Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 64
12. NÓVEMBER 2011 LAUGARDAGUR8 ● góð ráð fyrir græn jól
Allt í kringum okkur eru efni og því miður eru sum þeirra skaðleg heilsu okkar og umhverfi. Þessi
varasömu efni koma til dæmis frá iðnaði, samgöngum og sorpi sem ekki er meðhöndlað á réttan hátt,
en geta einnig verið í vörum og hlutum sem við notum dags daglega. Mörg þessara efna eyðast ekki
heldur safnast fyrir í umhverfinu og geta endað í matnum sem við borðum, vatninu sem við drekkum
og loftinu sem við öndum að okkur. Þú getur lagt þitt af mörkum við að minnka magn skaðlegra efna
í umhverfi þínu með því að velja vörur án efna sem hafa skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi.
Varasöm efni í vörum og hlutum
SNYRTIVÖRUR
Snyrtivörur eru ómissandi hluti af daglegu lífi okkar og flest notum við margar og
mismunandi tegundir á degi hverjum. Vanda skal valið því ýmsar snyrtivörur inni-
halda efni sem geta haft skaðleg áhrif á heilsu okkar og umhverfi. Þessi varasömu
efni eru til dæmis rotvarnarefni, ilmefni, litarefni eða önnur efni sem geta valdið
ofnæmi. Vert er að hafa í huga að snyrtivörur geta borist með frárennslisvatni út í
umhverfið. Framleiðendum snyrtivara er skylt að gefa upp öll innihaldsefni á um-
búðum. Þannig er hægt að forðast verstu efnin og efni sem þú ert með ofnæmi fyrir.
Hægt er að kaupa snyrtivörur án skaðlegra efna.
SNUÐ OG PELAR
Pelar og harði hluti snuðsins (ekki sjálf túttan) geta verið
úr polykarbonatplasti sem inniheldur skaðlega efnið Bisfe-
nolA (BPA). BPA getur valdið ertingu og ofnæmi í húð og
raskað hormónajafnvægi. Þetta er umdeilt efni og hafa
Danir bannað sölu á pelum sem innihalda BisfenolA. Það
sama var gert hér á landi í ágúst 2011. Því er mikilvægt að
skoða innihaldslýsingu þegar pelar og snuð eru keypt.
LEIKFÖNG
Reglur um leikfangaframleiðslu eru mjög strangar en
þrátt fyrir það innihalda sum leikföng efni sem geta
verið skaðleg bæði heilsu barnsins og umhverfinu. Flest
leikföng á heimsmarkaði í dag eru framleidd í Asíu.
Á þessum mörkuðum ríkir mikil samkeppni og sumir
framleiðendur fara ekki eftir settum reglum um efna-
innihald. Því finnast reglulega leikföng á markaði sem
innihalda of mikið af varasömum efnum eins og t.d.
þungmálma og plastmýkingarefni sem kallast þalöt. Auk
þess ber að varast leikföng sem búa til mikinn hávaða.
Við val á leikföngum skal velja CE-merkt leikföng sem
er yfirlýsing framleiðandans um að leikfangið uppfylli
grunnkröfur Evrópu um öryggi leikfanga.
ÞVOTTA OG EFNAVÖRUR Á HEIMILUM
Til eru margvíslegar þvotta- og efnavörur á heimilum eins og t.d.
þvottaefni, hreinsiefni, málning og lökk. Mörg þessara efna geta verið
ertandi og jafnvel ætandi og haft skaðleg áhrif á heilsu. Því skal ætíð
lesa vel varúðarupplýsingar á umbúðum, geyma efnin þar sem börn ná
ekki til og flokka á réttan hátt þegar umbúðum og afgöngum er hent.
Hreinsiefni fara með frárennslisvatni út í umhverfið. Með því að velja
umhverfisvottaðar vörur lágmarkar þú notkun þína á varasömum
efnum og því magni sem berst frá þér út í umhverfið.