Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 28

Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 28
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 NÝLEGT álit Sam- keppniseftirlitsins til landbúnaðarráðherra, sem fjallaði um skað- lega samþjöppun í mjólkuriðnaði og áhrif búvörulaga á sam- keppni, hefur orðið forsvarsmönnum kúa- bænda tilefni til at- hugasemda og and- svara. Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúa- bænda ritar grein í Morgunblaðið, þann 16. desember sl., þar sem hann gerir athugasemdir við álit Samkeppniseftirlitsins og færir fram rök sem hann telur að sýni fram á hið gagnstæða. Grein for- mannsins er Samkeppniseftirlitinu ágætt tilefni til þess að útskýra sjónarmið sín frekar. Hlutverk Samkeppniseftirlits- ins Í fyrsta lagi er það formann- inum umhugsunarefni hvað Sam- keppniseftirlitið sé að skipta sér af starfsemi sem heyrir ekki und- ir samkeppnislög. Svarið við því er einfalt: Samkvæmt 18. gr. sam- keppnislaga er eftirlitinu sér- staklega ætlað að vekja athygli ráðherra á því í opinberu áliti ef það telur að ákvæði laga stríði gegn markmiðum samkeppnislaga og torveldi frjálsa samkeppni. Kjarni þessa tiltekna álits var einmitt sá að vekja athygli ráð- herra á þeim skaða sem búvöru- lög hefðu valdið bændum og neyt- endum, þar sem lögin heimila mjólkurafurðastöðvum samkeppn- ishamlandi samráð og samruna án þess að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða. Kveikjan að álitinu var samkeppnishamlandi samruni Mjólku og Kaupfélags Skagfirðinga. Erlend dæmi styðja rök Sam- keppniseftirlitsins Í öðru lagi nefnir formaðurinn að samþjöppun í íslenskum mjólk- uriðnaði eigi sér skýrar hlið- stæður erlendis og nefnir þrjú dæmi því til stuðnings. Þarna hittir formaðurinn óvart sama naglann á höfuðið og Samkeppn- iseftirlitið í áliti sínu og dregur fram kjarna málsins. Öllum þeim erlendu samrunum sem formaðurinn nefnir voru nefnilega sett verulega íþyngj- andi skilyrði af við- komandi samkeppn- isyfirvöldum til þess að koma í veg fyrir samkeppnishindranir. Hér á landi hefur Samkeppniseftirlitið ekki sambærilega heimildir. Samruni Campina og Friesland Foods í Hollandi var talinn af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins raska sam- keppni með alvarlegum hætti í Hollandi og víðar. Til að vernda hagsmuni neytenda mælti fram- kvæmdastjórnin fyrir um ítarleg skilyrði, m.a. um uppskiptingu hins sameinaða fyrirtækis. Samruni MD Foods í Dan- mörku og Arla í Svíþjóð var til- kynntur samkeppnisyfirvöldum í nokkrum Evrópulöndum og a.m.k. þau dönsku töldu hann skaðlegan samkeppni. Voru samrunanum sett ítarleg íþyngjandi skilyrði sem m.a. fólust í sölu á öflugum mjólkurafurðastöðvum til keppi- nauta. Nýsjálenski samruninn sem formaðurinn nefndi var einnig háður ströngum skilyrðum þar- lendra laga sem ætlað var að greiða fyrir samkeppni, auk þess sem fyrirtækinu var gert að selja frá sér hluta starfseminnar. Framangreind dæmi sýna hversu fáheyrt það er að undan- þiggja samruna mjólkurafurða- stöðva hér á landi íhlutun sam- keppnisyfirvalda. Hefði Samkeppniseftirlitið haft sömu heimildir og nefndar systurstofn- anir, hefði það getað ógilt sam- runa KS og Mjólku, eða sett hon- um skilyrði til þess að vernda hag neytenda og bænda. Breytist ekkert með samruna KS og Mjólku? Í þriðja lagi tekur formaðurinn fram að ekkert hafi breyst með samruna Mjólku og KS. Af sama toga voru ummæli Baldurs Helga Benjamínssonar, framkvæmda- stjóra Landssambands kúabænda í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins þann 13. desember sl. Fullyrti hann þar að samruninn myndi ekki hafa nein áhrif á verð til bænda þar sem það sé ákveðið af verðlagsnefnd búvöru. Sama gildi um verð mjólkurvara til neytenda. Þessar fullyrðingar eiga sér enga stoð í veruleikanum. Þannig segir í búvörulögum að verðlags- nefnd ákveði einungis lágmarks- verð til bænda og skýrt tekið fram að hverri afurðastöð sé heimilt að ákveða hærra verð. Jafnframt liggur fyrir að verð- lagsnefndin hefur ekki ákveðið heildsöluverð á þeim mjólk- urvörum sem Mjólka framleiðir. Vandséð er hvaða hvata afurðastöð í mjólkuriðnaði ætti að hafa til þess að bjóða bændum hærra verð en lágmarksverð, eða neytendum samkeppnishæft vöruverð, þegar enginn er keppi- nauturinn lengur. Staðreyndin er sú að Mjólka veitti samkeppn- islegt aðhald sem leiddi af sér lægra verð og aukið val fyrir neytendur. Við nefndan samruna hverfur það aðhald og við tekur einokun. Í grein Sigurðar eru enn- fremur tiltekin fleiri atriði eins og að Samkeppniseftirlitið hafi ekki stutt tölulegum rökum að samkeppni sé skilvirkasta aðferð- in til að hagkvæms rekstrar. Ennfremur er því mótmælt að samkeppni Mjólku hafi leitt af sér hærra verð til bænda. Þessu til svars má m.a. vísa til ítarlegs rökstuðnings í áliti Sam- keppniseftirlitsins nr. 1/2006, Opinberar samkeppnishömlur í mjólkuriðnaði, þar sem vísað var m.a. til verðkannanna ASÍ, sem sýndu fram á að verð á tilteknum mjólkurvörum lækkaði strax í kjölfar innkomu Mjólku á mark- að. Þá má vísa til þess álits sem hér er til umfjöllunar, nr. 1/2009. Samkeppniseftirlitið setti þessi álit fram til verndar hagsmunum bænda og neytenda. Óútskýrt er hins vegar hvaða hagsmuni for- svarsmenn Landssambands kúa- bænda eru að vernda með mál- flutningi sínum. Samkeppni í mjólkuriðnaði er til hagsbóta fyrir almenning og kúabændur Eftir Pál Gunnar Pálsson » Samkeppniseftirlitiðtelur ekki boðlegt að íslenskir neytendur og bændur njóti minni verndar á þessu sviði en neytendur og bændur í öðrum löndum. Páll Gunnar Pálsson Höfundur er forstjóri Samkeppniseft- irlitsins. ÞAÐ ER vissulega gott og þarft að koma þjóðveginum út úr Selfosshluta Árborg- ar. En í Árborg eru tvö önnur samfélög. Stokkseyri og Eyr- arbakki. Vegurinn liggur nú frá Selfossi í átt að ströndinni um Eyraveg. Með brú á þessum stað, austan Selfossbæjar lengist leiðin niður á Stokkseyrarbakka frá þjóðveg- inum og verður í gegn um Sel- fossbæ. Vinsælt útivistarsvæði undir veginn Að auki er sú leið sem nú virðist efst á blaði Vegagerðarinnar áætl- uð liggja yfir útivistarsvæði sem mikil vinna hefur verið lögð í gróðursetningu og gerð göngu- leiða um árum saman. Þetta svæði er norðan Ölfusár og afmarkast frá árfarveginum með lágri klettabrún þar sem skilur að árfar- veginn og hækkun í landinu. Umferðin má ekki vera áfram gegn- um Selfoss Þetta getur ekki þýtt annað en að á framkvæmdaáætlun fyrir brúarstæðið nýja eigi að byggja upp veglínu frá Selfossi niður á ströndina, framhjá Selfossi um annan veg utan þéttbýlisins á Selfossi. Tengingin utan þéttbýliskjarnanna Reyndar finnst mér að það ætti að athuga með byggingu brúar yf- ir Ölfusá vestan og neðan Selfoss- bæjar. Taka veginn af þjóðvegi 1 austan við Kögunarhól. Í suður yf- ir Ölfusá, neðan Selfoss. Gera leið- ina austur á Suðurlandið eftir því sem nú heitir Votmúlavegur. Veg- ur sem er neðan við Selfoss. Láta umferðina niður á Stokkseyri, Eyrarbakka, í Þorlákshöfn og tenginguna við suðurstrandaveg út á Reykjanes ekki vera í gegn um gatnakerfi Selfossbæjar. Held- ur komi þjóðvegurinn inn í mitt sveitarfélagið Árborg og allar stofnleiðir verða utan þéttbýlis á milli byggðakjarnanna og lands- hluta. Veginn út úr bænum, en hvar? Eftir Njörð Helgason »Reyndar finnst mérað það ætti að at- huga með byggingu brúar yfir Ölfusá vestan og neðan Selfossbæjar. Njörður Helgason Höfundur er húsasmiður. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Fyrir börn hefur kertaljós sérstakt aðdráttarafl. Brýnið fyrir börnunum að fara ætíð varlega með eld og gætið þess að börn leiki sér ekki án umsjónar nálægt logandi kertum. Munið að slökkva á kertunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.