Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009
Þeir semkjósa frem-ur aðhald
og sparnað við nú-
verandi aðstæður
en þá skattahækk-
unarvegferð sem
hafin er hljóta að forðast að
hvetja til útgjalda. En þeim
er þó vorkunn. Þeir sjá að
stjórnvöld eru að byggja upp
framtíðarútgjöld sem nema
nærri fjörutíu milljörðum
króna árlega vegna vaxta af
skuldbindingum sem flest
bendir til að séu annarra en
Íslendinga. Þeir sjá að verið
er að henda hundruðum millj-
óna árlega í pólitíska leikfimi
Samfylkingar sem allir mega
vita að verður aldrei að neinu.
Þeir horfa á að tugum manna,
pólitískum handlöngurum, er
bætt inn í stjórnarráðið án
auglýsingar og með löglaus-
um hætti. Þeir sjá að ráð-
herrar borga kunningjum sín-
um nærri tvöhundruð þúsund
krónur fyrir að hjálpa sér
með blaðagrein og ræðu. Við
þær aðstæður hljóta menn að
hafa leyfi til að benda á verð-
ugri verkefni.
Kjartan Sæmundsson skrif-
ar prýðilega grein hér í blaðið
í gær. Hún var stóryrðalaus
með öllu en þó og kannski
einmitt þess vegna mjög gríp-
andi. Hann var að segja ára-
tugagamlan sögukafla af
sjálfum sér og því
sem síðar hefur
gerst. Frásögnin
hófst sem óvenju-
leg jólasaga og
endaði með sigri í
baráttu, sem þó
lýkur aldrei.
Björgunarbáturinn SÁÁ
hafði á seinasta augnabliki
bjargað honum úr brimskafl-
inum. Það mátti ekki tæpara
standa. Það hefði SÁÁ ekki
getað gert án þess að fá til
þess stuðning, jafnt frá einka-
aðilum og hinu opinbera.
Hinn sameiginlegi sjóður
landsmanna kostaði því
björgunarafrekið að hluta. En
hann hefur fengið sitt fram-
lag endurgreitt síðan í bein-
hörðum peningum frá manni
sem náði landi, hefur unnið
þjóðþrifastörf síðan, þegið
laun fyrir og borgað til baka í
hinn sameiginlega sjóð. Með
vísun í þetta dæmi og í svo
ótalmörg önnur má hiklaust
fullyrða að fjármunir sem
skornir verða frá SÁÁ fara
lóðbeint til einskis. Þeim
verður meðvitað kastað á glæ.
Þess vegna má líta svo á að
þeir sem mæla með því að
fjárveitingarvaldið standi
áfram við bakið á þessum
samtökum af afli séu í raun
að mæla fyrir sparnaði fyrir
þjóðfélagið í heild, en ekki að
hvetja til útgjalda.
SÁÁ hefur unnið
mikið fyrir lítið.
Styrkur til þess gef-
ur því góðan arð.}
Það er sparnaðaraðgerð
að styrkja SÁÁ
Vefurinn Eyjanog for-
ráðamenn Íslend-
ingabókar hafa lok-
ið athyglisverðri
tilraun, sem nefnd
var þjóðarkosning.
Vera má að nafngiftin hafi verið
of hástemmd. En þó svo væri er
það aukaatriði. Framkvæmdin
var einnig bersýnilega þyngri í
vöfum og flóknari en að var
stefnt og þátttakan því sjálf-
sagt nokkru minni en vonir
stóðu til. Þúsundir manna tóku
þó þátt, á þeim fáu dögum sem
hinn nýstárlegi kjörfundur
stóð. Og niðurstaðan var mjög
afgerandi og ekkert tilefni til
að ætla að hún hefði orðið önn-
ur með aukinni þátttöku. Um
sjötíu prósent þátttakenda
vildu ekki að nýja ríkisábyrgð-
arfrumvarpið sem útvatnar eða
eyðir lágmarksfyrirvörum gild-
andi laga, yrði staðfest. Þetta
er nánast sama hlutfall og kom
fram í könnun Viðskiptablaðs-
ins á dögunum, sem var einnig
svona afgerandi. Þessu til við-
bótar er svo hin al-
menna þátttaka
sem verið hefur í
sérstakri undir-
skriftasöfnun, sem
áhugahópur um
málið hefur staðið
fyrir. Vitað er að raunveruleg-
ur meirihluti er ekki fyrir mál-
inu á Alþingi Íslendinga, þótt
nægjanlega margir efasemd-
armenn sjái sig knúna til að
forða því falli, vegna annarra
sjónarmiða. Allt er það þó með
tæpum brag og önnur staða
uppi en þegar núverandi lög
voru samþykkt. Yfirlýsingar
forsetans við þá afgreiðslu
liggja opinberlega fyrir og mið-
að við þær, tæpan vilja þingsins
andspænis afgerandi vilja al-
mennings, ættu örlög málsins
ekki að vera neinum vafa undir-
orpin. Það sýnir hins vegar trú-
verðugleikavandamál þjóðhöfð-
ingjans að þrátt fyrir að allt
leiði bersýnilega til aðeins einn-
ar niðurstöðu telja menn sig
ekki vita á þessu stigi hvernig
þessu óþurftarmáli lyktar.
Undirskriftasafn-
anir, skoðanakann-
anir og netkosning
segja sömu sögu.}
Athyglisverð könnun
H
ér á landi er mjög almennur vilji
fyrir því að opinberir aðilar haldi
úti menntakerfi, sem tryggja á
fyrsta flokks menntun fyrir
nemendur og þar með auka vel-
sæld í landinu öllu.
Síðustu árin fyrir hrun var aldeilis spýtt í lóf-
ana af hálfu stjórnvalda og útgjöld til mennta-
mála aukin til mikilla muna. Opinber framlög til
menntunar jukust um 38 prósent á árunum
2000 til 2005 og ver ekkert OECD ríki jafn
miklu fé, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu,
til menntamála.
Hvað varðar grunnskóla landsins fjölgaði
kennurum í fullu starfi um 37 prósent und-
anfarin tíu ár þrátt fyrir að nemendum hafi að-
eins fjölgað um fimm prósent á sama tímabili.
Eru grunnskólakennarar nú um fimm þúsund
talsins en nemendur um 43.000. Það eru því um tíu nem-
endur á hvern kennara.
Árangurinn af allri þessari þenslu virðist hins vegar ekki
hafa verið mikill ef miðað er við stöðu íslenskra nemenda í
alþjóðlegum könnunum. Þetta er staðan sem við erum í nú,
þegar krafa um niðurskurð og sparnað er mikil á öllum
sviðum opinberra útgjalda.
Því vakti frétt Fréttablaðsins um tillögur Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga um sparnað í grunnskólakerfinu at-
hygli mína. Verður ekki annað séð en að nemendum –
börnum í landinu – sé ætlað að axla meginhlutann af þeim
sparnaðaraðgerðum. Mælt er með því að skólavikan verði
stytt um nokkra klukkutíma og skólaárið stytt
um tíu daga.
Þetta þýðir ekki annað en að þjónusta við
börnin er skert – að dregið sé úr þeirri mennt-
un sem þau eiga að fá og foreldrar þeirra
(ásamt okkur barnlausa fólkinu) hafa þegar
greitt fyrir með sköttum. Framkvæmdastjóri
Sambandsins sagði hins vegar í fréttinni að
sveitarfélögin myndu verja störf fram í rauðan
dauðann og á þar væntanlega við störf kennara.
Þegar gríðarleg fjölgun kennara undanfarin
ár er höfð í huga þykir manni blasa við að hægt
sé að skera niður kostnað án þess að fækka
kennslustundum eða -dögum.
Það ætti öllum að vera ljóst að sparnaður í
menntakerfinu er nauðsynlegur við þær að-
stæður sem við búum við nú. Spurningin sem
við stöndum frammi fyrir er sú hvernig eigi að
ná fram slíkum sparnaði. Er markmið opinbers mennta-
kerfis að veita kennurum vinnu eða að mennta börn? Ef
fyrri valkosturinn er valinn getum við vissulega fækkað
kennsludögum og dregið með öðrum hætti úr þjónustu við
nemendur. Ef við erum hins vegar á því að markmiðið sé
menntun barna tel ég augljóst að leita verður leiða til
sparnaðar sem bitna sem minnst á nemendum.
Ég er alls ekki að láta eins og að uppsagnir séu létt-
vægar, hvorki fyrir þá sem missa vinnuna né þá sem eftir
sitja. Stjórnvöld standa hins vegar frammi fyrir mjög erf-
iðum ákvörðunum á næstunni og ég vona að börnin verði
ekki látin líða fyrir skort á kosningarétti.
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Markmið menntakerfisins
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Hugað að samkeppni
við skipulagningu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
S
amkeppniseftirlitið beinir
því til stjórnvalda að huga
að samkeppnissjón-
armiðum við skipulag og
úthlutun lóða. Því er beint
til umhverfisráðherra að beita sér
fyrir breytingum á ákvæðum skipu-
lags- og byggingarlaga til að tryggja
að horft sé til samkeppnissjónarmiða.
Jafnframt er því beint til sveitarfé-
laga að hafa nokkrar meginreglur til
hliðsjónar við skipulagsmál og út-
hlutun lóða. Meðal annars er mælst
til þess að lagt sé samkeppnislegt mat
á skipulag hverfa, að úthlutun lóða
fari fram með útboði eða öðrum gagn-
sæjum hætti, að stuðlað verði að því
að ný eða smærri fyrirtæki fái lóðir
og að sveitarfélög beiti sér gegn sam-
keppnishamlandi kvöðum í lóð-
arleigusamningum.
Ekki þörf á lagabreytingu
Í vinnu eftirlitsins kom skýrt fram
að sveitarfélögin telja ekki þörf á að
breyta skipulags- og byggingalögum,
þótt þau færi mismunandi rök fyrir
þeirri afstöðu. Í svari Reykjavík-
urborgar kemur fram sú skoðun að
sjónarmið samkeppnisyfirvalda séu
um margt ósamræmanleg þeim for-
sendum sem liggi að baki ákvörð-
unum sveitarfélaga við skipulagningu
og úthlutun lóða. Vísað er til ákvæða
skipulags- og byggingarlaga þar sem
yfirvöldum sé ætlað að stuðla að þró-
un byggðar og sem bestri nýtingu
lands til framtíðar. Hvergi sé kveðið á
um að líta beri til sjónarmiða sam-
keppni, umfram það sem leiða má af
ákvæðum laganna um efnahagslegar
þarfir landsmanna.
Ljóst er að skipulag og úthlutun
lóða getur raskað samkeppni því það
skiptir miklu máli hvar fyrirtæki fá
aðstöðu. Á það einkum við um neyt-
endavöru, ekki síst smásölu á mat-
vörum og eldsneyti og jafnvel lyfjum,
þar sem staðsetning verslana og ná-
lægð við neytendur hefur mikið vægi.
Í skýrslu sem Samkeppniseftirlitið
gaf út fyrir ári eru tilgreind nokkur
dæmi um röskun á samkeppni.
Nefndar eru kvaðir á lóðum um að
óheimilt sé að starfrækja á þeim
verslanir með matvöru, kvaðir sem
útiloka tiltekna starfsemi, mismunun
keppinauta við lóðaúthlutun, skortur
á lóðun og úthlutun lóða til stærri
keppinauta sem haldi þeim ónýttum í
langan tíma.
Samkeppniseftirlitið telur að ekki
sé nóg að sveitarfélögum beri skyldu
til að gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að raska ekki samkeppni,
heldur beri þeim jafnframt að huga
að því hvernig skapa skuli sem hag-
stæðust samkeppnisskilyrði fyrir
íbúana. Þess vegna eru tilmælin sett
fram.
Gerjun í skipulagsmálum
„Það þarf að hafa samkeppnissjón-
armið til hliðsjónar, en vonandi sem
allra minnst því maður vill að sam-
keppnin þrífist og þróist sem mest án
þess að stjórnvöld þurfi að hafa áhrif
á það,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson,
formaður skipulagsráðs Reykjavíkur
og samvinnunefndar um svæð-
isskipulag á höfuðborgarsvæðinu.
Hann tekur fram að mikil gerjun sé í
skipulagsmálum og áherslur hafi
breyst. Hann telur til dæmis að ekki
komi til mála nú að setja viðlíka kvað-
ir á lóðir og gert var við skipulag í
Grafarvogi vegna uppbyggingar
verslunarmiðstöðvar.
Morgunblaðið/ÞÖK
Kringlan Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir greinilega breytingu á
viðhorfum íbúa til skipulagsmála. Fólk vilji hafa þjónustuna innan seilingar.
Sjónarmið þeirra sem skipu-
leggja landið ríma ekki alltaf við
vilja þeirra sem eiga að stuðla að
samkeppni í verslun og við-
skiptum. Báðir armar eru á sinn
hátt að hugsa um hagsmuni íbúa.
Reykjavíkurborg setti skilmála í
skipulag í Grafarvogi og Grafar-
holti sem gera það að verkum að
óheimilt er að reka matvöruversl-
anir á tilteknum svæðum. Skil-
yrðin eru rökstudd með mik-
ilvægi þess að tryggja
uppbyggingu heildstæðra versl-
anakjarna.
Samkeppniseftirlitið telur þetta
hins vegar til þess fallið að
styrkja stöðu Haga í samkeppni
við aðra keppinauta. Það geti
einnig skapað alvarlegar sam-
keppnishömlur þegar sveit-
arstjórnir hafi sérstakt frum-
kvæði að því að tilteknar
verslanir hefji hjá þeim starf-
semi, til dæmis Bónusverslanir
Haga. Einnig er nefnt að Atlants-
olíu hafi gengið illa að fá lóðir.
Reykjavíkurborg hefur tvisvar
reynt að stuðla að aukinni sam-
keppni með skipulagi og úthlutun
lóða. Það var þegar Korputorg
var skipulagt fyrir verslun Mötu
og Bauhaus fékk sína lóð.
HÖMLUR Á
SAMKEPPNI
››