Morgunblaðið - 18.12.2009, Síða 48
48 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
Sjónvarpsþáttastjórnandinn og
fréttaþulurinn Logi Bergmann
Eiðsson verður í svakalegu jóla-
skapi í þætti sínum, Logi í beinni, í
kvöld. Þar mun Bubbi Morthens
flytja frumsamið jólalag og Bagga-
lútur mun einnig frumflytja nýtt
jólalag. Þá tekur Ríó Tríó einnig
lagið og gestir rabba við Loga.
Bubbi flytur frumsamið
jólalag í þætti Loga
Fólk
Eftir Kristrúnu Ósk Karlsdóttur
kristrun@mbl.is
NÆSTKOMANDI þriðjudag verður Ólafur Arnalds með
útgáfutónleika í Salnum en til grundvallar þar verður
platan Found Songs sem var fyrst gefin út á netinu fyrr
á árinu.
„Mig langaði bara að koma þessu efni til fólks. Ekk-
ert peninganna vegna, þetta átti nefnilega ekki að vera
plata. Svo fengum við svo góð viðbrögð að það var
ákveðið að gefa þetta út,“ segir Ólafur. Tónleikarnir
verða mjög veglegir, en erlendir samstarfsmenn Ólafs
munu vinna að þeim. „Þetta er fólk sem ég hef verið að
túra með erlendis, ljósafólk og hljóðfólk, við ætlum að
gera eins flotta tónleika og hægt er. Það verður til
dæmis sérhannað „ljósashow“. Bandið verður líka
stærra, gítarleikarinn og bassaleikarinn úr Kimono og
trommuleikarinn úr Hudson Wayne verða líka með,“ en
Hudson Wayne sér um upphitun. Auk þess að gefa út
geisladisk samdi Ólafur tónlist við ballettsýninguna In
the Spirit of Diaghilev eftir Wayne McGregor sem sýnd
var í London á þessu ári en McGregor er umtalaðasti
nútímadanshöfundur heims í dag. „Ég er mjög spenntur
að sjá hvernig sýningin kemur út, en hún verður sýnd á
BBC Four í kvöld. Svo kemur hún út á DVD eftir ára-
mót. Ég er þarna í gryfjunni fyrir framan sviðið að
spila,“ segir Ólafur. „Svo er ég að semja tónlist fyrir
verk hjá Íslenska dansflokknum, það verður frumsýnt í
febrúar.“
Tónleikarnir hefjast kl. 20, þriðjudaginn 22. des., í
Salnum.
Ólafur Arnalds á BBC 4
Hinir árlegu X-mas tónleikar út-
varpsstöðvarinnar X-ið 977 verða
haldnir á Sódómu í kvöld. Aðgangs-
eyrir rennur til Stígamóta, grasrót-
arhreyfingar kvenna gegn kyn-
ferðisofbeldi og gefa allir þeir
listamenn sem fram koma vinnu
sína. Miðaverð er viðeigandi, 977
krónur. Það verður hátíð í bæ því
fram koma Our Lives, Dikta, Agent
Fresco, Mammút, Ten steps away,
XIII – Þrettán, Nögl, Geir Ólafsson,
Króna, Cosmic Call, Kimano, Cliff
Claven, Snorri Helgason, Morðingj-
arnir, Vicky og 59,s.
Miðasala hefst í dag á hádegi á
skemmtistaðnum Sódómu.
Tónleikar X-ins til
styrktar Stígamótum
„Bókaþjóðin hefur
talað!“ segir Þykki
Getur þú lýst þér í fimm orðum?
Skellinn, stríðinn, góður, gjafmildur, klúr.
Ætlarðu að fylgjast með Wipeout? (spyr síðasti
aðalsmaður, Friðrika Hjördís Geirsdóttir)
Erum ekki með Stöð 2 uppi á Esju. Sorrí kids.
Hvaða persónu myndir þú vilja hitta í mann-
kynssögunni?
Tja … helst Jóhannes úr Kötlum, sem ritaði
þessa þvælu um mig!
Ertu jólabarn?
Hmm … næsta spurning!
Hvert er draumastarfið?
Verslunarstjóri hjá GK-hurðum.
Er allt að fara til fjandans?
Þokkalega, en við bræður ætlum að redda því á
næstu dögum með okkar einstöku jörfagleði.
Uppáhaldsbróðir þinn?
Ég læt mig hverfa.
Undir hvaða kringumstæðum myndir þú
koma nakinn fram?
Þetta var nú óþarfi …
Hvað færðu ekki staðist?
Hurðir.
Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Ég get sett í skóinn þó að glugginn sé
lokaður.
Ef þú ættir að taka þér grípandi lista-
mannsnafn, eins og t.d. Lady Gaga,
hvert væri það?
DJ Doorslammer.
Hvað tekurðu í bekkpressu?
900 kíló.
Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda?
Trúir þú á jólasveininn?
Get nú varla gert upp á milli þeirra. Stúfur er
þó okkur öllum afskaplega kær.
En hver fer mest í taugarnar á þér?
Sá bandaríski.
Hvernig komist þið yfir allar þessar annir um
jólin?
Með lýsi, harðfiski og óbilandi bjartsýni.
Grýla eða Leppalúði?
Kommon!
Hvað óttast þú?
Fyrir utan mömmu er það skeggkláði, skegglús
og skeggofnæmi.
Hvað er málið með þessar hurðaskellingar?
Það kemur þér ekki við!
En hvað gerir þú þegar þú stendur frammi fyrir
rennihurðum, sjálfvirkum hurðum, nú eða
hringhurðum?
Hurðaskellir
Nokkuð klúr.
DJ DOORSLAMMER!
„SJÖUNDI VAR HURÐASKELLIR, – SÁ VAR NOKKUÐ KLÚR, EF FÓLKIÐ VILDI Í RÖKKRINU FÁ SÉR VÆNAN
DÚR“. MORGUNBLAÐIÐ KYNNIR AÐALSMANN VIKUNNAR, HURÐASKELLI LEPPALÚÐASON!
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
SÍÐAST lék múm hér á landi þann
20. desember 2004 í Íslensku óp-
erunni, þá ásamt Slowblow og Stór-
sveit Sigríðar Níelsdóttur. Sveitin
hefur tekið ýmsar sveigjur og beygj-
ur síðan þá og sér Örvar Þóreyj-
arson Smárason sig knúinn til að
lýsa bráðkomandi tónleikum sem
stórviðburði.
„Það er engin sérstök ástæða fyrir
því að við höfum ekki leikið hér á
landi í þetta langan tíma,“ segir
hann. „Við höfum reyndar spilað á
tónlistarhátíðum eins og Airwaves
og Aldrei fór ég suður en það er ekki
það sama og að halda eigin tónleika.
En núna langar okkur til að svipta
upp tónleikum hér á landi svo að vin-
ir, fjölskylda og áhugasamir geti séð
og heyrt hvernig staðan er hjá okkur
í dag. Bandið er orðið alveg hrika-
lega þétt.“
Örvar segir að þetta séu kostirnir
við að túra mikið og vel; en múm hef-
ur aldrei lagt upp í þéttriðnara
ferðalag á ferlinum. Síðan platan
kom út hefur sveitin leikið á yfir 70
tónleikum í Evrópu, Norður-
Ameríku og Asíu. Bandið er því á
feiknaflugi og efnisskrá og samspil
búið að vera í stöðugri þróun.
„Þetta hefur verið að byggjast
upp jafnt og þétt. Hlutir breytast og
þróast í takt við fjölda tónleika og
elstu lögin hafa t.d. öðlast nýtt líf
með nýju fólki. Við höfum passað
okkur á því í gegnum tíðina að halda
okkur ferskum með því að forðast
endurtekningar í lengstu lög.“
Örvar segir að úti sé það hreinlega
ekki í boði að gefa út plötu án þess að
fylgja henni eftir. Auk þess hafi ver-
ið búið að leggja það mikið í plötuna
að þau hafi ekki getað hugsað sér að
ganga frá henni án þess að færa
hana nær fólki með hljómleikahaldi.
„Við búum það vel í dag að eiga
aðdáendur um allan heim sem vilja
sækja tónleika hjá okkur. Það var
því hægt að setja upp mjög umfangs-
mikinn túr en tónleikahald hefur
annars dregist verulega saman um
allan heim undanfarin misseri.“
Húsið er opnað kl. 21.00 og um
upphitun sér Seabear.
Ljósmynd/Louie Banks
Gaman Myndin er tekin í upphafi ferðar og eins og sjá má voru meðlimir þegar í blússandi gír.
Heim í heiðardalinn
Hljómsveitin múm heldur sína fyrstu sjálfstæðu tónleika á Íslandi í fimm ár í
Iðnó í kvöld Búin að vera á stanslausu tónleikaferðalagi síðan í ágúst
Örvar segir að með tónleikunum í
Iðnó ljúki sveitin hljómleika-
ferðalaginu sem var farið í vegna
Sing Along to Songs You Don’t
Know.
„Þetta er komið gott og þetta
verður endapunkturinn á þessu
flandri.“
Sveitin endurskapaði hljóðheim
sinn farsællega á þarsíðustu plötu,
Go Go Smear the Poison Ivy
(2007), og því var framhaldið með
enn eftirtektarverðari hætti á nýj-
ustu plötunni. Eru menn farnir að
leggja drög að næsta meistara-
stykki?
„Nei, nú förum við í smáfrí, eins
og við gerum jafnan eftir svona
tarnir,“ svarar Örvar. „Leggjumst í
smáendurskoðun. Það er ekkert
stress í kringum þetta hjá okkur,
og hefur aldrei verið.“
Næsta plata?
Ólafur Arnalds Með margt á prjónunum.
Egill „Þykki“ Einarsson fagn-
ar því á vefsíðu sinni að bók hans
Mannasiðir vermi 3. sæti met-
sölulista Eymundsson. „Meira
segja Þykki bjóst ekki við því fyr-
ir jólin að fara í þriðja sætið yfir
best seldu bækurnar á Íslandi.
Bókaþjóðin hefur talað!“ bloggar
Egill, segir það vítamínsprautu
fyrir sig að sjá fólk meðtaka boð-
skapinn.