Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 114
LAUGARDAGUR 12. nóvember 2011 66
Alþjóðadagur sykursjúkra
2011
14. nóvember
Í tilefni Alþjóðadags bjóða
Samtök sykursjúkra upp á mælingu á blóðsykri
í Smáralindinni laugardaginn 12. nóvember
frá kl 12:00-16:00
4 ÁRA
Samtök sykursjúkra
1971-2011
Conrad Murray er hvergi af
baki dottinn þótt hann hafi verið
sakfelldur fyrir manndráp af
gáleysi í vikunni. Í gærkvöldi
sýndi bandaríska sjónvarpsstöð-
in MSNBC heimildarmynd eftir
lækninn sem nefnist Michael
Jackson and the Doctor: A Fatal
Friendship, en ættingjar popp-
goðsins reyndu af öllum mætti
að stöðva sýningu myndarinnar í
allan gærdag án árangurs.
Tökur á heimildarmyndinni
hófust um svipað leyti og Murray
hóf störf hjá Jackson og þær héldu
áfram eftir að poppstjarnan dó.
Tom Roberts stýrði tökunum, en
myndin er framleidd af Oktober
Films og dreift af Zodiak Rights.
„Við trúum því að þessi heim-
ildarmynd sé einn nákvæmasti
minnisvarði um hvað gerðist
milli Jacksons og Murray þann
25. júní 2009.“ Í myndinni kemur
meðal annars fram að forstjóri
AEG Live, Randy Phillips, hafi
tekið Murray afsíðis og spurt
hann hvers konar smámunasemi
þetta væri í Jackson. „Hvað er
þetta með manninn, hann er að
verða heimilislaus, hann er með
níu lífverði, hvað er þetta eigin-
lega. Ég borga fyrir þetta allt.“
Phillips neitaði reyndar í réttar-
haldinu yfir Murray að hafa sagt
þessi orð.
Í heimildarmyndinni er einnig
birt samtal tveggja lögfræðinga
Jackson, þeirra Eds Chernoff
og Michaels Flanagan. „Ég held
að fjölmiðlar hafi gert Jackson
skrýtnari en hann er í raun og
veru,“ segir Chernoff en Flanag-
an hristir bara hausinn. „Skrýtn-
ari en hann er? Þú ert að grínast,
það er ekki hægt að vera skrýtn-
ari en þetta.“ Murray heldur því
jafnframt fram í myndinni að
hann hafi skipað Jackson að þrífa
svefnklefann sinn sökum þess að
poppgoðið vætti enn þá rúmið sitt.
Segir Jackson hafa vætt rúmið
MAKAR KRÓKINN Murray mun að öllum líkindum maka krókinn vegna tengsla
sinna við Michael Jackson. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða
Jacksons með gáleysi sínu. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikkonan Rachel Bilson sem sló
í gegn í sjónvarpsþáttunum The
OC segist kunna alla texta söngv-
arans Justins Bieber.
Bilson á tvær hálfsystur á aldr-
inum tíu og fjögurra
ára og segir þær
báðar vera mikla
aðdáendur ung-
stirnisins Justins
Bieber. „Vegna
þeirra kann ég
alla textana við
lög Justins, Tay-
lor Swift og Sel-
enu Gomez. Í
staðinn kynnti
ég þær fyrir
The Princess
Bride, sem
er uppáhalds-
kvikmynd-
in mín. Við
eyðum helg-
unum í að
horfa á Disney-
myndir saman,“
sagði leikkonan
geðþekka.
Kann laga-
texta Biebers
ÞEKKIR BIEBER Leikkonan
Rachel Bilson kann alla
texta við lög Justins Bieber
og Taylor Swift.
NORDICPHOTOS/GETTY
Nýjasta kvikmynd Adams Sand-
ler, Jack and Jill, hefur verið
harðlega gagnrýnd vestanhafs af
bandarískum kvikmyndagagn-
rýnendum en leikarinn hefur
ekki alltaf átt góðu gengi að
fagna hjá þeim. Nú þykir hann
hins vegar hafa náð botninum og
er myndinni lýst sem kvikmynda-
legum geðhvörfum. Sandler leik-
ur bæði aðalhlutverkin í mynd-
inni, tvíburasystkinin
Jack og Jill. Þrátt
fyrir að mynd-
in skarti einnig
röddum frá Johnny
Depp og Al Pacino
nægir það ekki til
að bjarga Sand-
ler, sem fær því á
baukinn hjá
bandarísku
press-
unni.
Sandler skot-
inn niður
SKELFILEGT
Adam
Sandler fær
skelfilega
dóma fyrir
kvikmynd
sína Jack
& Jill.