Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 40

Morgunblaðið - 18.12.2009, Side 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2009 Um haustið 1976 vorum við, ég og bekkjarsystir mín í Langholtsskóla, sendar niður í Laugardal til að prófa frjálsar íþróttir. Inniæfingar voru þá að hefjast inni í Bald- urshaga og þegar við mættum var KR æfing. Brúnn, spengilegur miðaldra maður skokkaði tígulega í litla hringi á brautinni, mér þótti þetta undarlegur maður. Valbjörn fór strax að láta okkur hlaupa og sprikla. Þetta voru aðrir tímar en nú eru. Fæstir frjálsíþrótta- þjálfarar voru með menntun í þjálfunar eða uppeldisfræðum. Oftar voru menn drifnir áfram af metnaði og áhuga og unnu við þjálfun með annarri vinnu. Ég hætti fljótt að mæta á þessar æf- ingar en Valli þóttist sjá einhverja hæfileika fara þar til spillis og þvældi mér aftur til æfinga. Hann var með endalausan metnað fyrir hönd þeirra sem hann var að að- stoða. Hann nefndi tíma og tölur sem manni fannst út í hött en fór svo að trúa sjálfur á þessi mark- mið. Og þegar bætingu var náð var enginn eins glaður og Valli. Það var oft mikið fjör í Bald- urshaga. Valla var einstaklega lag- ið að etja fólki saman í keppni og skapa stemmningu og stundum var allt á suðupunkti. Startblokk- um raðað á allar brautir, stelp- urnar fengu að byrja aðeins fram- ar, viðbúin, tilbúin og skotið reið af og enginn vildi verða síðastur. Keppnisandinn var í algleymingi enda sagði Valli oft „þú átt að æfa það sem þú keppir í“. Það er ekki sjálfgefið að góðir íþróttamenn geti orðið góðir þjálf- arar, en Valbirni var einkar lagið að leiðbeina í tæknigreinum. Hann hafði mjög gott auga fyrir því sem mátti betur fara og byggði þar á miklu innsæi og langri reynslu sem afreksíþróttamaður. Valli var nokkuð hugmyndaríkur þegar kom að æfingum og örugglega nokkuð framúrstefnulegur á þessum árum. Hann lét mig t.d. stundum hlaupa í þyngdarvesti, jafnvel yfir grindur. Brautin í Baldurshaga var þá ekki nema um 50m og engin 200m inn- anhúsbraut til á þessum tíma. Þá var bara hlaupið fram og til baka með viðeigandi skellum í veggina sitt hvorum megin. Stundum neyddi Valli mig til að hlaupa Valbjörn J. Þorláksson ✝ Valbjörn J. Þor-láksson fæddist á Siglufirði 9. júní 1934. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skóg- arbæ, 3. desember 2009. Útför Valbjarnar fór fram frá Foss- vogskirkju 11. desem- ber 2009. hraðar með því að hlaupa með mér, grípa heljartaki í peysubakið og ýta mér áfram. Ég hef ekki séð neinn þjálf- ara leika þetta eftir enda komst hann í hörkuform á þessu kallinn. Það var líka um þetta leyti (1979) sem hann setti heimsmet öldunga í 110m grindahlaupi. Hann lagði líka mikla áherslu á lyft- ingar á þessum tíma og það var oft mikið fjör í lyftingaklefanum. Mér er minnisstætt þegar bekk- pressubekkurinn var notaður á þann óhefðbundna hátt að hoppað var yfir hann með stöng og lóð á bakinu. Þetta var mjög góð æfing fyrir sprengikraftinn og fyrir mann sem hafði lyft sér 4m uppí loft með stálstöng og lent í sand- bing ekki mikið mál. Tilviljun réð því að ég hóf að æfa frjálsar íþróttir með KR en þar kynntist ég hinu jákvæða og hvetjandi viðhorfi Valbjörns sem hafði bætandi áhrif á mig sem íþróttamann. Það þýddi sko ekk- ert væl, fram með kassann, upp á tærnar og taka svo almennilega á því! Þannig var Valli. Aðstandendum votta ég samúð. Helga Halldórsdóttir. Kveðja frá Knattspyrnu- sambandi Íslands Oft hafa vegir knattspyrnunnar og frjálsra íþrótta legið saman. Það var raunin í vini okkar Val- birni Þorlákssyni, sem við kveðj- um í dag hinsta sinni. Valbjörn iðkaði knattspyrnu á unga aldri en varð síðar landsþekktur af- reksmaður í frjálsum íþróttum. Margir knattspyrnumenn, sem leikið hafa á Valbjarnarvelli, en sá völlur er nefndur í höfuðið á hon- um, kynntust honum sem starfs- manni Laugardalsvallar til fjölda ára. Valbjörn sinnti störfum sínum á Laugardalsvelli af einstakri lipurð og vildi greiða götu allra sem þar komu. Hann var áreiðanlegur og hvers manns hugljúfi, í raun hreint og klárt góðmenni. Frá árinu 1997 hefur KSÍ borið ábyrgð á rekstri Laugardalsvallar og varð Valbjörn þá starfsmaður KSÍ. Leysti hann störf sín þar af hendi með prýði, var vel metinn sem starfsmaður og félagi. Fjölskyldu Valbjörns sendum við innilegar samúðarkveðjur um leið og við kveðjum góðan vin íþrótta og afreka. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Tilkynningar um messur á aðfangadag, jóla- dag, annan jóladag og 27. desember verða birtar í Morgunblaðinu 23. desember og þurfa þær að berast í síðasta lagi 18. desem- ber. Hefðbundinn stafafjöldi hefur verið auk- inn um helming fyrir 23. desember.Tilkynn- ingar um messur á gamlársdag, 1. og 3. janúar verða birtar 30. desember og þurfa þær að berast í síðasta lagi 28. desember. Hefðbundinn stafa- fjöldi hefur verið aukinn um helming fyrir 30. desember. Messur um jól og áramót ✝ BrynhildurFriðbjörns- dóttir fæddist á Sunnuhvoli við Grenivík 15. sept- ember 1940. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 9. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Friðbjörn Guðna- son húsasmiður, f. 1903, d. 1988 og Anna Jónsdóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1999. Systkini Brynhildar eru Erla, f. 1933, Jón, f. 1935, Hólm- fríður, f. 1947 og Ólína, f. 1950. Hinn 13. nóvember 1960 giftist Brynhildur Ernst Hermanni Ing- ólfssyni bónda og verkamanni, f. 15. jan 1936, og hófu þau búskap í Dal. Frá 1967 bjuggu þau á Grenivík. Börn þeirra eru: a) Guðni, f. 1961, kvæntur Öddu Björk Brynjarsdóttur, börn þeirra eru María og Valur. b) Hólmfríður, f. 1962, sonur henn- ar er Gunnar Örn Arnórsson, dóttir hans er El- ísabeth Anna. c) Anna Margrét, f. 1969, gift Arnari Egilssyni, börn þeirra eru Einar Þorri, Elmar Atli og Elín Edda. d) Björn Ingi, f. 1976. e) Helga Kristín, f. 1980. Börn hennar eru Gísli Guð- laugur Sveinsson og Sunna Brynhild- ur Sveinsdóttir. Brynhildur var útivinnandi húsmóðir alla sína æfi og starfaði lengst af sem gjaldkeri Sparisjóðs Höfðhverf- inga. Hún tók mikinn þátt í fé- lagsstörfum í sveitinni, söng í kirkjukór Grenivíkurkirkju frá fermingu og var virk í starfi kvenfélagsins Hlínar alla tíð. Einnig söng hún með Kvenna- kórnum Lissý meðan hann starf- aði. Útför Brynhildar fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag, föstu- daginn 18. desember, kl. 13.30. Ég þakka þér góð kynni Billa mín. Þetta ljóð minnir mig svo á þig Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson.) Kæru ættingjar, ég votta ykkur innilega samúð mína. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Jóhanna Reykjalín. „Þegar þú komst í heiminn gréstu, en þínir nánustu voru glaðir. Lifðu þannig að þegar þú ferð gráti þínir nánustu, en þú sjálfur verðir glaður.“ Með þessum orðum minnir Sören Kirkegaard okkur á mikilvægi þess að lifa fallega. Það gerði Brynhildur Friðbjörnsdóttir. Samfélagið hennar Billu grætur, hún hverfur af braut eftir að hafa gefið svo mörgum margt það, sem mölur og ryð fær ekki eytt. Billa má svo sannarlega gleðjast yfir því, er hún gengur nú inn í hinn eilífa jólafögnuð. Það eru ekki allir, sem feta þá slóð að geta sýnt einlæga hlýju, vináttu og hjálpsemi. Ef sú væri raunin sæjum við eflaust ómengaða veröld. Billa vann jafnvel ómeðvitað að því að gera veröldina með þeim hætti hreinni. Það er ótvíræður kostur. Þess vegna vildu svo margir vera ná- lægt Billu, þess vegna gráta svo margir þegar hún er farin. Guð kær- leikans þerrar þau tár, sá er birtist í barninu í Betlehem. Billa trúði á þann Guð, og þjónaði Honum trúföst alla tíð, henni séu færðar sérstakar þakkir fyrir það. Og hún þjónaði góð- um Guði ekki síður með daglegu lífi sínu, þar var um að ræða sterka guðsþjónustu hversdagsins. Það var gott að koma heim aftur, enn betra þegar hlýja og vinátta Billu mætti mér og fjölskyldu minni. Kærar þakkir fyrir það Brynhildur, Guð geymi þig og fjölskyldu þína. „Huggið, huggið lýð minn, segir Guð yðar.“ (Jesaja, 40.1) Bolli og fjölskylda, Laufási. Að deyja er sjálfsagðasti hlutur sem til er. Við gerum það öll á end- anum. Samt er alltaf sárt þegar það gerist. Nú sem aldrei fyrr. Hverjum gat dottið í hug að Billa færi alla leið þangað þegar hún ætlaði rétt að skreppa í hjartaþræðingu og koma svo eins og ný manneskja eftir nokkra daga og halda áfram þar sem frá var horfið við jólabaksturinn. Hverjum gat dottið í hug að hjartað í henni gæti bilað. Þetta stóra hjarta sem venjulega var svo fullt af ýmsum nýtilegum eiginleikum eins og um- hyggjusemi og hlýju og gleði og gjaf- mildi. Einkum því síðastnefnda. Þegar Billa var búin að tína of mik- ið af bláberjum, af því að veðrið var svo gott og svo mikið af berjum, fór hún á bæi að gefa þeim sem nenntu ekki að týna sjálfir. Þegar hún hafði prjónað meira af sokkum en hún hafði þörf fyrir handa sínu fólki, sigt- aði hún út eitthvert heimili þar sem hún vissi marga fætur, bankaði upp á og sagði: „Æi, geta ekki krakkarnir notað þessa sokka? Ég veit ekkert hvað ég á að gera við þetta.“ Stund- um bakaði hún of mikið af pönnukök- um og ýmsir nutu góðs af því. Pönnu- kökubakstur var sérgrein hennar. Þar var allt gullmedalíu virði; útlit, bragð og afköst. Allir þekktu Billu, því alla starfs- ævi sína hélt hún sig á stöðum þar sem allir áttu erindi; fyrst í búðinni, svo á símstöðinni og síðast í spari- sjóðnum. Við þau störf sem þar eru unnin þarf fyrst og fremst þjónustu- lund. Þess vegna hentuðu þau Billu. Billa var svo stálheppin að eignast mörg börn með Edda og mörg barnabörn og þegar hún var „hætt að vinna“, eins og það er kallað, gat hún farið að einbeita sér að því að þjóna þeim. Vera húsmóðir og amma í aðalhlutverki. Hún var eiginlega rétt að byrja á því þegar hún var kölluð til burtfarar. Hvað á svona ráðslag að þýða hjá almættinu? Við botnum ekkert í þessu og erum hrygg og jafnvel svolítið reið. Það skulum við þó reyna að hrista af okk- ur, gleðjast heldur yfir því að Billu, þessari fínu manneskju, var skákað niður á þessum stað en ekki ein- hverjum öðrum. Að það vorum við sem fengum að hafa hana þennan tíma sem hún gisti Hótel Jörð en ekki einhverjir aðrir. Líf fólks er ævintýri. Því miður ekki skemmtilegt í öllum tilfellum. En ævintýrið hennar Billu var skemmtilegt. Því þá ekki að hugsa sér svolítið framhald á því. Sjá hana fyrir sér banka upp á Gullna hliðið með prjónana í annarri hendinni og pönnukökupönnuna í hinni. Og næstu fréttir úr himnaríki, ef ein- hverjar berast, munu fjalla um það að pönnukökubakstur hafi eflst til muna og sankti Pétur sé kominn í nýja ullarsokka. Þannig fær ævin- týrið farsælan endi. Eddi, Guðni, Adda, Hóffa, Anna Magga, Arnar, Björn Ingi, Helga Kristín og öll barnabörnin. Þið syrg- ið auðvitað eins og við gerum öll, annað væri óhugsandi. Verið þið samt líka svolítið glöð yfir því hvað þið voruð heppin að eiga Billu. Björn Ingólfsson. Kær vinkona mín, Brynhildur Friðbjörnsdóttir, er fallin frá. Við Billa, eins og hún var ætíð kölluð, höfum verið vinkonur allt frá ung- lingsárum. Ein fyrsta minning mín um samverustundir okkar er þegar við vorum eitt sinn tvær einar heima á Sunnuhvoli, æskuheimili Billu. Fannst okkur við ekki nógu fínar um hárið og ákváðum að nú skyldi gerð bragarbót á. Skærin voru dregin fram og töfraðar fram þessar líka fínu, nýmóðins klippingar. Við vin- konurnar vorum hæstánægðar með árangurinn en mæðrum okkar var lítið skemmt. Kirkjan átti stóran þátt í lífi Billu. Um fermingaraldur ákváðum við stöllur að ganga til liðs við kirkju- kórinn og var kórsöngurinn stór þáttur í lífi okkar alla tíð auk þess sem Billa sat í stjórn kirkjukórsins til margra ára. Samviskusemi henn- ar var annáluð og birtist hún meðal annars í því að hana vantaði nánast aldrei á kóræfingar eða athafnir í kirkjunni. Við vinkonurnar gengum saman í Kvenfélagið Hlín og unnum saman á þeim vettvangi alla tíð, sátum meðal annars saman í stjórn. Þar var í mörgu að snúast en Billa gekk að verki með gleði. Leiðir okkar Billu lágu einnig saman í starfi því við unnum saman í gamla KEA úti- búinu. Oft var brugðið á leik, t.d. skemmtum við okkur oft við þá iðju að taka upp tólið á gamla sveita- símanum og hlusta á skraf hús- mæðra og bænda í sveitinni um landsins gagn og nauðsynjar. Og við Billa fetuðum áfram svipaða vegu. Hún fór í Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði en ég kaus að sækja Húsmæðraskólann í Reykja- vík. Skiljanlega vildi Billa ekki fara lengra því á þeim tíma hafði hún kynnst honum Edda sínum sem síð- ar varð eiginmaður hennar. Þrettándi nóvember 1960 var ör- lagadagur í lífi okkar beggja því þann dag giftum við okkur báðar í Grenivíkurkirkju. Það var fríður flokkur sem gekk í hjónaband þann daginn, Billa og Eddi, ég og Oddgeir og Anna og Fiddi á Finnastöðum. Árið 1961 eignuðumst við svo öll okkar fyrstu börn og segja má að við höfum gengið í takt í gegnum tíðina. Til fjölmargra ára færði Billa mér rósavönd á Sjómannadaginn og um langt árabil hef ég heimsótt þau hjón á aðfangadag og átt með þeim góðar stundir áður en jólahátíðin gengur í garð. Allar þessar samverustundir skipa dýrmætan sess í minningunni um kæra vinkonu. Billa og Eddi bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í Dal á heimili Edda en fluttu síðan til Grenivíkur þar sem Billa var símstöðvarstjóri í nokkur ár. Árið 1981 hóf hún störf í Spari- sjóði Höfðhverfinga og starfaði þar fram til ársins 2006 er hún hætti störfum enda þá komin á virðulegan aldur. Billa var kona sem barst ekki mik- ið á en tók þátt í öllu þar sem hægt var að láta gott af sér leiða. Eign- uðust þau Eddi og Billa fimm börn, þau Guðna, Hólmfríði, Önnu Mar- gréti, Björn Inga og Helgu Kristínu. Í systkinahópnum á ég yndislega nöfnu og er nafngiftin lýsandi um þá vináttu sem tengdi okkur Billu sam- an og aldrei bar skugga á. Kæra fjölskylda, við Oddgeir sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Margrét S. Jóhannsdóttir Brynhildur Friðbjörnsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Billa. Bros á vör, faðmlag og hlýja, kaffibolli og spjall. Full fata af bláberjum, hlýir vettlingar á litlar hendur og kartöflur í kílóavís. Bros, faðmlag og hlýja. Við minnumst þín og hugur okkar er fullur af söknuði, en um leið gleði og þakklæti yfir að hafa fengið að þekkja þig. Hvíl í friði. Elsku Eddi og fjölskylda, missir ykkar er mikill. Góður Guð styrki ykkur og huggi. Sólveig, Gauti og synir. Andlátstilkynningar HELGARÞJÓNUSTA - andlátstilkynningar í mánudagsblaðið eru eingöngu bókanlegar á mbl.is frá kl. 18:00 á föstudegi til kl. 12:00 á sunnudegi Slóðin er: http://mbl.is/mogginn/andlat/form/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.