Morgunblaðið - 18.12.2009, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.12.2009, Qupperneq 24
HJÓNIN Kristbjörg María Guð- mundsdóttir og Birgir Hafstein framleiða afar sérstæð bindi: Þau eru prjónuð úr ull og ýmist einlit eða með lopapeysumynstri og kall- ast Sauðabindi. „Við vorum nýbúin að eignast okkar annað barn og vor- um saman í fæðingarorlofi þegar hugmyndin að Sauðabindunum kviknaði síðastliðið vor,“ segir Kristbjörg. „Ég var mikið að prjóna á stelpurnar okkar á þessum tíma en það var einmitt þá sem Birgi datt í hug hvort það væri ekki upplagt að prjóna bindi. Ég veit ekki af hverju þessari hugmynd skaut upp kollinum á honum, ætli hann hafi ekki bara fundið til svona gríðarlega mikils söknuðar við bindanotk- unina í vinnunni.“ Að sögn Kristbjargar vildu þau nota íslensku ullina og tók dágóðan tíma að finna út hvernig best væri að útfæra hugmyndina. „Að lok- um vorum við mjög ánægð með útkom- una, sérstaklega þar sem við komumst al- gjörlega hjá því að nota önnur efni en ull- ina. Eiginleikar hennar fá því að njóta sín og bindið er þess vegna létt og lipurt, hlýtt og gott og svo auðvitað skemmtilega öðruvísi gjöf.“ Klassísku sauðalitirnir, mó- brúnn og svartur, urðu fyrir valinu og eru bindin einlit eða mynstruð. „Munstrið er hannað á 7. áratug síðustu aldar af ömmu minni, Rögnu Ágústdóttur, en hún er einn af frumkvöðlum ís- lenskrar lopapeysugerðar. Við fengum gömlu rissbók- ina hennar lánaða og fannst þetta munstur sér- staklega fallegt og vel til þess fallið að prýða bindin.“ Mikill lærdómur Kristbjörg og Birgir fluttu til Svíþjóðar í sum- ar með dætur sínar til að hefja nám. „Það er auðvitað töluvert erfiðara að halda ut- an um þetta þegar maður býr ekki heima en við erum svo heppin að eiga þar frábæra fjölskyldu sem hefur hjálpar okkur mikið í öllu bindastússinu. Við hefðum líklega aldrei látið af þessu verða ef okkur hefði grunað hversu mikil vinna þetta ætti eftir að verða en sem bet- ur fer sér maður það ekki alltaf fyr- ir. Allt hefur þetta auðvitað verið mikill lærdómur fyrir okkur og þar að auki mjög skemmtilegt.“ Krist- björg segir að auki viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu von- um. „Í raun höfum við vart undan að láta framleiða fyrir búðirnar. Jóla- salan hefur farið mjög vel af stað enda má segja að hálsbindi sé afar klassísk jólagjöf, ekki síst þegar um alíslenska vöru er að ræða.“ Bindin kosta 6.900 kr. og er hægt að skoða þau og leita að sölustöðum á herramokollur.is auk þess sem Herra Mókollur er á Facebook. Létt og hlý Sauðabindi Herra Mókollur Kristbjörg og Birgir. Sauðabindi Prjónað úr ull. 24 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 Allir leita ham- ingjunnar en allt- of oft vita menn ekki nákvæmlega hvar þeir eiga að leita hennar. Í bókinni Meiri hamingja segir Tal Ben-Shahar les- endum hvernig þeir geti aukið hamingju sína með einföldum aðferðum. Nokkuð sem er sannarlega þakklátt að benda á. Höfundurinn er vinsælasti fyrirles- ari við Harvard háskólann í Banda- ríkjunum og þessi bók hans komst á metsölulista New York Times. Bókin virðist höfða afar vel til íslenskra les- enda og situr nú ofarlega á met- sölulistum hér á landi. Karl Ágúst Úlfsson, vikulegur gleðigjafi í Spaug- stofunni, þýðir bókina. kolbrun@mbl.is Bókin Leiðin til hamingjunnar Þótt jólin séu fjöl- skylduhátíð sakar ekki að leyfa sér smáglamúr. Rauður er auð- vitað jólaliturinn og því er eld- rauður varalitur alveg málið yfir hátíðarnar. Fyrir aug- un er þessi tvískipti augnskuggi frá MAC glæsilegur. Léttir litatónar í ferskjubleiku og kopar með fallega glitrandi áferð. Bæði varalitur og augnskuggi fást í Debenhams Smára- lind og MAC í Kringlunni. Í snyrtibudduna Fallegir litir fyrir jólin M b l1 15 17 16 Gjöfin hennar Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur – Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 – www.selena.is NÝTT KORTATÍMABIL • Næg bílastæði Náttföt Verð 12.800 Náttföt Verð 14.800 Náttföt Verð 14.800 Náttkjóll Verð 8.800 Sloppur Verð 9.800 Undirfatasett Verð 10.500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.