Morgunblaðið - 18.12.2009, Síða 41

Morgunblaðið - 18.12.2009, Síða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 ✝ Birgir Ævarssonmeistari í raf- vélvirkjun og kaup- maður fæddist í Reykjavík 14. janúar 1959. Hann lést 9. desember 2009. For- eldrar hans eru Ævar Jónsson, f. 14. febr- úar 1932, d. 9. febr- úar 2009, og Anja Honkanen, f. í Finn- landi 19. janúar 1933. Systkini Birgis eru: 1) Katrín, f. 7. janúar 1954. 2) Hjálmar, f. 26. maí 1963. 3) Ævar Oddur, f. 30. júlí 1964. 4) Arnar, 11. júlí 1968. 5) Samfeðra: Tinna, f. 9. mars 1979. Birgir kvæntist Þorbjörgu Töru Guðmundsdóttur læknaritara 22. mars 1979. Synir Birgis og Þor- bjargar eru: 1) Birgir Daníel vef- stjóri, f. 1. febrúar 1980. 2) Bjarki Einar laganemi í HÍ, f. 28. febrúar 1986. Birgir og Þorbjörg slitu sam- vistum. Seinni kona Birgis er Vala Björg Guðmundsdóttir, f. 7. janúar 1966. Börn hennar eru Guðmundur Borg- ar Ingólfsson meistaranemi í verk- fræði, f. 13. nóvember 1984, og Hrafnhildur Baldvinsdóttir nemi, f. 30. janúar 1995. Birgir ólst upp á Hraunbraut 25 í Kópavogi og stundaði þar grunnskólanám. Seinna lá leið hans í Iðnskóla Reykjavík- ur, þaðan sem hann útskrifaðist sem raf- vélvirki. Á yngri ár- um starfaði Birgir við margvísleg störf til sjós og lands. Birgir var alla tíð mikill úti- vistarmaður og gekk til veiða á fugli og fiski þegar færi gafst. Árið 1989 stofnaði hann fyr- irtækið Rafbjörg sem sérhæfði sig í þjónustu við smábátaútgerðir. Síð- ar setti hann á stofn verslunina RB veiðibúð í Skútuvogi 4, þar sem að- aláhersla var lögð á vörur og þjón- ustu tengda frístundasjóveiði og útivist. Þar starfaði hann allt þar til illvígur sjúkdómur er hann greind- ist með síðastliðið vor, hamlaði starfsorku hans á haustdögum. Útför Birgis fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, föstudaginn 18. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Bless elsku Biggi minn. Ég man þig. Þín litla systir, Tinna. Áin svelgist um ólgandi streng og endar í himinblárri breiðu. Bliku bregður fyrir niður í vatninu af ný- gengnum löxum. Veiðimaður stend- ur efst við strengnum, lyftir stöng- inni og leggur línuna mjúklega á yfirborð vatnsins með fimlegri sveiflu, svo ekki sést gára. „Flinkur er hann kallinn“, hugsa ég og horfi á Bigga mág minn egna flugunni, á sama augnabliki hreyfir við fiski. Línan strekkist og eins og alltaf þegar slíkt gerðist hjá Bigga brást hann við fumlaus. Lax dansar á sporðinum í vatnsskorpunni. Hæv- erskt bros færist yfir andlit hans og hann fikrar sig nær landi. Stuttu síðar heldur hann undir kvið bjartr- ar og silfurgljáandi tíu punda, nei! tólf punda hrygnu og losar úr henni fluguna. Að því loknu syndir hún á ný út í strenginn. Þannig endaði veiðitúrinn okkar félaganna og þeir urðu ekki fleiri. Vinur minn og mág- ur, síðustu 36 árin, hafði fáeinum vikum áður greinst með meinið sem sleppti honum sjálfum ekki aftur út í lífið. En þarna við árbakkann var nú ekki dvalið við það, þess í stað rifjaðar upp minningar um ferðir í ár og læki víða um landið í gegnum tíðina. Vetrarvertíðin okkar, við vélameistarar á Ófeigi, í ýsuhrotu og bullandi aðgerð eina stjörnu- bjarta síðvetrarnótt vestur af Eyj- um fyrir margt löngu. Útgáfubröltið okkar og fyrstu skrefin í fyrir- tækinu sem þú stofnsettir. Það er sárt að kveðja þig langt um aldur, því ýmsu var ólokið, eins og alltaf. Þá er gott að geta minnst þín með svo mörgu eftirminnilegu sem á dagana dreif, allt frá því að þú kenndi mér að kasta flugu stuttu eftir að ég fór að sniglast á eftir stóru systur þinni við æskuheimili ykkar í Kópavogi, og ég kom þér í kynni við rokkarann síunga, sem stóð og blés í þverflautu á öðrum fæti og söng ljóð sín um hlutskipti manna, örlagagletturnar og eilífð- armálin. Og þessi frábæra þrenning, hún Kata systir þín, fluguveiðin og Jethro Tull fylgdu okkur allar götur síðan. Ég er búinn að fyrirgefa þér að hafa unnið mig í flestum skákunum sem við tefldum á árum áður, það er nánast gleymt. Ég man hvað þú varst áhugasamur í verslun þína, sem var leiðandi í tækjum fyrir sjóstangveiði og það er synd til þess að hugsa að þú fáir ekki tækifæri til þess að fylgja eftir frumkvöðlastarfi þínu í kynningu á veiði við sjáv- arströndina sem hefur rutt sér til rúms hér á landi síðustu misserin, fyrir þitt tilstilli. Þegar leið að lokum varst þú enn fullur vonar um að allt færi vel, enda óforbetranlegur spaugari og bjartsýnismaður. Það var aðdáun- arvert síðustu vikurnar í lífi þínu að fylgjast með Ævari bróður þínum, sonum þínum og Völu Björgu vaka yfir þér og annast þig svo þú gætir áfram haldið í vonina, það sýndi elsku þeirra og kærleik í sinni feg- urstu mynd. Samúð mín er hjá sonum þínum og henni Völu þinni, Hrafnhildi, systkinum og aldraðri móður, sem sér nú á eftir elsta drengnum sínum. Þú trúðir að líf væri að loknu þessu og ef við fáum tækifæri á að hittast á ný þá verð ég með fluguna „Cross Eyed Mary“, sem hnýtt verður þér til heiðurs. Þangað til minnist ég góðs félaga. Ástþór Jóhannsson. Birgir Ævarsson Vegna mistaka í vinnslu varð eftirfar- andi minningargrein viðskila við aðrar greinar um Guðbjörn Níels Jensson sem birtust í Morgunblaðinu 17. nóv- ember síðastliðinn. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Gunna Páls var lengi líkt og yngri systir mín þótt ég væri móðurbróðir hennar enda aldursmunur ekki nema fimm ár. Ég fylgdist því með fyrstu smáskotum hennar sem tóku snöggan endi þegar hún sautján ára var komin með nýjan strák. Og áður en varði var ég orðinn ömmubróðir. Þetta var Bjössi Jens eins og hann var nefndur til aðgreiningar frá bróður hennar Bjössa Páls. Enda þótt tengslin væru þetta ná- in olli ólíkur vettvangur því að við Guðbjörn Níels Jensson ✝ Guðbjörn NíelsJensson fæddist í Reykjavík 16. júlí 1934. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 7. nóv- ember síðastliðinn. Útför Guðbjörns fór fram frá Bústaða- kirkju 17. nóvember 2009. umgengumst ekki mikið á seinni hluta ævinnar nema í stórum fjölskyldusam- kvæmum sem að vísu var talsvert um, því ættin var fjölmenn og því allnokkuð um fermingar, brúðkaup, stórafmæli og jafnvel útfarir auk þess sem margir innan hennar voru gefnir fyrir gleð- skap og ferðalög. Þar fékk Bjössi einatt not- ið sín. Hann spilaði smitandi listilega á gítar og kunni mikið af lögum og textum, ekki síst kántrísöngvum. Stundum spiluðu og sungu öll börnin með honum. Auk þess átti hann til að bregða sér í trúðsgervi og jafnvel ýmissa kvik- inda líki sem yngstu kynslóðinni fannst afar skemmtilegt. Í stuttu máli sagt var hann einatt hrókur í fagnaði. Stundum nagar maður sig í hand- arbökin eftirá fyrir að hafa ekki ræktað samskipti við venslafólk sitt meir en raun varð á. En ekki verður við öllu séð og ekki annað til ráða en þakka fyrir þau góðu kynni sem þó voru. Árni Björnsson. Þegar við systkinin heyrðum um fráfall Aðalbjörns Scheving, eða Alla eins og við kölluðum hann alltaf, varð okkur orða vant. Sú staðreynd að við ættum ekki eftir að njóta samvista við hann aftur í þessu lífi er ákaflega erfið og sorgleg. Upp í hugan hrönn- uðust góðar minningar um mann sem var svo uppfullur af lífsgleði og krafti. Meðan Alli, Anna og stelpurn- ar bjuggu hér fyrir austan þótti okkur fátt skemmtilegra heldur en þegar farið var í heimsókn í Hæðargerðið í kaffisopa og spjall. Aldrei brást það að okkur börnunum var tekið með kostum og kynjum, Alli með sinn smit- andi hlátur hafði einstaklega gaman af að ærslast með okkur. Eitt sinn fyrir nokkrum árum ákváðu fjölskyldurnar að fara saman í ferðalag og haldið var með tjald og nesti norður í land. Þegar áð var við hina miklu brú á Jökuls á Fjöllum vakti hún at- hygli Dodda og Alli var ekki seinn á sér að segja honum frá börnunum í sveitinni sem renndu sér niður víravirki brúarinnar á veturna! Eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur urðu samfundirnir færri, en þau voru þó dugleg að kíkja austur á heimaslóðir og heimsækja vini og ættingja og auk þess var maður alltaf vel- kominn í heimsókn til þeirra hjóna á heimili þeirra í Reykja- vík. Ef einhver hefði sagt okkur eftir heimsókn þeirra hjóna í sumar að það yrði í síðasta skipti sem við myndum hitta Alla hefð- um við ekki trúað því. En svona er víst lífið, alltof fljótt var hon- um kippt af sviði lífsins, en við huggum okkur við það að honum er örugglega ætlað stórt og mikið hlutverk á öðru sviði. Aðalbjörn Scheving ✝ Aðalbjörn Schev-ing fæddist á Reyðarfirði 1. desem- ber 1953. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 4. desem- ber sl. Aðalbjörn var jarð- sunginn frá Graf- arvogskirkju 17. des- ember 2009. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Elsku Anna, Frey- dís og Snædís ykkar missir mikill og megi góður guð gefa ykkur styrk á erfiðum tímum. Þórður Vilberg Guðmundsson, Torfi Pálmar Guðmundsson og Stefanía Hrund Guðmundsdóttir. Kær vinur og ferðafélagi til nokkurra ára, Aðalbjörn Scheving, hefur kvatt þetta tilverusvið og haldið í ferðina stóru, ferðina til framtíðarlandsins, allt of snemma að okkar mati, aðeins 56 ára að aldri. Alli eins og hann var oftast kallaður var stórhuga maður sem þoldi enga lognmollu í kringum sig. hann var fljótur að taka ákvarðanir og enn fljótari að fram- kvæma þær, tafir og frestanir höfðu engan ávinning að hans mati, það sem á annað borð þurfti að gera var einfaldlega best að gera strax. Fyrir örfáum vikum greindist Alli með illvígan sjúk- dóm, allir voru nokkuð vissir um að hann mundi hrista hann af sér, í bili að minnsta kosti en þar voru önnur öfl sem réðu, þetta reyndist eiga að fara á annan veg en óskað var og með ótrúlegum hraða var öllu lokið, þar virtist heldur ekki hafa verið eftir neinu að bíða, það sem ekki varð umflúið það skeði einfaldlega strax. Ef til vill var Alli einfaldlega búinn að ljúka því hlut- verki sem hann kom til að inna af hendi hér á jörð, um slíka hluti vit- um við svo ósköp lítið en vonum að heimkoman hafi verið honum góð. Alli og kona hans Anna Björns- dóttir gengu í ferðaklúbbinn okk- ar, Húsvagnafélag Íslands fyrir fáum árum og úr því þau voru á annað borð komin í svona fé- lagsskap var einhvern veginn sjálf- sagt að vera með af fullum krafti, fara með í næstum allar skipulagð- ar ferðir sem farnar voru. Þar sem ferðaáhuginn var svona mikill voru þau fljót að kynnast þeim kjarna úr félaginu sem mest ferðaðist og fóru fljótlega að ferðast með þeim hópi nánast flestar helgar yfir sumarmánuðina, þessu fylgdi svo að sjálfsögðu strax seta í nefndum og önnur trúnaðarstörf fyrir félag- ið en slíkt vill oftast lenda á þeim er áhugann sýna og telja ekki eftir sér hvert viðvik. Alli var einstak- lega skemmtilegur ferðafélagi, alltaf jafn hress og kátur, fræddi okkur í gegnum talstöðina, skírt og skorinort um staði þá er við ók- um framhjá og hann var kunnugur og lét þá gjarnan einn og einn brandara fylgja með. Gullmolinn en svo heitir ferðavagninn þeirra hjóna sýndi líka hverslags snyrti- menni hann var, því alltaf leit hann út eins og nýr væri þótt skammt ætti hann eftir í tvítugsaldurinn, ávallt hvítþveginn og stífbónaður enda sagði Alli að bílþvottur og bónun væri sín uppáhalds iðja og svei mér þá, ég held að hann hafi ef til vill verið að segja alveg satt. Alli átti sér sniðuga tómstunda- iðju sem hann sagðist nota til af- slöppunar, hann smíðaði handföng á hina margvíslegustu hluti úr hreindýrshornum og breytti hlut- unum, til dæmis hnífum og fleiru slíku í hin fegurstu listaverk. Það verður skarð fyrir skildi á komandi sumrum þar sem Alla, með allan sinn léttleika og fjör, nýtur ekki lengur við í ferðahópnum en kannski verður hann þó ekki alltaf svo langt undan ef hann hefur tíma aflögu fyrir gömlu ferðafélag- ana. Að lokum kveðjum við góðan vin og biðjum algóðan guð að styrkja Önnu, fjölskyldu hans og vini í þeirra miklu sorg. F.h. Ferðafélaga í Húsvagna- félaginu, Dagbj. Sig. Kæri vinur, enn og aftur tókst þér að gera mig orðlausa, vegna þess að orðin mega sín lítils á stundu sem þessari. Já, Alli minn, þú ert tekinn frá okkur, maður á besta aldri, varst að byrja að kynnast því hvernig er að sjá barnabörnin spretta, litlu gullmolana Kötlu Ósk og Viktoríu Rós. Það er eitthvað skrítið til þess að hugsa að almættið hafi séð þörf fyrir þig annarsstaðar, meðan ég held að einmitt hafi þörfin verið hér hjá fjölskyldunni þinni. En ég held þó að núna líði þér betur og þegar frá líður okkur hinum sem nú sjáum á eftir þér líka, því þó að áfallið sé mikið þá eru þjáningar eitthvað sem ekki á að leggja á nokkurn mann. Alltaf reyndist þú mér vel og bóngóður mjög. Kærar þakkir fyrir samfylgdina í gegnum árin og hafðu það sem best þangað til við hittumst aftur. Elsku Anna, Freydís, Snædís og fjölskylda, ykkur frænkum mínum, votta ég mína dýpstu samúð. Sælín Sigurjónsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Grein- ar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minning- ar. Æviágrip með þeim greinum verð- ur birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningargreinar Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.