Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 64
12. NÓVEMBER 2011 LAUGARDAGUR8 ● góð ráð fyrir græn jól Allt í kringum okkur eru efni og því miður eru sum þeirra skaðleg heilsu okkar og umhverfi. Þessi varasömu efni koma til dæmis frá iðnaði, samgöngum og sorpi sem ekki er meðhöndlað á réttan hátt, en geta einnig verið í vörum og hlutum sem við notum dags daglega. Mörg þessara efna eyðast ekki heldur safnast fyrir í umhverfinu og geta endað í matnum sem við borðum, vatninu sem við drekkum og loftinu sem við öndum að okkur. Þú getur lagt þitt af mörkum við að minnka magn skaðlegra efna í umhverfi þínu með því að velja vörur án efna sem hafa skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi. Varasöm efni í vörum og hlutum SNYRTIVÖRUR Snyrtivörur eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar og flest notum við margar og mismunandi tegundir á degi hverjum. Vanda skal valið því ýmsar snyrtivörur inni- halda efni sem geta haft skaðleg áhrif á heilsu okkar og umhverfi. Þessi varasömu efni eru til dæmis rotvarnarefni, ilmefni, litarefni eða önnur efni sem geta valdið ofnæmi. Vert er að hafa í huga að snyrtivörur geta borist með frárennslisvatni út í umhverfið. Framleiðendum snyrtivara er skylt að gefa upp öll innihaldsefni á um- búðum. Þannig er hægt að forðast verstu efnin og efni sem þú ert með ofnæmi fyrir. Hægt er að kaupa snyrtivörur án skaðlegra efna. SNUÐ OG PELAR Pelar og harði hluti snuðsins (ekki sjálf túttan) geta verið úr polykarbonatplasti sem inniheldur skaðlega efnið Bisfe- nolA (BPA). BPA getur valdið ertingu og ofnæmi í húð og raskað hormónajafnvægi. Þetta er umdeilt efni og hafa Danir bannað sölu á pelum sem innihalda BisfenolA. Það sama var gert hér á landi í ágúst 2011. Því er mikilvægt að skoða innihaldslýsingu þegar pelar og snuð eru keypt. LEIKFÖNG Reglur um leikfangaframleiðslu eru mjög strangar en þrátt fyrir það innihalda sum leikföng efni sem geta verið skaðleg bæði heilsu barnsins og umhverfinu. Flest leikföng á heimsmarkaði í dag eru framleidd í Asíu. Á þessum mörkuðum ríkir mikil samkeppni og sumir framleiðendur fara ekki eftir settum reglum um efna- innihald. Því finnast reglulega leikföng á markaði sem innihalda of mikið af varasömum efnum eins og t.d. þungmálma og plastmýkingarefni sem kallast þalöt. Auk þess ber að varast leikföng sem búa til mikinn hávaða. Við val á leikföngum skal velja CE-merkt leikföng sem er yfirlýsing framleiðandans um að leikfangið uppfylli grunnkröfur Evrópu um öryggi leikfanga. ÞVOTTA OG EFNAVÖRUR Á HEIMILUM Til eru margvíslegar þvotta- og efnavörur á heimilum eins og t.d. þvottaefni, hreinsiefni, málning og lökk. Mörg þessara efna geta verið ertandi og jafnvel ætandi og haft skaðleg áhrif á heilsu. Því skal ætíð lesa vel varúðarupplýsingar á umbúðum, geyma efnin þar sem börn ná ekki til og flokka á réttan hátt þegar umbúðum og afgöngum er hent. Hreinsiefni fara með frárennslisvatni út í umhverfið. Með því að velja umhverfisvottaðar vörur lágmarkar þú notkun þína á varasömum efnum og því magni sem berst frá þér út í umhverfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.