Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
GEORG JENSEN DAMASK
Àrmùla 10 108 REYKJAVIK Sími 5 68 99 50
www.duxiana.is
www.damask.dk
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á SÍÐASTA fundi skipulagsráðs Reykjavíkur var
lagt fram bréf byggingarfulltrúa borgarinnar þar
sem gerð er tillaga að nýjum götuheitum í Túna-
hverfi. Var tillaga byggingarfulltrúa samþykkt og
málinu vísað til borgarráðs. Tillagan gerir ráð fyr-
ir að breyta nöfnum á fjórum götum í hverfinu til
að minnast þess að árið 1908 voru fjórar konur
kjörnar í bæjarstjórn Reykjavíkur, en þær voru
fyrstu konurnar sem settust í bæjarstjórnina.
Skipulagsráð bókaði eftirfarandi á fundinum:
„Í tilefni af samþykkt skipulagsráðs um ný
götunöfn í Túnahverfi, til að minnast nafna þeirra
fjögurra kvenna sem fyrst voru kjörnar í borg-
arstjórn Reykjavíkur árið 1908, óskar ráðið eftir
því við borgarráð að það hlutist til um að settar
verði upp menningarmerkingar sem skýra nafn-
giftirnar og sögu þessara brautryðjenda í borg-
arstjórn.“
Eftirfarandi breytingar felast í samþykkt
skipulagsráðs:
Nafni Skúlagötu frá Snorrabraut að Höfðatúni
verður breytt og gatan nefnd Bríetartún.
Nafni Höfðatúns verður breytt og gatan milli
Laugavegar og Sæbrautar nefnd Katrínartún.
Nafni Sætúns verður breytt og gata milli Borg-
artúns og Höfðatúns nefnd Guðrúnargata.
Nafni Skúlatúns verður breytt og gatan nefnd
Þórunnartún.
Nafni Fjörutúns, sem er aðkomugata að Höfða,
verður breytt og gatan nefnd Félagstún. Höfði
var reistur á túni sem hafði nafnið Félagstún og
var upphaflega úr landi Rauðarár.
Bæjarfulltrúarnir fjórir voru: Efst á listanum var
Katrín Magnússon, formaður Hins íslenska kven-
félags, í öðru sæti var Þórunn Jónassen, formaður
Thorvaldsensfélagsins, í því þriðja Bríet Bjarn-
héðinsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Ís-
lands, og í því fjórða Guðrún Björnsdóttir, sem
var félagi í Kvenréttindafélagi Íslands. Það var
Bríet sem áttu hugmyndina að því að kvenfélögin í
bænum bæru fram sérstakan kvennalista.
Júlíus Vífill Ingvarsson formaður skipulagsráðs
fagnar niðurstöðunni. „Það er við hæfi að minnast
þessara merku brautryðjenda í kvennabaráttunni
með veglegum hætti og þannig eru við minnt á
söguna í hinu daglega lífi.“
Fram kemur í bréfi Magnúsar Sædal Svav-
arssonar byggingafulltrúa að ósk hafi komið frá
borgaryfirvöldum í þessa veru. Nafnanefndin
taldi ekki við hæfi að velja nöfnunum stað á götur
í nýbyggingarhverfum borgarinnar heldur innan
eldri hluta Reykjavíkur og þá með því að skipta út
eldri nöfnum gatna. Sú aðferð sé gamalreynd hér-
lendis sem erlendis. Vesturhluti Túnahverfis aust-
an Snorrabrautar og norðan Laugavegar sé að
mati nefndarinnar heppilegt svæði fyrir slíka
breytingu. Á þessu svæði séu flest svið Reykjavík-
urborgar með skrifstofu og þar sé móttökuhúsið
Höfði staðsett, stolt Reykjavíkur.
„Starfsemi Reykjavíkurborgar á svæðinu í
a.m.k. 60 ár ásamt Höfða skapa vali þessu sögu-
legan bakgrunn til þess að götur á svæðinu geti
borið nöfn fyrstu kvenna í borgarstjórn,“ segir
m.a. í bréfi Magnúsar.
Minning kvenna heiðruð
með götunöfnum
Fjórar götur í Túnahverfi eru nefndar eftir fyrstu konunum í bæjarstjórninni
Morgunblaðið/ÞÖK
Nafnbreyting Götuheitið Höfðatún mun brátt heyra sögunni til og gatan fá nafnið Katrínartún.
Í bakgrunni má sjá húsið Skúlatún 2, en þar voru fundir borgarstjórnar Reykjavíkur haldnir í 40 ár.
Það var hinn 24. janúar 1908 sem fram fóru
kosningar til bæjarstjórnar í Reykjavík og átti
að kjósa 15 fulltrúa. Kosningin fór fram í
Barnaskólanum (gamla Miðbæjarskólanum)
kl. 11-17. Á kjörskrá voru 2.838 en bæjarbúar
voru alls 11.016. Konur á kjörskrá voru 1.209
og karlar 1.629. Atvæðisréttar neyttu 593
konur (49%) og 1.027 karlar (63%) eða 57%
kjósenda og hafði þátttakan aldrei verið
meiri.
Í kosningunum voru bornir fram 18 listar,
hvorki fleiri né færri. Kvenfélögin í bænum
báru fram sérstakan lista og fékk hann bók-
stafinn F.
„Konurnar unnu geysivel fyrir kosninguna.
Þær efndu til fyrirlestra um lagalega stöðu
kvenna, um nýju kosningalögin og um bæjar-
og sveitarstjórnarmál. Þær skiptu bænum í
níu hverfi og kusu nefndir sem höfðu það
hlutverk að heimsækja hverja einustu konu
með kosningarétt og hvetja hana til að kjósa.
Í stuttu máli má segja að þær hafi verið upp-
hafsmenn að skipulögðum kosningaáróðri í
Reykjavík,“ segir Auður Styrkársdóttir í bók
sinni „Barátta um vald. Konur í bæjarstjórn
Reykjavíkur 1908 til 1922“.
Listi kvenfélaganna fékk langflest atkvæð-
in, eða 345 að tölu og voru það 21,8%
greiddra atkvæða. Hann kom öllum sínum
fjórum fulltrúum að. (Sá listi sem næstur var
að atkvæðatölu fékk 235 atkvæði.)
Árið 1908 var kosið um 15 fulltrúa en síðan
átti að draga út fimm fulltrúa á tveggja ára
fresti og kjósa aðra fimm í þeirra stað. Það
voru því kosningar annað hvert ár. Kvenfélög
í Reykjavík buðu fram lista í öllum kosn-
ingum fram til ársins 1918 að þau buðu fram
með karlmönnum í fyrsta sinn.
Konur sem kjörnar voru af kvennalista eða
fyrir kvenfélögin sátu í bæjarstjórn til ársins
1922. Fylgi kvennalista á þessum árum var á
bilinu 10,2% til 21,8%.
Konur voru upphafsmenn að skipulögðum kosningaáróðri
LÖGREGLAN á
höfuðborgar-
svæðinu stöðvaði
kannabisræktun
í húsi í Mosfells-
bæ um miðjan
dag á mánudag.
Við húsleit fund-
ust um 150
kannabisplöntur.
Á sama stað var einnig lagt hald
á 250 grömm af amfetamíni sem
voru vandlega falin, að því er segir
á vef lögreglunnar. Tveir fíkniefna-
leitarhundar frá tollgæslunni að-
stoðuðu. Í bílskúr hússins var jafn-
framt bifreið sem reyndist hafa
verið stolið.
Fundu 150
kannabisplöntur
í Mosfellsbæ
ALLS bárust 27 tilboð í smíði far-
þegahúss í Landeyjahöfn en til-
boðin voru opnuð hjá Siglinga-
stofnun í gær. Ellefu tilboð voru
undir kostnaðaráætlun sem nam
111,4 milljónum króna. Lægsta til-
boðið var frá SÁ verklausnum,
rúmar 96,7 milljónir króna. Hæsta
tilboðið var nánast tvöfalt hærra en
það var upp á 186 milljónir króna.
Um er að ræða tveggja hæða
steinsteypta byggingu með timb-
urþaki, samtals 263 fermetra.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síð-
ar en 1. júlí 2010.
SÁ verklausnir buðu
lægst í farþegahús
SAMTÖK atvinnulífsins gagnrýna
harðlega frumvarp ríkisstjórnarinnar
um breytingar á stjórn fiskveiða.
Segja samtökin frumvarpið ganga
þvert á fyrirheit ríkisstjórnarinnar í
tengslum við gerð stöðugleikasáttmál-
ans og slík vinnubrögð séu á engan
hátt ásættanleg gagnvart Samtökum
atvinnulífsins.
Þetta kemur fram í umsögn SA sem
frumvarp til laga um breytingar á lög-
um um stjórn fiskveiða. Samtökin
leggja til að frumvarpinu verði vísað til
ríkisstjórnarinnar eða að það verði
ekki afgreitt úr nefnd.
Í athugasemdum SA um skötusels-
veiðar segir m.a.:
„Ákveði Alþingi að heimila skötu-
selsveiðar 80% umfram ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar tvö ár í röð er það
bein ákvörðun um að fiska niður þenn-
an fiskistofn. Slík ákvörðun er í engu
samræmi við venjuleg sjónarmið um
ábyrgar fiskveiðar. Stofninn mun að
líkindum minnka og verði nýliðun lé-
leg á næstu árum kemur þetta harka-
lega niður mörg ár fram í tímann.
Aðfarir af þessu tagi draga mjög úr
trúverðugleika Íslands á erlendum
vettvangi. Ennfremur er það ein-
kennileg umhverfisstefna af hálfu rík-
isstjórnarinnar sem birtist í því að
vilja takmarka nýtingu auðlinda sem
nóg er af, s.s. orkuauðlinda, en ofnýta
auðlindir sem eru takmarkaðar, s.s.
skötusel.“ aij.is
Gagnrýna ríkisstjórn harðlega
SA segja frumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða ganga
þvert á fyrirheit Gagnrýna skötuselsveiðar umfram ráðgjöf
„VIÐBRÖGÐIN hafa verið góð
enda er til mikils að vinna,“ segir
Hinrik Hjörleifsson, markaðsstjóri
Krónunnar. Þeir sem kaupa inn í
verslunum fyrirtækisins fram til
jóla eru sjálfkrafa þátttakendur í
lukkuleik. Á kassakvittun sem við-
skiptavinir fá við afgreiðslu er sér-
stakt númer og síðan er dregið úr
þeim potti í gegnum tölvukerfi fyr-
irtækisins. Vinningsnúmer eru birt
á heimasíðu Krónunnar.
Fyrsti úrdráttur var 14. desem-
ber og verður næst á mánudag,
þegar fimm númer verða dregin út.
Tíu númer verða í lokaúrdrætti á
Þorláksmessu. Í hverjum pakka er
100 þúsund króna vöruúttekt, það
er flugeldar frá björgunarsveit-
unum, hálfsársbirgðir af gosi, sex
mánaða áskrift að Stöð 2, 30 þús-
und króna matarúttekt í Krónunni,
frí áfylling af bensíni hjá Atlants-
olíu, hangikjöt og jólakonfekt.
Mikil þátttaka í
jólaleik Krónunnar