Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 6
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR6 Ertu fylgjandi því að lokið verði við endurgerð Þorláksbúðar við Skálholtskirkju? Já 55,1% Nei 44,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Notar þú nagladekk? Segðu þína skoðun á vísir.is. FÓLK Bjórinn Egils Gull frá Ölgerðinni vann til verðlauna í samkeppninni World Beer Awards á dögunum. Bjórinn var valinn besti „standard lagerbjór- inn“. Fjöldi dómara alls staðar að úr heiminum blindsmakkaði um fimm hundruð bjórtegundir. Andri Þór Guðmunds- son, forstjóri Ölgerðar- innar, segir að verðlaun- in séu staðfesting á góðu þróunarstarfi sem fari fram hjá Ölgerðinni. - þeb Alþjóðleg bjórkeppni: Kusu Gull besta bjórinn VIÐSKIPTI Alterra Power, sem áður hét Magma Energy, vill kaupa skuldabréf af Reykjanesbæ sem fyrirtækið gaf sjálft út. Viljayfir- lýsing þess efnis var undirrituð 8. september síðastliðinn eftir að bæjarráð Reykjanesbæjar sam- þykkti drög að sölusamningnum. Alterra hefur nú 160 daga til að finna fjármagn til að ganga frá kaupunum. Reykjanesbær eignaðist skulda- bréfið þegar hann seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS Orku sumarið 2009. Sá hlutur rann síðan síðan inn í Alterra þegar fyrirtæk- ið eignaðist hlut Geysis. Stofnvirði bréfsins er 8,3 milljarðra króna en bókfært virði þess í efnahagsreikn- ingi Reykjanesbæjar er 5,8 millj- arðar króna. Það er meðal annars tengt álverði og fer uppgreiðslu- upphæð bréfsins eftir þróun þess. Skuldabréfið er til uppgreiðslu 2016. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir kaup verðið ekki verða undir því virði sem skuldabréfið er bókfært á, eða 5,8 milljarðar króna. Alterra hafi fengið upphaflega 80 daga til að ganga frá kaupunum. Samkvæmt viljayfirlýsingunni er þó hægt að lengja þann frest tvívegis um 40 daga. „Þetta eru því 160 dagar í heildina frá undirritun sem þeir hafa til að ganga frá þessu verk- efni.“ Ásgeir Margeirsson, einn aðstoðar forstjóra Alterra, segist ekki geta tjáð sig um á hvaða kjör- um Alterra býðst að kaupa skulda- bréfið. Verið sé að vinna að fjár- mögnun kaupanna. Alterra Power á 75 prósenta hlut í HS Orku í gegnum sænskt dóttur- félag, Magma Energy Sweden A.B. Fyrirtækið seldi félagi í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða 25 prósenta hlut í HS Orku í sumar á 8,1 millj- arð króna. Til viðbótar eiga sjóð- irnir forkaupsrétt á 8,4 prósenta hlut til viðbótar fyrir 4,7 milljarða króna. thordur@frettabladid.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Reykjanesbæ Húsavík Vestmannaeyjum GÆÐA MÁLNING Deka Meistaralakk 70 Akrýllakk. hvítt. 1 líter 1.595 DekaCryl 7 Innimálning. 10 lítrar 5.490 Mako pensill 50mm 205 Deka Gólfmálning grá 3 lítrar 3.795 Bakki, grind og 2 stk 12cm málningarrúllur 395 Hágæða sænsk málning 10% gljástig, verð 10L 4.590 allir ljósir litir Aqua 25 innimálning á böð 4 lítrar 3.995 Deka Spartl LH. 3lítrar 1.595 FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma heldur fræðslufund fimmtudaginn 17. nóvember nk. Fundurinn sem hefst kl. 20.00 verður haldinn í húsnæði Vitatorgs, dagþjálfunar Lindargötu 59, Reykjavík. Gengið er inn frá Vitastíg Dagskrá: öldruðum aðstoð við að búa á eigin heimili. Við hringjum fljótlega í þig. Söfnunarreikningur 546-26-6609, kt 660903-2590. Símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands hafin. 2500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til að sækja sér mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem leitar nú eftir stuðningi landsmanna. HJÁLP Í NEYÐ Á HEIMASLÓÐUM KJÖRKASSINN Magma-menn vilja kaupa eigið bréf Alterra, áður Magma Energy, hefur undirritað viljayfirlýsingu um að kaupa eigið skuldabréf af Reykjanesbæ. Hafa fram í miðjan febrúar til að fjármagna kaupin. Bærinn eignaðist bréfið þegar hann seldi Geysi Green hlut í HS Orku. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. STJÓRNMÁL Sjálfstæðir Evrópumenn ætla að leggja fram málamiðlunar- tillögu um aðildarviðræður við ESB á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. „Við erum að leggja til að menn hætti að þrefa um málið efnislega heldur komi sér saman um máls- meðferð án þess að þurfa að vera sammála um niðurstöðuna,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, sem samþykktu tvær tillögur um þetta efni á miðvikudag. „Seinni tillagan fjallar um það flokkurinn stúderi þetta mál og aðra kosti sem þjóðinni kynnu að bjóðast og geri um það skýrslu.“ Meðal þess sem lagt er til er að nefnd for- manna stjórn- málaflokk- anna á Alþingi ásamt utanríkis- ráðherra taki við yfirumsjón með viðræðunum og fari með það hlutverk sem sérstök ráðherra- nefnd hefur haft. Lagt verði til við Evrópu sambandið að formleg- ar samningaviðræður um sjávar- útvegsmál, landbúnaðar- og dreif- býlismál og gjaldmiðlasamstarf hefjist ekki fyrr en síðari hluta árs 2013. Viðræðum um aðra kafla verði þó framhaldið með eðlilegum hraða. Benedikt segist hafa komið til- lögunum til forystumanna í flokkn- um en ekki enn fengið viðbrögð. „Ég held svo sem að mikill hluti flokksmanna vilji taka þessar deil- ur svolítið út fyrir sviga og einbeita sér að því sem mestu máli skiptir fyrir flokkinn núna; að berjast fyrir því að hér verði tekið upp vitrænt stjórnarfar aftur.“ - gar Fylgismenn aðildar að ESB með málamiðlun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins: Formenn stýri viðræðunum við ESB BENEDIKT JÓHANNESSON LÖGREGLUMÁL Mikið magn fíkni- efna, sem fannst 10. október síð- astliðinn við leit lögreglu og toll- gæslu í gámi í Straumsvík, var falið innan um matvæli og krydd. Efnin reyndust svo sterk að hefðu þau verið seld beint á götuna hefði verðmæti þeirra numið hundrað milljónum króna. Hefðu þau verið seld á götustyrkleika, það er eftir íblöndun hefði verðmæti þeirra þrefaldast og numið 300 milljón- um króna. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem yfirmenn fíkniefna- deildar og tollgæslu, Karl Steinar Valsson og Kári Gunnlaugsson, efndu til í gær. Efnin, sem reynt var að smygla með hollenska gámaskipinu Franc- iscu frá Rotterdam í Hollandi til landsins, voru um tíu kíló af amfetamíni, rúm 200 grömm af kókaíni, rúmlega 8000 e-töflur, nokkur grömm af e-töfludufti, 8.800 steratöflur, 1.800 testósterón- töflur og mikið magn stungulyfja. Að því er fram kom í máli Karls Steinars hófst rannsókn þessa máls snemma á þessu ári. Þrír rannsóknarlögreglumenn unnu sleitulaust að því þar til að efnin voru komin í hendur lögreglu og tveir menn höfðu verið hand- teknir. Þeir sitja báðir í gæslu- varðhaldi. Framlengt var á annan þeirra til 9. desember í héraðsdómi í gær og kærði hann úrskurðinn til Hæstaréttar, sem í fyrradag stað- festi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir hinum til 6. desember. Kári sagði að gámurinn sem geymdi fíkniefnin hefði verið stöðvaður um leið og hann kom upp úr skipinu. Undirstrikað var að fyrirtæki sem efnin voru stíluð á hefði ekk- ert verið viðriðið málið. Starfs- maður þess, sem nú situr í gæslu, hefði hins vegar nýtt sér með ólög- mætum hætti þá löglegu starfsemi sem fyrirtækið hefði með höndum. - jss Fíkniefnin sem lögregla og tollgæsla tóku úr skipi í Straumsvík mjög sterk: Rótsterk eiturlyfin talin vera 300 milljóna króna virði STRAUMSVÍKUREFNIN Þetta magn rótsterkra fíkniefna, sem Karl Steinar Valsson og Kári Gunnlaugsson sýndu fjölmiðlum, komst aldrei lengra en á borð lögreglunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALTERRA, ÁÐUR MAGMA, UNDIRRITAR VILJAYFIRLÝSINGU Ásgeir Margeirsson, einn aðstoðarforstjóra Alterra, segir unnið að fjármögnun kaupanna. Hann kveðst ekki geta tjáð sig um á hvaða kjörum Alterra bjóðist til að kaupa skuldabréfið. milljarðar er lág- marks kaupverð skuldabréfanna sem Alterra hyggist kaupa af Reykjanesbæ. 5,8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.