Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
HANNA Birna Kristjánsdóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, segir að
fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir
2010 endurspegli mjög vel þá for-
gangsröðun sem yfirvöld vilji sjá.
„Við höfum mjög markvisst í gegn-
um þessa hagræðingu forgangs-
raðað í þágu menntunar og barna,“
segir hún.
Eins og fram hefur komið í þess-
um greinaflokki um skólakerfið er
stefnt að því að ná rekstrarkostnaði
grunnskóla landsins niður um þrjá
til þrjá og hálfan milljarð króna á
næsta ári og þar af um 775 milljónir
í Reykjavík. Leikskólum er gert að
hagræða um einn til einn og hálfan
milljarð og þar af um 400 milljónir í
Reykjavík.
Svigrúmið nýtt
Borgarstjóri segir að hagur
menntunar og barna hafi verið
tryggður með minni hagræðing-
arkröfu á verkefni sem þeim tengj-
ast en á önnur verkefni á vettvangi
borgarstjórnar. Einnig með því að
nýta það svigrúm sem hafi skapast
vegna aukinna tekna Reykjavíkur-
borgar í þessa málaflokka. Þess
vegna þurfi ekki að hagræða meira í
skólakerfinu en raun ber vitni. „Ég
er sannfærð um að þetta verður
gert þannig, bæði í gegnum stjórn-
endur og starfsfólk Reykjavíkur-
borgar, að börnin okkar finni sem
minnst fyrir þessu.“ Hanna Birna
áréttar að hagræðing á leikskóla-
sviði eða menntasviði þýði ekki að
leikskólarnir eða grunnskólarnir
finni fyrir allri þeirri hagræðingu,
því hagrætt sé í yfirstjórn, með
samrekstri, auknu eftirliti og í inn-
kaupum, svo dæmi séu tekin. Hins
vegar beri að hafa í huga að þessi
svið séu það stórir málaflokkar í
rekstri sveitarfélagsins að ekki
verði komist hjá því að taka þar
eitthvað á.
Stjórarnir stjórna
Sagt hefur verið að ekki sé leng-
ur forfallakennsla í 5. til 10. bekk
sumra skóla og forfallist kennari
séu börnin send heim. Sama staða
sé á einhverjum leikskólum. Hanna
Birna bendir á að skólarnir eigi að
vera fullmannaðir. Þeir njóti mikils
sjálfstæðis og séu reknir af skóla-
stjórum og leikskólastjórum. Þeim
sé falið að halda utan um verkefnið
með það skýra leiðarljós að grunn-
þjónusta skuli ekki skert og að
börnin finni sem minnst fyrir hag-
ræðingaraðgerðum. Hún geti ekki
fullyrt hvernig tekið hafi verið á
einstökum tilvikum, „en þetta er
línan sem borgarstjórn setur og
þetta er markmiðið í aðgerðar-
áætlun borgarstjórnar. Ég treysti
starfsfólki borgarinnar mjög vel til
þess að sinna því í anda þess“.
Samrekstur
Hanna Birna segir að sameining
skóla í Reykjavík hafi verið rædd,
en ákveðið hafi verið að huga frekar
að samrekstri en sameiningu.
Ástæðan sé sú að borgin sé með
mjög margar einingar og hægt sé
að ná betri rekstrarárangri með því
að reka einingarnar saman frekar
en endilega að sameina þær. Í Úlf-
arsárdal verði t.d. frístundaheimili,
leikskóli og grunnskóli rekin saman.
Þetta hafi verið gert á öðrum svið-
um og haldið verði áfram á sömu
braut. Með þessu móti sé hag-
kvæmni stærðarinnar nýtt en sam-
eining í stórum stíl sé ekki á döf-
inni.
„Sameining á skólastofnunum
með einhverjum hætti verður að
vera unnin í mjög nánu og góðu
samstarfi við íbúa,“ segir borgar-
stjóri. „Það er ekki aðgerð sem er
þvinguð í gegn heldur verður hún
að gerast eftir mikla yfirlegu með
foreldrum og börnum í skólum.“
Samband íslenskra sveitarfélaga
hefur bent menntamálaráðherra á
að með því að fækka kennslu-
stundum í grunnskólum um þrjár til
fjórar stundir á viku megi ná niður
kostnaði. „Reykjavíkurborg tekur
þátt í þeim viðræðum en ákvað í
fjárhagsáætlun sinni að gera ekki
ráð fyrir slíku,“ segir Hanna Birna.
Í könnun Heimilis og skóla hafi ver-
ið stuðningur við styttingu skólaárs-
ins í báða enda og það hefði í för
með sér ákveðna hagræðingu, en
Reykjavíkurborg hefði ekki tekið
afstöðu til þessara hugmynda.
Hanna Birna áréttar að staðan í
skólamálum borgarinnar sé mjög
góð. Ekki megi gleyma því að borg-
in leggi tugi milljarða í skólakerfið
árlega og stöðugt hafi verið bætt í
það á undanförnum árum. Um 4%
sparnaður eigi ekki að ógna þeirri
sterku stöðu. „Við bjóðum upp á
fyrsta flokks þjónustu og á Íslandi
bjóðum við upp á skólaþjónustu og
leikskólaþjónustu sem stenst sam-
anburð við það besta sem þekkist.
Þrátt fyrir þessa hagræðingu leggj-
um við mjög mikið fjármagn í þessa
þjónustu og foreldrar og börn eiga
því ekki að þurfa að hafa áhyggjur.“
steinthor@mbl.is
Forgangsraðað í þágu barna
Morgunblaðið/Golli
Staðan Hanna Birna Kristjánsdóttir segir að skólar borgarinnar eigi að
vera fullmannaðir og foreldrar og börn eigi ekki að þurfa að hafa áhyggjur.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir mikið fjármagn lagt í skólamál þrátt fyrir hagræðingu
Segir boðið upp á skólaþjónustu og leikskólaþjónustu sem standist samanburð við það besta sem þekkist
Takamarkanir í fjarnám og kvöld-
skóla bitna ekki síst á einstakl-
ingum eldri en 18 ára. Katrín Jak-
obsdóttir menntamálaráðherra
bendir á að háskólarnir hafi boðið
upp á svonefnt frumgreinanám.
Auk þess hafi verið lagt aukafé í sí-
menntun og framhaldsfræðslu í
gegnum fræðslumiðstöð atvinnu-
lífsins. Þess sjái merki í fjárlaga-
frumvarpinu og fyrir liggi frum-
varp um framhaldsfræðslu þar sem
opinberir starfsmenn og aðilar á
vinnumarkaði taki höndum saman.
„Við leggjum mikla áherslu á að
eldri einstaklingar geti sótt í það
kerfi,“ segir hún.
Sumum framhaldsskólum hefur
verið gert að taka við fleiri nem-
endum en áður en hafa síðan ekki
fengið greitt nema fyrir 50% nýju
nemendaígildanna og því er um
aukna skerðingu að ræða. Í 2. um-
ræðu um fjárlög 2010 komu inn 150
milljónir aukalega til þess að bæta
einhver nemendaígildi og aðrar 150
milljónir komu inn í fjáraukalög
2009.
Katrín segist hafa gert forráða-
mönnum skólanna grein fyrir því
að verið sé að leggja auknar kröfur
á skólana samhliða því að þeir fái
minna fé og ljóst sé að öll ígildin
verði ekki greidd en einhverjar
uppbætur verði samt mögulegar.
Mikilvægar stofnanir
Sveitarfélögin tóku yfir rekstur
leikskóla og grunnskóla 1996. Katr-
ín segir ljóst að mikill kostnaðar-
auki hafi orðið við rekstur grunn-
skóla á undanförnum árum og tölur
frá OECD sýni að kostnaðarauki í
íslenska skólakerfinu hafi helst
orðið þar. Miklu máli skipti að
sveitarfélögin greini hvar sá kostn-
aðarauki liggi, því hann tengist
ekki þeim tímafjölda sem börnin
fái. Menntamálaráðuneytið sníði
rammann og hafi eftirlit með því að
honum sé fylgt en annars sé
ábyrgðin sveitarfélaganna. „En við
reynum að fylgjast vel með,“ segir
hún og leggur áherslu á að skólar á
öllum skólastigum séu ekki aðeins
dýrmætar menntastofnanir heldur
einnig samfélagslega mjög mikil-
vægar stofnanir, velferðarstofnanir
fyrir fjölskyldurnar í landinu.
„Samfélagslega hlutverkið skiptir
auðvitað miklu, ekki síst á erfiðum
tímum. Við reynum að verja kjarna
skólastarfsins og grunnmennt-
unina. Á efri stigunum eru það síð-
an rannsóknirnar og vísindastarfið
sem við reynum að verja.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Möguleikar Boðuð eru allt að 700 ný tækifæri til náms fyrir fólk án atvinnu
á vegum símenntunarstöðva og til aðfararnáms að frumgreinadeildum.
Eldri einstaklingum bent
á framhaldsfræðsluna
HLJÓMSÝN
Ótrúlegur hljómburður
Svissnesk verðlaunahönnun
Engar hátalarasnúrur
3 stærðir - 3 litir
Standur kr. 37.500.-
Getum nú boðið nokkur tæki á ótrúlegu verði.
Lægra verð en í Evróu og USA.
tilboð model XL
kr. 320.000.-
tilboð model M
kr. 135.000.-
tilboð model L
kr. 180.000.-