrir doktorsritgerð
sína.
Steinunn Helga varði dokt-
orsritgerðina við Institute of
Education, University of London
(Kennaramenntunarstofnun Lund-
únaháskóla) 8. apríl 2008
Í ágripi af ritgerð Steinunnar
kemur fram að umhverfi íslenskra
grunnskóla hefur breyst umtalsvert
á síðustu árum. Þessar breytingar
hafa breytt umfangi og eðli skóla-
stjórastarfsins.
Á sama tíma hefur hlutfall
kvenna í skólastjórastétt aukist og
nú er hlutfall kynjanna nánast
jafnt. Breytingar eru gildishlaðnar
og kynjaðar og geta því haft ólík
áhrif á stöðu kvenna og karla.
Fræðimenn hafa bent á að mikli-
vægt sé fyrir skólastjóra að geta
staðið skil á eigin gildagrunni og
starfað í anda hans. Rannsóknin
var gerð var meðal 10 reykvískra
skólastjóra á árunum 2005-2006.
Tekin voru viðtöl við skólastjóra og
einn meðstjórnanda í hverjum
skóla.
Steinunn Helga fæddist 1949 að
Vatnsskarðshólum í Mýrdal. Hún
varð stúdent frá MR 1970, lauk
B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Ís-
lands árið 1975 og M.Ed. prófi í
menntastjórnun frá University of
Illinois í Bandaríkjunum árið 1982.
Steinunn Helga hefur verið lektor
við Menntavísindasvið Háskóla Ís-
lands, áður Kennaraháskóla Ís-
lands, í áratug.
Meginviðfangsefni hennar hafa
verið á sviði menntastjórnunar,
kynjafræða og mats á skólastarfi.
Móðir Steinunnar Helgu er Vilborg
Stefánsdóttir frá Litla-Hvammi í
Mýrdal. Faðir hennar er Lárus
Jónsson og fóstri hennar Jón Kjart-
ansson, en þeir eru báðir látnir.
Hlaut annað sæti í
ritgerðasamkeppni
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
KRAFA Baldurs Guðlaugssonar,
fyrrverandi ráðuneytisstjóra, um nið-
urfellingu rannsóknar á hendur sér
fyrir meint
innherjaviðskipti
er fyrsta mál
embættis sér-
staks saksóknara
fyrir dómi. Að
sögn Björns Þor-
valdssonar, sem
flytur málið fyrir
hönd sérstaks
saksóknara, má
búast við að úrskurði málsins verði
áfrýjað til Hæstaréttar – sama hver
hann verður – enda hefur niðurstaða
dómstóla úrslitaáhrif á það hvort
sakamálsókn fylgi í kjölfarið.
Rannsókn hætt og hafin á ný
Fjármálaeftirlitið hóf í nóvember á
síðasta ári rannókn á því hvort Baldur
hefði búið yfir innherjaupplýsingum
er hann seldi hlutabréf í Landsbank-
anum að andvirði 192 milljónir króna í
september 2008. 7. maí á þessu ári var
Baldri tilkynnt að rannsókn málsins
hefði verið hætt, en á fundi FME 19.
júní var ákveðið að endurvekja hana.
„Það kom fram ábending,“ segir
Björn og kveður ekki gefið upp frá
hverjum hún hafi komið, „um að hægt
væri að afla frekari gagna á vissum
stöðum. Er farið var að gera það
komu fleiri hlutir í ljós sem rökstyðja
þann grun að Baldur hafi vitað meira
en hann gaf upp.“ Þessi gögn hafi
ekki verið fyrir hendi þegar rannsókn
var hætt. Málið var í kjölfarið sent
embætti sérstaks saksóknara.
Lögmenn Baldurs, þeir Karl Axels-
son og Arnar Þór Stefánsson hjá Lex,
segja þetta ólögmætt. Ekki megi
rannsaka sama málið tvisvar.
Gögnin sem enduropnunin byggist
á eru t.a.m. fundargerðir samráðs-
hóps um fjármálastöðugleika frá jan-
úar til ágúst í fyrra. Í hópnum sátu
fulltrúar forsætis- og viðskiptaráðu-
neytis, FME og Seðlabanka, sem og
Baldur, sem var fulltrúi fjármála-
ráðuneytis. Í skýrslutöku yfir Jónínu
S. Lárusdóttur, ráðuneytisstjóra í
efnahags- og viðskiptaráðuneytinu,
hefur einnig komið fram að þau Bald-
ur hafi í ágúst 2008 setið fund með
bankastjórum Landsbankans þar
sem þeir lýstu í trúnaði vandanum
sem blasti við bankanum gæti hann
ekki orðið við kröfum breska fjár-
málaeftirlitsins um yfirfærslu Ice-
save-reikninganna í breskt dóttur-
félag.
Talið er að úrskurður Héraðsdóms
Reykjavíkur liggi fyrir innan mánað-
ar og dómur Hæstaréttar, verði mál-
inu áfrýjað, snemma næsta árs. Mál-
flutningur þar sem krafist er niður-
fellingar á kyrrsetningu á eignum
Baldurs hefst þá fyrir héraðsdómi 12.
janúar og því má búast við að á vor-
mánuðum liggi fyrir hvort höfðað
verði sérstakt sakamál. „Samþykki
dómstólar kröfuna um niðurfellingu
getur FME kannski tekið málið upp
að nýju, en það verður bara að koma í
ljós,“ segir Björn.
Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar er
rannsókn málsins gegn Baldri vel á
veg komin og búið að kalla til flest
vitni, þótt einhver bætist alltaf við eft-
ir því sem mál þróast. Hann segir
fleiri mál tengd innherjaviðskiptum í
rannsókn hjá embættinu, en kveðst
ekki geta gefið upp hve mörg þau séu.
Rannsókn á máli
Baldurs langt komin
Morgunblaðið/Þorkell
Héraðsdómur Niðurstöðu dómsins verður líklega vísað til hæstaréttar.
Ábending leiddi til
endurupptöku
rannsóknarinnar
Arnar Þór Stef-
ánsson, lög-
maður Baldurs
Guðlaugssonar,
segir kröfuna
um niður-
fellingu byggj-
ast á því að
ekki megi
rannsaka sama
mál tvisvar,
það fari í bága við ákvæði mann-
réttindasáttmála Evrópu.
„Frá því FME hóf að kanna mál
Baldurs í nóvember 2008 eru til
ítarleg bréfaskipti þar sem er far-
ið yfir hlutina og Baldur gefur
skýringar með ítarlegum bréfum
og fylgigögnum,“ segir Arnar Þór.
Hann hafi svarað öllum spurn-
ingum satt og rétt. FME hafi haft
öll gögn undir höndum og þar
með einnig mátt hafa samráðs-
fundargerðirnar. Ekki fáist séð að
neitt tilefni hafi verið til endur-
upptöku málsins, enda öll gögn
fyrirliggjandi og engin ný komið
fram fyrir stjórnarfund FME 19.
júní. „Þeir stóðu Baldur ekki að
því að segja ósatt, heldur ákváðu
einfaldlega að stækka svið rann-
sóknarinnar eftir að henni var lok-
ið og við teljum slíkt ekki hægt.“
Arnar Þór gerir ráð fyrir að
málið verði kært til Hæstaréttar
hafni Héraðsdómur Reykjavíkur
kröfu um niðurfellingu rann-
sóknar.
Baldur svaraði öllum spurningum satt og rétt
Björn Þorvaldsson
Baldur
Guðlaugsson