Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 24
24 12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR Nú liggur fyrir frumvarp stjórnlagaráðs til stjórnar- skipunarlaga og felur það í sér töluverðar breytingar á stjórnskip- un Íslands. Margar af tillögum stjórnlagaráðs fela í sér umbætur sem eiga rétt á sér og fela meðal annars í sér að stjórnarskráin verður auðskiljanlegri. Frum- varpið inniheldur einnig mörg góð nýmæli, eins og ákvæði um nátt- úruauðlindir, og eftirlitshlutverk þingsins með framkvæmdarvald- inu er betur skilgreint. Þrátt fyrir að það sé vissulega margt gott að finna í frumvarpi stjórnlagaráðs er ekki þar með sagt að frumvarp- ið þarfnist ekki frekari skoðunar. Nokkur ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs hafa ef til vill ekki verið hugsuð til enda og má þá helst nefna 113. gr. sem fjallar um breytingar á stjórnarskrá. Samkvæmt fyrri málsgrein 113. gr. skal frumvarp til breytinga á stjórnskipunarlögum, sem sam- þykkt hefur verið af Alþingi, borið undir atkvæði allra kosninga- bærra manna. Þetta ákvæði felur í sér mikla aðkomu almennings af stjórnarskrárbreytingum og er til mikilla bóta frá því sem nú er. Hinsvegar sígur á ógæfuhliðina í síðari málsgreininni. Samkvæmt 2. mgr. 113. gr. getur Alþingi fellt niður þjóðaratkvæðagreiðslu vegna stjórnskipunarlaga með samþykki 5/6 hluta alþingismanna. Þetta ákvæði felur þar af leiðandi í sér að Alþingi geti í krafti auk- ins meirihluta breytt stjórnar- skránni án aðkomu þjóðar innar. Vissulega er hér um að ræða stór- an hluta alþingismanna, en þegar fyrri breytingar á núgildandi stjórnarskrá eru skoðaðar er ljóst að slíkur meirihluti þarf ekki að vera fyrirstaða. Mikil hefð er fyrir þver pólitískri samstöðu á Alþingi þegar stjórnlagabreytingar eiga í hlut og eru slík frumvörp gjarnan flutt sameiginlega af formönnum allra þingflokka. Frumvörp um breytingar á stjórnarskrá hafa jafnvel farið í gegnum Alþingi án þess að nokkur þingmaður greiði atkvæði gegn því, sbr. lög nr. 97/1995. Í skýringum stjórnlagaráðs við 113. gr. frumvarpsins segir að til- gangur 5/6 reglunar sé, ef „gera [þurfi] smávægilegar breytingar á stjórnarskrá, t.d. vegna minni háttar þjóðréttarsamninga“. Tvennt þarf að hafa í huga þegar að skýringin við 113 gr. er lesin. Í fyrsta lagi þarf að íhuga hvað Alþingi myndi telja „smávægi- legar breytingar … vegna minni háttar þjóðréttarsamninga“. Það er nánast ómögulegt að svara þeirri spurningu öðruvísi en það færi eftir pólitísku mati Alþingis. Þá má spyrja hvort þjóðréttar- samningar sem krefj- ast breytinga á stjórn- arskrá geti í raun talist vera „minniháttar“? Ef til vill væri réttara að telja alla þá þjóðréttar- samninga meiriháttar sem fela í sér þörf fyrir slíkar breytingar. Í öðru lagi þarf að hafa í huga að þessa ábendingu er aðeins að finna í skýringum við ákvæðið, ekki er lagt til að þetta komi fram í stjórnarskrárákvæðinu sjálfu. Skýringar hafa ekki lagagildi og því getur þessi texti aðeins haft leiðbeiningar gildi fyrir Alþingi en bindur ekki hendur þess ólíkt sjálfum texta stjórnarskrárinnar. Í áliti forsætis- ráðuneytisins 18. júlí 2011 kemur fram „að [stjórnarskrárbreyting- ar] þurfi að samþykkja í þjóðar- atkvæðagreiðslu nema 5/6 þing- manna hafi greitt þeim atkvæði sitt“. Hér virðist ráðuneytið leggja þann skilning í ákvæðið að spurn- ingin sé einfaldlega hvort nægur meirihluti náist og er í raun ekkert því til fyrirstöðu. Samkvæmt núgildandi stjórnar- skrá þarf að rjúfa þing og boða til kosninga ef Alþingi samþykkir breytingu á stjórnarskrá og þarf hið nýkjörna þing að samþykkja breytingarnar óbreyttar. Vissu- lega er hægt að deila um hvort þessar alþingiskosningar snúist í raun um stjórnarskrárbreyting- arnar líkt og stjórnlagaráð bendir réttilega á. Aftur á móti er ekki hægt að deila um að þjóðin fái að minnsta kosti tækifæri til að segja sitt álit á öllum stjórnlaga- breytingum með núgildandi fyrir- komulagi, ólíkt því sem 2. mgr. 113. gr. frumvarps stjórnlagaráðs gerir ráð fyrir. Nú liggur fyrir tillaga til þings- ályktunar um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs á Alþingi. Sam- kvæmt tillögunni er því haldið opnu að breyta megi frumvarpi stjórnlagaráðs ef ástæða þykir til, en stjórnlagaráð verði þó haft með í ráðum. Í raun væri ekki verið að grípa fram fyrir hendur stjórnlagaráðs ef ráð- ist væri í breytingar á frumvarpinu, vegna þess að hlutverk stjórn- lagaráðs var að gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá í frum- varpsformi. Jafnvel þótt einhverjar breyt- ingar verði gerðar á frumvarpinu er ekki þar með sagt að stjórn- lagaráð hafi ekki lagt mikið af mörkum, með þeim grunni sem frum- varpið felur í sér. Þessi pistill er ekki skrifaður með það í huga að verja núgildandi stjórnarskrá. Ég vil aðeins benda á að frum- varp stjórnlagaráðs í núverandi mynd er ef til vill ekki besti kostur inn fyrir framtíðar stjórn- skipan landsins. Þarf þá sérstak- lega að skoða síðari málsgrein 113. greinar frumvarpsins. Með ákvæði sem gefur Alþingi vald til að breyta stjórnarskránni án aðkomu þjóðarinnar, er að mínu mati vegið að sjálfsákvörðunar- rétti þjóðarinnar og skiptir þá engu hvort Alþingi þurfi til þess aukinn meirihluta. Ef Alþingi verður gefið þetta vald og þar af leiðandi forræði á stjórnar- skránni, getum við ekki lengur sagt að valdið spretti frá þjóðinni. Nokkur ákvæði í frumvarpi stjórnlaga- ráðs hafa ef til vill ekki verið hugsuð til enda ... Samtök iðnaðarins bjóða félagsmönnum sínum, starfsfólki þeirra og samstarfsaðilum til Uppskeruhátíðar á Ári nýsköpunar. Staður : Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu Stund: Miðvikudagur 16. nóvember, kl. 17.00 – 19.30 Dagskrá : Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi Sköpun, nýsköpun, innblástur og eftirfylgni Léttar veitingar Allir velkomnir Uppskeruhátíð Ár nýsköpunar - við erum rétt að byrja ... Hvort sprettur valdið frá þjóð eða þingi? Sól skein skært við Skagfirð-ingum og gestum þeirra þegar Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki tók í notkun nýtt Hátæknimenntasetur á dögun- um. Þar með var staðfest merki- legt samstarf iðnfyrirtækja á svæðinu, sveitarstjórna, skólans og HAAS Automation í Belgíu en það opinberast í nýjum og tækni- lega fullkomnum CNC stýrðum vélum sem kennt verður á í fram- tíðinni í skólanum. Hér er um mikla fjárfestingu að ræða sem ber vott um stórhug skólans og atvinnulífsins í Skagafirði. Framtakið lýsir jafnframt sannfæringu fyrir því að með því að bjóða slíkt nám innan málm- og véltæknigreinarinnar gef- ast ný og áður óþekkt tækifæri í héraðinu til að efla tæknigrein sem aðrar þjóðir hafa byggt vel- ferð sína á. Undirstaða alls þessa er þó að skólinn geti kennt verð- andi iðnaðarmönnum hina nýju og heillandi tækni. Til þess þarf réttu tækin og kunnáttu kenn- ara. Síðan er það fyrirtækjanna að nýta þá þekkingu til að færa út starfsemi sína með hönnun og framleiðslu verðmætra og eftir- sóttra vara eða íhluta í stærri heildir. Fordæmi Finna Það, sem gerir þessa atburðarás athyglisverða, er hið uppbyggi- lega samstarf sem tekist hefur milli skóla og atvinnulífsins á Sauðárkróki og hefur víða boðað nýja tíma eins og best sést í Finn- landi. Eftir hrunið þar upp úr 1990 varð Finnum ljóst að beina þurfti sjónum strax að skóla- kerfinu og stuðla að víðtækri samvinnu þess við atvinnu lífið og sveitar- og svæðisstjórnir um allt land. Á hverju svæði var mótuð stefna um hvaða atvinnu- greinar skyldi efla sérstaklega. Lykillinn var skýr framtíðar- sýn í verk- og tæknimenntun og samvinna atvinnulífs, skóla og svæðisstjórna. Í kjölfarið voru styrktir einskonar fjöltækni- skólar sem síðan hafa veitt hag- nýta menntun og starfsþjálfun í samræmi við markaða atvinnu- stefnu á svæðinu. Afrakstur þessarar aðferðar Finna er veru- legur og ekki þarf að efast um að þetta framtak Skagfirðinga mun á sama hátt færa þeim farsæld í framtíðinni. Að bíða eftir öðrum Ekki er vitað til að í aðdraganda þessa merka framtaks á Sauðár- króki hafi verið leitað „suður“ til að koma setrinu á fót. Hve oft er sá steinn klappaður að ekki sé nægur skilningur hjá þeim „fyrir sunnan“ á því að koma nauðsynlegum framfaramálum í framkvæmd? Einlægt er beðið eftir að þingmenn, ráðherrar eða eitthvert annað galdrafólk komi færandi hendi og bregði töfra- sprota sínum á loft til að efla atvinnulífið. Þegar slík undur gerast ekki þá kvarta menn gjarnan sáran um skilningsleysi og jafnvel andúð fyrrnefndra á viðkomandi byggðarlagi. Verða af þessu öllu oft hin mestu leið- indi. En Skagfirðingar létu ekki deigan síga í þessum efnum frekar en öðrum. Þess í stað tóku fyrirtæki á svæðinu, skólinn og sveitarfélagið saman höndum og leituðu út í hinn víða heim með góðra manna hjálp og úr varð tæknivætt hámenntasetur sem á eftir að lyfta verkmenntun í hérað inu á hærra stig. Málinu fylgt eftir Til að leggja áherslu á vilja sinn og staðfestu afhentu samtök stuðningsaðila, sem kalla sig Sátt- mála til sóknar, skólanum eina milljón króna við vígslu athöfnina til að markaðssetja hann. Það er vissulega gott fordæmi og til marks um að full alvara fylgir því að efla veg og virðingu málm- og véltæknigreinarinnar. Sú við- leitni verður áreiðanlega mikið gæfuspor fyrir þróun atvinnulífs í Skagafirði, hefur víðtæk áhrif og verður öðrum gott fordæmi. Ekki er vanþörf á þegar leitað er logandi ljósi um allt land að arð- bærum og áhugaverðum störfum. Framtak til fyrirmyndar Ný stjórnarskrá Ölvir Karlsson laganemi Menntamál Ingólfur Sverrisson forstöðumaður málm- og véltæknisviðs Samtaka iðnaðarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.