Morgunblaðið - 18.12.2009, Síða 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
www.noatun.is
GRILLAÐUR
KJÚKLINGUR
KR./STK.
998
MEÐ HEIM
HEITT
Ódýrt,
fljótlegt
og gott!
ÞETTA HELST ...
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
HAGNAÐUR Íslandsbanka nam
um 8,1 milljarði króna á fyrstu sex
mánuðum ársins 2009, að því er
kemur fram í kynningarefni sem
dreift var á kröfuhafafundi Glitnis í
gær. Fram kemur í skýrslu slita-
stjórnarinnar að afkoma bankans sé
nokkru betri en áætlað var á þeim
tímapunkti sem skilanefnd Glitnis
ákvað að taka yfir 95% hlut í Íslands-
banka. Skilanefndin metur 95%
eignarhlut sinn í Íslandsbanka á 100
milljarða króna. Eigið fé Íslands-
banka var í lok annars ársfjórðungs
ríflega 76 milljarðar. Það þýðir að
svokallað V/I-hlutfall er tæplega 1,4
sem verður að teljast í hærri kant-
inum, einkum sé tekið mið af erfiðu
árferði á fjármálamörkuðum.
Fulltrúar skilanefndar Glitnis
munu taka sæti í stjórn Íslands-
banka þegar Fjármálaeftirlitið og
Samkeppniseftirlitið hafa veitt nýj-
um eigendum blessun sína. Sam-
kvæmt samkomulagi við stjórnvöld á
skilanefndin rétt á því að tilnefna sex
menn af sjö í stjórn bankans. Skila-
nefndin segist nú þegar vinna að til-
nefningunni, en áætlað er að fjórir af
sex stjórnarmönnum verði sóttir út
fyrir landsteinana. Þess er vænst að
ný stjórn taki við í upphafi árs 2010.
Heildareignir Glitnis nema sam-
kvæmt nýju mati 729 milljörðum
króna. Heildarskuldir nema 2.589
milljörðum, og því er ljóst að end-
urheimtuhlutfall kröfuhafa mun
liggja nærri 28% sé miðað við núver-
andi eignamat.
Hafna Landsbankakröfum
Endurskoðunarfyrirtækið Del-
oitte hefur nú lokið rannsókn sinni á
uppruna skuldabréfa sem skutu upp
kollinum við samkeyrslu gagna slita-
stjórnar og erlendra vörsluaðila.
Niðurstaðan er sú að skuldir Glitnis
aukast um 5%, eða tæplega 134 millj-
arða króna. Fram kemur í skýrslu
slitastjórnar að þegar hafa borist
kröfur vegna bréfanna.
Í skýrslu slitastjórnar segir að 20
kröfur hafi borist vegna skuldabréfa
sem Landsbankinn gaf út. Slita-
stjórnin hefur hafnað þeim kröfum af
þeirri ástæðu.
Þriðjungur krafna endurheimtist
Í HNOTSKURN
»Hagnaður Íslandsbankanam 8,1 milljarði króna á
fyrstu sex mánuðum ársins.
» Í bókum slitastjórnar er95% eignarhlutur í Ís-
landsbanka metinn á 100 millj-
arða króna, en eigið fé er ríf-
lega 76 milljarðar. V/I hlutfall
bankans er því 1,4, sem er í
hærri kantinum miðað við nú-
verandi árferði.
»Slitastjórn Glitnis hafnaði20 kröfum sem bárust
vegna skuldabréfa útgefinna
af Landsbankanum.
Endurheimtur kröfuhafa bankans verða 28% miðað við nýjasta mat skilanefndar Íslandsbanki
hagnaðist um 8,1 milljarð á fyrri hluta árs 95% hlutur kröfuhafa í bankanum metinn á 100 milljarða
Afkoma Íslandsbanka var kynnt á
kröfuhafafundi Glitnis sem hald-
inn var í gær. Íslandsbanki hagn-
aðist um 8,1 milljarð á fyrstu sex
mánuðum ársins, sem slitastjórn
segir yfir fyrri væntingum.
● MARGEIR Pét-
ursson segir að
engar forsendur
séu til að verða við
kröfu hóps stofn-
fjáreigenda í Byr,
um að bankinn
greiði kröfu, sem
þeir hafa gert
vegna viðskipta með stofnfjárbréf
Byrs.
Í tilkynningu sem MP banki sendi frá
sér vegna málsins segir: „Við höfum
fulla samúð með stofnfjárfestum í Byr
sem tapa miklu fé ef ríkið yfirtekur
bankann. Það er samt ekki hægt að
færa ábyrgðina af lánveitingum Byrs
yfir á MP Banka. Byr er með sína stjórn
og stjórnendur sem bera ábyrgð gagn-
vart sínum stofnfjáreigendum.“
Þá segir í tilkynningunni að atvika-
lýsing stofnfjáreigendanna í frétt á Stöð
2 í fyrradag hafi verið röng. „MP Banki
seldi ekki Exeter stofnfjárbréf í Byr á yf-
irverði og fékk ekki lán í Byr fyrir Ex-
eter.“ ivarpall@mbl.is
Engar forsendur til að
verða við kröfunni
ENGILBERT Runólfsson var meðal
stærstu eigenda að félaginu Ferju-
holti ehf. sem fékk lán hjá VBS fjár-
festingabanka til kaupa á tæplega
200 hekturum úr landi í Flóanum
snemma árs 2007.
Greint er frá því í Sunnlenska
fréttablaðinu að Engilbert hafi
fengið ákærur og dóma í málum
vegna innflutnings á fíkniefnum,
fjárdráttar, skjalafals, aksturs und-
ir áhrifum áfengis og fíkniefna og
fleira, en afbrotaferill Engilberts
nær aftur til ársins 1991. Í nokkrum
tilfellum hefur hann hlotið refsivist
og setið til lengri tíma í fangelsi.
Upphæð upprunalegs veð-
skuldabréfs er liðlega 1.145 millj-
ónir króna. Bankinn hefur gefið út
bréf með veði í landinu fyrir rúma
2,8 milljarða króna.
Jón Þórisson forstjóri VBS sagði
í samtali við Sunnlenska að innan
bankans hefðu menn að líkindum
vitað um fortíð Engilberts en
framhjá því hefði verið litið engu að
síður. Fyrst og fremst hefði verið
horft til þess hver hugsanlegur
ávinningur yrði af kaupum á land-
inu. Engilbert hefði tengst bank-
anum viðskiptaböndum vegna
verkefna á svokölluðum Frakka-
stígsreit, þar sem nú er ráðgert að
Listaháskóli Íslands rísi.
VBS lánaði
brotamanni
EVRÓPSKA kerfið um viðskipti
með losunarheimildir á koltvísýr-
ingi er þjakað af svindli, að því er
kemur fram í tilkynningu frá Euro-
pol. Segir þar að skipulögð glæpa-
samtök hafi undanfarna 18 mánuði
notað viðskipti með losunarheim-
ildir til að græða allt að fimm millj-
arða evra, andvirði um 900 millj-
arða króna, með því að nýta sér
reglur um skil á virðisaukaskatti.
Segir lögreglan að með því að fara
svokallaða „virðisaukaskatts-
hringekju“ safni glæpamennirnir
upp virðisaukaskatti sem þeir skila
hins vegar ekki til yfirvalda, heldur
stinga í eigin vasa.
Þetta er gert í fleiri viðskiptum
en með losunarheimildir, en þær
þykja einkar hentugar til verksins.
Er talið að í sumum ríkjum séu 90
prósent allra viðskipta með los-
unarheimildir tengd slíkum glæpa-
samtökum. bjarni@mbl.is
Losunarheimildir
notaðar í svindl
Kostar ESB ríki 5 milljarða evra á ári
milljörðum króna lægra. Auk þess
veitir ríkið tveim bönkum víkjandi
lán: Arion banka að fjárhæð 24
milljarðar króna og Íslandsbanka
að fjárhæð 25 milljarðar króna.
Samtals nemur fjárbinding rík-
issjóðs vegna endurreisnar bank-
anna því 184 milljörðum króna,“
segir í fréttinni.
Þá segir að niðurstaðan sé mjög
hagstæð fyrir ríkissjóð og leiði
hún til þess að vaxtagjöld rík-
issjóðs verði samtals um 46 millj-
örðum króna lægri árin 2009 og
2010 en þau hefðu orðið miðað við
upphaflegar áætlanir. „Af því veg-
ur sú niðurstaða að kröfuhafar
Kaupþings og Glitnis eignast Ar-
ion banka og Íslandsbanka þungt,
en hún leiðir til samtals 21 millj-
arði króna lægri vaxtakostnaðar
árin 2009 og 2010.“ ivarpall@mbl.is
GENGIÐ hefur verið frá samn-
ingum á milli íslenskra stjórnvalda
og nýju bankanna, annars vegar,
og skilanefnda Glitnis, Lands-
banka Íslands og Kaupþings, fyrir
hönd kröfuhafa, hins vegar, um
uppgjör vegna eigna sem færðar
voru úr gömlu bönkunum yfir í þá
nýju í október 2008. Þetta kemur
fram í frétt frá fjármálaráðuneyt-
inu.
„Arion banki, Landsbankinn og
Íslandsbanki eru nú fullfjármagn-
aðir bankar sem standa á traust-
um fjárhagslegum grunni tilbúnir
til þess að þjóna heimilum lands-
ins og atvinnulífi.
Alls nemur hlutafjárframlag rík-
isins til bankanna 135 milljörðum
króna. Upphaflega var gert ráð
fyrir að þetta framlag yrði 385
milljarðar króna og er það því 250
Gengið frá uppgjöri
nýju og gömlu banka
Fjárbinding ríkissjóðs 184 milljarðar
Morgunblaðið/Ómar
Á FJÓRÐA þúsund manns eru
strandaglópar eftir að skoska flug-
félagið Globespan var tekið til
gjaldþrotaskipta á miðvikudags-
kvöld. Globespan er stærsta flug-
félag Skotlands.
Um 5 þúsund manns áttu bókað
flug með félaginu frá Glasgow í
gær. Talið er að um 3400 ferða-
langar hafi ferðast með félaginu að
undanförnu en að sögn Financial
Times ber yfirvöldum ekki skylda
að tryggja að þeir komist á leið-
arenda.
Globespan rekur tíu flugvélar og
starfa um 800 manns hjá félaginu.
Félagið hefur lýst yfir að hagnaður
af reglulegri starfsemi næmi tæp-
um 2 milljónum dala það sem af er
þessu ári. ornarnar@mbl.is
Globespan í þrot
Reuters
Búið spil Globespan lýsti yfir gjaldþroti á miðvikudagskvöld.