Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 þeim tilgangi fluttu þau niður á firði. Ekki fóru þau þó lengra en á Neskaupstað, eflaust ekki síst vegna þess hversu barnalán þeirra var mikið. Dunna eins og hún var jafnan kölluð var þrettánda í röð fimmtán systkina. Foreldrar hennar þurftu að láta flest barna sinna frá sér og hafa það verið þung spor að skilja börn sín eftir hvort sem það var hjá skyldmennum eða vandalaus- um. Á Neskaupstað byggðu þau síðan heimili sitt Garðshorn. Það hlýtur að teljast einstakt hvað systkinin héldu hópinn miðað við að vera aðskilin frá blautu barns- beini. Þau voru greinilega alin upp í kærleika og góðri trú þó verald- legur auður hafi ekki verið mikill. Dunna og Óli eiginmaður hennar keyptu Garðshorn eftir þeirra dag, byggðu við það og löguðu. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi á unglings- árum mínum að fá að dvelja hjá Dunnu og Óla eitt sumar. Ég minn- ist þess tíma ætíð með hlýju, því hjá þeim var gott að vera. Þarna voru börn þeirra flogin úr hreiðr- inu en komu í heimsókn og var þá líflegt í Garðshorni. Það voru forréttindi að fá að kynnast henni Dunnu sem var já- kvæð og skemmtileg manneskja. Hún og María móðir mín sem er yngsta barn foreldra sinna, náðu mjög vel saman og ræktuðu það samband vel. Þær systur voru líkar að því leiti að þær höfðu gaman af því að hafa sig til og gerðu það, enda sögðust þær ekki hafa neitt annað að gera í seinni tíð. Ég veit að María móðir mín sem lifir systk- ini sín á eftir að sakna samskipt- anna við Dunnu mikið, enda reynd- ist Dunna henni vel, alla tíð. Heimili Dunnu hefur ætíð staðið fjölskyldu minni opið, hvort sem mamma var á ferðalagi með okkur lítil eða við vorum fullorðin á ferð- arlagi, þangað var gott að koma. Elsku Dunna, þakka þér fyrir samfylgdina, vonandi nær maður því að tileinka sér æðruleysið sem þú bjóst yfir, þakka fyrir allt. Aðstandendum sendum við sam- úð, minning um góða konu lifir. Kveðja frá Maríu Pétursdóttur og fjölskyldu, Vestmannaeyjum. Halldór Sveinsson. Látin er kær vinkona, Guðný Pétursdóttir í Neskaupstað, og í nokkrum orðum viljum við minnast hennar. Guðný var tengdamóðir Ögmundar bróður míns og á milli þeirra var alla tíð mikil vinátta og kærleikar. Ögmundur og Ragna bjuggu á heimili Guðnýjar og Ólafs foreldra Rögnu á sumrin þegar þau á námsárum sínum unnu í síldar- mjölsverksmiðjunni í Neskaupstað. Þar kynntist ég Guðnýju fyrst. Síð- ar dvaldist hún oft langtímum sam- an hjá dætrum sínum í Reykjavík, þá orðin ekkja. Hún hafði greinst með krabba- mein og þurfti þess vegna að leita sér lækninga þar. Á heimili Ög- mundar og Rögnu hittumst við og kynntumst betur og alla tíð sýndi hún mér og fjölskyldu minni vin- áttu og hlýju. Hún átti næga vænt- umþykju handa okkur öllum enda sagði bróðir minn oft að Guðný væri sannkölluð heimilisprýði og alltaf notalegt að hafa hana á heim- ilinu. Henni féll sjaldan verk úr hendi, ef ekki við heimilið þá var verið með handavinnu og svo var auðvit- að tekin bók í hönd. Hún gleymdi ekki ömmubarninu mínu frekar en öðrum og fékk hann útiföt hekluð af Guðnýju. En sorgin gleymdi ekki Guðnýju frekar en öðrum og stóð hún af sér stormana – en þegar Ögmundur og Margrét dóttir hennar létust með sex mánaða millibili var hún orðin lúin og hafði greinst með krabba- mein einu sinni enn. Núna gat hún ekki meira og var dauðinn henni kærkomin hvíld. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðnýjar Pétursdóttur. Kristín Helgadóttir og fjölskylda. ✝ Björn MarinóDúason fæddist á Ólafsfirði 20. júlí 1916. Hann lést á dval- arheimilinu Horn- brekku í Ólafsfirði 14. desember sl. For- eldrar hans voru Dúi Kristinn Stefánsson organisti og verk- stjóri, f. 19.8. 1890, d. 9.7. 1931, og Steinunn Björnsdóttir Schram fátækrafulltrúi, f. 25.8. 1888, d. 11.10. 1974. Foreldrar Björns fluttust til Siglufjarðar þeg- ar hann var á öðru ári og þar ólst hann upp. Björn var þríkvæntur. K. 1 var Ólöf Margrét Bjarnadótt- ir, f. 17.9. 1918, d. 12.10. 1977. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Bjarni Pálmason, skipstjóri, og Sal- óme Jónsdóttir. Dætur Björns og Ólafar Margrétar eru: Steinunn Dúa, f. 14.4. 1938, d. 18.9. 1996, Sal- óme Herdís, f. 15.6. 1939, og Gunn- hildur Birna, f. 12.7. 1940. Ólöf Mar- grét átti einnig dótturina Eddu Bragadóttur, f. 21.3. 1943. K. 2 var Olga Þórarinsdóttir, f. 11.1. 1924, d. 30.7. 1967. Foreldrar hennar voru Þórarinn Kristjánsson símritari og Kristín Sigtryggsdóttir syni útgerðarmanni og Hraðfrysti- húsinu Hrímni hf. á Siglufirði og rak einnig um árabil umboðs- og heild- verslun á Siglufirði. 1955–1958 var hann skrifstofustjóri hjá Hraðfrysti- húsi Keflavíkur hf., sveitarstjóri Miðneshrepps í Sandgerði var hann 1958–1962, við skrifstofustörf í Keflavík og Reykjavík 1963–1967 og við bókhald hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. 1968–1989. Björn var alla tíð mikill félags- málamaður, söng með karlakórnum Vísi á Siglufirði og starfaði með Leikfélagi Siglufjarðar sem leikari og leikstjóri. Síðar starfaði hann með Leikfélagi Ólafsfjarðar, tafl- félagi Ólafsfjarðar og var einn af stofnendum félags eldri borgara í Ólafsfirði. Meðhjálpari var Björn í Ólafsfjarðarkirkju í 24 ár. Björn gaf út bókina Síldaræv- intýrið á Siglufirði sem hefur að geyma minningar hans og sam- antekt frásagna frá fjórða, fimmta og sjötta áratug síðustu aldar þegar Siglufjörður var mesta síld- arverstöð landsins. Björn gaf einnig út bækurnar Heims um ból um jólasálminn al- kunna og Hagyrðingur af Höfð- aströnd. Björn skrifaði blaðagreinar og flutti fjölda útvarpserinda um áhugamál sín sem tengdust þjóð- legum fróðleik. Útför Björns fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag, föstudaginn 18. desember, og hefst athöfnin kl. 13.30. húsfreyja. Björn og Olga voru barnlaus en ólu upp Ólafíu Mar- gréti, f. 10.1. 1956, dóttur Steinunnar Dúu. K. 3 Kristín Sigurð- ardóttir, f. 9.5. 1922, d. 21.10. 2001. For- eldrar Kristínar voru Sigurður Jónsson verslunarmaður, f. 16.11. 1891, d. 23.7. 1963, og Sigríður Vil- hjálmsdóttir hús- freyja, f. 19.11. 1891, d. 11.11. 1965. Börn Björns og Krist- ínar eru Helga, f. 4.11. 1948, og Sig- urður, f. 20.1. 1950. Kristín átti einn- ig dótturina Sigríði Vilhjálms, f. 9.9. 1943. Björn stundaði á unglingsárum nám í kvöldskóla Siglufjarðar en fór síðan til náms við Verslunarskóla Ís- lands og lauk þaðan prófum 1936. Hann vann við skrifstofustörf hjá Síldarútvegsnefnd og hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins á Siglufirði 1936–1937, var kaupfélagsstjóri hjá Samvinnufélagi Fljótamanna í Haganesvík 1937–1941, deild- arstjóri hjá Kaupfélagi Siglfirðinga 1942–1944. Á árunum 1945–1954 var hann skrifstofustjóri og fram- kvæmdastjóri hjá Friðrik Guðjóns- Tengdafaðir minn var eftirtektar- verður maður. Ég kynntist honum fyrst fyrir meira en 40 árum, hann var kominn yfir fimmtugt en ég var innan við tvítugt. Ég var að trúlofast syni hans og verðandi tengdaforeldr- ar mínir voru að líka að draga sig saman. Þau höfðu meira en tuttugu árum fyrr eignast saman tvö börn, en svo skildu leiðir. Örlögin leiddu þau saman á ný þegar bæði voru komin á miðjan aldur. Kristín, tengdamóðir mín hafði aldrei gifst, en Björn átti þá að baki tvö hjóna- bönd. Svona getur lífið komið á óvart. Björn var lífsnautnamaður, hrók- ur alls fagnaðar og venjulega mið- punkturinn í samkvæmum og á mannamótum. Hann sagði skemmti- legustu sögurnar, hélt bestu ræð- urnar, kunni allar tvíræðu vísurnar og samdi þær jafnvel sjálfur. Átti einstaklega gott lundarfar. Hann var dugmikill maður, skarpgreindur og sjarmerandi. En hann átti sína skuggahlið. Bakkus var honum erf- iður förunautur alla tíð. Og þó að honum tækist á tímabilum að bægja honum frá sér, er enginn vafi á því að hæfileikar hans nutu sín ekki eins og efni stóðu til. Heima sat Björn jafnan um- kringdur bókum og blöðum við rit- störf. Í huga hans var Siglufjörður sérstökum ljóma vafinn. Þar átti hann heima þegar Siglufjörður var mesta síldarverstöð landsins og Björn tók saman bók um Síldaræv- intýrið á Siglufirði. Hann tók einnig saman bókina Hagyrðingur af Höfð- aströnd og skrifaði blaðagreinar og flutti fjölda útvarpserinda um síld- arárin, sem voru honum svo hugleik- in. Jólaboðin hjá tengdaforeldrum mínum voru af gömlu gerðinni. Heitt súkkulaði með rjóma, margar tertur og staflar af smákökum. Björn hafði alltaf eitthvað skemmtilegt að sýna barnabörnunum, galdraði fyrir þau og kenndi þeim ýmsar þrautir. Og á sumrin þegar þau Kristín og Björn brugðu sér í helgarferðir á Skodan- um voru oft tvær afastelpur í aft- ursætinu á leið í ævintýraleit með afa og ömmu. Ég sá Björn leika danskan kaup- mann í leikritinu Piltur og stúlka eft- ir Jón Thoroddsen. Það var eftir- minnilegt. Kunnugir sögðu reyndar að hann hafi alls ekki kunnað text- ann en það kom ekkert að sök. Dönskuskotin íslenskan hans og kar- aktersköpunin var með þeim hætti að fólk veltist um af hlátri. Hann hafði leikið á Siglufirði á árum áður og tók upp þráðinn þegar hann flutti til Ólafsfjarðar. Síðar varð hann virkur í félagi eldri borgara í Ólafs- firði. Björn var trúaður maður, honum þótti vænt um kirkjuna og var með- hjálpari í Ólafsfjarðarkirkju í 24 ár. Tengdamóðir mín lést árið 2001. Eft- ir það bjó Björn á hjúkrunarheim- ilinu Hornbrekku í Ólafsfirði og hafði þar gott atlæti. Þá vorum við Sigurður sonur hans flutt frá Ólafs- firði en dóttir Kristínar, Sigríður, og hennar fjölskylda leit eftir gamla manninum og sýndi honum mikla hlýju. Heilsunni hafði hrakað síðustu árin, en gamli neistinn var enn til staðar og stutt í brosið. Svo fór minnið að verða gloppótt, handlegg- urinn greri ekki eftir brot og ég fann að hann var orðinn hvíldarþurfi eftir langa æfi. Að leiðarlokum bið ég Guð að geyma minn gamla vin. Margrét Sigurgeirsdóttir. Nú þegar afi er fallinn frá eru margar minningar sem þjóta um hugann. Það voru ánægjuleg upp- vaxtarárin í Ólafsfirði þar sem mikið samneyti var við ömmu og afa í Höfn. Minningarnar þaðan eru margar og góðar og við minnumst þeirra beggja með hlýju og þakklæti. Minningarnar um afa eru flestar tengdar einstakri kímnigáfu hans og glaðlegu viðmóti. Afi var barngóður og hlýr og alltaf gaman að heimsækja hann, hlusta á skemmtilegar sögur og vísur og fá brjóstsykur eða annað góðgæti hjá honum. Sögurnar sagði hann okkur af mikilli snilld, þekkti vel til manna og staðhátta og var óþrjótandi fróð- leikur um ýmis efni. Margar þeirra spann hann á staðnum, sumar voru sannar og aðrar skreyttar, enda hafði hann af nógu að taka. Hann hafði á vissan hátt lifað æv- intýralegu lífi, búið víða, ferðast og sinnt margvíslegum störfum. Síð- ustu árin dvaldist afi á Hornbrekku á Ólafsfirði og fékk þar mjög góða að- hlynningu. Ferðirnar norður hafa verið fáar hin síðari ár og því gott að vita af afa í góðum höndum ættingja og vina og starfsmanna Hornbrekku. Við sendum bestu kveðjur frá okk- ur og fjölskyldum okkar til fjöl- skylduvina og allra afkomenda afa. Minningin um góðan afa og merki- legan mann lifir. Kristín, Tryggvi og Birna María Sigurðarbörn. Það var alltaf mikið tilhlökkunar- efni hjá okkur systkinunum að fara norður í Ólafsfjörð til ömmu og afa. Þangað fórum við fjölskyldan og eyddum sumarfríunum. Hjá þeim var gott að vera og alltaf var tekið á móti okkur með höfðinglegum hætti, ekkert til sparað, hvorki í veitingum né væntumþykju. Okkur er sérstaklega minnisstætt hvernig amma og afi stóðu alltaf út á tröppum á Ólafsveginum þegar við renndum í hlað, það augnablik mark- aði alltaf upphaf skemmtilegra tíma hjá okkur krökkunum þar sem nú gætum við hitt alla ættingjana fyrir norðan og þá sérstaklega ömmu Stínu og afa Björn. Á sama máta stóðu amma og afi, hlið við hlið, á tröppunum og veifuðu bless þegar við fórum. Á þeim tíma kvaddi maður með trega líkt og gert er nú, en huggar sig við að afi Björn og amma Stína eru saman á ný. Hvíl í friði elsku afi. Sigríður Björk, Jón Óskar og Kristín Birna Halldórsbörn. Mín fyrstu kynni af Birni Dúa voru þegar ég mætti til vinnu á skrif- stofu Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. einn kaldan janúarmorgun árið 1973. Þar mætti mér reffilegur og hress miðaldra maður sem tók mér afskap- lega vel. Við Björn unnum síðan saman í tæp 15 ár eða þar til hann hætti vegna aldurs og ég held að ekki hafi borið skugga á þótt stund- um hafi þurft að ræða málin í alvöru. Það voru ekki fáar kaffipásurnar sem sögurnar fengu að fjúka því Björn átti mjög auðvelt með að segja frá og gerði það yfirleitt á skemmti- legan og líflegan máta svo stundum þegar hann var í essinu sínu veltist maður um af hlátri og sagði hann ljúga þessu öllu saman. En það var nú bara svo að Björn var búinn að koma víða við og hafði kynnst mörg- um á sinni lífsleið og brallað margt sem hann hafði gaman af að segja frá og kom svo skemmtilega frá sér að ótrúlegt virtist. En það er nú alltaf svo að menn eru breyskir og það var ekki alltaf gaman að glíma við vanda- mál sem upp komu. En ég tel Björn vera einn af vinum mínum sem nú er fallinn frá. Björn var skákmaður góður og þær voru ekki fáar skákirnar sem við telfdum bæði hjá Skákfélagi Ólafs- fjarðar þar sem hann var mjög virk- ur félagi og eins heima hjá tengda- foreldrum mínum Ásgrími og Helgu, en þar var oft þriggja manna mót á sunnudögum. Þess ber að geta að Helga tengdamamma og Kristín (Stína) kona Björns voru systur. Björn var hafsjór af fróðleik og kunni ógrynni af vísum og þótti penni góður. Hann var mikill grúsk- ari, sérstaklega á ljóð og þess háttar . Hann gaf út nokkrar bækur m.a. Síldarævintýrið á Siglufirði og Ljóð og lausavísur. Margar skondnar sögur eru til af Birni bæði sem hann sagði sjálfur og sem urðu til á lífsleiðinni. Ein þeirra sem Björn hafði mikið gaman að segja frá var um það þegar hann var í „bissness“ og framleiddi blóma- áburð sem hann nefndi grænu þrumuna. Eitt sinn kom hann inn í búð til þess að bjóða áburð, en kaup- maðurinn sagðist eiga nóg af áburði og benti á danskan blómaáburð. Björn gekk þá að hillunni og sagði, ertu að selja þetta piss. Skrúfaði tappann af og saup á. Þetta er bara vatn sagði hann. Hann skipulagði síðan fyrirspurnarhóp sem fór í bæði þessa búð og aðrar og spurðist fyrir um grænu þrumuna, síðan kom Björn nokkru seinna og bauð vör- una. Auðvitað gleyptu kaupmennirn- ir þá við honum því það hafði svo mikið verið spurt um blómaáburð- inn. Eitt get ég ekki látið hjá líða að minnast á en það voru bílamál Björns. Hann var vel þekktur á Trabantinum sínum og ekki síður Wartburginum, enda held ég einu sinnar tegundar á Ólafsfirði. Hann fór nú ekki alltaf hratt yfir á þessum bílum samanber söguna af tengda- pabba, þegar Björn bauð honum far niður á skrifstofu. Þá sagði Ásgrím- ur nokkuð snöggur upp á lagið, nei þakka þér fyrir Björn, ég er að flýta mér. Hvíl þú í friði Björn minn gamli vinur. Að leiðarlokum sendum við Inga aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þorsteinn Ásgeirsson. Björn Marinó Dúason ✝ Elskuleg dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, BIRNA BJARNADÓTTIR, lést á Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn 15. desember. Jarðarförin mun fara fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. desember kl. 13.00. Aðalheiður Sigurðardóttir, Jófríður Sveinbjörnsdóttir, Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir, Stefán Þór Sveinbjörnsson, Hjörtfríður Guðlaugsdóttir og barnabörn. ✝ Frændi minn, GRÍMUR MAGNÚSSON frá Flögu, Króki, Flóahreppi, síðast Sólvöllum, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 19. desember kl. 13.30. Fyrir hönd systkina hins látna og annarra ættingja, Sigurbergur Brynjólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.